Lögberg-Heimskringla - 25.08.1960, Page 7
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 25. ÁGÚST 1960
7
GUÐLAUG JÓHANNESSON:
Á ferð
upp börn sín. Þau tilheyrðu
Frelsissöfnuði og unnu af
trúmennsku í öllum félags-
skap innan kirkjunnar Kristín
var elskuð og virt af öllum,
sem hana þekktu, hæglát og
prúð í allri framkomu. Jarð-
arförin fór fram í Grundar-
drkju 19. júlí. Hún lætur eft-
ir sig tvo sonu, Benedikt og
Dr. .Júlíus, og þrjár dætur,
Katrínu (Mrs. Hannah), Hólm-
fríði (Mrs. S. Eyford), og
önnu (Mrs. Goodridge).
Að kvöldi 22 júlí hitti ég
son minn, George Johannes
son, á flugvellinum í Winni
peg, en hann var þar kominn
á heimleið frá Montreal til
Vancouver í „Britannia“-flug
vélinni, sem hann stjórnar.
Nú ætlaði ég að fljúga með
honum „heim“. Það var ynd-
islegt ævintýri að fljúga inn
í sólsetrið, þar sem að rós-
rauðir kvöldgeislarnir endur-
spegluðust í hvítum skýja-
flókum umhverfis flugvélina.
Eftir þrjá stutta klukkutíma
sáum við ljósadýrðina í Van-
couver og vélin staðnæmdist
án þess að maður yrði þess
var! Tengdadóttir mín og son-
arsynir voru á flugvellinum,
ömmu gömlu til gleði.
Nú er ég aftur komin heim
í íbúðina mína, 1075 W. 12
Ave. til þeirra Mr. og Mrs.
Gunnbjörn Stefanson, þar sem
mér líður alltaf svo vel.
Úg sendi kæra kveðju til
minna góðu bræðra og vina
minna, með einlægri þökk
fyrir góðar móttökur og ó-
gleymanlegar ánægjustundir
Hjartans þökk!
Guðlaug Jóhannesson
Mr. og Mrs. B. Bjarnarson á íslandi
„1 heiðardalnum er heima-
byggð mín,
þar hef ég lifað glaðar
stundir;
og hvergi vorsólin heitar
skín
en hamrabeltunum undir.
Og fólkið þar er svo frjálst
og hraust
og falslaus vinmál þess og
ástin traust;
já, þar er glatt, það segi ég
satt
og sælt að eiga þar heima.“
Þessar ljóðlínur komu ó-
sjálfrátt í huga minn, þegar
ég keyrði suður veginn frá
Glenboro og heim á gamla
heimilið mitt, sem stendur
skammt fyrir norðan Grund-
arkirkjuna. Að vísu eru nú
liðin ein 30 ár síðan að Brynj-
ólfur heitinn Þorláksson kom
til Argyle og var þar í nokkr-
ar vikur að þjálfa og æfa
söngkóra. Þá lærðum við og
sungum vísuna hér að ofan.
Brynjólfur sagði, að hún ætti
vel við byggðina okkar, og
mér finnst það megi standa.
Vissulega er Argyle-byggðin
fögur í júní, þegar náttúran
er í fegursta blóma. Eins og
fyrr var gaman fyrir mig að
koma „heim“ og hitta þar
mína góðu bræður og konur
þeirra og aðra ástvini, og nú
stóð mikið til — kirkjuþing
og koma biskups íslands, séra
Sigurbjörns Einarssonar. —
Þingið var vel sótt og mót-
tökur byggðarmanna ástúð-
legar í bezta máta. Ég ætla
ekki að segja neinar þing-
fréttir hér, aðeins minnast
þess að þetta var í tíunda sinn,
sem Hið ísl. kirkjufélag hélt
þing sitt í Argyle á þessum
75 árum, sem það hefir starf-
að. Það er gert ráð fyrir, að
þetta félag líði undir lok á
næsta ári, og mun það verða
mörgum viðkvæmt mál. Ég
skal kannast við það, að ég er
að verða gömul og fastheldin
á gamla siði og sálma. En ég
vil fúslega láta þá, sem yngri
eru, taka við úrlausn þessara
mála og treysti ég þeim til
alls góðs. Vissulega vil ég
styðja og styrkja mína kirkju
á meðan kraftar leyfa.
Þegar þinginu var lokið, fór
ég suður til Mountain, N.D.
í för með séra Hjalta Guð-
mundssyni, konu hans og dótt-
ur. Þar dvaldi ég í nokkra
daga hjá vinum mínum, Mr.
og Mrs. I. Bjarnason, sem búa
skammt frá Mountain.
Sunnudaginn 12. júní var
ég viðstödd giftingu Guðrún-
ar Finnson. Móðir hennar
er Kristbjörg, fóstursystir
mín. Faðir Guðrúnar er Helgi
Finnson, Milton, N.D. Gifting-
in fór fram í ísl. kirkjunni í
Mountain, og séra Hjalti Guð-
mundsson gifti. Brúðguminn
heitir Fred Holm og er bóndi
nálægt Hoople, N.D. Mrs. G.
S. Goodman, Milton, N.D. var
sólóisti. Hátt á annað hundr-
að manns sátu veizluna í
neðri sal kirkjunnar og var
veitt af rausn og myndarskap.
Ég heimsótti um leið bróð-
urson minn, Dr. Norman
Helgason og konu hans í
Cavalier, N.D. Þau búa í
nýju húsi, sem þau létu smíða
og er það með allra fallegustu
heimilum, sem ég hef komið
í. Allt var þar í góðu sam-
ræmi og allir húsmunir nýir
og af beztu gerð og öll ný-
tízku þægindi. Norman er bú-
inn að vera læknir í Cavalier
í fimm ár í félagi með Dr.
Jóni Jóhannssyni. A síðast-
liðnu ári létu þeir félagar
byggja mjög fullkomið „clin-
ic“, skammt frá sjúkrahúsinu,
þar sem þeir taka á móti
sjúklingum sínum.
Ég var í Winnipeg í tvær
vikur hjá bróður mínum, Erl
Helgason og konu hans Sig-
rúnu, og heimsótti um leið
ættfólk og vini mína þar. Þau
hjónin keyrðu með mig til
Gimli, þar sem ég heilsaði upp
á marga góða vini á Betel. Og
einnig ókum við einn dag-
inn til Selkirk, þar sem ég
heimsótti vinkonu mína, Mrs.
Maríu Henrikson.
Á meðan ég var í Argyle,
var ég hjá bræðrum mínum á
víxl, þeim Ingólfi og Chris
Helgason. Ég var viðstödd á
heimili þeirra Mr. og Mrs.
Chris Helgason í samsæti fyr-
ir Mr. og Mrs. Baldur Peter-
son frá Gimli í tilefni af 25 ára
giftingarafmæli þeirra. Mér
þótti vænt um að vera þarna
með, því að við Mrs. Peterson
vorum fermingarsystur, enda
var samsætið mjög skemmti-
legt.
Tvær aldraðar konur dóu á
meðan ég var stödd í byggð-
inni. Mrs. Margrét Jósephson
dó 26. maí á sjúkrahúsinu í
Glenboro, þá 78 ára. Maður
hennar var Hólmkell Jóseph-
son, dáinn fyrir mörgum ár-
um. Hún bjó í Brúarbyggð-
inni frá 1900 til 1953. Þá flutt-
ist hún til Glenboro og bjó
þar til hún dó. Margrét var
mesta myndarkona. Hún starf-
aði af trúmennsku í Brú-
kirkjusöfnuði, kenndi sunnu-
dagasklóa í 25 ár og stóð fram-
arlega í kvenfélaginu. Hún
var heiðursmeðlimur í Banda-
lagi lúterskra kvenna. Börnin,
sem lifa foreldra sína, eru
Oscar, Rose (Mrs. S. Oddson),
Prince Rupert, Clara (Mrs. B.
K. Johnson), Brú, Laufey
(Mrs. McDowell), Deerwood,
Man. og Júlía (Mrs. Art
Higgs), North Bay, Ont. Jarð-
arförin fór fram í Brúarkirkju
31. maí. Séra Donald Olson
jarðsöng
Mrs. Kristín Anderson,
ekkja Björns heitins Ander-
sonar, dó 15. júlí. .Hún var 91
árs gömul Þau hjónin Kristín
og Björn áttu lengi heima í
Grundarbyggðinni og ólu þar
1 sumar hafa óvenju margir
Vestur-lslendingar heimsótt
„gamla landið“, sem hefir
tjaldað sínu fegursta til að
fagna þeim. Blaðið hafði fyrir
skömmu tal af slíkum, kana-
dískum hjónum, sem bæði eru
fædd vestan hafs og hafa aldr-
ei til íslands komið fyrr. Þau
heita Björn Bjarnarson og
Elísabet Bjarnarson.
Foreldrar hans voru þau
Sigfús Björnsson frá Þórar-
insstöðum í Seyðisfirði og
Guðfinna Bjarnardóttir frá
Viðfirði (bróðir hennar var
Dr. phil. Björn Bjarnarson).
Þau bjuggu fyrst á Barðsnesi
í Norðfirði, en fluttust vestur
um haf til Kanada árið 1888.
Foreldrar h e n n a r voru
Ágúst Gunnarsson frá Austur-
Garði í Kelduhverfi og Elíza-
bet Gísladóttir frá Mel í
Skagafirði. Þau fóru vestur
1876.
— Það þarf víst ekki að
spyrja um ástæðuna fyrir
vesturförinni?
— Nei, á þeim árum var
ástæðan aðeins ein: leit að
betri lífskjörum.
— Voru þau betri fyrir vest-
an?
— Frumbýlisárin voru erf-
ið, mjög erfið. En smám sam-
an fór þetta að batna, og senni-
lega hafa flestir náð því tak-
marki, sem þeir ætluðu sér.
— Bjuggu foreldrar ykkar
í Islendingabyggðum vestra?
— Þau svara því til, að for-
eldrar hennar hafi búið í Win-
nipeg og Gimli og fleiri ís-
lendingabyggðum, þar sem
faðir hennar fékkst við verzl-
unarstörf. Faðir hans var
bóndi á sömu stöðum og í
Churchbridge. Síðar fluttist
Björn að Manitobavatni vest-
anverðu, þar sem hann var
fiskkaupmaður, rak útgerðar-
stöð en hafði jafnframt tölu-
verðan kornræktarbúskap. Nú
búa þau hjón í Langruth, rétt
hjá Big Point, í um það bil 160
kílómetra fjarlægð frá Winni-
pegborg. Þar er töluvert um
Islendinga.
— Þið talið íslenzku eins og
þér hefðuð búið hér alla ævi.
Er það algengt um Vestur-
íslendinga?
— Meðal íslendinga á okkar
aldri, sem hafa verið innan
um aðra landa, en annars
ekki. Við verðum að tala
ensku við börnin okkar, því
að þau tala ekki annað mál,
þótt þau skilji lítið eitt í ís-
lenzku. Það er þannig víðast
hvar, að þriðja kynslóðin
gleymir íslenzkunni. Það er
sjaldgæft að hitta fólk undir
30—35 ára aldri, sem getur
bjargað sér í málinu. — Við
höfum ágætan prest frá Is-
landi, séra Ingþór Indriðason,
sem er í miklum metum, en
hann messar á ensku. Stund-
um messar hann á íslenzku,
en þá koma ekki nema fáeinar
hræður, því að fólkið skilur
ekki málið. Okkar skoðun er
sú, að íslenzk menningaráhrif
fjari út hjá afkomendum
landnemanna, nema þá hjá
einstaka áhuga- og fræði-
manni. Öðru máli er þó að
gegna um fjölmennar en af-
skekktar íslendingabyggðir,
þar sem landar búa þétt sam-
an. Þar kunna börnin enn ís-
lenzku, enda er auðvelt að
halda þar uppi íslenzku fé-
lagslífi. Þetta á til dæmis við
um Geysisbyggð og Árborg og
Mountain í Bandaríkjunum.
Þeim hjónum lízt á landið
eins og þau höfðu búizt við,
enda lesið mikið um það og
séð myndir þaðan. Þau eiga
eftir að ferðast um ættbyggð-
ir sínar og vonast eftir að
hitta eitthvað af frændfólki
sínu. Hér dveljast þau á veg-
um Óskars Bjarnasonar, Aust-
urvegi 18, Vestmannaeyjum,
og Sverris Bjarnasonar,
Skúlaskeiði 40, Hafnarfirði.
Mbl., 7. ágúst
A Toasl to Canada
Frá bls. 5.
ness the current fishing dis-
pute with Great Britain.
Secondly, there is the tradi-
tion of an inquiring mind. The
tradition of inquiry into all
things, and of frank discus-
sion and respect for the right
to speak. The Icelandic tradi-
tion of searching for first
principles and of examining
and discussing trends and
events in our day and time are
vitally needed to-day.
Thirdly, there is the Ice-
landic respect for learning. A
poet is a great man in Ice-
land. We have the tradition
of home education on the
farms, and the high literacy of
the Icelandic nation. And
lastly, the Icelanders value a
man for what he is and not
for what he has. These tradi-
tions are needed to-day. By
keeping these traditions alive
we will come to greater
knowledge and understand-
ing of our peoples and our
land.
Through knowledge and
understanding will come per-
sonal satisfaction, and for the
nation a true measure of
greatness. Should we strive
for less?
In the Icelandic tradition
we should cast aside an at-
titude of materialism and be
prepared to strike a blow for
freedom. With our back-
ground, of which we can al-
ways be proud, we can con-
tribute to the fabric of the
Canadian nation and stand for
personal freedoms, free and
frank discussion, respect for
and interest in learning and
the valuing of man for what
he is as opposed to valuing all
things in terms of material
wealth. Each in our own way
let us be true to our fore-
fathers to make this Canada
of ours a better place, re-
membering always the sacri-
fices of those in many lands
that has made it possible for
us to be here in this place and
give a toast to our own, our
native land, Canada.
Thank you.
Freisting
„Oft mætum vér freisting-
unni þar sem vér sízt eigum
hennar von.“ (The Ideal Life,
Henry Drummond.)
„Það er eðli freistinga að
koma að oss óvörum.“ (Pastor
Pastorum, Henry Latham.
Enskur.)
„Það er tvennt, sem sann-
kristinn maður gjörir sig ekki
sekan um: Hann tekur ekki
létt á framinni synd og leyfir
henni Ældrei að verða sér yfir-
sterkari." (Canon H. P. Lid-
don, 1829-1890.)
„Þótt það taki oss langan
tíma að temja oss hollustu við
heilög lagaboð, skulum vér af
fremsta megni standa á móti
freistingunni." (R. W. Emer-
son, 1808-1882. Amerískur.
Stórskáld og heimspekingur.)