Lögberg-Heimskringla - 26.05.1960, Blaðsíða 3
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 26. MAÍ 1960
3
Brot úr ferðosögu Þórðor Diðrikssonor
fró íslandi til Utah 1855-56
Ferðasögubrot þetta fékk
ég frá Hjálmari Bjarnarsyni,
sem átti heima í Spanish Fork
í Utah, en er nú dáinn. Birtist
hún hér að mestu leyti eins
og hann gekk frá henni. — Er
hún fróðleg og sýnir mismun-
inn á ferðlaginu fyrr og nú.
— Úlgef.
Þ ó r ð u r Diðriksson var
fæddur 26. marz 1828 í Hólm-
inum í Austur-Landeyjum 1
Rangárvallasýslu á íslandi.
Hann ólst upp hjá Ólafi Jóns-
Syni á Fagurhól, þar til hann
var 12 ára, en frá þeim tíma,
þar til hann var 21 árs gam-
all, dvaldi hann hjá Höskuldi
Jónssyni á Búðarhól. Báðir
þessir fyrrtöldu bændur
bjuggu í Landeyjum.
Seint í júlí 1855 lagði Þórð-
ur Diðriksson frá Islandi
áleiðis til Kaupmannahafnar
á seglskipi, og kom þangað
um miðjan ágúst, og dvaldi
þar um 4 mánuði. En um miðj-
an desember sama ár lagði
Þórður Diðriksson af stað frá
Kaupmannahöfn með mörg
Um „emigröntum" áleiðis til
Utah í Ameríku, á seglskipi.
Það tók um tvær vikur frá
Kaupmannahöfn til Liver-
Pool á Englandi. Og svo um
nýárið 1856 lagði allur hinn
fyrrtaldi emigrantahópur frá
Liverpool á leið til Ameríku.
Þórður segir svo frá:
Eftir að við lögðum af stað
út á Atlantshafið, höfðum við
allgott veður fáa daga fyrst,
síðan fór veður að spillast, og
oftir að við vorum komin
nokkur hundruð mílur út á
hafið, fengum við mótvind í
14 daga, sem dreif okkur
nieira og minna til baka á
hverjum degi.
Þegar veðrið spilltist fór
fólk að veikjast; einnig ég
sjálfur varð mjög veikur, og
var það meiri hluta sjóferð-
arinnar.
Ég var hræddur um að ég
niundi deyja, og gat ekki sof-
ið. Læknirinn kom til mín
einu sinni á dag og túlkur
nieð honum.
Læknirinn gaf mér svefn-
nieðal, og átti ég að taka 25
óropa í einu; en það dugði
mér ekkert, svo ég tók 50, og
þar næst 100 dropa og síðast
allt úr glasinu. En það verk-
aði ekki að heldur, og var ég
veikur eftir sem áður.
Læknirinn skoðaði oft á
mér tunguna. Og eitt sinn,
þegar hann vildi skoða hana,
gat ég naumast hreyft hana,
°g þá brotnaði hin hvíta
þykka húð, sem var á tung-
unni, svo blóðið rann út úr
mér; og er ör á tungunni enn
í dag. — Læknirinn hætti að
koma til mín.
Það dóu þrír og fjórir á
hverjum sólarhring, og sá ég
oft á morgnana að verið var
að sauma léreft utan um þá,
sem andazt höfðu nóttina áð-
ur; einnig fann ég nályktina
af þeim, og hryllti mig mjög
mikið við því, þar eð ég þá
hugsaði til sjálfs mín, að ég
mundi innan skamms verða
í sömu kringumstæðum, og
verða etinn af sömu skepnum
á botni hafsins og hinir sam-
ferðamenn mínir, sem varpað
var fyrir borð á hverjum degi.
Ég reyndi stundum að biðja
til drottins, en mitt hugarfar
var eins og fjötrað af hinu
vonda valdi, svo ég gat ekki
hugsað um neitt gott, heldur
þvert á móti um ýmislegan
hégóma svo sem 1 ygasögur,
rímur, drauga og tröll, og
annað fleira, sem ég hafði
haft skemmtun af meðan ég
var heilbrigður. Af þessu
varð ég oft mjög sorgbitinn,
þar eð mér fannst ég vera
dæmdur til dauða og for-
dæmdur og yfirgefinn af
drottni.
Það lágu fjórir menn í sama
rúmi og -ég. Einn af þeim var
íslendingur, sem ég hafði
lánað 80 ríkisdali í Kaup-
mannahöfn fyrir fargjaldi
hans til Ameríku. Ég spurði
hann eitt sinn hvort hann
héldi að ég mundi deyja.
Hann svaraði nei, og þótti
mér það stórlega, þar eð ég
þóttist fullviss um, að hann
talaði þvert á móti sannfær-
ingu sinni.
Mér var fenginn stór sinn-
epsplástur, sem átti að leggj-
ast yfir allt bakið á mér. En
ég þoldi hann ekki, svo ég reif
hann frá og fleygði honum,
og kvaðst heldur vilja deyja
en brúka hann.
Eitt sinn höfðum við ofsa-
storm í 3 sólarhringa, svo
ekkert varð eldað. Og á nótt-
unni heyrðist stundum á þil-
farinu köll og háreisti, fóta-
spark og hringl í keðjum, og
skaut það sumum skelk í
bringu. Allt, sem lauslegt var
á skipinu, varð að binda, svo
það ekki slengdist frá einni
hlið til annarrar, og átti mað-
ur bágt með að halda sér í
rúminu. — Eina nótt kom
maður, sem hafði verið upp
á þilfari, niður til okkar og
sagði að skipið væri bilað og
orðið lekt, svo þeir verði að
dæla nótt og dag með báðum
dælunum. Mér þóttu þetta
mjög góðar fréttir, þar sem
ég þóttist vera fullviss um að
ég mundi deyja, og „þótti sætt
sameiginlegt skipbrot", ef
skipið sykki með öllu, sem á
var, þar eð mér fannst ég öf-
unda hina af að lifa, þar sem
ég hlyti sjálfur að deyja.
Ég heyrði stundum spurt
hvort íslendingurinn væri
ekki dauður, og var þá oft-
ast svarið að það yrði bráð-
um, og féll mér það svo illa,
að ég óskaði oft að vera dauð-
ur, svo þeir þyrftu ekki að
bera umhyggju fyrir mér
lengur.
Ein kona týndist af skipinu,
viljandi eða óviljandi.
Eftir að mér fór að skána
kom ég einn dag upp á þilfar
í ofsa stormi, og þá gekk sjór-
inn eins og í renningsbyljum
á landi, og það sem talað var,
varð að orga af öllum mætti,
ef það átti að heyrast, því það
hvein svo í reiðanum sem
reiðarslög væru.
Sagði skipstjórinn að hann
hefði aldrei verið á sjó 1 verra
veðri. Fimm dögum síðar
fundum við stórt, þrímastrað
skip, og voru bugspjót, skans-
klæðning og siglutré, allt
meira og minna brotið, og
skipið orðið svo lekt að yfir
menn þess urðu að standa yfir
hásetunum með reiddar svip-
ur til að halda þeim við að
dæla til skiptis nótt og dag,
þar eð þeir sáu ekki annað
en dauðann fyrir, ef gefið var
upp. En þar sem þeir höfðu
næstum ekkert til að nærast
á, voru mennirnir að kalla
þróttlausir, og því varð að
berja þá áfram til að vinna.
Þegar við sáum skipið,
mundu flestir hafa komið upp
á þilfar, sem gátu, ef þeim
hefði verið leyft það, en þeir
voru reknir ofan í skip aftur.
Þeir, sem á þessu brotna skipi
voru, settu út báta í mesta
flýti og yfirgáfu skip sitt eins
og þeir stóðu, sumir hlæjandi,
en sumir grátandi af gleði.
Það voru 30 manns á skipi
þessu.
Á okkar skipi dóu um 50
manns, eða hér um bil tíundi
hver maður. Og við vorum frá
Englandi til New York 10
vikur (70 daga), og var þá orð-
ið næstum kolalaust og vatns-
laust, svo um tíma höfðum við
ekki meira en hálfan skammt
af vatni og kolum, eftir því
sem þörfin útheimti.
Þegar við komum til New
York, seint í annarri viku
marz 1856, var okkur sagt að
þetta væri annar dagurinn
frá því ísa leysti af höfninni,
svo nokkurt skip kæmist inn,
og fundum við þakklæti til
okkar himneska föður fyrir
þá frelsun og handleiðslu á
þessari hættulegu sjóferð. Því
fyrst var það að alla langaði
til að komast á land sem fyrst,
og svo var annað, að hefðum
við orðið að fara til annarra
hafna ,þá hefði það kostað
mikið meira.
Við vorum 8 daga í Kastel-
garðinum. Síðan lögðum við
af stað með járnbrautinni og
vorum 8 daga til Altun, ná-
lægt Saint Louis. Þar námum
við staðar og fórum að leita
fyrir okkur um atvinnu. Og
eftir nokkra leit tókst okkur
að fá hana.
Stundum í maí og júní var
hitinn svo mikill, að við gát-
um lítið sofið á nóttunni, og
einnig urðum við lystarlaus
ir og þar af leiðandi hálf ónýt-
ir til vinnu, og fór ég þá að
megrast í annað sinn.
Eitt sinn snemma í júní kom
til okkar öldungur, sem var
að ferðast um, og tjáði okkur
að við ættum að færa okkur
um 800 mílur uppeftir Mis-
Frh. bls. 7.
Business and Professional Cards
ÞJÓÐRÆKNISFÉLAG ÍSLENDINGA 1 VESTURHEIMI
Forsetl: DR. RICHAKD BECK
801 Uncoln Drlve, Qrand Forks, North Dakota.
styrklð íélagið með þvi að gerast meðlimtr.
Arsgjald $2.00 — Tímarit félagsins frítt.
Sendist til fJA.rmá.larltara:
MR. GCÐMANN LKVT,
185 Ldndsay Street, Winnipeg 9, Manltoba.
SELKIRK METAL PRODUCTS
Reykháfar, öruggasta eldsvörn,
og ávalt hreinir. Hitaeiningar-
rör, ný uppfynding. Sparar eldl-
við, heldur hita fr& að rjúka út
með reyknum.—Skriflð, elmið tll
KELLY SVEINSSON
CZ5 WaU St. Winnlpe*
Just North of Portage Ave.
SPruce 4-10S4 — SPruce 4-1034
A. S. BARDAL LTD.
, FUNERAL HOME
843 Sherbrook Street
Selur likkistur og annast um út-
farir. Allur útbúnaður sfi bettt
8tofnað 1894
SPruce 4-7474
P. T. Guttormsson
BARRISTER, SOLICITOR,
NOTARY PUBLIC
474 Graln Exchange Bldg.
147 Lombard Street
Offioe WHitehaU 2-482»
Resldence GL 3-1820
SPruce 4-7856
ESTIMATES
FREE
J. M. Ingimundson
Reroof Aphalt Shlngles. Roof
repalre, lnstall vents. alumlnum
wlndows. doors. J. Inglmundson.
SPruce 4-7866
032 Simcoe St. Wlnnlpeg 3, Man.
Thorvaldson. Eggertson.
Saunders & Mauro
Barristert and Solicitors
209 BANK OF NOVA FCOTIA Bldg.
Portage and Garry St.
WHitehall 2-8201
S. A. Thorarinson
Barrlster and Bolicitor
2nd Floor Crown Trnst Bldg.
304 MAIN ST.
Office WHitehall 2-7051
Residence HU 9-6488
The Business Clinic
Anna Larusson
Office at 207 Atlantic Ave.
Phone JU 2-S548
Bookkeeptng — Income Tai
Insuranee
Minnist
BETEL
í erfðaskrém yðar
G. F. Jonasson. Pres. & Man. Dlr.
Keystone Fisheries
Limited
Wholesale Distributors of
FRESH AND FROZEN FISH
10 Martha St. WHltehaU 2-0021
PARKER. TALLIN, KRIST-
JANSSON, PARKER AND
MARTIN
QARR18TERS — SOLICITORS
Ben C. Parker, Q.C.
(1910-1951)
B. Stuart Parker. CUve K. Tallln,
Q.C., A. F. Krlstjansson. Hugh B.
Parker. w. Steward Martin
5th n. Canadian Bank of Commerce
Building, 389 Main Street
Wlnnipeg Z, Man. WHitehaU 2-3581
CANADIAN FISH
PRODUCERS LTD.
J. H. PAGE, Managlng Director
Wholesale Distributors of Fresh and
Frozen Fish
311 CHAMBERS STREET
Offlce: Be,i:
SPruee 4-7451 BPruce Z-3917
FRÁ VINI
DE GRAVES, EGGERTSON
& EGGERTSON
Barristars and Sollcltors
WILFRED R. DE GRAVES, B.A., LL.B.
ERLINGUR K. EGGERTSON, B.A., LL.B.
GUNNAR O. EGGERTSON, B.A., LL.B.
500 Power Bulldlng, Portago ot
Voughan, Wlnnlpog 1.
PHONE WH 2-114*.
Dunwoody Saul Smiih
8e Company
Chartered Accountants
Winnipeg, Toronto, Vancouver.
Ft. William, Kenora, Ft. Fran-
ces. Dryden, Atikolcan, Oak-
▼ille, Cornwall. Welland.
Halldór Sigurðsson
& SON LTD.
Contractor & Bullder
•
Office and Worehoute:
1410 ERIN ST.
Ph. SP 2-6860 Ros. Ph. SP 2-1272
Off. SP 2-9509 - SP 2-9500
Res. SP 4-6753
Opposite Maternlty Hospltel
Nell's Flower Shop
700 Notre Dame
Wedding Bouquoti - Cut Flowor*
Funerol Deslgns - Corsoges
Bedding Plontg
S. L. Stefonsson — JU. 6-722*
Mrs. Albert J. Johnson
ICELANDIC SPOKEN
Dr. ROBERT BLACK
Sérfrœðingur I augna. eyrna, nef
og hÉllssJúkdömum.
401 MKDICAIj ART8 BIjDG.
Graham and Kennedy 8t.
Office WHitehall 2-8861
Residence: HU 9-3794
GUARANTEED WATCH 8. CLOCK
REPAIRS
SARGENT JEWELLERS
H. NEUFELD, Prep.
Wotches, Dlomonds, Rings, Clocks,
Siiverware, Chino
884 Sorgent Ave. Ph. SU 3-3170
W. R. MARTIN,
B.A., LL.B.
Barrisler and Solicitor
GENERAL PRACTICE
327 Edwards Ave.
THE PAS MAdison 3-3551
Investors Syndicate
of Canada, Limited
H. Brock Smilh
Manager, Winnipeg Region
280 Broadway Ave. WH 3-0361