Lögberg-Heimskringla - 25.08.1960, Blaðsíða 8
8
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 25. AGÚST 1960
Úr borg og byggð
Heimilisfang Gísla Jónsson-
ar, ritstjóra Tímarits Þjóð-
ræknisfélagsins, er nú að 146
Westgate, Winnipeg 1, Man.
☆
Þau systkinin Halla og
Hjörtur Jósephson frá Winni-
peg eru nýkomin heim úr
tveggja mánaða heimsókn til
íslands. Þau ferðuðust um
átthaga sína í Dalasýslu og
víða um landið og áttu sem
aðrir vestur-íslenzkir ferða-
menn hinum ástúðlegustu
móttökum að fagna.
☆
Við þökkum kærlega öllum
þeim, er brugðust svo vel við
og sendu eintök af Lögbergi-
Heimskringlu, sem vantaði til
þess að hægt væri að verða við
eftirspurnum eftir fyrsta ár-
gangi blaðsins.
☆
Veitið athygli
Svo sem tilkynnt var í ís-
lendingadagsblaðinu 28. júlí,
var skrifstofu blaðsins lokað
í tvær vikur vegna sumarfrí-
daga. Blaðið kom því ekki út
4. og 11. ágúst. Næsta blað var
dagsett 18. ágúst. Þetta biðj-
um við alla þá, sem skrifað
hafa vegna vanskila á blað-
inu, að taka til greina.
☆
Séra Eric Sigmar fékk ný-
lega bréf frá Dr. Valdimar
J. Eylands og var hann þá
staddur í Jerúsalem og hafði
lokið ferð sinni um Egypta-
land og Asíulöndin við Mið-
jarðarhafið. Þaðan lá þá leið
hans til Grikklands og París-
ar. Til Islands mun hann fara
í lok ágústmánaðar og er
væntanlegur heim um miðjan
september.
☆
Á kvöldskemmtuninni á ís-
lendingadeginum á Gimli, sem
séra Eric Sigmar stjórnaði,
sungu einsöngva þau frú
Svafa Sigmar og séra Hjalti
Guðmundsson frá Mountain,
og höfðu áheyrendur ósegjan-
lega mikla ánægju af því.
☆
Betel Building Fund
Mrs. Thorunn Hjaltason,
1022 Clifton Bay, Winnipeg
10, Man, $50.00.
Mrs. Steinunn Inge, Foam
Lake, Sask., $20.00.
In loving memory of Dr.
Magnús Hjaltason.
☆
Þau hjónin Guðrún og Björn
Olgeirsson voru stödd í Win-
nipeg á sunnudaginn, en þau
hafa dvalið á Islandi síðast-
liðna tvo mánuði, svo sem
skýrt var frá í Lögb.-Heimskr.
7. júlí. Áttu þau varla orð til
að lýsa hrifningu sinni og
þakklæti fyrir þær ástúðlegu
og ógleymanlegu viðtökur, er
þau áttu að fagna á ættland-
inu.
☆
Hermann J. Johnson, pró-
fessor í eðlisfræði við ríkis-
háskólann í Chicago, er hér á
ferð ásamt konu sinni í heim-
sókn til móður sinnar, Mrs. C.
Johnson í Eggertson Apts. og
til frænda síns, Dr. Thorvald-
ar Johnson. Þeir eru bræðra-
synir. Þau munu og heim-
sækja frændfólk sitt að Vidir.
☆
Mr. og Mrs. Carl Capp frá
New York komu til borgar-
innar í fyrri viku. Mrs. Capp,
fyrrum Miss Jónína Paulson,
dóttir W. H. Paulson, er kunn-
ur fiðluleikari. Þau hjónin
heimsóttu móðursystkini
hennar, Mrs. H. G. Sigurdson
í Winnipeg og Ólafíu og Pétur
Johnson að Betel, Gimli. Þau
voru á leiðinni vestur til
Saskatoon í heimsókn til
systra Mrs. Capps og fjöl-
skyldna Dr. og Mrs. Thor-
bergar Thorvaldson og Dr. og
Mrs. George Brittnell.
Til vino minna í
Foam Lake og Leslie
Fyrir þær ástæður, að ég
hafði ekki tækifæri til að
koma heim til ykkar allra og
kveðja ykkur með kossi og
handabandi upp á gamlan og
góðan íslenzkan máta, vil ég
því biðja Lögberg - Heims-
kringlu að flytja innilega
kveðju mína og hjartans
þakkir fyrir ógleymanlegar
ánægjustundir og framréttar
vinahendur í hvert sinn, sem
ég þurfti hjálpar við í öll
þessi 40 ár, sem ég dvaldist
á meðal ykkar í Celvin
Grove og Foam Lake. Sér-
staklega þakka ég Mrs. Sess-
elju Sigurðsson og fjölskyldu
hennar fyrir framúrskarandi
alúð og "margþætta hjálp, eft-
ir að ég varð ósjálfbjarga í
þepsi tvö síðustu ár. Einnig
þakka ég Mr. og Mrs. Narvi
Narvason fyrir þeirra hjálp
allt frá byrjun. Guð og gæfan
veri með ykkur öllu«n og Guð
blessi Foam Lake bæ og
byggðina alla. Þar er minn
heimur. Ég hef ekki átt ann-
ars staðar heimili en þar, síð-
an ég kom til Kanada.
Ykkar einlæg,
Anna Hallson,
636 Home Street,
Winnipeg, Man.
Minningarathöfn um
Ragnar Stefónsson
fró Winnipeg
Laugardaginn 9. júlí fór
fram að Víðidalstungu í Húna-
vatnssýslu fjölsótt minningar-
athöfn um Ragnar Stefánsson,
sem lézt í Winnipeg 20. marz
síðastliðinn. Bálför var gerð
vestra, en samkvæmt ósk hins
látna var duft hans jarðsett
hér heima, hið næsta leiði
móður hans.
Fornvinur hins látna, séra
Jón Guðnason, flutti minning-
arræðu í kirkjunni, en karla-
kór úr Melstaðarprestakalli
annaðist sönginn.
Tíminn, 16. júlí
MESSUBOÐ
Fyrsta lúterska kirkja
Sr. V. J. Eylands, Dr. Theol.
Heimili 686 Banning Street.
Sími SUnset 3-0744.
Guðsþjónustur á hverjum
sunnudegi:
Á ensku kl. 11 f. h.
Á íslenzku kl. 7 e. h.
Allir ævinlega velkomnir.
Dánarfregn
Mrs. Dýrfinna Elding and-
aðist mánudaginn 22. ágúst,
83 ára. Útför hennar fer fram
á fimmtudaginn, kl. 2 e. h. frá
Fyrstu lútersku kirkju. Henn-
ar verður nánar getið síðar.
Fréttir frá íslandi
Frá bls. 1.
Lagt verður af stað hinn 1.
október, og mun ferðin taka
sjö vikur, það er standa yfir
Dr. Sigurdur Jonsson, Pro-
fessor of Pharmaceutical Che-
mistry at the School of Phar-
macy, University of North
Carolina died almost immedi-
ately in the early morning of
July 16 when his car left the
Raleigh Road about eight
miles from Chapel Hill. He
was alone in a new compact
car purchased a week earlier.
Professor J o n s s o n was
born January 27, 1919 at Flat-
ey, Iceland. He was a natur-
alized American citizen.
He attended the School of
Pharmacy and Science in Ice-
land 1939-1942 and received
three college degrees, Bache-
lor of Science in Pharmacy in
1944 at the Philadelphia Col-
lege of Pharmacy and Science,
Master of Science in 1945 at
the University of Wisconsin
and Doctor of Philosophy in
1950 at the University of Del-
aware. He taught pharmaceu-
tical chemistry at the New
England College of Pharmacy
from 1950 to 1956 when he
joined the faculty at the Uni-
versity of North Carolina.
In addition to his teaching
of undergraduate and gradu-
ate courses in pharmaceutical
chemistry, Dr. Jonsson con-
ducted an active program of
research and a synthesis of
antibiotics and antimetaboli-
tes. He was major advisor for
til 20. nóv. Kórinn heldur
alls 40 tónleika í förinni — 29
í Bandaríkjunum og 11 í
Kanada.
Söngstjóri verður Sigurður
Þórðarson, tónskáld, undir-
leikari Fritz Weisshappel og
einsöngvarar þeir Guðmund-
ur Jónsson, Kristinn Hallsson
og Guðmundur Guðjónsson.
☆
Þann 15. júlí urðu fiski-
menn á Húnaflóa varir við
kafbát, er rann rétt fram hjá
bátum þeirra og kom seinna
í ljós að hann var amerískur.
☆
Friðrik Ólafsson, hinn 25
ára skákmeistari Islands, er
nýkominn heim af skákmót-
um í Suður-Ameríku, og lét
hann svo ummælt við blaða-
menn, að hann hefði í hyggju
að taka sér hvíld frá skák-
íþróttinni — helzt algjöra
hvíld.
☆
Júlíus Havsteen, fyrrver-
andi sýslumaður Þingeyinga,
andaðist 31. júlí s. 1., 74 ára
að aldri. Hann naut mikilla
vinsælda í héraði; tók mikinn
þátt í slysavörnum íslendinga
og vernd íslenzkra fiskimiða
var honum hjartfólgið áhuga-
mál. (Ritgerðir hans um það
mál voru endurprentaðar í
Lögb.-Heimskr.)
☆
Við hátíðlega athöfn í nýja
orkuverinu við Efra-Sog 6.
five graduate students. Part
of his research was supported
by the renewal for the third
year of a grant from Smith
Kline and French Labora-
tories. Later in the day of his
death the good news arríved
of the approval of a two-year
grant from the Cancer Divi-
sion of the National Institutes
of Health.
Professor Jonsson was a
member of the American
Pharmaceutical Association,
American Chemical Society,
American Assocration for the
Advancement of Sciences,
Elisha Mitchell Scientific So-
ciety, New York Academy of
Sciences, Pharmacist’s Asso-
ciation of Iceland, Rho Chi,
Sigma Xi, Kappa Psi, and
Delta Sigma Theta. He was
licensed as a pharmacist in
Maine.
Professor Jonsson was sur-
vived by three members of
his family: Mrs. Sigridur Ein-
arsdottir and sister, Mrs.
Ranka Goldstein, both of Mel-
rose, Mass., and brother As-
geir Jonsson of Knoxville,
Tennessee.
Prof. Jonsson was member
of the Lutheran Church. The
funeral was held on July 20
at the Unitarian Church in
Melrose, and he was buried at
the Wyoming Cemetery, Mel-
rose.
U.N.C. Pharmacy Professor
Dies In Aufo Accident
ágúst, gaf forseti ísland þvi
nafnið Steingrímsstöð. Er
nafnið valið til heiðurs Stein-
grími Jónssyni rafmagnsstjóra
og á að halda á lofti nafni
hans og starfi í þágu íslenzkra
raforkumál. — Mannfjöldinn,
sem kominn var til vígsluhá-
tíðarinnar, fagnaði nafngift-
inni með dynjandi lófataki.
☆
Vilhjálmur Einarsson, tal-
inn með beztu íþróttamönn-
um íslands, stökk nýlega 16.70
metra í þrístökki. Það afrek
er annað bezta þrístökksafrek,
sem íþróttasagan getur um.
Hann mun keppa á Olympíu-
leikjunum í Róm.
☆
Á þessu sumri hafa orðið
fimm meiri háttar slys á ís-
landi af notkun dráttarvéla
við landbúnaðarstörf. Eru
menn þar engu síður en hér
að komast að raun um hve
þessi tæki eru hættuleg, ekki
sízt í höndum unglinga.
☆
Á þessu sumri verða háðir
á lölandi fleiri norrænir fund-
ir en nokkru sinni fyrr. Nor-
rænar hjúkrunarkonur, slysa-
v a r n a r samtök, byggingar-
menn, norræn sölutækni, nor-
rænir endurskoðendur og
samtök ýmissa norrænna iðn-
aðarmanna, norrænu menn-
ingarmálanefndarinnar, Norð-
urlandaráðs og fulltrúaráðs
norrænu félagana hafa þegar
lokið fundum sínum.
VIÐ KVIÐSLITI
Þjáir kviðslit yður? Fullkomin
lækning og vellíðan. Nýjustu að-
ferðir. Engin teygjubönd eða viðj-
ar af neinu tagi.
Skrifið SMITH MFG. Company
Dept. 234, Preston, Ont.
H ERE NOW!
Toast Master
MIGHTY FINE BREAD!
At Your Grocers
J. S. FORREST, J. WALTON,
Manoger Soles Mgr.
Phone SUnset 3-7144
ROSE THEATRE
SARGENT ot ARLINGTON
CHANGE OF PROGRAM
EVERY FOUR DAYS
Foto-Nite Every
Tuesday and Wednesday
SPECIAL
CHILDREN'S MATINEE
Every Saturday
—AIR CONDITIONED—
^penhagen
Heimsins bezta
munntóbak