Lögberg-Heimskringla - 18.08.1960, Blaðsíða 2
2
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 18. ÁGÚST 1960
SÉRA GUÐMUNDUR P. JOHNSON:
Dr. og Mrs. Haraldur Sigmar hyllt
Það er nú orðið nokkuð
langt síðan ég hefi sent ís-
lenzka vikublaðinu „Lögberg-
Heimskringla“ frétta p i s 11 a
héðan frá ströndinni, enda
hafa nú ýmsir aðrir byrjað á
því að senda blaðinu fréttir
héðan að vestan, og er það
bæði gott mikil ánægja að
lesa slíkar fréttir, en þar sem
ég hefi nú nokkuð efni í smá-
pistla, þá datt mér í hug að
senda blaðinu svolitla frétta-
grein í þetta sinn og kannske
meira seinna.
Stórveizla
Laugardaginn 2. júlí 1960
var þeim merku hjónum, Dr.
og Mrs. Haraldur Sigmar, að
Kelso, Wash., haldið sérstak-
lega tilkomumikið samsæti,
sem börn þeirra, tengdabörn
og barnabörn stóðu fyrir.
í fyrsta lagi, stórmerkileg
brúðkaupsveizla í tilefni af 46
ára giftingarafmæli þessara
merku hjóna, enda sýndi það
hin stórskrautlega brúðar-
kaka, sem þar stóð á sérstöku
borði og var aðdáanlega fal-
lega skreytt, í öðru lagi var
þetta veizluhald í tilefni af 75
ára afmæli Dr. Sigmars og í
þriðja lagi 49 ára prestsvígslu-
afmæli doctorsins. Þessara
merku heiðurs - daga var
minnzt með stórveizlu, sem
haldin var í skrautlegum sal
að Hotel Monticello, Lang-
view, Washington.
Kl. rúmlega sex um kvöldið
var setzt að fagurlega dúkuð-
um borðum, sem hlaðin voru
ljúffengustu vistum af mörg-
um dýrindis tegundum, eða
sem kallað er fullkomnasti
„Turkey Dinner“, öll borðin
voru líka yndislega skreytt
fögrum blómum af ýmsum
tegundum mjög smekklega
fyrir komið.
Borðum var þannig niður
raðað: Háborð þvert yfir hinn
skrautlega borðsal, síðan tvö
langborð, sem komu sitt frá
hvorum enda háborðsins, síð-
an annað þverborð, svo öll
fjögur borðin mynduðu fer-
hyrning, en í miðjum fer-
hyrningnum var minna borð,
töluvert lægra en hin, það var
líka yndislega skreytt blóm-
um og veizlumat. Svo þegar
öllum þessum prúðbúnu gest-
um hafði verið vísað til sæt-
is, þá tók maður eftir því, að
við litla borðið í ferhyrningn-
um sat myndarlegur hópur af
ungmennum, þ e 11 a voru
barnabörn þeirra Dr. og Mrs.
Sigmars, öll ljómandi falleg
og verður þeirra minnzt síðar
í þessari grein. ,
Borðhald
Fyrir miðju háborðinu sátu
heiðurshjónin, Dr. og Mrs.
Haraldur Sigmar, og út frá
báðum hliðum þeirra nánustu
skyldmenni og vinir.
Þá reis úr sæti séra Harold
S. Sigmar, prestur við St.
Paul’s Lutheran Church, Van-
couver, Wash., sem og var
kjörinn veizlustjóri. Hann
kallaði á Pastor Paul A. Hoch,
sem er þjónandi prestur við
Gloria Del Lutheran kirkjuna
í Kelso, þar sem séra Harold
var prestur áður en hann fór
til íslands fyrir nokkrum ár-
um síðan. Pastor Hoch flutti
bæði fallega og hugljúfa borð-
bæn.
Séra H. S. Sigmar bauð alla
hjartanlega velkomna og lét
í ljós ánægju sína yfir því að
svo margir af vinum þeirra
Dr. og Mrs. Sigmars hefðu
getað komið til að vera með
í þessum mannfögnuði, til
þess að heiðra foreldra sína.
Var þá haldið áfram borð-
haldi um stund og skemmtu
gestir sér vel með glöðu og
vinsamlegu samtali.
Þá voru sungnir nokkrir
fallegir söngvar undir stjórn
séra Eric Sigmar, forseta hins
íslenzka lúterska kirkjufélags
og var Mrs. H. Eastvold við
hljóðfærið og spilaði af snilld
eins og henni er lagið. Mrs.
Eastvold er systir Mrs. Dr.
Sigmars.
Þá kvað veizlustjóri sér
hljóðs og las nokkur hrað-
skeyti og kveðjur frá fjölda
fólks, sem ekki gat verið við-
statt, en hraðskeyti, bréf og
heillaóskir skiptu tugum, og
las því veizlustjóri aðeins
nöfn þeirra, sem ekki gátu
komið, en ekki vannst tími
til að lesa öll þau bréf og
skeyti, sem Dr. og Mrs. Sig-
mar bárust.
Öll systkini Mrs. Sigmars
voru viðstödd í þessari veizlu
að undanteknum Dr. P. H. T.
Thorlakson í Winnipeg, Man.,
sem ekki gat komið, en sendi
heiðurshjónunum yndislegt
bréf frá þeim hjónum, fullt af
hamingjuóskum og mörgum
fögrum og fallegum orðum.
Þá talaði séra Harold til
foreldra sinna og fór mörgum
fögrum og yndislegum orð-
um um ástríki þeirra og kær-
leika til barna sinna og sanna
trúmennsku í hinu hágöfuga
prestskaparstarfi og mikla
fyrirmynd í kristilegu líferni,
sem hafi orðið öruggur grund-
völlur undir lífsstarfi allra
barnanna, og með fleiri ljúf-
mannlegum orðum lét séra
Harold í Ijósi sitt hjartanleg-
asta þakklæti til foreldra
sinna fyrir allt gott og yndis-
legt frá þeirra hendi.
Þá talaði fyrrverandi ræðis-
maður fslands í Vancouver og
B.C. fylki Kanada, herra Half-
dan Thorlaksson, bróðir Mrs.
Sigmar, hann talaði fyrir
minni systur sinnar með
mörgum velvöldum orðum,
Mr. H. Thorlaksson er ágæt-
ur tölumaður og hefir gott lag
á því að koma tilheyrendum
sínum í gott skap með ýmsum
skemmtilegum gamanyrðum,
og var honum endurgoldið
skemmtilegt erindi með dynj-
andi lófaklappi.
Þessu næst söng Dr. H. F.
Thorlakson frá Seattle ein-
söng bæði á norsku og ensku,
„Jeg elsker dig“ eftir Edward
Grieg. Dr. Thorlakson söng af
frábærri snilld og veizlugest-
um til mikillar ánægju. Mun
Dr. Thorlakson hafa sungið
þennan fallega söng á norsku
samkvæmt beiðni systur sinn-
ar, Mrs. Dr. Sigmar, sem líka
talar norsku, eins og flestir ís-
lendingar í Vesturheimi vita,
því faðir hennar, séra Stein-
grímur Thorlaksson var ís-
lenzkur, en móðir hennar
norsk. Mun því norska og ís-
lenzka hafa verið töluð jöfn-
um höndum á þeirra göfuga
heimili í gamal daga. Dr. H.
F. Thorlakson er maður vel
fær í norsku máli og hefir
hann alveg nýlega ferðazt um
Noreg og fengið góða æfingu
í því fagra máli.
Þessu næst reis úr sæti sínu
við litla borðið, sem ég áður
nefndi, fallegur ungur dreng-
ur, hann er sonur þeirra
hjóna séra H. S. Sigmar og
Mrs. Ethel, konu hans, dreng-
urinn heitir Wallace Harald
og er 13 ára gamall, hann er
beinvaxinn, fríður sýnum og
mjög prúður og ber sig vel,
hann talar skýrt og djarf-
mannlega, hugsar vel orð sín
og ber þau vel fram, enda náði
hann strax athygli allra
veizlugesta; mér kom ósjálf-
rátt í huga, þarna er enn eitt
ljómandi prestsefni.
Wallace Harald talaði til
afa og ömmu fyrir hönd sinna
fjögurra systra, Kristin Mar-
grethe 11 ára, Karen Ethel
Loanne 9 ára, Thora Stefania
6 ára, og Emily Anne 6 mán-
aða gömul.
Wallace talaði líka fyrir
hönd þriggja barna Margret-
ar dóttur Dr. ,og Mrs. Sigmar,
nú Mrs. Elvin O. Kristjanson,
börnin eru Curtis Elvin Sig-
mar 11 ára, Anne Margaret 9
ára, og Tannis Kristine 6 ára.
Mr. Elvin O. Kristjanson,
maður Margaretar, er bróðir
frú Ethel konu séra Harold S.
Sigmar.
Wallace Harald talaði líka
fyrir hönd barna séra Eric og
frú Svöfu, þau eru Elynne
Svava 5 ára, Eric Halfdan Wil-
liam 4 ára, Signy June tveggja
ára og sex mánaða. Þetta eru
11 barnabörn Dr. og Mrs. Sig-
mars, blessaður hópur, fríður
og fallegur.
Seinna í veizlunni, þegar 75
ára afmælis Dr. Sigmars var
minnzt, þá sungu öll barna-
börnin „Happy Birthday To
You“ og „Happy Anniversary
To You“, síðan sungu allar
litlu stúlkurnar og litli Billy
„Jesus Loves Me“.
In the little „bygd" of
Argyle, in October, 1885
Mitt í þessari veizlugleði
var sunginn nýr söngur, In
the little „bygd“ of Argyle.
Fyrst söng frú Margaret
Kristjansson, dóttir Dr. Sig-
mars, þennan söng sem ein-
söng og með sinni vanalegu
hrífandi og skæru söngrödd,
og gerði hún söngnum hin
beztu skil, enda vel spilað
undir, því Mrs. Erika East-
vold var við píanóið. Síðan
söng séra Eric þennan nýja
söng með systur sinni og svo
allir veizlugestir til samans;
varð úr þessu hin mesta hríf-
andi gleðistund, enda er lagið
fullt af lífi og fjöri.
Nú skýrði veizlustjóri frá
því að hann vildi gefa bróður
sínum, séra Eric, tækifæri til
þess að koma fram með það,
sem honum lægi á hjarta, og
í því sambandi bæði hann séra
Eric að tala til heiðurshjón-
anna, Dr. og Mrs. Sigmars
fyrir hönd allra barna þeirra,
sem eru Harold, Eric, George
og Margaret.
Þá tók séra Eric til máls og
skýrði frá því að á síðasta
kirkjuþingi, sem var 75. þing
Hins íslenzka lúterska kirkju-
félags, hafi komið fram á-
kvörðun þess efnis að heiðra
skyldi alla uppgjafapresta
með þakklætisskírteini fyrir
trúverðuga þjónustu í hinni
evangelisku lútersku kirkju,
tilheyrandi United Lutheran
Church in America, enda
væru þessi skírteini gefin út
af hálfu þeirrar stóru kirkju-
deildar. Séra Eric skýrði líka
frá því að þeir prestar, sem
verið hefðu á þinginu og væru
nú leystir frá stöðugri prests-
þjónustu, hefðu fengið sín
skírteini þar á þingi. En í þess-
ari veizlu væru nú 3 prest-
ar, sem einnig hefðu verið
leystir frá föstum prestsstörf-
um, og hefði sér verið falið
sem forseta Hins íslenzka lút-
erska kirkjufélags að afhenda
þeim þessi skírteini, þeir væru
séra Guðmundur, séra Octo-
vius og Dr. Sigmar. Þá kall-
aði séra Eric á séra Guðmund
og afhenti honum þetta fallega
skírteini, með nokkrum mjög
hlýjum og vinsamlegum orð-
um og lýsti í stuttum dráttum
þátttöku séra Guðmundar í
kirkjumálum, sérstaklega fyr-
ir hönd Hins íslenzka kirkju-
fólags, síðan hann kom til
Vesturheims árið 1926. Séra
Guðmundur þakkaði auðsýnd-
an heiður, sem hann hefði
hvorki búizt við né verð-
skuldað. Síðan ávarpaði séra
Guðmundur heiðurshjónin,
Dr. og Mrs. Sigmar og minnt-
ist góðrar vináttu þeirra
ágætu hjóna og barna þeirra
í allmörg ár. Hið virðuglega
skírteini til séra Guðmundar
var fyrir 26 ára trúverðuga
prestsþjónustu í þágu hinnar
evangelisku-lútersku kirkju.
Þessu næst afhenti séra Eric
séra Octovius Thorlaksson
einnig skírteini með fallegum
orðum og skýringum á starfs-
ferli hans, bæði sem trúboða
í Japan í 25 ár og svo starf
hans í Ameríku, samtals 44 ár.
Séra Octovius þakkaði fyrir
heiðurinn, en sagðist alls ekki
vera gamall og langt frá því
að sér dytti í hug að leggja
árar í bát með að prédika
fagnaðarerindið, því hann
mundi boða trúna á Jesúm
Krist svo lengi er líf hans
og kraftar entust, síðan sneri
séra Octovius sér að brúð-
hjónunum, Dr. og Mrs. Sig-
mar, og talaði fyrir minni
systur sinnar, Mrs. Sigmar.
Séra Octovius hélt skarpa
ræðu, auðvitað hældi hann
SERVICE COUNTS
For prompt and efficient service
deliver your grain to the
Federal elevator in
your community.
Go by TRAIN and SAVE!
AUGUST 18,19, 20 —return limit 25 days
-----BARGAIN FARES-------
From
WINNIPEG
to
TORONTO
OTTAWA
MONTREAL
IN COACHES
Return Fare
49.40
57.60
62.75
*IN TOURIST
SLEEPERS
You Save
20.45
21.35
23.20
*Upon payment of Tourisl Berih fares.
Watch for Bargain Fares Sept. 8, 9, 10
Similar low fares to certain other destinations in Ontario and
Quebec. Consult your Canadian Pacific agent for details.
Usual baggage checking privileges.
Ca/icu£<m(P<icífic