Lögberg-Heimskringla - 21.07.1960, Blaðsíða 2

Lögberg-Heimskringla - 21.07.1960, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 21. JÚLÍ 1960 Jarðskjálftalandið Chile Laun Niðurlag I Þetta hérað er stærra en Sviss. Þar eru himingnæfandi fjöll í austri, en brimöldur lemja ströndina í vestri. Þar á milli eru sjö stór vötn heið- blá, en á milli þeirra dökk- grænn skógur. Þar vex eik, lerki og fura. Eftir landinu renna margar ár og meðfram þeim aldingarðar og grænar grundir, þar sem fjöldi naut- gripa er á beit. Þarna er einn- ig tylft snævi þakinna eld- fjalla, sem eru um 9000 fet á hæð og gæti hvert um sig ver- ið höfuðprýði hvaða lands sem væri. í vötnunum úir og grúir af silungi. Þannig er Vatnalandið. Fegurst þótti mér Todos los Santos vatnið, sem speglar Osorno-eldfjallið, álíka fagurt og Fuijama. Theo- dor Roosevelt forseti, sem víða hafði farið, sagði að þetta væri fegursta vatn, sem hann hefði séð. Skammt þaðan er Þrumu- fjallið (Tronodor), sem hefir fengið nafn sitt af skriðum og jökulhruni. Það er rétt á landamærunum. Vatnahéraðið minnir mann á Alpahéruðin í Þýzkalandi, Austurríki og Sviss, og þetta verður enn meir áberandi er maður heyrir fólkið tala þýzku og sjá þar þýzkan byggingarstíl. Árið 1846 bauð Chilestjórn Þjóðverjum að flytjast til landsins og þeir streymdu þangað og settust að í Vatnahéraðinu. Þetta var duglegt fólk og ræktaði jörð- ina með mikilli atorku. Og enn setja þeir svip sitt á þetta hérað. Þarna er mesta úrkomu- svæðið í Chile og alvanalegt að ársúrkoma- mælist 100 þumlungar. Darwin sagði að það væri undantekning ef hér kæmi ein vika þurr. Ég dvald- ist þarna í þrjár vikur og það rigndi á hverjum degi. Concepcion er mikil iðnað- arborg, og hún er stálborg Chile. Stálverksmiðjurnar eru hjá Huachipato, nokkuð vest- an við borgina, og úr þeim kemur allt það járn, sem land- ið þarf að nota, en auk þess er mikið flutt út. Kol til þess að vinna járnið fá þeir í Lota, niður við ströndina. Kolanám- urnar eru undir sjó, og liggja þangað löng jarðgöng. Concepcion hefir orðið fyr- ir miklum áföllum um dag- ana. Hún var fyrst stofnuð 1550, en Indíánar jöfnuðu hana við jörð hvað eftir ann- að, og oft hefir hún hrunið til grunna í jarðskjálftum. Versti jarðskjálftinn kom 1939. Eftir það hafa öll hús í borginni verið reist með það fyrir augum að þau geti stað- izt jarðskjálfta. Og borgin hefir vaxið svo mikið á seinni árum, að sýnt er að menn óttast ekki lengur jarðskjálft- ana og telja hana alveg ör- ugga. Nú eiga þar heima 180,000 manna. Þegar íbúar Concepcion og Santiago vilja létta sér upp og losna við verksmiðjureyk- inn, leita þeir aðallega í tvær áttir. Sumir fara upp til fjalla að iðka skíðaíþrótt, aðrir fara til baðstaðarins Vina del Mar. Hvergi í heimi eru betri skilyrði til þess að æfa skíða- íþrótt en í Chile. Og á tíma- bilinu júní-september streyma þangað íþróttamenn frá öllum löndum heims. Þá er sjnólaust um norðurálfu heims, en í Andesfjöllum er þá hið dá- samlegasta skíðafæri. Skíða- menn fara þá helzt til fjall- anna Farellones og La Parva, sem eru í nánd við höfuðborg- ina, eða þá að þeir fara með járnbrautarlest til Portillo, sem er rétt neðan við skarð- ið, þar sem hin mikla Krists- mynd stendur á landamærun- um sem tákn um frið milli ríkjanna. Skammt þar fyrir norðan er fjallið Aconcagua, 22,834 feta hátt og hæsta fjall í Vesturálfu. Það er furðulegt um jafn langt strandríki og Chile er, hve fátt er þar um baðstaði. Ströndin er yfirleitt klettótt og í norðurhluta landsins eru sjávarhamrar, mörg hundruð kílómetra á lengd og víða um 3000 fet á hæð. Auk þess fer k a 1 d u r Perústraumurinn norður með endilangri strönd- inni og verður sjórinn hvergi nógu hlýr, nema þar sem vík- ur skerast inn. Og frægust þeirra er Vina del Mar. Þang- að leita allir, sem efni hafa á því, en auðmenn eiga þar sumarbústaði. Þarna er yndis- leg baðströnd og þarna fara fram kappsiglingar. Þessi staður er rétt hjá Valpariso. Valpariso er skemmtileg borg. Þar er mjög mishæðótt go liggja bílvegir í krákustíg- um neðan frá ströndinni upp á fell og kletta, en þar uppi standa hús, máluð með öllum regnbogans litum. Þaðan er góð útsýn yfir borgina. Á höfninni lágu skip með full- fermi af humrum frá eyjunni Juan Fernandez, sem kölluð hefir verið Robinson Crusoe- eyjan. Hún er eign Chile og er 415 sjómílur vestur af Val- pariso. Aðra eyju á Chile í Kyrrahafi, Páskaeyjuna með hinum mörgu og merkilegu fornleifum sem þar eru. Þang- að eru 2300 sjómílur. Næsta byggð ey við Páskaeyjuna er Pitcairn, en 1300 sjómílur eru þar á milli. Nú ætla Chile- menn að gera flugvöll á Páskaey og verður hún þá áfangastaður milli heima- landsins og þess hluta Suður- skautslandsins, sem Chile krefst að fá. Helztu náttúruauðæfi Chile eru koparnámurnar og salt- pétursnámurnar. Koparnám- urnar eru aðallega þrjár, Chu- quicamata, Porterillos og Kennecott hjá Sewell. Chile er nú annað mesta koparland í heimi (næst Bandaríkjunum) og andvirði koparsins nemur tveimur þriðjungum af allri útflutningsverzlun landsins. Frá Valpariso liggur Pan American þjóðbrautin norður til Antofagasta, sem er kopar- útflutningshöfn. Þangað eru um 1300 km. Þar fyrir norðan er Atacama eyðimörkin. „Ata- cama auðnin verður aldrei nokkrum manni að gagni,“ sagði chilenska Nobelsverð- launaskáldið Gabriella Mistr- al. Er þá ekki einkennilegt, að þarna skuli vera auðugasta náma heims af áburðarefni? Saltpéturinn er þarna í 10- 15 feta þykkum lögum. Hon- um er mokað upp og svo er hann hreinsaður í borginni Maria Elena, svo að hann verður að skjallhvítu dufti. Þá er honum ekið til Toco- pilla og settur um borð í skip. Roger Bácon komst að því þegar á 13. öld, að saltpétur var gott sprengiefni í púður. En ekki er nú vitað hvenær Spánverjar komust að því, að hann er gæða áburður. Þjóð- saga er þó til um hvernig það hafi viljað til. Tveir bændur voru á ferð um eyðimörkina. Þeir hvíldu sig þar á einhverj- um stað og kveiktu eld. En þeim brá heldur en ekki í brún, er þeir sáu að út frá eldinum kviknaði í sandinum og brann hann með drauga- legu bláum loga. Þeir tóku þá nokkuð af sandinum með sér, færðu hann prestinum og sögðu honum upp alla sögu. Prestur mun hafa vitað að þennan sand notuðu menn til að gera af púður, og sem frið- arins manni var honum því ekki vel við hann. Þess vegna fleygði hann sandinum út í garðinn hjá sér. En viti menn, þar varð spretta margföld eft- ir það. Og þar með uppgötv- aðist að þetta var frægasti áburður. Chile hóf saltpétursnám 1850 og græddi vel á því. Um þær mundir voru ekki glögg landamæri þarna. Engu ríkj- anna, Chile, Perú né Bolivíu, hafði þótt taka því að gera landamerki í þessari eyði- mörk, sem allir héldu að eng- um gæti orðið að gagni. En þegar Chile fór að ausa upp auðæfum þarna, urðu hin rík- in öfundsjúk og þau gerðu kröfur til eyðimerkurinnar. Út af því hófst svo stríð 1879 og voru Perú og Bolivía bandamenn gegn Chile. En hersveitir Chile unnu sigur og Chile fékk eyðimörkina í sinn hlut, og síðan hefir Bolivía hvergi haft aðgang að hafi. í fyrra heimsstríðinu fundu menn aðferð til þess að framleiða gervisaltpétur. Þá minnkaði mjög eftirspurn að Chilesaltpétri. Síðan hefir ver- ið unnið að því að framleiða ýmis önnur efni úr hráefninu, þar á meðal joð, og koma nú frá Chile 75% af öllu því joði sem notað er í heiminum. Lesbók Mbl. i Maðurinn hefir áhuga fyr- ir því að vinna að eigin hags- munum, og hann vinnur fyr- ir aðra eða þá hann vinnur við eigin iðn, og hann hefir að sjálfsögðu þau laun, sem hans vinna gefur honum. Reynslan sýnir, að hugsan- ir koma upp í hugan og þær hverfa ósjálfrátt eða þær ákvarða einhverja hugmynd og þá verk, sem maðurinn framkvæmir eftir þeim regl- um er eiga við verkið, sem hann vinnur við. Guð skapaði manninn — í Guðs mynd, og Guð gefur manninum líf og anda, og hann hefir andlegt eðli. Og maðurinn er ekki einn í för- um. „Guð er með þeim, er styðja sál mína.“ Maðurinn tekur inn í minn- ið bæði vondar og góðar hugs- anir og hugmyndir, og hann hefir synd, og hann notar orð og hugsanir og hæfileika sína eins og hans tilhneiging hvet- ur hann til að gera, og hann hefir einnig sínar eigin hvat- ir, og það fer eftir því hvað hann temur sér og venur sig á, hvernig hans innri með- vitund er. „Fyrir þ e k k i n g fyllast forðabúrin alls konar þekk- ingu.“ Maðurinn tekur inn í minnið frá sínum foreldrum og öðrum hugsjónir og hug- myndir, og það sem hann samþykkir, það verður hans eign. Og hann breytist, og þegar hann hugsar með skyn- seminni um þessar hugmynd- ir sínar, þá veit hann ekki hverju hann á að fylgja, og hann verður eihn af heildinni, sem fer með þessum hug- myndum í dag og hinum á morgun. Allir hlutir, sem þróast, vaxa eftir sínu eðli og eigin mynd. Jörðin sýnir einstakl- ingsgróður, og allt sem vex, hvort heldur smátt eða stórt, hefir sitt eigið fræ, og hver hlutur í alheiminum er eins og hann er búinn til. Ef einhver girnist að laera sérstaka iðn, þá veit hann það, að hann verður að afla sér þekkingar, hvernig hann eigi að gera verkið, og hann efl- ist í þekkingu og tekur fram- förum með menntun og æf- ingu, og hans starf dafnar eftir því hvaða andans hæfi- leika hann hefir og hvernig hann notar þá. Sumir hafa þá hugmynd, að mannkynið fái líf, kraft og skilning frá því efni, sem er í alheiminum, og enn þá er mannkynið takmarkað og skortir víðsýni, en þekkingin eflist og eykst og maðurinn verður fullkominn með tím- anum, og það verður mögu- legt að gefa mannkyninu til- hneigingu og kraft til að gera ekkert illt, og allir frá sínu eigin eðli gera rétt. Guð hefir skapað efnið í al- heiminum, og efnishluturinn hefir ekki orð og talar ekki. Guð skapaði manninn með WONÖERFUL TIME Persónulegra en póst- spjald . . . lang- línusímtal gerir þér mögulegt að njóta frí- daga þinna með fólk- inu þínu á gamla heimilinu. Þú munt hafa ánægju af að skiptast á fréttum við það. Það mun meta hugulsemi þína. Hafið símasamband við það í sumar. •• /* \ vV ) \ v*''.* : *r\ +*é *-* / *•••••;:..... \. / w>.,\ W j \J »■> _______J _____j MANITOBA TELEPHONE SYSTEM

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.