Lögberg-Heimskringla - 18.08.1960, Síða 8

Lögberg-Heimskringla - 18.08.1960, Síða 8
8 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 18. ÁGÚST 1960 Úr borg og byggð Miss Hilda Bjarnason, dótt- ir Mr. og Mrs. I. Bjarnason, Gimli, Man., flaug ásamt Vin- stúlku sinni, Miss Howard, til Evrópu 3. júlí. Þær munu ferðast um England, Frakk- land, Þýzkaland, Holland og skandinavisku löndin, og Miss Bjarnason mun dvelja í viku á íslandi. Þær koma heim í byrjun skólaársins, en þær eru báðar kennarar við Gimli- skólann. ☆ Mr. og Mrs. Thorsteinn Pálsson frá Steveston, B.C. komu þann 7. þ. m. til Winni- peg. Þau hafa nú dvalið viku á æskustöðvum sínum í Mikl- ey í heimsókn hjá skyldfólki sínu og vinum þar og eru um þessar mundir í Winnipeg. Þau leggja af stað heimleiðis í næstu viku. ☆ John David Thordarson. B.Sc. in Agriculture, er fyrr- um átti heima í Árborg og Westbourne, hefir nýlega hlotið Minneota Mining and Manufacturing námsstyrk, er nemur $500 til þess að stunda nám við business administra- tion deild Western Ontario háskólans. ☆ Takið eftir Séra Bragi Friðriksson sýn- ir myndir af skógræktinni á íslandi ásamt öðru og flytur erindi í Sambandskirkjunni á Banning St. miðvikudags- kvöldið 17. ágúst, kl. 8.30. — Inngangur 50 cent. Af því að við hjónin erum, á förum héðan þætti okkur vænt um að sem flestir yrðu á samkomunni, svo að við fengjum þar tækifæri til að kveðja okkar gömlu og góðu kunningja hér. Marja Björnson ☆ Auglýsing Óskað er eftir miðaldra, ís- lenzkum kvenmanni, sem ekki á heimili sjálf, til að halda hús fyrir sjóndapran mann í Iitlum bæ. Ritstjóri gefur frekari upplýsingar og vísar á. ☆ Þakkarorð Dr. og Mrs. Haraldur Sig- mar í Kelso, Wash. flytja inni- legt þakklæti öllum vinum sínum, er sendu þeim árnað- aróskaskeyti, spjöld og kveðj- ur í tilefni af hjónabandsaf- mæli þeirra og 75 ára afntæli Dr. Haraldar, sem var minnzt með veizluhaldi 2. júlí. ☆ Mr. og Mrs. Bjarni Thorla- cius frá Saskatchewan dvelja um þessar mundir hjá Dr. og Mrs. S. E. Björnson, en Mrs. Thorlacius er systir Mrs. Björnson. ☆ Meðal langt aðkominna gesta á Islendingadeginum á Gimli voru Dr. Árni Helgason frá Chicago, Mr. J. E. Peterson frá Cavalier og A. M. Ás- grímsson frá Hensel, N. Dak. Veitið athygli auglýsingunni um myndirnar, sem séra Bragi Friðriksson sýnir í Fyrstu lútersku kirkju á fimmtudags- og föstudags- kvöld, einnig frá kl. 4 til 6 eftir hádegi á föstudaginn. Það eru litprentanir af ís- lenzkum málverkum og kvik- myndir frá Islandi. ☆ s Sérstaka athygli viljum við draga að hinni fróðlegu rit- gerð eftir frú Jakobínu Stef- anson ,sem hefst í þessu blaði — Hvar er hvíti þjóðflokkur- inn upprunninn? Hefir hún lagt í það mikið verk að afla sér heimilda um efni þessarar merkilegu ritgerðar. ☆ Gjafir lil Slafhlots Gjafir í byggingarsjóð elli- heimilisins Stafholts yfir júlí- mánuð 1960: Mrs. Stephanie Oddstad, í minningu um Mr. E. Boyd Stewart, $10.00. Mr. Robert Levien, $275.00. Mr. Chris Sigurdson og Mr. og Mrs. Paul Halldórsson, í minningu um John S. John- son, $10.00. Ónefnd vinkona Stafholts, $100.00. Mrs. Edith (Ragnheiður) Patterson, Calgary, $500.00. Þessum gefendum vottar stjórnarnefnd Stafholts sitt hjartans þakklæti. Stafholt er líka gestrisið heimili, sem fagnar heimsóknum vina sinna, og óskar að sem flestir komi. Þeir eru aufúsugestir vistmanna ipg nefndinni þyk- ir gott að þeir sjái með eigin augum ávextina af örlæti þeirra. I umboði nefndarinnar, A. E. Kristjánsson Dónarfregnir Mrs. Vigdís Bjarnason að 732 Clandeboye Avenue, Sel- kirk, Man. andaðist að heim- ili sínu miðvikudaginn 27. júlí, 92 ára að aldri. Hún var fædd að Garði nálægt Útskál- um á íslandi, dóttir Eiríks Auðunssonar og konu hans, Margrétar Magnúsdóttur. Vig- dís heitin var skírð og fermd í kirkjunni á Útskálum og í Útskálagrafreitnum hvíla for- eldrar hennar og systkini, Auðunn, Magnús og Kristín. — Hún var ein af stofnendum lúterska safnaðarins í Selkirk og kvenfélags kirkjunnar. Eiginmann sinn, Þórð, missti hún árið 1944; hana lifa fjórir synir; Paul, Carl, Barney og Ragnar; ein dóttir, Mrs. Harry J. (Louise) Larson; ellefu barnabörn og ellefu barna- barnabörn. Útförin fór fram frá lútersku kirkjunni í Sel- kirk; hin látna var lögð til hvíldar í lúterska grafreitnum í Mapleton, Man. Rev. E. A. Day jarðsöng. ☆ Herberl Christopherson að Baldur, Manitoba, andaðist MESSUBOÐ Fyrsla lúierska kirkja Sr. V. J. Eylands, Dr. Theol. Heimili 686 Banning Street. Sími SUnset 3-0744. Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. Allir ævinlega velkomnir. sextugur að aldri 3. ágúst. Hann átti heimili alla sína ævi í Baldur-byggð og stund- aði þar viðgerðir á bílum og rak bílastöð. Hann lætur eftir sig konu sína, Emily; fjórar dætur, Mrs. .T. Johnson, Dor- othy, Patsy og Connie; þrjá bræður, Sigurð, Joe og John, og eina systur, Mrs. Chris Helgason Útförin var gerð frá lútersku kirkjunni að Baldur. ☆ Jónas Ingi Johnson, 55 ára að aldri, frá Arnes, Man., lézt á St. Boniface spítalanum 27. júlí. Hann var í þjónustu Ca- nadian Pacific Railway. Fjór- ir bræður lifa hann, Kjartan, John, Helgi og Ben; enn frem- ur ein systir, Mrs. Ernest (Margaret) Stratton. Útförin var gerð frá lútersku kirkj- unni að Arnesi; séra J. Lar- son jarðsöng. ☆ Mrs. Ragnhildur Johnson (Thorkelsson), 87 ára, búsett að 391 Lipton St., Winnipeg, andaðist 29. júlí á Princess Elizabeth spítalanum. Hún fluttist til Kanada um alda- mótin og átti lengi heima að Arnes, Man. Einar, eiginmað- ur hennar, dó 1930. Hana lifa tveir synir, Magnús og Guð- jón; þrjár dætur, Mrs. F. Peat- field, Mrs. C. Matheson og Miss Hilda Egilsdóttir; 23 barnabörn og 26 barna-barna- börn. Útförin var gerð frá lútersku kirkjunni að Arnes, Man. Séra Kolbeinn Simund- son jarðsöng. ☆ Guðmundur Eyford, 86 ára að aldri, andaðist að Betel þriðjudaginn 9. ágúst. Hann flutíist til Kanada fyrir 57 ár- um og átti heima í Winnipeg í 47 ár og var smiður að iðn. Hann var greindur maður og fróður, skrifaði alloft fyrir vestur - íslenzku vikublöðin. Hann lætur eftir sig tvær dætur, Mrs. Forest Gangwer og Herdísi Guðmunds, sauma- konu í Reykjavík. Útförin var gerð frá Bardals útfararstof- unni; séra Philip M. Péturs- son flutti kveðjumálin. ☆ Mrs. Margréi Bárðarson, fyrrum búsett að Geysir, Man. andaðist að Golden, B.C. 8. ágúst. Hún var 81 árs að aldri. Útför hennar var gerð frá lút- ersku kirkjunni að Geysir og hún lögð til hvíldar í graf- reitnum þar laugardaginn 13.* ágúst. ☆ Edward J. Olson andaðist á sjúkrahúsi í Bellingham sunnudaginn 15. maí 1960, 79 ára að aldri eftir stutta legu. Einn sonur, Orlen E. Olson, lifir föður sinn. Orlen er kvæntur íslenzkri stúlku, Mabel, dóttur Mrs. Jónínu Benson frá N.D., en hefir búið allmörg ár í Bellingham. Mr. Edward J. Olson var mesti myndarmaður, dugleg- ur starfsmaður og gjörvilegur að vallarsýn. Hann var jarð- sunginn föstudaginn 20. maí, kl. 1.00 e. h. frá útfararstofu Louis F. & Bill L. Jones, Bellingham, og lagður til hinztu hvíldar í Burlington grafreit sunnan Bellingham. Allmargir vinir og vandamenn fylgdu honum til grafar. Séra Guðmundur P. Johnson jarð- söng. ☆ Hannibal Ágúst Thordarson andaðist á sjúkrahúsi í Seattle fimmtudaginn 9. júní 1960 eftir nokkurn lasleika, 76 ára og 9 mánaða gamall. Hann lifa tveir synir og ein dóttir, þau eru William D. og Loran A. og Evelyn Kristjanson, öll bú- sett í Seattle. Einnig lifa Hannibal tveir bræður, Sig- urður í Seattle og Lárus að Akra, N.D.; ein systir, Mrs. Ólína Erickson að Gardar, N.D. og ellefu barnabörn. Hannibal hafði dvalið 8 ár í Seattle hjá börnum sínum. Hann var ágætis maður og vel látinn af öllum, sem hann þekktu. Kveðjuathöfn fór fram frá útfararstofu Wiggen & Sons, Se^ttle, laugardaginn 11. júní, kl. 2.30 e. h. að viðstöddum mörgum vinum og vanda- mönnum. Séra Guðmundur P. Johnson flutti kveðjumál, síðan var líkið flutt til N. Dak. og jarðsett þar. Mrs. María Stephenson, 87 ára, lézt á Betel, Gimli, Man. laugardaginn 13. ágúst. Hún fluttist til Kanada fyrir 57 ár- um. Hana lifa dóttir hennar, Mrs. David Somers og tvö barnabörn. Útför hennar var gerð frá Bardals og jarðsett í Brookside grafreit. Séra Kol- beinn Sæmundson jarðsöng. ☆ Miss Ella Hall að Ste. 6 Elsinore Apts., Winnipeg, and- aðist á almenna spítalanum 8. ágúst. Útför hennar fór fram frá Sambandskirkjunni í Win- nipeg. Séra Philip M. Péturs- son jarðsöng. Hennar verður nánar minnzt síðar. H E R E N O W I Toast Master MIGHTY FINE BREAD! At Your Grocers J. S. FORREST, J. WALTON, Manager Soles Mgr. Phone SUnset 3-7144 EXHIBITION The Icelandic National League is sponsoring an exhibition of reproductions of ICELANDIC PAINTINCS AT FIRST LUTHERAN CHURCH Victor and Sargenl Thursday August 18 at 8 p.m. Friday August 19 at 8 p.m. Pictures can also be seen Friday August 19 from 4-G p.m. in aflernoon. Rev. BRAGI FRIDRIKSSON from Iceland will give commen tary. New films from Iceland will be shown each evening at 9 p.m. Admission 75 cents Séra B. Theodore /* ^ Sigurdsson lótinn Jtyoy Á þriðjudaginn 2. ágúst lézt á sjúkrahúsi í Bismark, North Dakota, séra Björn Theodore Sigurdsson, 53 ára að aldri. Hann var fæddur í Seattle, sonur hinna merku hjóna, séra Jónasar og frú Stefaníu Sigurdsson, sem nú eru bæði látin. Séra Theodore hlaut menntun sína í Sas- katchewan, Seattle og North- Western Seminary í Minne- apolis og var prestvígður 1934. Það ár varð hann eftir- maður föður síns sem prestur Selkirksafnaðar. Síðar þjón- aði hann lúterskum söfnuðum að Lundar og Mountain. Hann dvaldist um skeið á Islandi og kvæntist þar eftirlifandi konu sinni, Jóhönnu Sigurjónsdótt- ur. Auk hennar lætur hann eftir sig einn son, Hannes; eina systur, Mrs. Hannes (Elín) Kjartansson, og bróður, Jón lækni Sigurdsson. Útförin var gerð frá lút- ersku kirkjunni íslenzku í Selkirk; forseti Kirkjufélags- ins, séra Eric Sigmar, flutti kveðjumál. — Séra Theodore var gáfumaður, vel að sér í íslenzkum bókmenntum og mælskur með afbrigðum. Hann hvílir við hlið foreldra sinna í grafreitnum í Selkirk.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.