Lögberg-Heimskringla - 26.05.1960, Blaðsíða 6

Lögberg-Heimskringla - 26.05.1960, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 26. MAI 1960 GUÐRÚN FRA LUNDI: ÞAR SEM BRIMALDAN BROTNAR „Ég fer þá ein, ef þú vilt ekki hætta að búa,“ sagði hún þá, þó nokkuð fasmikil. „Farðu þá; ég fer hvergi,“ sagði hann. DAUÐINN KEMUR AÐ HVANNÁ Haustið kom með rigningar og kulda. „Hvergi er eins kalt og leið- inlegt á öllu Norðurlandi og á þessu andstyggðar Nesi,“ sagði Maríanna, þó að hún væri búin að búa þar milli tuttugu og þrjátíu ár. Það var fleira en ótíðin, sem angraði hana. Tómas hafði aðeins skrifað eitt einasta bréf, síðan hann kom suður. Hann hafði vitanlega minnzt á það við hana að herða að föður sín- um með að selja jörðina. Hann gæti fengið sér jörð þar í ná- grenninu, ef hann endilega vildi búa, og svo ætti hann ekki að hika við að krefja karlinn um arfinn. Það þýddi nú eitthvað að skrifa henni svona lagað, þar sem Hallur ætlaði að verða æfur, ef á það var minnzt. Hún valdi hyggilegasta ráðið, að fá honum bréfið. Hann gæti þá lesið það sjálfur. Hann gerði það, án þess að segja eitt einasta orð eftif þann lest- ur. Stakk svo bréfinu í um- slagið og kastaði því frá sér eins og einhyerjum óþverra. ,Það er ekki að sjá, að þér þyki mikið í það varið að fá bréf frá þessum efnilega syni, sem þú átt,“ sagði kona hans móðguð. „Þetta bréf er víst ekki til mín,“ sagði Hallur. „Hann hefir sjaldan skrifað mér nema til að heimta af mér peninga, af slíkum bréfum getur víst enginn orðið mjög hrifinn. Nú ætlar hann ekki að gera sig ánægðan með að plokka af mér fjaðrirnar, heldur á hamurinn að fylgja með. Hann treystir þér bezt til að gera það,“ bætti hann við hás af gremju. „Já, skárri er það nú sam- líkingin," sagði Maríanna ekki laus við ótta. „Þú hlýtur þó að sjá, að hver faðir í þínum sporum myndi álíta það skyldu sína að reyna að hjálpa syni til þess að eignast þak yfir sig. Þetta byggði þó faðir þinn þennan bæ yfir okkur, þó að hann þætti sjálfsagt ekkert merkilegur í Reykja- vík og víðar, höfum við þó bú- ið í honum öll þessi ár. En nú er hann orðinn svoddan hróf, að hann er ekki mahnabústað- ur lengur.“ „Hann er víst ekkert ólík- legri til að búa í honum en hann hefir verið, og reyndu svo að halda þér saman um þessa Reykjavíkurferð. Það þýðir ekkert. Ég fer héðan aldrei, hvort sem þú verður hér eða ekki. Ég býst ekki við, að sonur þinn sé fær um að gefa þér að éta, en ég skipti mér ekkert af þér meira, ef þú ferð frá mér.“ Hún þorði ekki að minnast á þetta viðkvæma en áríðandi málefni í langan tíma þar á eftir, en skrifaði syni sínum og bað hann að reyna að vinna föður sinn bréflega. Hún væri engin manneskja til að standa í því stappi; hann væri aldeilis ósveigjan- legur. Tíðin batnaði úr veturnótt- um og gerði hægviðri með talsverðu frosti, sem hélzt fram undir jólaföstu. Það var róið úr Látravík á hverjum degi. Þó að almennt væri álit- ið að gamla skipið væri alveg að verða ónýtt, skreið það að landi full hlaðið fallegum fiski. Það leit út fyrir að ver- tíðin yrði góð, þótt seint hefði gefið. Nú lá vel á Halli bónda og bréf frá syni hans hafði ekki hin minnstu áhrif á hið góða skap hans. Maríanna spurði hann, hvað Tómas segði. „O, þetta vanalega," sagði hann. „Sífellt nauð um að selja jarðarskikann undan mér. En það hvarflar ekki að mér á meðan svona búsæld er fyrir augunum á degi hverj- um,“ bætti hann við og kyssti konu sína með hlæjandi vör- um hvern kossinn eftir annan. „Nú ert þú ánægður, þegar þú getur atazt í slorinu og draslinu,“ andvarpaði hún raunaleg á svip. Rétt eftir nýárið lagðist Grímur á Hvanná í lungna- bólgu. Gunnar í Látravík sótti lækni handa honum og flutti hann inn eftir aftur. Tvo næstu daga fréttist ekk- ert vestan að. Gunnar hafði ekki komið heim, svo að Hall- ur varð að líta eftir hrossun- um og Maríanna talaði um, að hann kæmi að Hvanná til að vita hvernig Grími liði. Hann sagði, að það væri nokk- uð mikill krókur fyrir sig. Hann væri heldur ekki van- ur að koma þar, þó að hann færi vestur í heiðina, nema ekki yrði hjá því komizt. Það var komið niðamyrk- ur og hríðarkólga, þegar Hallur þrammaði heim að Hvanná. Hann þóttist sjá, að hyggilegra hefði verið að fara beina leið heim, en hann gat ekki annað en spurt um líðan vinar síns. Það var svo dauða- kyrrt við bæinn, að hann hik- aði við að gera vart við sig. Skyldi vera orðin umskipti á þessu heimili? Hann barði þrjú lág högg, eins og hann ætlaðist ekki til að kyrrðin yrði rofin. Þau höfðu samt heyrzt inn, því að Þórey litla opnaði hurðina rétt á eftir. „Komdu sæl, Tóta mín! Hvernig líður pabba þínum?“ spurði hann. „Hann er ekkert betri, held ég. Hann mókir núna,“ svar- aði hún dauflega. Pálína kom fram úr eldhús- dyrunum. Hún hafði auðsjá- anlega átt erfiða og svefnlitla daga undanfarið. Hún bauð Halli að setja sig inn, því að einmitt væri að hitna á katl- inum. Gunnari veitti ekki af kaffisopa, því að hann hefði vakað mest allan tímann, síð- an hann kom innan að. Hann gerði ekkert utan við sig, maðurinn sá, sagði hún. Hallur hafði þörf á hress- ingu-og þáði því að koma inn og súpa kaffið, fyrst það var sama sem til. Hann fylgdist með Þóreyju til baðstofunn- ar, sem var mannlaus að hon- um virtist í fyrstu, en þegar hann vandist rökkrinu, sá hann, að yngri systkinin sátu á einu rúminu og grúfðu sig yfir bækur. Jafnvel þau voru dauf og kvíðin. Hann hallaði sér aftur á bak í rúmið og hálfsofnaði á meðan hann beið eftir kaffinu, sem ekki var þó lengi, því að hann hrökk upp af mókinu við að stórhríðarbylurinn lamdi þekjuna. í sömu andránni kom Pálína inn með kaffið og Gunnar fram úr hjónahúsinu. Systkinin voru búin áð kveikja á jólakertunum sín- um og báru eitt þeirra inn á kaffiborðið. Bræðurnir heilsuðust. „Þetta er meiri bylurinn,“ sagði Gunnar. „Þú varst lán- samur að vera kominn undir þak.“ „Já, ég skyldi við hrossin á Seltóftunum, en mér fannst ég ekki geta annað en vitað hvernig liði hérna,“ sagði Hallur. „Kannske hefir það verið lán, þótt ólíklegt sé, að ég hefði ekki haft mig heim, en veðurofsinn er mikill.“ „Það er þó lán, að drengur- inn var búinn að hýsa féð,“ sagði Pálína. Svo var kaffið drukkið þegjandi, en óhugurinn og kvíðinn óx mikið við að hlusta á lætin í veðrinu. Hallur s p u r ð i Gunnar, hvort hann myndi ekki verða samferða heim í kvöld, ef eitthvað lægði veðrið. „Það geri ég áreiðanlega ekki. Ég fer ekki héðan fyrr en ég sé, að Grímur er úr allri hættu. Enn er ekki hægt að sjá neinn verulegan bata,“ svaraði Gunnar. Kvöldið seiglaðist áfram. Hallur svaf aftur á bak uppi í rúminu, sem hann hafði tek- ið sér sæti á, og fjármaðurinn í öðru rétt á móti hanum, en litlu systkinin reyndu að stytta sér stundir með spilum. Mæðgurnar og Gunnar voru inni í húsinu. Loks kom þó fjósatíminn og mæðgurnar bjuggust í fjósið, sem var innangengt í, en þar var ný- borin kýr, sem illa gekk að ná mjólkinni úr. Gunnar fór með þeim til aðstoðar. Pálína bað Hall að sitja fyrir innan hjá Grími, ef hann skyldi vakna og þurfa einhvers með. Hallur færði sig inn fyrri. Sjúklingurinn lá í órólegu móki. Andlit hans var rautt og þrútið af sótt- hita og hárið klesst .ofan á ennið. Halli fannst það óvið- kunnanleg sjón, því að heim- ili hans hafði verið eitt af þeim lánsömu heimilum, sem alltaf var heilbrigt. Kona hans þakkaði það hinu mikla hrein- læti sínu. Hann greip sögu- bók, sem lá á borðinu og reyndi að sökkva sér ofan í hana, en augun hvörfluðu sí- fellt út fyrir síður bókarinn- ar og staðnæmdust við andlit kunningjans í rúminu, sem stundum opnaði augun og horfði ruglingslega í kring um sig, stundi og leið svo út af aftur. Hallur færði sig fast að rúminu og talaði til hans. „Þekkirðu mig ekki Grím- ur minn? Það er sorglegt að sjá, hvað þú átt bágt.“ . „Ég veit, að þú ert alltaf hjá mér, Gunnar minn. Þú ert alltaf allra beztur, sóttir lækninn fyrir okkur,“ sagði hann eins og út á þekju. „Ég er Hallur, en ekki Gunnar. Þér hlýtur að líða illa í höfðinu, Grímur minn, fyrst þú þekkir mig ekki,“ sagði Hallur. „En hún hefir samt ekki komið með þér. Það er eins og hún segir, aldrei frjáls stund. Hún er eins og fangi þarna í Látravík. Hún segist vera hætt að finna til þess. Það kemst allt í vana, jafnvel það að vera í fangelsi, en sorg- legt er það fyrir fallega kóngs- dóttur. Engin kona hefir eins hvítar og fínar hendur og hún, og stór og mjúk brjóst. Eða þá hárið, svona hvítt og fallegt. Engin kona hefir verið elskuð eins heitt og hún-------“ „Þekkirðu mig ekki, Grím- ur minn?“ spurði Hallur í annað sinn. Grímur horfði á hann ruglingslegu augnaráði. „Mér sýnist það vera tudda: svipurinn hans Jóhanns gamla í Látravík á andliti þínu, kunningi. Kannske þú sért eitthvað s k y 1 d u r honum? Hann var aldrei vondur við mig, karlinn sá. En hvernig hann var við hann Gunnar son sinn, var ljótt að heyra. Mamma sagði mér það og margt fleira. Una ií Vogum fékk sig fullkeypta af sam- búðinni við hann. Hún sagði það líka, að Maríanna væri eins og kóngsdóttir í trölla- höndum að lenda hjá Látra- víkurhyskinu. Hún var skóla- gengin og eftirlætisbarn, samt varð hún að vinna eins og þær hinar hérna á Nesinu. Hún hefði átt að hafa margar þernur í kring um sig. En hún var alltaf kát og glöð á hverju sem gekk og fylgdi mér bros- andi upp í Löngulaut, en þeg- ar enginn sá eða heyrði til okkar lengur, grét hún yfir einstæðingsskap sínum og vinaleysi. Tengdamóðirin stóð á gægjum við fjóshornið. Það gerðu víst fleiri. Ég veit, að ég átti ekkert með að hugga hana, en ég gerði það samt, og það oftar en einu sinni. Mig langaði til að tala um það við vin minn, en kom mér aldrei að því. Ég flyt þetta hvoru tveggja með mér yfir á eilífðarlandið, syndina og leyndarmálið. | Hefði ég getað talað við Hall áður en ég dey-------“ Hallur reyndi að gera hon- um skiljanlegt hver hann væri, en hann trúði því ekki. „Þú ert ekki hann,“ sagði Grímur hvað eftir annað. „En ef þú hittir hann að máli, skaltu skila til hans kveðju frá mér. Hann var einu sinní bezti vinurinn minn. Nú verð ég að fara að tygja mig til ferðar. Ef hún biði eftir mér, væri ég ánægður.“ Svo kom endemis rugl, sem ekkert samhengi var í. Rétt á eftir kom þrenningin inn úr fjósinu. Pálína gaf manni sínum einhverja dropa, sem ■róuðu hann. Gunnar settist í sæti bróður síns, sem nú æddi um gólfið jafn rauður í and- liti og sjúklingurinn. Gunnar sagði, að veðrið væri að lægja og hríðarkófið væri ekki eins mikið og áður. Þá fór Hallur að klæða sig í utanyfirjakkan og svipast eft- ir húfunni sinni og vettling- unum. „Viltu nokkuð vera að hugsa til heimferðar, Hallur?“ sagði bróðir hans. „Það verð- ur orðið ágætt í fyrramálið. Þá fer ég kannske heim með þér.“ ; Pálína. bauð honum ekki gistingu, enda hafði hann aldrei v e r i ð næturgestur hennar þau ár, sem þau voru búin að vera í nágrenninu. Hún setti fyrir hann fulla ný- mjólkurkönnu, en hann snerti hana ekki. „Hvaða óðagot er þetta?“ spurði Pálína, og það var eins og varir hennar ætluðu að mynda bros. „Heldurðu, að konan verði hrædd um þig, ef þú kemur ekki heim?“ „Það væri víst ekkert ólík- legt. Ekki eru svo margir ! gististaðir hérna í heiðinni,“ sagði hann, kastaði kveðju á þau og ruddist út í hríðina. Skyldi Grímur eitthvað hafa rausað um kóngsdóttur- ina við hann? hugsaði Pálína. Það gerði þá ekki mikið til, þó að svo hefði verið. Sjálf var hún orðin sárleið að hlusta á hann. Vesalings Grímur. Mikið hlaut hann að hafa elskað þessa fallegu konu, en lokað ást sína og að- dáun inni, þangað til hann hafði ekki lengur vald á hugs- I un og máli. Hallur brauzt hraustlega áfram á móti veðrinu. Hon- um fannst hann brenna inn- anbrjósts af afbrýði og reiði-

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.