Lögberg-Heimskringla - 18.08.1960, Síða 6
6
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 18. AGÚST 1960
GUÐRÚN FRA LUNDI:
Römm er
sú taug
Framhald skáldsögunnar
Þar sem brimaldan
brotnar
„Mér virðist , Dadda mín
lítið hrifin af teinu,“ sagði
Maríanna, „enda drekkum við
lítið af því ;í' sveitinni. Vertu
svo góð að koma með mjólk-
urglas handa henni.“
Frúin sótti mjólkurglas
handa frænku sinni. „Ég get
nú vel hugsað að Reykjavík
venji ykkur af því að þamba
mikið af mjólk, enda hefðuð
þið báðar gott af því að leggja
svolítið af. Þvílíkt spik á
henni, unglingnum. Um þig
tala ég ekki meir en ég gerði
í fyrra og hef náttúrlega alltaf
gert.“
Þá kom bjarthærð og tág-
grönn fegurðardís inn í stof-
una og heilsaði mæðgunum
með handabandi.
„Þetta er hún Fríða frænka
þín,“ sagði Maríanna við dótt-
ur sína, sem horfði á þessa
fallegu stúlku stórum undr-
unaraugum.
„Þekkirðu mig ekki,
Dadda?“ spurði Fríða. „Ég
þekkti þig undir eins og ég
sá þig koma út úr bílnum, þó
að þú sért orðin svo stór, að
ég gæti staðið innan í þér. En
það gat ég nú víst líka, þegar
ég var í Látravík. Manstu,
þegar við húktum háorgandi
á flekanum og aumingja Sifa
kom og bjargaði okkur.“Svo
hló hún fallega og bætti við:
„Lengi á eftir mátti ég ekki
hugsa til þess, án þess að verða
dauðhrædd. En nú get ég
hlegið að því.“
„Það var nú meiri dugnað-
urinn í konunni þeirri að geta
bjargað blessuðum börnun-
um,“ sagði frúin. „Fríðu hefir
heldur ekki langað í sveitina,
enda held ég það sé lítill ábati
fyrir kaupstaðarkrakka, eink-
anlega drengi. Þeir verða
flestir svoddan böðlar við það
að kynnast sveitadraslinu.
Brói minn var nú náttúrlega
aldrei þrifinn, en ekki batn-
aði hann við veruna í Látra-
vík. En alltaf þykir honum
vænt um gamla manninn. Það
hlýtur eitthvað að vera við
þann karl, að börn skuli hæn-
ast að honum, þótt orðljótur
sé. En það hef ég heyrt að
hann væri.“
„Já, það er undarlegt, hvað
krakkar Tiafa gaman af að
þvælast utan í karlinum, og
hann hefir bara gaman að
þeim. Mér var aldrei mikið
um það gefið, að systurnar
léku sér með Lóu eða væru
inni hjá fólkinu á hinu búinu,
vegna þess að ég óttaðist að
þær fengju lús á sig, því að
hún var þar víst alltaf í mesta
eftirlæti. En það var ómögu-
legt að hafa Döddu ofan af því
að vera með Lóu. Hún er nú
að sumu leyti svipuð föður
sínum, þó að hún líkist hon-
um ekki í sjón,“ sagði Marí-
anna og klappaði dóttur sinni
hlýlega á kinnina, eins og til
að bæta henni það upp, að hún
væri lík í föðurætt sína.
„En það var nú bara engin
lús á Lóu eða neinum í vest-
urbænum,“ sagði Dadda. „Þú
bara ímyndaðir þér það eins
og margt annað, sem engin
hæfa var í,“ sagði Dadda ekki
laus við gremju.
„Ekki var ómyndin á þjón-
ustunni á honum Bróa litla
þessi sumur, sem hann var
fyrir norðan, og þurfti hann
þó vafalaust mikla þjónustu,“
sagði frúin.
„Það var víst Ingibjörg, sem
hugsaði um hann. Hún er
miklu hreinlegri í sér en Sifa,
þó ekki geti hún talizt góð,“
sagði Maríanna.
Hávaðinn í Fríðu yfir-
gnæfði samtal systranna.
„Þetta er nú meira hárið,
sem þú hefir, Þórey litla. Ég
er hrædd um að þú verðir að
láta klippa þig, annars verður
glápt á þig á götunni," sagði
Fríða.
„Pabbi sagði að ég mætti
ekki láta klippa mig, heldur
vera á upphlut eins og
mamma,“ sagði Dadda hik-
andi. Henni fannst hún vera
orðin ósköp lítil og fáfróð í
návist þessara fínu frænd-
kvenna. Þær voru henni svo
mikið fremri og vissu hvað
tízkunni tilheyrði ojf hvernig
átti að haga sér, en það vissi
hún ekki.
„Hvar er Málfríður litla? Ég
sá hana ekki koma út úr bíln-
um. Skylduð þið hana eftir í
Látravik?“ spurði Fríða.
„Hún varð svo bílveik á
leiðinni, að hún lagði sig,“
sagði Dadda.
„Hún er uppi í herberginu
þínu. Þar ætla ég að láta þær
sofa í nótt, hvað sem lengra
verður," sagði frúin. „Þú verð-
ur að sofa inni í stássstofunni.
Svo skaltu hjálpa henni Lov-
ísu til að bera dívaninn inn,
sem hefir verið frammi á
ganginum. Ég skil bara ekkert
í þér, Maríanna, að fara að
koma suður fyrr en íbúðin var
laus. Það er ekki gripin upp
íbúð fyrir heila fjölskyldu
hérna í Reykjavík. Það hélt
ég að Tómas hefði getað sagt
þér, þó að þú hafir ekki hugs-
að út í það.“
„Ég var nú einmitt að segja
honum Tómasi mínum, að ég
hefði ekki verið búin að
gleyma því, að ég ætti systur
hérna í höfuðstaðnum, sem
tók ekkert mjög illa á móti
mér í fyrravetur,“ sagði Marí-
anna blíðmálg.
„En sú systir hefir nú bara
ekki húspláss aflögu núna. Ég
leigi herbergið núna, sem þú
hafðir í fyrravetur. Tómasi
varð ég að segja upp, vegna
þess að pabbi vildi endilega
komast hingað. Um þetta hef-
ir Tómas auðvitað skrifað
þér.“
„Nei, hann hefir ekki nefnt
það. Því í ósköpunum er ekki
pabbi á elliheimilinu?" spurði
Maríanna, stóreygð af undrun.
„Já, því er ekki hægt að
ráða við þetta gamla fólk,“
sagði frúin og ergelsissvipur-
inn óx mikið á andliti henn-
ar. „Svo þú sérð svona hér um
bil, hvort ég á hægt með að
taka ykkur í þrjár vikur eða
lengur. En varstu ekki með
einhver rúmföt, mér sýndist
það svona út undan mér
áðan.“
„Jú, ég held það nú, fínustu
æðardúnssængur,“ sagði Marí-
anna. „En hver nennir eftir
þeim út, ekki get ég hreyft
mig. Það veit trúa mín!“
„Kannske dóttir þín sé eitt-
hvað léttari á fótinn en þú,
þó að mér sýnist hún langt
frá því að vera fjörleg, bless-
að barnið. Þú hefir nú alltaf
þunglamaleg verið,“ sagði
systirin. „Og mér finnst sjálf-
sagt fyrir þig að nota þennan
tíma til þess að fara í megr-
unarkúr. Það er hræðilegt að
sjá þig. Mér finnst þú hafir
fitnað síðan í fyrravetur,“
bætti hún við.
Maríanna hló dillandi hlátri
og sagði:
„Nei, s v o n a auðveldlega
losnarðu nú ekki við að fæða
mig. Ég hef ágæta matarlyst
og fer áreiðanlega ekki að
svelta mig að þarflausu. Ég
skal láta þig hafa vel útilátna
eggjafötu fyrir áníðsluna,
þegar eggin koma að norðan.“
Svipurinn frúarinnar mild-
aðist, þegar hún heyrði eggin
nefnd, því að marga eggja-
sendinguna hafði hún fengið
frá systur sinni frá því fyrst
hún fór að búa í Látravík.
„Já, þær hafa verið indælar
eggjasendingarnar þínar, en
það eru bara þessi þrengsli
hérna, sem gera allt ómögu-
legt,“ sagði systirin um leið
og hún opnaði stofuhurðina og
kallaði fram:
„Lovísa mín. Vertu nú svo
góð að sækja sængurfatapoka
hérna út fyrir dyrnar. Þær
verða að fara að komast í
rúmið eftir þetta langferða-
lag.“
„Dadda mín,“ sagði Marí-
anna. „Þú ferð með henni og
kemur með minni töskuna. 1
henni eru náttkjólarnir okk-
ar og sængurverin."
Svo skuluð þið ganga hægt
um, svo að pabbi vakni ekki,
því þá höfum við engan frið
fyrir honum. Hann yrði að
tala við þig í alla nótt, Marí-
anna,“ sagði frúin.
„Þetta er næstum eins og
draumur,“ sagði Maríanna við
dætur sínar, þegar þær voru
háttaðar. „Hér erum við lagzt-
ar undir okkar eigin sængur
og á okkar eigin kodda í
Reykjavík. 1 fyrrinótt sváfum
við norður á Breiðasandi og
þar áður heima í Látravík.“
„Og þar var bezt að sofa,“
muldraði í Málfríði hálfsof-
andi.
Skyldi hún alltaf ætla að
láta svona, þetta barn,“ sagði
Maríanna. „Þá sendi ég hana
bara norður aftur.“
JÓSEP AFI
Maríanna vaknaði á vana-
legum tíma næsta morgun og
langaði ákaflega mikið í morg-
unkaffið. En ún þýddi ekki að
kalla fram fyrir til Helgu,
hvort hún'væri búin að hella
á könnuna. Og þó að ekkert
svar kæmi þar, var ekki ann-
að en skreiðast sjálf ofan og
hella upp á sjálf, því að þá
var hin góða og dygga vinnu-
kona ekki komin úr fjósinu.
Nú voru breyttar aðstæður,
eftir móttökunum í gær að
dæma. En kannske hafði leg-
ið eitthvað illa á húsmóður-
inni. Hún hafði alltaf verið
nokkuð erfið til lundarinnar,
og hjónabandið víst ekki sem
bezt. Líklega hafði húsbónd-
inn verið einhvers staðar úti
á drykkjuslarki, að minnsta
kosti var hann ekki heima. Þá
var hún svo ergileg við hann,
þennan glaðlynda og góða eig-
inmann. Hvernig ætli henni
hefði þótt að búa við Hall Jó-
hannsson. Það var þó manna-
munur. Hún talaði til dætra
sinna, en þær sváfu eins og
rotaðir selir. Það var víst bezt
að lofa þelm að hvíla sig; þær
gátu hvort eð var ekki flýtt
fyrir morgunkaffinu. Hún fór
að hlakka til, þegar hún væri
komin á sitt eigið heimili í
sambýli við Tómas og Stellu.
Skyldi ekki Tómas koma til
að taal við mömmu sína. Þetta
var ekkert, sem hægt var að
tala í bílnum. Það yrði þá
skemmtilegt að hafa þau hjá
sér í húsinu. Og svo þegar
Helga kæmi væri heimilið
orðið nákvæmlega eins og í
Látravík, því án Helgu gat
hún ekki haldið heimili. Þess
yrði þá varla langt að bíða,
þangað til Hallur kæmi. Lík-
lega yrði hann ekki mjög
flírulegur á svipinn, svona
fyrstu dagana.
Mitt í þessum hugleiðingum
hennar valt Dadda fram af
bekknum og staulaðist hálf
sofandi út að glugganum og
leit út, en sá lítið annað en í
stafninn á næsta húsi og sund
á milli húsanna, þar sem
margir kassar voru geymdir.
„Hvað ertu að fara, góða
mín?“ spurði móðir hennar.
„Hefir þig ekki dreymt vel
fyrstu nóttina í stóru Reykja-
vík?“
„Mig hefir víst lítið dreymt
á þessum pínubekk. Það hefir
farið alveg hræðilega um mig.
Málfríður hefir tekið allt rúm-
ið. Ég hef hvað eftir annað
verið komin hálfa leið ofan á
gólf. Og þar hefði líklega ver-
ið betra að sofa, þó að það sé
ekki alls kosta,“ sagði Dadda.
„Skyldi maður aúnars fá
nokkra morgunhressingu?
Mig sárverkjar í magann af
sulti. Hún hlýtur að vera
dauðans nánös þessi systir
þín. Þvílíkur matur, sem við
fengum hjá henni í g®r"
kvöldi.“
„Það borðar svona lítið
þetta kaupstaðarfólk,“ sagði
Maríanna. „Það er náttúrlega
dálítill munur eða við í sveit-
inni.“
Dadda hnippti í systur sína.
„Reyndu nú að færa þig svo-
lítið ofar, svefnpurkan þín.
Það er eins og ég hafi verið
að ýta til sandpoka, þar sem
þú ert.“
Málfríður litla færði sig svo
nærri þilinu sem hún gat.
Dadda mjakaðist undir sæng-
ina.
„Fyrirkvíðanlegt ef maður
þarf að sofa hér lengi,“ and-
varpaði hún. Svo hvíslaði hún
í eyra systur sinnar: „Ertu
nokkuð svöng, systir góð?“
„Ég er alveg að sálast úr
hungri. Nú væri þó gott að fá
volga nýmjólk úr henni Bú-
bót minni,“ sagði Málfríður.
Það var yngsta kýrin í fjósi
foreldra hennar. Hún hafði
eignað sér hana vegna þess,
að hún fæddist á afmælisdag-
inn hennar. „En líklega
smakka ég aldrei svo góða
mjólk framar,“ bætti hún við
vonsvikin.
„Það er víst alveg eins góð
mjólk hérna í búðunum,“
sagði móðir hennar. „Vertu
svo ekki alltaf að væla yfir
því að skilja við drabbið og
draslið í sveitinni. Þú hefir
það líklega heldur léttara
hérna,“ sagði móðir hennar.
En allt í einu rauf skræk
rödd þennan morgunfrið.
„Lovísa, Lovísa! Ertu ekki
búin að hella á könnuna? Mig
er farið að langa í sopann
minn. Þ v í 1 í k u r bölvaður
syndasvefn í þessu kaupstaða-
pakki,“ kallaði þessi gremju-
blandna skrækrödd. Það var
eins og hún væri rétt fyrir
framan dyr þeirra mæðgn-
anna.
„Hver getur nú þetta ver-
ið?“ spurði Dadda.
„Það er sjálfsagt Jósep afi
þinn,“ sagði Maríanna. „Hann
á sjálfsagt ekki bágt með að
vakna aumingja gamli mað-
urinn.“
„Sá þykir mér tala skrýti-
lega,“ sagði Dadda.
Aftur kallaði skrækröddin:
„Ég er orðinn þurfandi fyrir
hressingu. Hef ekki sofið hálf-
an svefn í nótt.“
„Aumingja stráið!“ and-
varpaði Maríanna. „Honum
þótti alltaf gott kaffið eins og
öllum sjómönnum.“
Þá var kallað neðan úr eld-
húsinu: „Vertu bara rólegur.
Ég kem rétt strax.“ Það var
rödd vinnukonunnar. Samt
leið löng stund, án þess gengið
væri upp stigann.
„Það verður víst varla
strax, þó að því sé lofað. í
þessu húsi þekkjast engin
áreiðanlegheit," n ö 1 d r a ð i
gamli maðurinn.