Lögberg-Heimskringla - 01.09.1960, Blaðsíða 5

Lögberg-Heimskringla - 01.09.1960, Blaðsíða 5
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 1. SEPTEMBER 1960 5 ^wwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwww AHIJGAHAL IWCNNA Til íslenzku konunnar Konur þær, sem komu hingað fyrst, kunnu ei við að lúta strangri vist. Með fullhugunum lögðu á vesturveg, vissulega mörg ein glæsileg. Frelsisþráin lýsti þeim á leið til landsins fyrirheitna, er þeirra beið. Og landnemarnir reistu bú og byggð, sem blómgaðist við starfsins miklu dygð. Kona mannsins kveikti í hlóðum eld og klæði' óf í hlýjan vetrarfeld. Með orku viljans einhuga og djörf af alúð rækti hún lífsins skyldustörf. Sú kona vaxtar mest hinn mikla auð, sem milli handa hnoðar daglegt brauð, sem kennir niðjum hreint sitt móðurmál og mannræktina leggur þeim í sál, sem gefur öðrum, gleymir sjálfri sér, því guðstrúin í verkum hennar er. Kona, móðir, ísland þakkar þér þúsundfaldað allt sem liðið er, fyrir alla djörfung þína og dygð og dengskap þinn við landsins fjallabyggð, þolinmæði þína alla og lið, er þorpin voru að byggjast sjóinn við. Konur, mæður, kveikið blysum á og kallið fram það bezta er verða má; það var og er og verður ætíð þörf að vinna af alúð lífsins skyldustörf. í von og trú á vegum kærleikans verið heilladísir Isalands. Guðrún Jóhannsdóllir frá Braularholti Kaliforníu íslendingar hylla r/Miss lceland 1960' kn íslendingadagurinn við Friðarbogann Oft hafa íslendingar og Danir fyrr og síðar blandazt vel, þó ef til vill sjaldan betur en í Sigríði Geirsdóttur, „Miss Iceland 1960“. Það virðist sem hún hafi fengið í vöggugjöf hin beztu einkenni beggja þjóðanna, sem að sumu leyti er ólíkar enda þótt skyldar séu. Á björtum og fögrum sunnudegi, 21. ágúst, söfnuð- ust saman um 250 manns, Is- lendingar og vinir þeirra, í einum af listigörðum Long Beach í fínum húsakynnum, klukkan þrjú í eftirmiðdag- h*n. Tilgangur samkomunnar: Til þess að sjá og heyra hina mest umræddu íslenzku konu austan hafs og vestan í síðastl. þrjár vikur. Flestir Islending- sr hér munu hafa verið með henni í anda og sál í sjón- varpinu ásamt milljónum af öðru fólki. Sumi Swanson setti samkomuna röggsamlega, þá flutti frú Olive kona hans snjalla ræðu til Sigríðar og afhenti henni forkunnarfagr- an „Oscar“ frá íslendingafé- laginu. Stanley Ólafsson flutti kveðjur og árnaðaróskir frá Mr. Thor Thors og þakklæti til Sigríðar fyrir alla hennar frammistöðu, sem ef til vill er óviðjafnanleg! Gary Gran- dle, sem er dóttursonur Swan- son hjónanna spilaði á píanó eins og sá, sem valdið hefir, einkum þegar hann spilaði „Haustlaufin“. Hinar ungu og prúðu Erlendsson systur, Erla, Hanna og Inga, spiluðu á har- moníkur sínar af mikilli tækni, öllum til yndis og ánægju; án efa munu þessár ungu stúlkur bera hróður ís- lands víða í framtíðinni. Sig- ríður flutti ræðu og meðal annars sagði hún, að nú fynd- ist sér sem að hún væri heima með svo mörgum Islendingum og í raun og veru væri þetta allt sem fagur draumur, sem rættist! Klukkan 5 var borinn fram framúrskarandi góður kvöld- matur. Frá Islandi var Guð- rún Blöndal, er hún' dóttir Axels læknis í Reykjavík og Sigrúnar Jónatansdóttur Þor- steinssonar, en hún er systir Huldu Dunber í Long Beach, en móðir þeirra Hulda Lax- dal; frá Lancaster, JKaliforníu hin glæsilegu hjón William og Margrét Rieh, áður Athelston frá Minneapolis og dóttir Eins og undanfarin ár var síðasti sunnudagurinn í júlí (31.) hátíðlegur haldinn við Friðarbogann á landamærum fyrir norðan Blaine, Wash. Tvær deildir Þjóðræknisfé- lags Islendinga stóðu fyrir þessari hátíð, „Ströndin“, Van- couver og „Aldan“, Blaine, Wash. Veðrið var gott og margt fólk saman komið á þessum fagra stað, sem er um- kringdur blómagörðum og fögrum trjám. Kl. 2 hófst skemmtiskráin. Stefán Eymundson var for- seti og setti hátíðina með snjallri ræðu og bauð áheyr- endur sína velkomna. Ræður fluttu þau Miss Elín Stefán- son og Dr. Sveinn Thordar- son, bæði frá Reykjavik, ís- landi, en búin að vera í þessu landi í nokkur ár. Það var ágætt að heyra erindi þeirra. Sveinn talaði á íslenzku, en Elín á ensku. Ræður þeirra voru fróðlegar og vel fluttar. Mrs. Anna McLeod og Mrs. Helen Anderson sungu ein- söngva, öllum til ánægju. Einnig var þarna ísl. karla- kórinn „Ströndin“ frá Van- couver og sungu þeir mörg lög, og mér fannst þeir syngja ágætlega. Nói Bergmann söng „sóló“ í einu laginu og gjörði það vel. Þessi karlakór var stofnaður fyrir tæpu ári og mun Mr. Steve Sölvason hafa átt upptökin að því og stjórn- aði hann flokknum og æfði um tíma. En í sumar kom Mr. Árni Arinbjarnarson frá Reykjavík, íslandi hingað til Vancouver. Hann er vel menntaður í músík, bæði sem organisti og söngstjóri. Hann tók þá að sér að stjórna flokknum. Nú er Árni á för- um heim, og verður hans saknað, því hann hefir eign- azt hér marga vini; er prúður og stilltur í allri framkomu. Næstk. mánudagskvöld, 29. ágúst, mun karlakórinn halda þeirra Penny. Margir, sem einu sinni áttu heima í Win- nipeg, til dæmis Eyjólfur Sig- urður Hilliard Olson með konu sinni, Thóru Bardal, Ól- öf Goodman, Mr. Fultan, áður Burton, Mr. og Mrs. Siddan, Miss Esther Thorlaksson frá Las Vegas, Peter Burnson frá Pasadena, Mrs. Georgina Cole- man með dóttur sinni, hún er dóttir Ásmundar dómara Ben- son í N.D., en kona Dr. Davíðs Coleman í Pasadena, bræð- urnir Jónas og Birgir Krist- insson og tveir synir Jónasar frá Detroit, Mich., Philip Jón- as og Sturla Jeff, Davíð La- follette og kona hans, sem í þessari viku fara til Islands og Grænlands. Þetta var ein af fjölmennustu samkomum Islendinga hér og öllum til sóma, sem þar koma við sögu. Skúli G. Bjarnason samkomu í neðri sal kirkj- unnar ísl. og gefst fólki þá tækifæri til að kveðja Árna. Mér fannst Islendingadagur- inn sérstaklega skemmtilegur í ár. Hér í húsinu búa þau Mr. og Mrs. Olgeir Gunnlaugsson, og buðu þau okkur löndum sínum hér með sér í þeirra bíl til staðarins. Við fórum snemma af stað og höfðum með okkur nógan mat. Á staðnum eru borð og bekkir, sem fólk má nota, og einnig er þar hús, sem í er hitað kaffi, o. s. frv. Þar gátu allir fengið kaffi eins og hver vildi. Við fengum okkur strax kaffi og brauð og svo aftur á eftir pró- graminu; og það gjörðu marg- ir fleiri, eða flestir gestirnir. En auðvitað er þó skemmti- legasti þátturinn í þessu há- tíðahaldi sá að sjá þar og spjalla við góða vini og ætt- ingja, sem maður hittir aðeins þennan eina dag á árinu. Séra Guðmundur P. John- son og séra Albert Kristjáns- son fluttu stuttar kveðjur. Miss Guðríður Jónsdóttir, hjúkrunarkona frá Reykjavík, Islandi, var þarna á íslenzk- um búningi, og var hún köll- uð upp á pallinn og flutti hún kveðju. Margir voru þarna saman- komnir langt að; en þar sem ég þekki ekki nema fáa þeirra, get ég því miður ekki nefnt þá alla. En þá sem ég hitti og þekkti eru sem hér segir: Mr. og Mrs. Don Laxdall, Mr. og Mrs. Paul Halldorson, Mr. Chris Anderson, Bellingham, Wash., Mr. og Mrs. Gunnar Matthíasson, Miss Bertha Jones, Los Angeles, Calif., Mr. og Mrs. K. Christopherson, San Francisco, Calif., Mr. Oskar Sigurdson, Seattle, Wash., Mr. og Mrs. Soffonías Thorkelson, Victoria, B.C. I næsta mánuði, september, er von á séra J. Bjarman með myndirnar hans séra Braga Friðrikssonar. Nánar auglýst síðar. Aðrir gestir, sem ég hef frétt um á ferð hér í Vancou- ver: Mrs. María Sívertson og Gloría dóttir hennar frá Win- nipeg, Mr. og Mrs. Steini Thor- steinson í heimsókn til systur hans, Mrs. McNey frá Winni- peg. Systurnar Halldóra og Sigríður Ingibjörnsdætur frá Flankastöðum á Miðnesi, Is- landi dvöldu hér í nokkrar vikur hjá frænda sínum, Mr. Agli Johnson, Lulu Is. og fjöl- skyldu hans. Þær ferðuðust víða í Vancouver og umhverfi, og frændfólkið hér hélt þeim heimboð og skemmti þeim á alla vegu. Tveir synir þeirra Mr. og Mrs. S. B. Olson komu í heimsókn til foreldra sinna, Frank frá Garden City, Michi- gan, og Kjartan Olson og kona iians frá Havana, Cuba. Mr. og Mrs. Herb Turner og dæt- ur þeirra, Peggy og Judy, frá Winnipeg, heimsóttu Mr. og Mrs. H. B. Johnson hér í bæn- um. Mr. og Mrs. J. Marteins- son og dóttir þeirra, Laurel, frá Langruth, Man., voru einnig hér á ferð. Ungfrú Mara Sigurðardóttir frá Reykjavík, íslandi dvelur í Vancouver um óákveðinn tíma hjá frænku sinni, Miss Önnu Eyford. Þær frænkurnar eru nýkomnar heim úr ferðalagi til frænda og vina í Winnipeg, Brandon, Silver Bay og Gimli. Guðlaug Jóhannesson Þvot-f-alaugarnar meðal minjasfaða í Reykjavík Bæjaryfirvöldin hafa ákveð- ið, að Þvottalaugarnar gömlu skuli verða meðal minjastaða í Reykjavík. — Skýrði Auður Auðuns borgarstjóri frá þessu á fundi bæjarráðs, er haldinn var á þriðjudaginn. Borgarstjóri skýrði bæjar- ráðsfulltrúum frá því, að hún hefði í aprílbyrjun síðastl. óskað tillagna garðyrkjustjóra um hvaða ráðstafanir hann teldi rétt að gera til fegrunar og prýðis við hinar gömlu þvottalaugar. Nú hefir garðyrkjustjórinn, Hafliði Jónsson sent borgar- stjóra tillögur sínar í málinu. Þar er gert ráð fyrir, að högg- myndin Þvottakonan eftir Ás- mund Sveinsson verði reist. Á grundvelli þessara til- lagna ákvað bæjarráð svo að fela minjaverði bæjarins að sjá um framkvæmdir í mál- inu, þar á meðal endurbætur á gömlu laugunum og lagfær- ingar á næsta nágrenni. Skal hann hafa um þetta samráð við garðyrkjustjóra og hita- veitustjóra. Sögufrægur staður Frá því í fornöld hafa hús- mæður í Reykjavík farið til þvotta inn í Þvottalaugar. I bók sinni „Úr bæ í borg“ seg- ir K. Zimsen borgarstjóri frá því að árið 1883 hafi fyrst ver- ið reist skýli fyrir þvottakon- urnar. Það stóð til ársins 1887, en þá fauk það. Hinar dug- miklu konur stóðu svo við þvotta sína vetur og sumar, án þess að hafa nokkurt skýli til ársins 1917, — eða í þrjá áratugi. Þá gekkst Thorvald- sensfélagið fyrir því að reist var skýli á ný. Fram yfir aldamótin síðustu báru konurnar allan þvott til og frá Þvottalaugunum. í lokakafla sínum um Þvotta- laugarnar getur K. Zimsen þess að notkun þeirra muni aldrei hafa verið eins mikil og árin 1916-21, en á þeim árum voru kol lítt fáanleg. Mbl. Að tala er silfur, en að þegja er gull. ☆ Allt tekur enda. ☆ Aldrei er gott of launað, nema með illu sé.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.