Lögberg-Heimskringla - 05.01.1961, Blaðsíða 4

Lögberg-Heimskringla - 05.01.1961, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 5. JANÚAR 1961 Lögberg-Heimskringla Published erery Thursdajr br NORTH AMERICAN PUBLISHING CO. LTD. Printed by WALLINGFORD PREBS LTD. 303 Kennedy Street, Winnipeg 2, Man. Edltor: INGIBJÖRG JÓNSSON EDITORIAL BOARD Winnipeg: Dr. P. H. T. Thorlakson, chairman, Próf. Haraldur Bessason, vice-chairman, Mrs. Ingibjörg Jónsson, sec’y, Dr. Valdimar J. Eylands, Miss Caroline Gunnarsson, Prof. Thor- valdur Johnson, Mr. Jón K. Laxdal, Prof. Tryggvi J. Oleson, Rev. Philip M. Pétursson. Monlreal: Próf. ÁskeU Löve. Minne- apolis: Mr. Valdimar Björnson. Grand Forks: Dr. Richard Beck. Reykjavík: Birgir Thorlacius ráðuneytisstjóri. Akureyri: Stein- dór Steindórsson yfirkennari. ■ubecription $6.00 per year—payable in advance. TELEPHONE WH. 3-9931 Autharized aa Second Claaa Ma|l. Poat Offlce Department Ottawa. DR. KRISTJÁN ELDJÁRN: Þjóðminjasafn íslands Elzt allra íslenzkra stofnana er Alþingi, sem er jafn- gamalt íslenzka ríkinu. Þar næst kemur hin kristna kirkja, sem telja má stofnaða með biskupsvígslu Isleifs Gissurarsonar 1056. Þá koma lærdómsstofnanir kirkjunnar, dómkirkjuskól- arnir, sem eru fyrirrennarar menntaskólanna á vorum dög- um, þótt tæplega sé um órofið samhengi að ræða. En þessar stofnariir má þó með sanni allar telja fornar, með rætur á þjóðveldisöld, gullöld Islendinga. Aðrar menntastofnanir vorar mega flestar teljast á barns- aldri enn, flestar raunar frá þessari öld. Sjálfur Háskóli íslands er ekki nema hálfrar aldar gamall. Þegar til þessa er litið, má heita, að stofnun sú, sem hér verður lítillega kynnt, Þjóðminjasafn Islands, sé komin á æruverðugan aldur, þar sem það verður aldargamalt innan skamms, stofnað 1863. Þeir sem að stofnuninni standa eru einmitt um þessar mundir að komast í afmælisskap, enda ekki seinna að vænna. Þjóðminjasafnið býr nú Við sæmilegan hag í stóru húsi á háskólalóðinni í Reykjavík. Þegar íslenzka lýðveldið var endurreist 17. júní 1944, ákvað Alþingi að láta reisa þetta hús handa safninu, svo sem í tilefni af þessum sögulega við- burði. I þessu var fólgin merkileg viðurkenning á gildi safnsins, og það er safninu drjúgur sæmdar- og metnaðar- auki að njóta slíkrar viðurkenningar. Jafnframt má það vera Alþingi til sæmdar að skilja svo gjörla gildi þjóðmenningar vorrar, því að það var hún, sem hér var verið að hylla, með Þjóðminjasafnið sem tákn. Sú sæmd, sem safninu var gerð með þessari ákvörðun Alþingis, er þó hégómi móti þeim áþreifanlegu stórmerkj- um að sjá húsið rísa og stofnun, sem verið hafði á hrak- hólum í 90 ár, fá virðulegan bústað á bezta stað í höfuð- borginni. Þar var sá atburður, sem mestum tímamótum hefir valdið í sögu safnsins, því að með honum var fengið frum- skilyrði þess, að það gæti gegnt ætlunarverki sínu, bæði sem sýningarsafn handa almenningi og sem vísindastofnun á sviði íslenzkrar menningarsögu. Við fluttum safnið inn í nýju bygginguna árið 1950 og opnuðum sýningarsali þess smátt og smátt á næstu árum, eftir því sem kraftar unnust til við uppsetninguna. Síðan 1955 hefir allt safnið verið til sýnis og hið nýja hús fullnotað og vel það. Hvað er Þjóðminjasafnið? Fyrst og fremst íslenzkt safn, til þess ætlað að vekja hugboð um íslenzka menningu fyrr á tíð, á þann hátt sem söfn ein eru fær um. Við höfum ekki bolmagn til þess enn að hafa safndeildir með erlendu efni, þótt slíkt megi gjarnan vera á dagskrá framtíðarinnar. I svip er það ærið verkefni að halda til haga því, sem ís- lenzkt er og vinna úr því. Á því sviði getum við skapað það sem ekki er á neins annars færi, þetta er okkar akur, sem okkur ber að rækta, og það er mér mikil ánægja að geta skýrt frá því, að þar er margur sá gróður, sem ekki finnst sambærilegur annars staðar og skynsamir víðförlir menn telja sér stóran ávinning að kynnast og njóta. íslendingar hafa að vísu verið mikil bókmenntaþjóð og því halda þeir löngum hæst á loft. Þjóðminjasafnið minnir í senn á þau einfoldu og í rauninni sjálfsögðu sannindi, að hér lifði þjóð við sérstakt kerfi verkmenningar, sem hæfði til bjargræðis við íslenzk skilyrði, og hitt að fjöðurstafur og bókfell voru ekki einu tæki hennar til listar og menningar. Sýningarsalir eru á öllum þremur hæðum hins nýia húss. Á allri efstu hæðinni er Lisiasafn ríkisins, sem ekki er hluti af Þjóðminjasafninu og þarf ekki að eiga samleið með því. 1 þessu safni eru allmargar höggmyndir, en þó einkum málverk, nokkur útlend, en þó fyrst og fremst mál- verk eftir íslenzka málara. Á því sviði er safnið sæmilega auðugt, enda sennilega langt í land, að það eignist þokka- legt úrval alþjóðlegrar listar. En þótt aldrei verði hærra stefnt en að gera listasafnið að verulega góðu safni fyrir íslenzka list, er eigi síður brýnt að það eignist sitt eigið hús. Sem niðursetningur í Þjóðminjasafninu getur það aldrei komizt til þroska, þótt það á hinn bóginn geti kreppt þar að þeim, sem þar eiga réttilega að vera. Bygging sérstaks húss handa Lista- safni Islands er verkefni, sem leysa verður eins fljótt og nokkur kostur er. Á miðhæð hússins eru aðal- sýningarsalir þess. Reynt hef- ir verið eftir föngum að skipa safninu í deildir eftir efni, en taka þó um leið nokkurt tillit til aldurs gripanna. Við skul- um svipast um sem snöggv- ast í sumum þessum sölum. Fyrsti salurinn, sem gest- urinn kemur inn í, þegar and- dyri sleppir, er svonefndur fornaldarsalur. Þar eru hafðar til sýnis hinar elztu minjar íslenzkrar sögu, haugfé úr fornum gröfum og annað það, sem til er frá landnáms- og söguöld. I þessum sal er reynt að minna gestinn á upp- Guðmundur Sigurðsson var fæddur á Rútsstöðum í Svína- dal í Húnavatnssýslu 28. sept. 1889. Foreldrar hans voru Sig- urður Árnason og kona hans, J ó h a n n a Guðmundsdóttir. Tólf ára gamall missti hann móður sína. Fór hann þá til vinafólks foreldra sinna, Guð- mundar og Bjargar í Holti, og dvaldist hjá þeim næstu tvö árin. Þaðan fór hann til Jón- asar læknis Kristjánssonar, náfrænda síns, sem þá bjó á Brekku á Fljótsdalshéraði. Vildi Jónas mennta hann, en Mundi eirði illa innisetum miklum. Kaus heldur að vinna sig áfram á annan hátt og af eigin ramleik. Fór hann þá, eftir tveggja ára dvöl hjá Jón- asi, til Akureyrar og nam þar söðlasmíði og stundaði þá iðn þar til hann fór til Ameríku, árið 1910. Var hann þá 21 árs að aldri. Settist hann fyrst að á Lundar, Manitoba, þar sem hann fékk atvinnu við ak- haf byggðar í landinu og minjar landnámsfólksins látn- ar tala eins skýrt og hægt er. Frá engu skeiði sögu vorrar eigum vér eins mikið af jarð- fundnum gripum og einmitt þessu, og stafar það af hinum heiðna grafsið að jarða lík með gripum og gersemum. Þessi deild hefir drjúgar lík- ur til að vaxa með komandi árum, því að alltaf finnst eitt- hvað í jörðu, þótt safnmönn- um finnist það grátlega fátt. Samhliða þessum sal er sal- ur með norskum hlutum,' Norska safnið. Þetta er safn góðra norskra gripa, seVn flest söfn í Noregi hafa lagt nokkuð af mörkum til og hingað voru gefnir að tilhlutan norska safnbandalagsins. Þegar Norð- menn komu fjölmennir hing- að til lands á Snorrahátíðina 1947 tilkynntu þeir, að gjöf þessi mundi verða gefin, og safnið sendu þeir svo hingað 1950. Þessi norska stofa er mikils verð til samanburðar við okkar íslenzku hluti. Is- lenzk menning var uppruna- lega grein á norskum meiði, þótt hún þróaðist á sjálfstæð- an hátt í nýja landinu og færi að ýmsu leyti sínar eigin brautir. . —Framhald týgjasmíði. Árið 1913 kvæntist hann Sigrúnu Björnsdóttur Aust- mann og settu þau saman bú við Lundar og bjuggu þar til ársins 1930. Seldu þau þá bú sitt og fluttust til High Prairie, Alberta. Eftir 16 ára búskap Guðmundur SlgurSsson þar seldu þau aftur bú sitt og byrjuðu á minkarækt í Wide- water, Alberta. Störfuðu þau að minkaræktinni þar næstu 23 árin, eða til ársins 1953, og farnaðist vel. En þá tóku þau sig enn upp og fluttust vest- ur til Langley í British Col- umbia, og héldu þar áfram minkaræktinni, þar til hann dó hinn 13. nóvember þ. á. Mundi og Rúna, eins og þau voru nefnd af vinum sínum, eignuðust fimm syni. Eru þeir nú allir fullorðnir menn og allir kvæntir hérlendum konum. Magnús, sá elzti, býr skammt frá heimili foreldra sinna. Jóhann Sigurður og Marino Valtýr eiga heima í Widewater, Alberta. Björn Victor býr í Lethbridge, Al- berta. Hinn yngsti, Lawrence Gordon, er í Portland, Oregon. Einnig lifa afa sinn 13 barna- börn. Guðmundur sál. var maður harðduglegur, myndarlegur við hvað sem hann reyndi að gera, og smiður bæði á tré og járn. Hann var ástríkur og góður eiginmaður og faðir og sérlega greiðvikinn við hvern sem til hans leitaði. Hanri var frjálslyndur í trú- arskoðunum, og bók sú, er hann mat mest allra bóka, var kvæðabók Þorsteins Erlings- sonar. Kona hans, synir og tengda- dætur, er voru honum sem hans eigin dætur, kenna sárs saknaðar við burtför hans, en eru jafnframt þakklát fyrir ástríka samveru við hann um svo mörg liðin ár. En það eru einnig fleiri, sem sakna Munda. Það vottaði all- fjölmennur hópur granna og vina, sem viðstaddir voru hin- ar síðustu kveðjur, er fóru fram frá Columbia Funeral Service í Langley. Hugrór og kvíðalaus sofnaði hann svefn- inum langa á sínu eigin heim- ili, umvafinn ástríkum örm- um. „Far þú í friði, friður Guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt.“ A. E. K. Visur I tilefni af fjársöfnun í byggingarsjóð hins nýja elli- heimilis „Höfn“ í Vancouver: Landnemanna lofið nöfn, leitað skal til yðar. Nú á að reisa nýja Höfn, svo njóti þeir árs og friðar. Landar góðir látið þið, lýsa af kærleiksstjörnum. Svo að Hafnar-heimilið, hlúi að fósturbörnum. G. St. Ekki er krókur að koma í Garðshorn. ☆ Engin er rós án þyrna. ☆ Ein syndin býður annarri heim. ☆ Enginn spámaður er mikils metinn á ættjörð sinni. Þjóðminjasafn Islands Guðmundur Sigurðsson 1889— 1960

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.