Lögberg-Heimskringla - 05.01.1961, Blaðsíða 1
lANiJSBÍJi'ÁSÁr-IÍ
291530
ÍSLAHGS
ftetmékrtnsla
SlofnaS 14. )an., 1888
Siofnuð 9. sepl.. 1886
75. ÁRGANGUR
WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 5. JANÚAR 1961
NÚMER 1
MINNINGARORÐ:
Vaíenfrínus Valgardsson
F. 16. apríl 1896
D. 5. janúar 1960
Vestur-íslenzkur ambassador
í dag er rétt ár liðið síðan
Valentínus Valgardsson and-
aðist; hann dó í svefni snemma
morguns 5. janúar 1960 að
heimili sínu í Moose Jaw, Sas-
katchewan. 1 þrjátíu og fimm
ár hafði hann verið kennari
við Moose Jaw Central Col-
legiate, aðalskóla þessarar
sléttuborgar. Á þessu tíma-
bili höfðu þúsundir ungmenna
úr bænum og nærliggjandi
sveitum notið kennslu hans
og hollra áhrifa hins göfuga
hugarfars hans. Hann hafði
tekið mikinn þátt í féla^smál-
Valeníínus Valgardsson,
B.A., M.A.
um og var meðal annars í
bæjarráði um skeið og hafði
hann í hvívetna notið álits
og tiltrausts. Það var því ekki
að undra þótt marga setti
hljóða, þegar fregnin um hið
óvænta fráfall hans varð heyr-
um kunn og voru fánar dregn-
ir í hálfa stöng í bænum.
Daginn eftir áttu blöðin við-
töl við ýmsa leiðandi menn
í Moose Jaw, og eru hér birt-
ir kaflar úr tveimur; O. B.
Fysh borgarstjóri — „Ég var
með Mr. Valgardsson í bæjar-
ráðinu; hann var ágætis borg-
ari. Hann vildi jafnan komast
að því rétta og sanna; spurn-
ingar hans hittu í mark og til-
lögur hans voru uppbyggj-
andi; hann sannarlega bar
velferð borgarbúa fyrir
brjósti. Moose Jaw verður fá-
tækari við að missa hann.“
A. E. Peacock, superihten-
dent of city schools: „Hann
var ágætismaður á allan hátt
og framúrskarandi kennari.
Mr. Valgardsson var maður,
sem átti háar hugsjónir. Hann
myndaði sér sterkar skoðanir
og hafði hugrekki til að fylgja
þeim eftir. Skarð það, er hann
lætur eftir sig í kennaralið-
inu, verður vart hægt að
fylla, því að okkar áliti var
hann einn af allra fremstu
kennurum fylkisins í stærð-
fræði og vísindum."
Valentínus Valgardsson var
fæddur í Winnipeg 16. apríl
1896. Foreldrar hans voru hin
góðkunnu hjón Ketill Val-
gardsson, ættaður úr Eyrar-
sveit í Snæfellsnessýslu og
Soffía Sveinbjarnardóttir frá
Laxárdal í Dalasýslu. Þau
bjuggu í Winnipeg fram til
ársins 1903, en fluttust þá til
Gimli, og þar gekk Valentínus
á barnaskóla. Haustið 1912
fluttist hann til Winnipeg,
vann í banka um hríð, en inn-
ritaðist haustið 1913 í undir-
búningsdeildina í Wesley Col-
lege og lauk námi í henni
1915. Enn hélt hann áfram
tvö ár við Wesley og síðan
við Manitoba háskólann í eitt
ár og lagði þá aðallega stund
á stærðfræði. Við prófið um
vorið 1918 hlaut hann ágætis-
einkunn og $100.00 náms-
verðlaun. En nú syrti í lofti;
um haustið 1918 fékk hann að-
kenningu að beintæringu; var
skorinn upp um veturinn og
nokkur hluti af hinum sýktu
hryggjarbeinum skorinn burt.
Lá hann lengi rúmfastur og
virtist sem námsferli hans
myndi nú lokið, en kjarkur
hans og viljaþrek var óbilandi.
Hann komst á fætur og gekk
fyrst við hækjur og síðan við
staf, og þótt hann yrði að
halda uppskurðarsárinu opnu
um skeið, hóf hann námið við
háskólann á ný haustið 1920.
Það virtist sem þessi eldraun
gæfi honum aukinn sálarþrótt
og skerpti hugsunina; um
haustið lauk hann Bachelor of
Arts prófi með ágætiseinkunn
og hlaut gullmedalíu háskól-
ans í stærðfræði. — Hann
læknaðist af sjúkdómnum, en
menjar hans bar hann til
dauðadags.
Valentínus lét hér ekki
staðar numið. Hann hafði ekki
fremur en aðrir íslenzkir
námsmenn í þá daga mikil
efni til framhaldsnáms, en
vegna frábærra lærdómshæfi-
leika fékk hann kennslu næstu
tvö árin við Manitoba háskól-
ann tvær stundir á dag og
samtímis því stundaði hann
nám við Normalskólann. Það
mætti ætla, að hann hefði
þá haft fáar tómstundir af-
gangs, en einhvern veginn
vannst honum tími til að
halda áfram stærðfræðinámi
sínu og á þessu tveggja ára
Frh. bls. 2.
Á framsíðu jólablaðs Lög-
bergs-Heimskringlu var skýrt
frá því, að Mr. Sigvaldason
hefði verið skipaður ambassa-
dor Kanada til Indónesíu,
fyrsti maður af íslenzkum
ættum, sem Kanadastjórn hef-
ir skipað í sendiherraembætti.
Blaðinu hefir síðan borizt
mynd af sendiherranum ásamt
ýtarlegri upplýsingum.
Hann var fæddur að Bald-
ur, Manitoba 9. febrúar 1904
Jón Pélur Sigvaldason
og voru foreldrar hans Einar
og Kristín Sigvaldason, bæði
látin. Hann hlaut menntun
sína við Manitoba - háskóla,
Bachelor of Arts gráðu 1933
og Bachelor of Education
1939; stundaði kennslu í all-
mörg ár; var skóla inspector
um skeið og síðan aðalfram-
kvæmdarstjóri menntamála-
deildar fylkisins 1940-1942.
Mr. Sigvaldason innritaðist
í kanadíska flugherinn 1942,
og var hann Squadron Leader,
þegar hann var leystur úr
herþjónustu í marz 1946. Gekk
hann þá í þjónustu utanríkis-
málaráðuneytis Kanada og
var skipaður Assistant Secre-
tary við Canada House í Lon-
don í ágúst það ár; þjónaði
hann þar í sex ár, en síðan
í Ottawa og Pakistan. Síðan
i október 1958 hefir hann ver-
ið formaður Inspection Serv-
ice utanríkismálaráðuneytis-
ins. Nýtur hann mikils álits og
trausts innan ráðuneytisins
svo sem starfsferill og emb-
ættisskipun hans ber vott um.
Ambassador Sigvaldason er
tvíkvæntur og heitir seinni
kona hans Olga Ada. Hann á
tvö börn af fyrra hjónabandi,
son, John William, er heima
á í Winnipeg, og dóttur, Joyce
Darlene, er stundar nám í
hjúkrunarfræði við Winnipeg
General Hospital. Sonur hans,
George Einar, er með foreldr-
um sínum í Ottawa.
Sigvaldason bræðurnir eru
fjórir; Thórhallur og Aðal-
steinn stunda búskap í Bald-
ur, en Ingólfur er smiður í
Dauphin, Man.
Hinn nýi ambassador er ís-
lenzkur í anda; hann hefir
lengi verið áskrifandi blaðs-
ins og segir hann í bréfi til
ritstjórans: „Þótt ég hafi
Hinn 4. desember s. 1. héldu
þau heiðurshjónin Gísli og
Guðrún Björnson í Glenboro
upp á 60 ára hjúskaparafmæli
sitt. Þau gengu í hjónaband
aldamótaárið, 1900, og voru
gefin saman í Grundarkirkju
í Argyle byggðinni af séra
Jóni Clemens. Þau hjónin
komu bæði upphaflega frá ís-
landi ásamt foreldrum sínum,
og eru þau af góðum ættum
af Norðurlandi, Gísli sonur
Björns Björnssonar frá Sæ-
unnarstöðum og konu hans,
Guðnýjar Einarsdóttur. Frú
Guðrún kom frá Eyjafirði,
dóttir hjónanna Sigtryggs
Stefánssonar og Guðrúnar
Jónsdóttur.
Þau hjónin Gísli og Guðrún
stunduðu búskap við Cypress
River frá því að þau giftust og
fram til ársins ,1944, en þá
fluttust þau nær Glenboro og
voru við búskap fram til árs-
ins 1952, að þau brugðu búi
fullkomlega og fluttust inn í
bæinn til að eyða þar elliár-
um sínum.
Eins og áður segir héldu
þau hjónin upp á þetta merk-
isafmæli sitt þann 4. des.
Ættingjar þeirra og vinir í
byggðinni og víðar að héldu
þeim þá veglegt samsæti í
Glenboro. Voru þar saman
komnir meira en 155 manns.
B. S. Johnson talaði til brúð-
hjónanna fyrir hönd vina
þeirra og afhenti þeim fagran
blómvönd og álitlega fjárupp-
hæð frá byggðarfólki í tilefni
dagsins. Margar fleiri og fal-
legar gjafir bárust þeim frá
vinum og ættingjum, ásamt
fjölda skeyta og hamingju-
óska, til dæmis bárust þeim
heillaóskir frá hennar hátign,
drottningunni, forsæstisráð-
herra Kanada, forsætisráð-
herra Manitoba, forseta ís-
lenzka kirkjufélagsins og ís-
lenzka ræðismanninum í Win-
nipeg.
Þau Gísli og Guðrún eiga
þrjár dætur, Hansínu, sem
dvelur heima, Mrs. Oscar Jo-
sephson, Cannington, Ont.,
Mrs. H. Lewis, Vancouver,
B.C., einnig þrjá syni, Har-
old, Fred og Munda, allir í
Glenboro, einnig 14 barnabörn
og 10 barna-barnabörn.
lengi verið fjarverandi frá
Kanada, hefi ég ánægju af að
lesa, skrifa og tala íslenzku,
hvenær sem mér gefst tæki-
færi til þess.“
Megi gifta fylgja starfi
þessa mæta Vestur-íslendings
i hinni ábyrgðarmiklu stöðu
hans.
Þau hjónin hafa ætíð verið
þekkt fyrir gestrisni sína og
góðvilja. Þau hafa alla tíð til-
heyrt lútersku kirkjunni og
verið góðir starfssamir safn-
aðarmeðlimir. Þau hafa einn-
ig tekið þátt í öllu því, sem
mátti verða byggðarlagi þeirra
til góðs og framfara. Vinir
þeirra og nágrannar sýndu
þeim það einnig ótvírætt á
þessum ánægjudegi, að þeir
hafa metið að verðleikum ör-
læti þeirra og hjálpsemi öll
þessi ár.
J. B.
Þjóðminjavörður
íslands
Kristján Eldjárn
Dr. Kristján Eldjárn er
fæddur að Tjörn í Svarfaðar-
dal 6. deserpber 1916, sonur
hjónanna Sigrúnar Sigur-
hiartardóttur og Þórarins
Eldjárns hreppstjóra. Hann
lauk stúdentsprófi við
Menntaskólann á Akureyri
árið 1936. Stundaði síðan nám
við háskólann í Kaupmanna-
höfn 1936-1939 og við Háskóla
Islands 1941-1944 og lauk
þaðan meistaraprófi í íslenzk-
um fræðum. Dvaldist um
skeið við fornleifarannsóknir
á Grænlandi. Árið 1957 varði
hann doktorsritgerð við Há-
skóla íslands, og nefnist hún
„Kuml og haugfé úr heiðnum
sið á íslandi". Eftir hann
liggja þegar mörg rit og rit-
gerðir.
(Sjá ritstjórnarsíðu.)
Sexf-íu ára hjúskaparafmæli