Lögberg-Heimskringla - 17.03.1960, Blaðsíða 1

Lögberg-Heimskringla - 17.03.1960, Blaðsíða 1
Högberg; - l^ctmstiringla Stofnað 14. jan„ 1888 Slofnuð 9. septw 1886 74. ARGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 17. MARZ 1960 NÚMER 11 Menntamáloráðstefna Manitoba Dr. Wilder Penfield Dr. P. H. T. Thorlakson Frímerki íslands Þann 27. febrúar s. 1. var háð meiriháttar þing í fund- arsal Manitobaháskóla um menntamál. Yfir eitt þúsund manns sóttu fundinn og kom- ust færri en vildu. Voru þar saman komnir fulltrúar víðs vegar að, úr byggðum og bæj- um Manitoba. Svo sem skýrt var frá í dagblöðunum, var stofnað Menntamálaráð M a n i t o b a (Manitoba Council of Educa- tion) 10. desember 1959, í þeim tilgangi „að stuðla að þróun menntamála í Manitoba“, og er Manitoba-ráðið í beinu sambandi við Menntamála- ráð Kanada (Canadian Con- ference on Education), sem hefir það hlutverk að endur- skoða og hafa eftirlit með skólakerfum landsins. Dr. P. H. T. Thorlakson var kjörinn formaður Mennta- málaráðs Manitoba, og með honum í framkvæmdanefnd: Mrs. James A. Richardson, heiðursforseti; Mr. Justice G. E- Tritschler; Dr. H. H. Saun- derson og Mr. R. O. A. Hunter. Þessi nefnd hefir lagt á sig ohemju vinnu við að undir- búa þetta þing, og hinn vakn- andi áhugi almennings fyrir umbótum í menntamálum fylkisins kom greinilega í Ijós í hinni miklu aðsókn að fundinum, enda hafa mennta- mál Manitobafylkis verið mik- ið rædd í blöðunum, síðan rnilliþinganefnd stjórnarinnar 1 menntamálum (Manitoba ^oyal Commission) lagði fram tillögur sínar. Hið nýstofnaða Mennta- málaráð Manitoba leitaði vita- skuld samvinnu við önnur menntamálasamtök i n n a n fylkisins, og eru nú yfir 25 félagsstofnanir auk einstakl- iuga á meðlimaskránni, þar á meðal Manitoba Education Assn. (stofnað 1905), Manitoba Trustees Assn. (1907), Mennta- máladeild fylkisins stofnuð 1908, Manitoba Teacher’s So- ciety (1919), Manitoba Educa- tion Week (1930). Dr. P. H. T. Thorlakson stýrði þinginu, og sagði hann, að Menntamálaráð Manitoba myndi ekki hafa verið stofn- að án samþykkis og fulltingis ofangreindra stofnana og ann- arra félagssamtaka i n n a n fylkisins. Á ræðupalli, meðal heiðursgesta, voru allir for- menn (Deputy Ministers) Menntamáladeildar Manitoba- stjórnar síðan hún var stofn- uð, 1908: Dr. Robert Fletcher, Dr. R. O. MacFarlane og Mr. B. Scott Bateman. Eftir að forseti hafði boðið þingmenn velkomna, flutti Hon. Stewart E. McLean, menntamálaráðherra, kveðjur frá Manitoba-stjórninni. Þá kynnti Dr. Thorlakson aðal- ræðumann þingsins, Dr. Wil- der Penfield frá Montreal, sem er heimsfrægur sérfræðingur í taugasjúkdómum og skurð- læknir við heilasjúkdómum. Hann hefir skrifað margar bækur um sérfræðigrein sína og hefir að makleikum verið heiðraður á ýmsan hátt bæði hér í álfu og á Bretlandi. Dr. Wilder Penfield er heið- ursforseti Canadian Confer- ence on Education, og valdi hann sér sem ræðuefni: Edu- cation Seen In Long Perspec- tive. Er það ein af merkustu ræðum, sem fluttar hafa verið hér um slóðir; víðfeðm, þrung- in af fróðleik og mannviti og krydduð kímni, enda hlýddi mannfjöldinn á hann sem dá- leiddur væri; útdráttur úr ræðu hans eftir Jón Laxdal, aðstoðarskólastjóra Kennara- skðlans, er birtur á öðrum stað í blaðinu. Aðalumræðuefni þingsins var: „What Must We Teach Our Children In Our Schools" og skýrir Mr. Laxdal frá þeim umræðum í næsta blaði. Mikile áhuga varð vart á Ein hin vinsælasta tóm- stundaiðja — föndur eins og það er nú nefnt — er frí- merkjasöfnun. Oft eru það menn, sem hafa miklum opin- berum störfum að gegna, sem velja þessa leið til að hvíla hugann frá daglegum skyldu- störfum. T. d. var George VI. mikill frímerkjasafnari, og sagt er, að hinn mikilhæfi lög- maður, Isaac Pitblado í Winni- peg eigi fágætt safn kana- diskra frímerkja. Svo sem gefur að skilja, getur enginn frímerkjasafnari náð saman nokkurn veginn fullkomnu safni, nema því aðeins að hann takmarki sig við frí- merki einnrar eða tveggja þjóða, því allar þjóðir eru stöðugt að breyta frímerkjum sínum til að sýna merka menningarviðburði, landslag og annað, sem fræðir um- heiminn um þjóðirnar og löndin. Frímerkjasafnarar verða því venjulega mjög fróðir um það land, er þeir safna frímerkjum frá. Einn af áhugamestu frí- merkjasöfnurum hér í Winni- peg er Wm. D. Hurst, yfir- verkfræðingur borgarinnar. Kona hans, frú Gyða, átti dá- lítið safn frímerkja, þegar þau giftust, en það höfðu foreldr- ar hennar gefið henni, Gísli Johnson ritstjóri og Guðrún heitin Finnsdóttir skáldkona. Mr. Hurst fékk áhuga fyrir þessu safni og tók að bæta við það og hefir haldið því áfram síðan; hann hefir sambönd við frímerkjasafnara á íslandi; hefir komizt yfir fágæt íslenzk frímerki í New York, London og víðar, og mun nú safn hans með þeim fullkomnustu ís- lenzkra frímerkja vestan hafs. Frímerkjasafnarar í Winni- peg hafa myndað félag og hélt það fund í St. Charles hotel á miðvikudagskvöldið í fyrri viku. Mr. Hurst var aðal- ræðumaður kvöldsins og flutti hann fyrst ágæta ræðu um ís- land, er fundarmenn urðu mjög hrifnir af, en fæstir þeirra munu lítið hafa vitað þinginu, og tóku margir til máls. 1 lok þingsins var sam- þykkt að sérprenta hina ágætu ræðu Dr. Wilder Penfield’s og verður henni útbýtt sem víð- ast. Dr. H. H. Saunderson mælti nokkur lokaorð og loks þakkaði forseti, Dr. P. H. T. Thorlakson öllum þeim, er sóttu þingið, og þeim, er tóku þátt í að gera þessa fjölsóttu menntamálaráðstefnu Mani- tobafylkis fræðandi og upp- byggilega. áður um þjóðina og landið. Vildum við seinna, þegar rúm leyfir, mega birta þá ræðu. Því næst skýrði Mr. Hurst frá frímerkjasöfnun sinni og ræddi aðallega um þau frí- merki, sem afar fágæt eru orðin, en það eru þau fyrstu frá 1873 og 1874, en þá hófst frímerkjanotkun á íslandi. Frímerkjasafnarar sækjast mjög eftir frímerkjum, sem ekki hafa verið prentuð rétt, svo sem átti sér stað í Kanada, þegar St, Lawrence skurðar frímerkin voru prentuð, en á nokkrum frímerkjaörkum stóðu myndirnar á höfði. Ým- issar prent- og pressuvillur voru á íslenzkum frímerkjum, sem prentuð voru 1902 og 1903. Þau eru nú mjög eftir- sótt og fágæt. Þeir íslending- Nikíta Kruschef, sem vænt- anlegur var í meiri háttar heimsókn til Frakklands þessa viku, hefir nú frestað heim- sókn sinni um 10 daga vegna þess, að hann fékk flensu. Telja ýmsir, að ástæðan sé önnur; að hann hafi ekki ver- ið ánægður með móttökuráð- stafanir Frakka. Hann átti að koma kl. 10 að morgni, en þá er flest fólk við vinnu og get- ur ekki fagnað honum; engar ráðstafanir gerðar um sam- fundi hans við kommúnista- sinnaðra Frakka o.s.frv. Hann er nýlega kominn heim úr för til Indónesíu, þar sem honum var vel fagnað. ☆ Aftaka snjókoma hefir verið síðustu dagana í fylkjunum við Atlantshafið og í New- foundland, þannig að umferð hefir teppzt og vandræði mikil hafa hlotizt af. ☆ Ferðalögum „hinna stóru“ linnir ekki. Eisenhower for- seti er nýkominn heim úr þriggja vikna heimsókn til fjögurra landa í Suður-Amer- íku. Um þessar mundir er staddur í Bandaríkjunum Ad- enauer, forsætisráðherra V.- Þýzkalands, og Ben-Gurion, forsætisráðherra Israels. ☆ Á þriðjudagin í þessari viku hófst afvopnunraráð- stefnan í Geneva. Eru þar saman komnir fulltrúar frá 10 ríkjum, fimm frá kommún- istaríkjunum og fimm frá Vesturríkjunum. Enginn full- trúi er þar frá Kína, sex millj- ar, sem eiga í fórum sínum gömul bréf með frímerkjum frá þessum árum, bæði fyrir og eftir aldamót, myndu gera Mr. Hurst greiða að komast í samband við hann. Heimilis- fang hans er 67 Kingsway, Winnipeg 9, Man. Hann hefir sérstaklega mikinn áhuga fyr- ir að fá frímerki frá 1902—03, sem prentað var á „þrír“ og „ígildi“. Þau komu þannig til, að* skipum frá Danmörku seinkaði; sum frímerki gengu til þurrðar og varð því að prenta á sum þau frímerki, sem nóg var til af, ígildi þeirra, sem vantaði. Islenzk frímerki eru mörg afar fögur, eins og þau, er gefin voru út 1930. Hafði Mr. Hurst sýnnshorn af þeim, og voru frímerkjasafnararnir mjög hrifnir af þeim. Var þessi kvöldstund hin ánægju- legasta. óna þjóð, sem nú gerist harla herská svo sem Tíbet og Ind- land hafa fengið að kenna á. Fulltrúar hafa það hlutverk að reyna að samræma tillögur Kruschefs og afvopnunartil- lögur þær, er Vesturveldin hafa komið sér saman um. Er líklegt, að fundir þeirra haldi áfram fram á vor; sendimenn á ráðstefnunni hafa undanfar- ið verið að leita þess að koma börnum sínum í skóla í Sviss- landi og þykir það merki þess, að þeir búizt við langdregnu þingi. Frh. bls. 2. „Volpone" Þessi frægi skopleikur eftir Ben Johnson verður settur á svið í Beacon Theatre dagana 17.—26. marz. Leikurinn er um ríkan munaðarsegg í Ven- ice á sextándu öld, sem með aðstoð þjóns síns skemmtir sér við að leika á ýmsa háttsetta borgara. Margir af beztu leik- urum í Winnipeg taka þátt. Fólk ætti að fjölmenna á þess- ar leiksýningar, bæði sér til skemmtunar og til að efla leiklistarstarfsemi í borginni. ☆ Snæbjörn Hallgrímson, sem fyrrum átti heima í Kandahar, Sask., andaðist í Vancouver 20. febrúar, 79 ára að aldri. Hann lifa fóstursonur hans, Edwin; fimm dætur, Fjóla Matteson, Florence Wier, Lil- lian Nassi, Emily Aman og Doreen Nassey; tveir bræður, Byron í Wynyard og Tryggvi í Langley, B.C.; tvær systur, Mrs. G. Gudnason, Kandahar og Mrs. Sena Stevenson í Vancouver. Fréttir í stuttu máli

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.