Lögberg-Heimskringla - 09.06.1960, Blaðsíða 2

Lögberg-Heimskringla - 09.06.1960, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 9. JÚNÍ 1960 Fréttabréf fró Borgarfirði Runnum, 3. apríl 1960. Heiðraði ritstjóri, Ingibjörg Jónsson. Nýlega hefi ég móttekið blaðið Lögberg-Heimskringlu, sem ég þakka fyrir. Þá vildi ég einnig þakka fyrir flutn- inginn á erfiljóðunum, sem frú Elín Vigfúsdóttir orti eft- ir föður minn, sömuleiðis fyr- ir hlýleg orð í garð okkar feðga. Þá vildi ég votta þér sam- úð mína vegna fráfalls hins merka og mikilhæfa eigin- manns þíns. Lögbergi-Heimskringlu, rit- stjórn blaðsins og aðstand- endum, óska ég allra heilla og langra lífdaga og vona að það megi öllum til sæmdar og gæfu verða. Nú er hér vor í lofti og fyrstu sumarfuglarnir byrjað- ir að syngja sína ástarsöngva af lífi og fjöri. Þrösturinn kom hingað 26. fyrra mánað- ar, en í gærkvöld heyrði ég í lóunni í fyrsta sinn á þessu vori. Blíðviðrið kallar á mann til ótal óunninna verka, svo ekki er til setunnar - boðið, en þó langar mig til að reyna að hripa nokkrar línur og senda þér, ef þú vildir nýta þær í blaðið, þótt það verði aðeins flausturslegt og sundurlaust hrafl. Veðurfarið síðastliðið sumar var mjög breytilegt eftir landshlutum. Hér í Borg- arfirði var vorið kalt, en ill- viðralaust. Fénaði varð að gefa lengi fram eftir, svo að hey gengu víða til þurrðar. Eftir miðjan júní gerði mikið norðanveður og snjóaði hér í lágsveitum, en norðanlands varð hríðarveður svo mikið, að fjárskaðar urðu allmiklir á nokkrum. stöðum, en hér reiddi öllu vel af með fénað og urðu góð höld á fé. Gras- spretta varð að lokum mjög góð víðast á landinu og í sum- um landshlutum varð af- bragðsgóð tíð, en hér um Suð- vesturlandið var einstök ó- þurrkatíð, svo að víða varð, meira og minna, af töðum al- gerlega ónýtt og náðist aldrei. í vetur mátti því víða sjá hey- bingi á túnum þar, sem sæti hafði staðið. Þann tíma sum- arsins, sem helzt voru þurrk- flæsur, gerði tvívegis norðan hvassviðri svo mikil, að ekki var hægt að hreyfa við heyi, og þótt ekki væri við því hreyft, fauk það til skaða. Heyfengur varð því mjög lé- legur víða þrátt fyrir hið mikla gras. Sjaldan voru stórrigningar þótt óþurrkur- inn væri og haustið mjög hlýtt og hægviðrasamt. Það sem af er vetri hefir verið óvenju góð tíð, þó voru frostakaflar. Snjólög hafa ekki verið teljandi og akvegir hafa aldrei lokazt af þeim sök- um, og nú er að byrja að votta fyrir gróðri þar sem gróðursælast er eftir lartgvar- andi góðviðriskafla. Hross hafa gengið sjálfala, varla komið að húsi í vetur og eru í ágætum holdum. Á síðast- liðnu hausti kom fé rýrt af fjalli, en fjöldi sauðfjár er nú orðinn það mikill, að óvíst er að hann hafi nokkru sinni verið meiri hér á landi. Hrossum hefir heldur farið fækkandi, enda er nú mjög lítið við þau að gera. Kartöflu- uppske'ra var misjöfn í ár, yf- irleitt heldur rýr, en sums staðar sæmileg. Fiskveiðar gengu yfirleitt vel, bæði síld- veiði og önnur fiskveiði varð meiri en undanfarin ár. Hval- veiðar gengu miður. Afli af þeim varð mun rýrari en í fyrra. Hreindýr voru nokkuð veidd á Austurlandi. Rjúpur sjást nú varla á landinu, og rjúpnaveiði var ekki teljandi á síðastl. ári. Tvennar kosn- ingar til Alþingis fóru fram á síðastl. sumri, vegna kjör- dæmabreytingar. Einmenn- ingskjördæmin voru lögð nið- ur, en landinu öllu skipt í stærri kjördæmi og þing- mönnum fjölgað í 60. Pétur Ottesen, sem búinn var að vera þingmaður Borg- firðinga í 43 ár, bauð sig ekki fram. Hann hefir alla tíð ver- ið kosinn hér með yfirgnæf- andi meiri hluta atkvæða. Hann er einn þeirra fáu manna, sem af djörfung hafa starfað í stjórnmálabarátt- unni án þess að andstæðing- ar hafi reynt að setja blett á mannorð hans, enda er full- yrt, að í hverjum kosningum hafi hann fengið mörg at- kvæði frá þeim er annars stóðu með öðrum stjórnmála- flokkum en hann, svo óskor- að traust hafa menn ,til hans borið. Pétur er enn sem ung- ur væri þótt kominn sé yfir sjötugt. Hann er fæddur 2. ágúst 1888. I vetur tók hann sér ferð á hendur austur til Jerúsalem ög ferðaðist um Palestínu í jólafríinu, en situr annars að búi sínu á Ytra- Hólmi og gengur að hverju verki og heldur fyllstu virð- ingu, þótt hvorki sé hann að dingla með krossa á barmi eða reyni að hefja sig með þér- ingum; allt slíkt mun honum fjarri skapi. Nýr biskup var kosinn á síðastl. ári. Kosningu hlaut séra Sigurbjörn Einarsson, guðfræðiprófessor við Há- skóla íslands, en fyrrv. bisk- up, Ásmundur Guðmundsson, lét af störfum fyrir aldurs sakir. Nýr skólastjóri tók við Samvinnuskólanum að Bif- röst hjá Hreðavatni, séra Sveinn Víkingur, sem áður var biskupsritari, og þykir hafa tekizt vel í hinu nýja starfi. Sr. Guðmundur Sveins- son, sem verið hefir skóla- stjóri frá því að skólinn var reistur að Bifröst, lét nú af því starfi, og þykir hafa rækt hlutverk sitt með ágætum. Framkvæmdir hér um slóð- ir hafa verið með líkum hætti og undanfarandi ár. Þó virð- ist allt hafa snúizt til óhag- ræða í þeim málum, þrátt fyrir menningu og framfarir á ýmsum sviðum. Skuldir munu nú vera mörgum fjötur um fót og mannfæðin í sveit- unum er orðin tilfinnanleg. Verð á búvörum er hvergi nærri því að vera svo hátt, að það geti borið uppi öll þau gjöld, sem þyrfti til eðlilegra framkvæmda; þar sem verð innlendu framleiðslunnar stendur í stað, en öll gjöld stórhækka, bæði öll útlend vara og ýmis konar föst gjöld innanlands, t. d. póstur, sími, rafmagn, útvarp, útsvör, sjúkrakostnaður, vextir af lánum og fleira. Þá hafa og allar vélar og verkfæri, vara- hlutir til véla, benzín, bílar og bílflutningar stórhækkað, blöð og bækur sömuleiðis. Nú er ekki lengur um það að tala að reka búskap án bíla og alls konar vélanotkunar. Á nálega hverju heimili er nú traktor og einhverjar vélar til að tengja þar við. Mörg heimili hafa fleiri en eina dráttarvél og einn eða fleiri bíla, svo að hætta er á að skuldabagginn verði þungur hjá mörgum, er fram í sækir, enda held ég að bændur séu orðnir svartsýn- ir á framtíðina, og mikið fram- boð er á jörðum til ábúðar, en fólksstraumurinn stefnir til kaupstaðanna í stöðugt ríkara mæli. Á undanförnum árum hafa ýmsir- bændur haft það rúman fjárhag, að þeir hafa ekki þurft að hika við að leggja í nauðsynlegar fram- kvæmdir og mikið hefir á- unnizt í framfara átt, en yfir- leitt er það svo, að bændur verða að hafa sig alla við að fylgjast með þróuninni, svo að ekki miði aftur á bak, og allt sem aflast og ekki fer til daglegra þarfa, er lagt í ýmis konar framkvæmdir á jörðun- um eða til kaupa á vélum og verkfærum til búrekstursins. Á síðastl. vori var farin fjölmenn bændaför hér úr Borgarfirðinum eða um 130 manns undir forustu Ingi- mundar Ásgeirssonar bónda á Hæli í Flókadal, og með leiðsögn Ragnars Ásgeirsson- ar ráðunauts. En Ingimundur er bróðir dr. Leifs Ásgeirsson- ar, sem ýmsir Vestur-fslend- ingar munu kannast við síðan hann var í Ameríku. Ingi- mundur er formaður Búnað- arsambands Borgarfjarðar. — Flokkurinn fór norður og austur um land, allt austur á firði, og um Fljótsdalshérað, og skemmti sér hið bezta í ferðinni. Nú nýlega mælti þessi sami hópur sér mót, til að minnast hinna dásamlegu daga, í félagsheimilinu Brún í Bæjarsveit. Hús það er við heita laug í svonefndu Þór- dísarholti í Varmalækjar- landi. Skemmtanalíf er yfir- leitt orðið allfjölbreytt um landið. Danssamkomur eru tíðar, og • víða haldnar kvik- myndasýningar og leiksýning- ar. Hin mörgu félagsheimili og raflagnir í þeim leysa all- an vanda við slíka starfsemi. Og í þeim eru margs konar samkomur haldnar, til dæmis Þorrablót^ gleðifundir ung- mennafélaganna, hjónaböll, uppskeruhátíð g a r ð yrkju- manna, skemmtanir kvenfé- laganna o. fl. fþróttamót er haldið árlega á Ferjukots- bökkum, og þar er einnig haldið hestamannamót. ís- lenzk glíma sést nú ekki orðið hér um sveitir, sem hver strákur æfði og kunni áður. Nauðsynlegi fyrir heilbrigði Þýðingarmikið hráefni Það eru ekki mörg af gæð- um jarðarinnar nauðsynlegri heldur en saltið. Mannkynið mundi deyja, ef það fengi ekki salt, og flest dýr mundu fara sömu leiðina. Fyrir mörgum öldum var það viðurkennt, að lífið mundi smám saman kvol- ast úr mönnum, ef þeir fengi ekki salt. Fæstir gátu lifað lengur en mánuð, ef þeir fengu ekkert salt, og það var hryllilegur dauðadómur, ef mönnum var refsað með því að saltið var tekið frá þeim. Nú er ekki um það hugsað að refsa mönnum þannig, heldur er nú kappsamlega unnið að því að rannsaka, hvernig saltið muni geta varn- Sönglíf var um tíma í nokkru dái hér í héraðinu, en virðist hafa heldur glæðzt á ný á síð- ustu árum, einkum í sam- bandi við kirkjusöng, og nokkrir kirkjukórar eru starf- andi í héraðinu. Allir skólar eru fullir að vanda. Heimavistarbarnaskólinn, er byrjað var að reisa í fyrra á Kleppjárnsreykjum, er enn í smíðum. Hann á að vera sam- eiginlegur skóli fyrir alla hreppana innan Skarðsheiðar, sem eru fimm alls. Framh. í næsla blaði að sjúkdómum eða læknað þá. Læknum er það kunnugt, að salt í líkamanum örvar starf- semi nýrnahettanna, en það er einnig alkunnugt ráð við nýrnaveiki að draga úr salt- notkun. Langt er síðan fólk i heitum löndum uppgötvaði hver áhrif saltið hefir á heils- una. Þar verða menn að neyta meira salts en venjulegt er, til þess að vega upp á móti því hve mikið salt skolast úr lík- amanum með svita. Mönnum er síður hætt við að örmagn- ast eða fá sólsting, ef þeir gæta þess að fá sér auka- skammt af salti. Sama máli er að gegna um menn, sem vinna erfiðisvinnu, eða þar sem mikill hiti er á vinnu- stað, og þeir svitna mjög mik- ið. Vanræki þeir að bæta upp saltskammt sinn, eiga þeir á Róðgcrið fyrirfram Símið fyrirfram um Skemmtilega frídaga vegna hinna mörgu vatna, lækja og strauma, hinna miklu frumskóga er Mani- toba hið óviðjafnanlega frídagaland. Þegar þér hafið valið stað- inn, ráðstafið frídögum yfir símann. Ekkert'- mun tryggja yður skemmtilega frídaga eins og undirbúa þá með persónulegu sím- tali. Þér munið komast að raun um, að langlínusímtal er fljótlegt, ábyggilegt og eins ómissandi eins og það er ódýrt. MANITOBA TELEPHONE SYSTEM s s Salt—

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.