Lögberg-Heimskringla - 26.05.1960, Blaðsíða 5
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 26. MAÍ 1960
5
I
Bókaþáttur
Norlhern Lights: Icelandic
Poems, translated by Jako-
bína Johnson. Bókaútgáfa
Menningarsjóðs, Reykjavík
1959.
Mikill hluti þessara ljóða-
þýðinga frú Jakobínu John-
son hefir áður birzt í þýðinga-
söfnum og tímaritum, bæði í
Bandaríkjunum og Kanada og
einnig á Islandi. Bókaútgáfa
Menningarsjóðs rækti skyld-
ur sínar vel með því að gefa
ut þýðingasafn það, sem hér
verður drepið á. Með útgáf-
unni er skáldkonunni sómi
sýndur að verðugu, og ekki er
að efa, að þessi snotra bók
verður öllum þeim til yndis,
sem hug hafa á því að kynna
euskumælandi fólki íslenzka
Ijóðlist. „They appealed to
^Ue," segir skáldkonan um
kvæðin, og þannig hefir val
þeirra sjálfsagt verið tilvilj-
Uuum háð. En allt um það er
þverskurðurinn góður, og víst
er um það, að ekki hefir frú
Jakobína ráðizt á garðinn, þar
Sem hann var lægstur. Bókin
dregur nafn af fyrsta kvæð-
lnu — hina kunna kvæði Ein-
ars Benediktssonar, og 1 safn-
mu er að finna hvorki meira
°é minna en kvæði eftir þrjá'
Lu 'höfunda. Flestir eru eða
Voru þjóðskáld. Aðrir báru
tæpast það heiti. Friðrik Han-
Seu var ekki þjóðskáld, en
hann var góðskáld og orti
einkar geðfelld ljóð, og það
er ánægjulegt að rekast hér
a eitt af kvæðum hans í enskri
þýðingu. Það sýnir smekkvísi
frú Jakobínu, hversu vel
henni tekst, þegar hún seilist
út yfir stóru nöfnin.
Það var ekki ætlun undir-
ritaðs að fara að skrifa um
Ijóðaþýðingar af íslenzku. Ber
þar einkum til, að það er erf-
lft mönnum, sem í einu og öllu
hafa alizt upp á íslenzku, að
heita skólabókarvísdómi sem
uaælikvarða, þegar móðurmál-
inu er snúið á erlenda tungu.
®n flestum verður það ein-
hvern tíma á að fjalla um þá
hluti, sem ekki liggja nær-
hendis.
Höfuðeinkenni þýðinga frú
Jakobínu er þýðleikinn sá
hinn sami, sem hvílir yfir
frumsömdu ljóðum hennar.
^afalaust liggur mikil vinna
að baki þýðingunum, en því
fer svo fjarri, að nokkur erf-
^ðisbragur sé á. Sumir beita
heilanum einvörðungu, þegar
til þýðinga kemur og reikna
nf og strika allt með ná-
hvaemni stærðfræðingsins. Fer
þá stundum svo, að sál kvæð-
isins vantar í þýðinguna, en
salarlaust kvæði er eitthvað
1 aett við sálarlausan líkama.
Pýðingar frú Jakobínu eru
ekki orðréttar, miðað við
frumtexta, en sál hinna ís-
lenzku kvæða fylgir með í
þýðingunni, og má vissulega
vel við það una. Skáldkonan
er jafnvíg á báðum málum,
íslenzku og ensku, enda þótt
hún hafi ort meira á íslenzku.
Mun það næsta sjaldgæft, að
þessar tvær tungur fái þrifizt
svo í sambýli, að önnur nær-
ist ekki á kostnað hinnar, en
frú Jakobína hefir forðazt að
láta slíkt henda sig.
Hin tvíþætta rót, annars
vegar í íslenzkum en hins
vegar í engilsaxneskum jarð-
vegi hefir enzt skáldkonunni
til þess að gera ljóðaþýðingar,
sem munu hafa varanlegt
gildi.
Hafi hún þökk fyrir bókina.
Haraldur Bessason
BJÖRSTERNE BJÖRNSON:
Fjallið klætt
Upp á milli fjallanna lá
djúpt gil og eftir gilinu rann
á; hún var vatnsmikil og leið
þyngslalega yfir grjótið og
urðirnar. Báðumegin var hátt
og bratt og öðrumegin öld-
ungis gróðurlaust, en hinu-
megin í gilinu var skógi vaxið
og það svo fast niður að ánni,
að hún flóði þar yfir vor og
haust. En skógurinn sá aðeins
upp í himininn og niður í ána
og gat ekkert breiðst út.
„Ættum við ekki að klæða
fjallið?" sagði einirinn einu
sinni við útlenda eik, sem stóð
nær honum en nokkurn ann-
að tré í skóginum. Eikin leit
niður fyrir sig, til þess að gá
að hver þetta væri; svo leit
hún upp aftur, en svaraði
engu. Áin ruddist svo fast
fram, að öldurnar hvítféllu;
norðanstormurinn var kominn
inn í gilið og hvein í hamra-
kleifunum; berir fjalldrang-
arnir sluttu fram yfir gil-
barmana og stóð af þeim
kuldi.
„Ættum við ekki að klæða
fjallið?“ sagði einirinn og leit
við til furutrésins, sem stóð
hinumegin við hann.
„Eigi það nokkurn tíma að
verða gert, þá verðum við að
gera það,“ sagði furan, strauk
kampinn og leit yfir til bjark-
arinnar; „hvað sýnist þér?“
Björkin leit upp eftir fjall-
inu; henni fannst hún varla
geta dregið andann, svo
þyngslalega slútti það fram
yfir hana.
„Við skulum klæða það, í
guðs nafni,“ sagði björkin, og
ekki voru það fleiri en þau
þrjú, og þó ásettu þau sér
að klæða fjallið. Einirinn gekk
á undan.
Þá er þau komu spölkorn
áleiðis, mættu þau lynginu.
Einirinn ætlaði að láta sem
hann sæi það ekki. „Nei, láttu
lyngið koma með,“ sagði fur-
an. Svo slóst lyngið í förina.
En ekki leið á löngu áður fór
að hrapa undan eininum.
„Haltu í mig,“ sagði lyngið.
Einir gerði það og alls staðar
fann lyngið smugu til þess að
stinga fingrunum í, en þar
sem lyngið hafði fyrst náð
fingrafestu, þar náði einirinn
handfestu. Þau klifruðu og
klifruðu, furan stritaðist á
eftir, svo björkin.
En svo fór fjallið að hugsa
um, hvað það gæti verið, sem
væri að klifrast upp eftir því.
Og þegar það hafði brotið
heilann um þetta nokkrar
aldir, þá sendi það dálítinn
læk niður eftir til að gá að
því. Það var í vorleysingum
og lækurinn hoppaði ofaneft-
ir, þangað til hann mætti
lynginu. „Góða, góða lyngið
mitt, lofaðu mér að halda
áfram, ég er svo lítill,” sagði
lækurinn. Lyngið var í óða
önn, létti sér ögn upp og tók
svo aftur til óspilltra mál-
anna. Lækurinn smaug undir
og hélt áfram. „Góði, góði
einir, lofaðu mér að halda
áfram, ég er svo lítill.“ Einir-
inn hvessti á hann augun; en
þegar hann heyrði að lyngið
hefði leyft honum að halda
áfram, gat hann ekki verið að
banna það. Lækurinn smaug
undir einirinn, hélt svo áfram,
þangað til hann kom þar sem
furan stóð í brekkunni og blés
mæðilega. „Góða, góða fura
mín, viltu ekki lofa mér að
halda áfram, ég er svo lítill,“
sagði lækurinn, kyssti á fót-
inn á furunni og gerði sig svo
blíðan sem honum var unnt.
Þá varð furan hálfsmeyk og
lofaði honum að fara. En
björkin rýmdi til fyrir hon-
um án þess hann bæði hana.
„Hæ, hæ, hæ,“ sagði læk-
urinn og belgdist upp. „Hó,
hó, hó!“ sagði lækurinn og
slengdi öllu um koll, lynginu,
eininum, furunni og björk-
inni, og þau botnveltust niður
brekkurnar. En í mörg hundr-
uð ár á eftir var fjallið hróð-
ugt af þessu og hugsaði um,
hve laglega það hefði brosað
í kampinn þennan dag.
Það var svo sem auðséð:
Fjallið kærði sig ekkert um
að þau klæddu það. Lynginu
varð gramt í geði, en það varð
grænt að nýju og þá fór það
aftur á stað. „Áfram!“ sagði
lyngið.
Einirinn hafði risið upp á
olnbogann til þess að horfa á
eftir lynginu; svo reis hann
upp á hækjur sínar og horfði,
og ekki vissi hann af fyrr en
hann stóð alveg uppréttur.
Hann klóraði sér í höfðinu,
fór á stað og beit sig svo fast
niður í fjallið að hann hugs-
aði að það hlyti að finna til.
„Þó þú viljir ekki, þá vil
ég.“ Furan fór að hreyfa tærn-
til þess að vita hvort þær væri
ekki brotnar, svo lyfti hún
upp öðrum fætinum og sá að
hann var heill, svo hinum,
hann var líka heill, og þá hélt
hún á stað. Fyrst gætti hún
að, hvar hún hefði áður geng-
ið, síðan hvar hún hafði oltið
um koll og loks, hvar hún ætti
að fara. Svo þrammaði hún
áfram og lét sem hún hefði
aldrei dottið. Björkin hafði
skitið sig alla út; nú reis hún
upp og fór í ný föt. Og nú
var haldið áfram, alltaf á
fleygiferð, upp eftir og til
hliðanna, hvort sólskin var
eða regn.
„Hvað á allt þetta að þýða?“
sagði fjallið, þegar sumarsól-
in stafaði geislum niður á það,
en daggardroparnir glitruðu,
fuglarnir sungu, skógarmúsin
tísti, hérinn hoppaði og hreysi-
kötturinn ýlfraði í skógar-
liminu.
En nú var runninn upp sá
dagur, að lyngið skyldi skjóta
kollinum upp yfir fjallsbrún-
ina. „Onei, nei, nei!“ sagði
lyngið — og hvarf upp af
brúninni. „Hvað skyldi það
vera, sem lyngið sér?“ sagði
einirinn og klifraði þangað
til hann gat gægst upp. „Onei,
onei!“ kallaði hann og hvarf
á svipstundu.
Á Gimli 4. maí 1960
Nú er fagur maí morgun,
milt og kyrrlátt veðurlag;
forin þornar þrá af torgum,
þeyrinn kveður vorsins brag;
ísinn færist út frá ströndum
ofurhægt í norðurátt;
sumarið frá sólarlöndum
svífur fagurt hingað brátt.
Við þess komu vaknar aftur,
vetrar-ánauð leystur úr,
ljósi kysstur lífsins kraftur;
lýkst upp jarðar forðabúr;
gróa blóm og grös og aldin;
gleðst þá allt er andað fær;
von þó sé af sjúkleik haldin
sumar henni nýtt þrek ljær.
Lof sé þér, ó ljóssins faðir,
lífskraft sem að birtir þinn!
Gegnum allar aldaraðir
aldrei breytist mátturinn,
sem þú ávallt aleinn hefur
aftur til að vekja’ af blund
allt er vetrar svefni sefur,
sumars þegar kemur stund.
Kolbeinn Sæmundsson
Icelandic Iranslalion
of fhe íweniy-ihird Psalm
to be sung to the music by
the same name, writien
by Albert Hay Malotte
Tuttugasti og þriðji sálmur
Minn hirðir er Drottinn; mig
skortir ei.
í grænum högum lætur hann
mig hvílast:
„Hvað er það Hann leiðir mig að tærustu
sem á gengur fyrir eininum
í dag?“ sagði furan og stikaði
langan, þótt heitt væri sól-
skinið. Hún gat tyllt sér á tá
og gægðist upp. „O-o, nei-
nei!“ Hver grein og hver angi
á furunni reis við, svo mikið
fannst henni um. Hún hlamm-
aði áfram, komst upp og svo
var hún horfin. „Hvað getur
það verið, sem þau sjá öll,
nema ég?“ sagði björkin,
kippti upp um sig pilsunum
og trítlaði á eftir. Allt í einu
rak hún höfuðið upp fyrir
brúnina. „ó-hó! Hér er þá
kominn þéttur skógur, furur,
lyng, einir og birki — og bíð-
ur eftir oss,“ sagði björkin og
blöðin skulfu í sólskininu,
svo daggardroparnir hrísluð-
ust í allar áttir. „Já, þetta er
nú kallað að komast áfram,“
sagði einirinn.
(Þýð. Þorst. Gíslason)
Lesb. Mbl., 24. apríl
vötnum.
Hann styrkir mína sál: Hann
leiðir mig
á vegum réttvísinnar sökum
nafns síns.
Já, þó ég gangi í gegnum
dauðans skugga sal,
mun ég illt ei hræðast: því
þú ert með mér;
stafur þinn og stöng þau
vernda mig.
Þú setur mér borð ljúffegra
rétta
í viðurvist minna óvina:
Með olíu smyrð mitt höfuð,
mín skál rennur út af.
Víst, þín góðvild og miskunn
mun fylgja mér
alla daga míns lífs: og ég
mun bústað hafa
í húsi Guðs frá eilífð til
eilífðar.
Bakersfield, California
May 6, 1960
John Luther
Áætlun um þjóðveg
þvert yfir Asíu
Rétt áður en ráðstefnu efna-
hagsnefndar S.Þ. fyrir Asíu
lauk 1 Bangkok 21. marz s. 1.
samþykkti hún ályktun, sem
miðar að því að efla efna-
hagssamstarf ríkjanna á þessu
svæði.
í ályktuninni eru umrædd
ríki hvött til að hafa beinna
samband sín á milli við fram-
kvæmd efnahagsþróunarinn-
ar, t. d. með því að koma á
fót nýjum iðngreinum, nýjum
stofnunum til rannsókna og
menntunar á vettvangi iðnað-
arins og með því að vélvæða
smáiðnaðinn.
Af öðrum ályktunum, sem
gerðar voru á ráðstefnunni,
má nefna áætlunina um
„þjóðveg" þvert yfir Asíu,
sem tengi saman alla þá vegi,
sem nú eru til milli Tyrklands
og Singapore.
Næsta þing efnahagsnefnd-
arinnar (ECAFE) verður hald-
ið í Indlandi samkvæmt boði
indversku stjórnarinnar.