Lögberg-Heimskringla - 26.05.1960, Blaðsíða 7
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 26. MAI 1960
7
Fréttir fró íslandi
Frá bls. 1.
frá sjónarmiði þeirra, er héldu
fast í hinn svokallaða sögu-
lega rétt, sem það kom ótví-
rætt fram á ráðstefnunni, að
þar ríkti almenn viðurkenn-
fng á sérstöðu íslands. Var þá
þó í fyrstu einungis um að
ræða fiskveiðiréttinn utan
við 12 sjómílur. Þessu til við-
bótar kom, að við sýndum
fram á að friðun sú, sem mið-
ln fengu á stríðsárunum, fyrr
°g síðar, sannaði hvílík áhrif
friðunarráðstafanir hafi til
§éðs, ekki Islendingum ein-
um, heldur öllum, sem hingað
Sækja fiskveiðar. 12 mílna
fiskveiðilögsaga okkar miðar
1 sömu átt og var því viður-
kenning hennar ekki sérmál
íslendinga, heldur hefði átt
að vera keppikefli allra, sem
hlut áttu að. En eins og jafn-
Vel fárra ára friðun hefir stór-
hreytt ástandinu til bóta, þá
getur fárra ára ofveiði ger-
sPilIt því um langa eða alla
framtíð.
í'ví miður fékk þessi skoð-
nn ekki nægan stuðning og er
þó örugg sannfæring mín, að
hún hefði náð áskildum meiri-
hluta, ef menn hefðu ekki með
samtökum verið knúðir til að
greiða atkvæði á annan veg
en efni stóðu til.
i
Nýff viðhorf skapað
Auðvitað eru margar ástæð-
nr til þess, að ráðstefnan fór
ut um þúfur, og sú möguleiki
er vissulega fyrir hendi, að ef
menn hefðu fengið að greiða
syo atkvæði um tillögur ís-
lands eins og hugur þeirra
stóð til, þá hefðu aðrir, þótt
fáir væru, skorizt úr leik, svo
að nægur meirihluti hefði
engu að síður ekki fengizt
með samkomulagstillögu Kan-
ada og Bandaríkjanna svo
hreyttri. En ekki ætti að þurfa
um það að deila, að hagsmuni
íslands hefði ekki verið hægt
að fryggja betur á annan veg
en þann en ef tekizt hefði að
fó alþjóðasamþykkt, þar sem
f2 mílna fiskveiðilögsaga var
skilyrðislaust viðurkennd fyr-
lr ísland, hvað sem var um
aðra, svo sem Dani og Norð-
menn, er eftir atvikum vildu
sjálfir sætta sig við 10 eða að
n°kkru 5 ára kvöð.
Tillögur Islands voru sem
Sagt felldar. Þær gerðu okkur
þó mikið gagn, vegna þess að
þær urðu til þess, — og þá
ehki síður tillagan um undan-
þúgu íslands frá hinni sögu-
legu fiskveiðikvöð — að miklu
fleiri og sterkari yfirlýsingar
um sérstöðu íslands voru
gefnar en ella hefðu fengizt
eða verið tilefni til. Samúð
^hanna með okkar málstað
Var sem sagt miklu meiri og
naði lengra en ætla mætti eft-
lr atkvæðatölum, jafnvel þeg-
ar þær gengu okkur mest í
vil.
Til endanlegrar viðurkenn-
lngar fyrir okkur dugði þetta
hins vegar ekki og því fór sem
fór. Við tökum því.
En við, jafnt sem aðrir,
hljótum að gera okkur grein
fyrir því, að nú er nýtt við-
horf skapað. Allir þurfa að
vonum nokkurn tíma til að
átta sig, enda skaðar ekki, að
nokkur tími líði svo að
beiskja hverfi úr hugum
manna. Blóðnætur eru bráð-
astar.
Fyrir okkur íslendinga er
um að gera að halda þeirri
samúð, sem við höfum aflað
og gera ekki neitt það, sem
kann að verða til þess, að aðr-
ir geri í fljótræði eitthvað,
sem skapi óleysanleg vanda-
mál.
Eitt af því, sem helzt hefir
verið notað í áróðri á móti
okkur, þótt ekki heyrðist þess
getið á ráðstefnunni, er að við
meinum erlendum fiskimönn-
um að leita skjóls við strend-
ur íslands og sækja hingað
læknishjálp. Við vitum, að
þetta er rangtúlkun, sem
styðst þó við það, að þeir, er
brotið hafa fiskveiðireglur
okkar eftir 1. sept. 1958, óttast
að verða sóttir til sakar, ef
þeir eru á siglingu án her-
skipaverndar innan fiskveiði-
lögsögu okkar.
Við vitum ekki, hvað fram-
tíðin ber í skauti sínu. En
hvað sem aðrir gera hirðum
við ekki um að eltast við
gamlar sakir úr því sem kom-
ið er. Eltingaleikur til að koma
fram refsingum vegna þess,
sem framið var þegar atvik
voru öll önnur, yrði nú eng-
um til góðs. Við viljum byggja
lausn á máli okkar, í sátt og
samlyndi við alla, einungis ef
lífshagsmunum okkar er ekki
ógnað.
Þess vegna hefir forseti ís-
lands í dag ákveðið eftir til-
lögu minni, sem gerð var með
einróma samþykki ríkisstjórn-
arinnar, að gefa upp sakir
fyrir öll brot gegn reglugerð
um fiskveiðilandhelgi íslands,
sbr. lög um bann gegn botn-
vörpuveiðum, sem framin
hafa verið frá 1. sept. 1958
þangað til í dag.
Með þessu er auðvitað ekki
felldur niður skaðabótaréttur
gegn þeim, sem gert hafa tjón
á veiðarfærum eða skipum á
þessum tíma. Hins vegar er
óþarft að geta, að hér eftir sem
hingað til mun haldið uppi
gæzlu innan alls 12 mílna
svæðisins og allir þeir sóttir
til saka, er gerast brotlegir
héðan í frá.
Ég veit, að áslenzka þjóðin
mun skilja og fagna þessari
ákvörðun, sem er enn ein
sönnun þess, að við viljum í
hvívetna sýna hófsemi og
sáttfýsi og þótt við berjumst
af brýnni þörf einbeittir og
óhvikulir fyrir lífshagsmun-
um þjóðarinnar, þá gerum við
það ekki með hefnd í huga,
heldur til að gera íslandi það
gagn, sem við megnum.
Mbl., 30. aprí
Talsverður hiti virðist hafa
verið meðal nokkurra togara-
manna í Grimsby vegna land^
helgislínunnar íslenzku. Á
fámennum fundi í borginni
var nýlega gerð eftirfarandi
samþykkt: „Frá og með mið-
nætti 15. maí mun enginn
skipstjóri eða yfirmaður á
togurum í Grimsby láta úr
höfn, nema því aðeins að land-
anir íslenzkra skipa verði
bannaðar í Grimsby." Margt
bendir til þess, að hér sé um
ábyrgðarlausar aðgerðir að
ræða.
☆
Vel hefir vorað á íslandi í
ár, og muna menn vart annað
eins blíðviðri í vorbyrjun.
☆
Nýlega eru látin í Reykja-
vík frú Guðrún J. Erlings,
ekkja Þorsteins Erlingssonar
skálds, og Jónas Kristjánsson,
fyrrum yfirlæknir við heilsu-
hælið í Hveragerði.
☆
Verkstjórar vinna til
Ameríkuferðar
Sjávarafurðadeild S.Í.S. á-
kvað í desember s. 1. að verð-
launa með Bandaríkjaför þá
tvo verkstjóra hjá hinum 30
frystihúsum á vegum S.Í.S.,
sem fram úr sköruðu í verk-
stjórn, hreinlæti og yfirleitt
öllu því, sem til þarf að bera
til að geta framleitt 1. flokks
hraðfrystan fisk.
Auk þess að vera verkstjór-
unum hvatning, er markmið-
ið með verðlaunaveitingu
þessari að gefa mönnum kost
á að kynnast af eigin raun
markaði þeim, sem íslenzki
fiskurinn er seldur á. Sökum
þess hve markaðirnir fyrir
fiskafurðirnar eru fjarlægir,
eru það aðeins mjög fáir, sem
nokkur kynni fá af þeim.
Langflestir verða því að sjá
allt með annarra augum.
Með kynnisferðum af þessu
tagi er stigið skref í þá átt að
ráða bót á þessu.
Nú um daginn var tilkynnt
að þeir Óskar Guðnason hjá
hraðfrystihúsinu á Hornafirði
og Björgúlfur Sveinsson hjá
hraðfrystihúsinu á Stöðvar-
firði hefðu verið valdir til far-
arinnar.
Þeir fóru utan með Lagar-
fossi 17. þ. m. og dveljast
vestra á meðan skipið stendur
við, 7—10 daga. Þar verða
þeir gestir Products, Inc., sem
er sölufyrirtæki S. I. S. í
Bandaríkjunum. Fyrst og
fremst verða þeim sýndar
verksmiðjur þær, sem vinna
úr íslenzka fiskinum og verzl-
anir þær, sem selja hann.
Margt annað markvert munu
þeir skoða.
Vísir, 19. maí
Togararnir leita nú
víða til fanga
Síðan siglingum til Bret-
lands var hætt, hefir löndun-
um úr togurum að sjálfsögðu
fjölgað í Reykjavík. Togar-
arnir leita nú víða til fanga,
á heimamið, til Grænlands og
Nýfundnalands.
Aflinn er nokkuð misjafn,
en margir hafa gert allsæmi-
lega og jafnvel góða túra.
Nokkuð er farið að tregðast
við Grænland, „getur verið að
hafi dregizt þar upp eða kom-
inn sé ís á miðin,“ sagði Hall-
grímur á Togaraafgreiðslunni.
Það er allsæmilegur afli
á Nýfundnalandsmiðum, en
ekkert mok.
Frá 8. þ. m. hafa eftirtalin
skip landað í Reykjavík:
Skúli Magnússon 310 lestir,
Þormóðir goði 351, Gerpir
274, Jón forseti 41 lest af
saltfiski og 131 af ísuðum
fiski, Marz 226 lestir, Úranus
283 og Akur 298. 1 dag er ver-
ið að losa úr Fylki og Geir.
Báðir eru með fullfermi.
Vísir, 19. maí
Fleetwood will kaupa
fisk af íslendingum
Fiskkaupmenn í Fleetwood
hafa í hyggju að leita til fisk-
útflytjenda á íslandi, í Belgíu
og Þýzkalandi um fiskkaup.
Ástæðan er sú, að stórleg hef-
ir dregið úr fisklöndunum í
Fleetwood.
Á fundi fiskkaupenda upp-
lýsti formaður félagsins, að
ekki hefði fengizt svar frá ís-
lendingum við þessari mála-
leitan og væru kaup frá ís-
landi vandkvæðum bundin.
I ræðu sinni komst hann
svo að orði, að fiskkaupendur
gætu litið framtíðina bjartari
augum, þar sem brezku tog-
ararnir gætu nú aftur farið til
íslandsmiða, en úrslit deil-
unnar hefir ekki orðið okkur
í hag. íslendingar hafa unnið
sigur á siðferðisgrundvelli,
fengið sínar 12 mílur og að-
eins hleypt af einu skoti.
Vísir, 19. maí
Hafnfirðingar fögnuðu
komu Maí í gær
Það var líkast því, að há-
tíðisdagur væri í Hafnarfirðí
í gær. Fánar blöktu við hún
í hægum vestan andvara og
glaða sólskin var yfir þessum
fallega bæ. Fólkið var spari-
klætt og þyrptist niður á
bryggju til að fagna hinu
fallega skipi sínu, togaranum
Maí, sem sigldi inn á höfnina
fánum skrýddur kl. 6.
Er Maí lagðist að bryggju,
var honum fagnað af Lúðra-
sveit Hafnarfjarðar, sem lék
nokkur lög og karlakórinn
Þrestir fór um borð og söng
af skipsfjöl. Adolf Björnsson
formaður útgerðarráðs flutti
ræðu og rakti sögu útgerðar-
innar. Stefán Gunnlaugsson
flutti einnig ræðu og þakkaði
Bæjarútgerðinni fyrir þann
þátt, sem hún hefði átt í efl-
ingu atvinnulífsins í Hafnar-
firði.
Maí er stærsti togari lands-
ins, um 1000 brúttó rúmlest-
ir. Allar vélar eru af Man
gerð. Aðalvélin er 2280 hest-
öfl og knýr skipið með 16 sjó-
mílna hraða. Á skipinu er
skiptiskrúfa af fullkomnustu
gerð. Allur búnaður skipsins
er hinn fullkomnasti. Má þar
nefna tvö radartæki, sem
draga 48 mílur, sjálfvirkur
Sperry Loran, langdræg stutt-
bylgjustöð, gyro-áttaviti og
sjálfstýring. I skipinu eru
tæki til að dæla 80 gráða heit-
um sjó frá fjórum stöðum á
skipinu til að verjast ísingu.
Þá er þar að finna þá nýjung,
að rafhitun er í framsiglu til
að bræða ís. Lestar skipsins
eru klæddar alúminíum og
rúma 500 til 550 lestir af fiski.
Vísir, 19. maí
Þórður Diðriksson
Frá bls. 3.
souri-fljótinu, og voru það
okkur miklar gleðifréttir, þar
sem hann tjáði okkur einnig
að það mundi fara stór hópur
af innflytjendum til Utah
seinni hluta sumarsins, og
leggja af stað frá Omaha.
! iinn fyrrgreindi öldungur
tjáði okkur, að sá innflytj-
endahópur, sem okkur væri
ætlað að fara með, yrði með
handkerrur, og væri því bezt
fyrir okkur að selja mestallt,
sem við ættum, og seldi ég
ágæt sængurföt fyrir 9 doll-
ara, sem hefðu kostað í Utah
>100. Ég vissi þá ekki, að ég
hefði getað fengið þau flutt
með því að borga 20 cent und-
ir pundið, en það hefði borgað
sig vel.
Síðan lögðum við af stað
á gufuskipi og vorum 9 sólar-
hringa á leiðinni til Omaha.
Þar biðum við þrjár vikur
meðan verið var að búa allt
undir ferðina. Svo var lagt
af stað, og voru í þeim hóp
um 220 innflytjendur til Utah.
Þeir höfðu 12 tjöld og 48 hand-
kerrur, og var 4 eða fimm
mönnum ætlað að draga
hverja kerru, sem hlaðnar
voru flutningi. Og það voru
16—20 manns í hverju tjaldi,
eftir því sem stóð á fjölskyld-
um.
Þó maður yrði að ganga og
draga handkerrurnar, þá var
fargjaldið þó $20 fyrir hvern
mann, nema brjóstbörn, og
hver maður mátti hafa 14
pund í fari sínu: sængurföt,
fatnað, skó og eldsgögn. Ég
átti koffort, sem ég mátti gefa
sex ríkisdali fyrir á Islandi.
Það var fram yfir 14 pund,
svo ég varð að fleygja því,
þar eð ég gat ómögulega selt
það.
Það var lagt af stað snemma
í ágúst, og voru 16 uxapör,
4 vagnar hlaðnir mjöli og 30
nautgripir, sem ætlaðir voru
til slátrunar á leiðinni, og allt
voru keyptir fyrir okkar pen-
inga. Það var látið um 100 pd.
af mjöli á hverja kerru, og
einnig allur flutningur 4 eða
5 manna. Það voru 4 við mína
kerru, og toguðum við karl-
mennirnir áfram, en kven-
fólkið ýtti á eftir, og þótti
okkur það æði erfitt, yfir holt
og hæðir, gras, sanda og
læki. Við tókum morgunverð
snemma á morgnana og var
skammturinn % pd. af mjöli
handa hverjum manni.
Framh. í næsta blaði