Lögberg-Heimskringla - 05.01.1961, Page 2

Lögberg-Heimskringla - 05.01.1961, Page 2
2 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 5. JANÚAR 1961 Valentínus Valgardsson Frá bls. 1. tímabili útskrifaðist hann frá kennaraskólanum og um vor- ið 1923 lauk hann meistara- prófi í stærðfræði með ágæt- iseinkunn. Mun þetta fágætt námsafrek, ekki sízt ef tekið er tillit til þeirra heilsufars- og efnahagslegu erfiðleika, er hann átti samtímis við að etja. Hinn 16. júní 1924 kvæntist Valentínus og gekk að eiga Þórunni Láru, dóttur Vil- hjálms Sigurgeirssonar og Kristínar Helgadóttur Tóm- assonar, landnámshjóna í Mikley, og þá um haustið var hann skipaður kennari við Moose Jaw Central College og áttu þau hjónin þar heima jafnan síðan. Valentínus var fjölhæfur maður, en hann var fyrst og fremst kennari — kennari af guðs náð, ef svo mætti að orði kveða. Hann hafði yndi af að kenna unglingum og þeim þótti vænt um hann, þótt þeim fyndist hann stundum nokkuð kröfuharður, en það var eins og þeir finndu styrk í því að haldi, sem hann þannig veitti þeim. Þeir vissu, að þeir áttu vin þar sem hann var og leit- vðu ráða til hans. Þeir munu ckki fáir, sem hann með for- tölum sínum og hollum ráðum beindi á rétta framtíðarbraut. Eins og títt er með kennara, sem nemendum þykir vænt um, gáfu þeir honum sérstakt nafn — Mr. V. Það var gaman að sjá hvernig þeir þyrptust um Mr. V. hvar sem hann kom í þeirra hóp innan skóla eða utan. Fyrsta skólablað sitt eftir andlát hans helguðu þeir Mr. V. og skrifuðu sjálfir minningargreinar um hann. Vegna þess að Valentínus kaus að gefa sig aðallega að kennslunni, kærði hann sig ekki um að taka að sér skóla- stjórnina, en hann var að sjálfsögðu formaður Mathe- matics og Science deildar skólans, sem náði yfir mið- skóla og fyrstu tvö ár háskól- ans í þeim greinum. Hann var framúrskarandi samvizkusam- ur og reglusamur í starfi sínu; á 35 ára kennsluferli sínum í Moose Jaw Collegiate hafði hann aðeins misst einn dag frá skóla sökum lasleika og daginn fyrir andlátið var hann í skólanum glaður og spaugsamur að vanda. Það kom og í ljós, að hann var eini kennarinn í skólanum, sem hafði um áramótin lesið og markað alla prófpappíra nem- enda sinna fyrir fyrri hluta skólaársins og fyllt inn allar skýrslur fyrir sína deild og skildi þannig við allt tilheyr- andi kennslustarfi sínu í stök- ustu röð og reglu, svo ekki var þar umbætt. Valentínus Valgardsson var fjölhæfur maður, athugull og framtakssamur; hann hafði lifandi áhuga á því, sem var að gerast í umhverfi hans og í landsmálum yfirleitt. Moose Jaw borg er staðsett mitt í hveitiræktarlandi hinnar miklu kanadísku sléttu. Val- entínus kynnti sér málefni bænda og fékk áhuga á hveiti- ræktinni. Hann bar virðingu fyrir bændastéttinni og skildi gjörla, að „bóndi er bústólpi og bú er landstólpi“. Hann komst stundum svo að orði, að hefði hann ekki orðið kenn- ari, þá hefði hann kosið að verða bóndi. Vegna þessa áhugamáls síns, keypti Val- entínus nokkur lönd og rak kornrækt á þeim í hjáverk- um með aðstoð leiguliða og farnaðist honum vel í því sem öðru starfi, er hann tók sér fyrir hendur. Laghentur var Valentínus með afbrigðum; hann lag- færði, málaði og prýddi sjálf- ur heimili sitt og önnur hús sín, ef þess þurfti. Hann var sístarfandi; hann kunni ekki við iðjuleysi. Þau hjónin mynduðu fagurt heimili, þar sem jafnan ríkti ástríki og eining. Þangað þótti hinum mörgu vinum þeirra og skyldmennum gott ‘ að koma, því þau tóku jafnan á móti þeim með opnum örm- um og höfðu sérstakt lag á því að gleðja þá og láta þeim líða vel. Margir voru þeir, er leituðu til Vals, er vanda bar að höndum, því hann var jafnan reiðubúinn að gefa vinum sínum óskiptan og samúðarríkan hug sinn, þegar svo bar við og var þeim ráð- hollur. Þau hjónin eignuðust þrjú myndarleg og vel gefin börn: sonur þeirra, Norman, er kvæntur Joanne Morrison og býr í Moose Jaw; dóttir þeirra, Kristín Joyce (Mrs. Stanley Walter) á heima í Regina og yngri dóttirin, Avis Margrét (Mrs. Dale Clarke) í Moose Jaw. Barnabörnin eru níu. Valentínus var ástríkur eigin- maður, faðir og afi og sam- bandið innan fjölskyldunnar allrar náið og kærleiksríkt. Valentínus tók sér nokkra vikna frí á sumrin og dvöldu þau hjónin þá oftast í Mikley; þau héldu jafnan sterkri tryggð við átthaga sína á Gimli og í Mikley og við skyldfólk sitt allt. Tengda- systur sinni og tengdabræðr- um reyndist Valentínus jafn- an sem bezti bróðir og sakna þau hans sárt, en vitaskuld er þyngstur harmur kveðinn að eiginkonu hans, börnum og systur hans, Mrs. G. J. John- son í Winnipeg. Útförin var gerð frá Zion United kirkjunni í Moose Jaw, en þau hjónin höfðu jafnan verið styrkir meðlimir þess safnaðar. Kveðjumál flutti prestur safnaðarins, Dr. A. W. Ingram, og séra Skúli Sigurgeirson frá Wauban, Minn., en hann og Valentínus MINNING: Jóhann Eiríkur Peferson Hann lézt á spítaja í Cava- lier 5. nóv., aðeins 59 ára gam- all, eftir rúma sólarhrings legu á sjúkrahúsinu. Lækn- arnir sögðu, að það hefði blætt æð í höfðinu, dó hann þannig þjáningarlaust. Jóhann eða Joe eins og hann var oftast nefndur var ekki heilsusterkur síðustu 5 árin, en þó vonuðu ástvinir hans og fjölmenni vinahópurinn, að æviárin yrðu fleiri. Nánustu skyldmenni, sem lifa hann, eru seinni kona hans, Kristín, og ung dóttir, Linda Ellen; tvær móðursystur, Guðrún, Vancouver, B.C., og Kristín, Mrs. Árni Helgason, Vilmette, 111., og móðurbróðir, Björn Jóhannsson, þjónandi prestur í Cincinnati, Ohio. Joe var fæddur 18. júlí 1901. Foreldrar: Kristbjörg Jó- hannsson og Eiríkur Peterson. Jóhann Eiríkur Peierson Ólst Joe upp hjá afa sínum, Jóhanni Jóhannssyni, og móð- ursystur sinni, Kristínu; unni hann henni til síðasta dags lífs síns, enda hefði hún ekki getað verið honum ástríkari, þó hún hefði verið hans eigin móðir. Joe gekk á barnaskóla sveit- arinnar, þegar hann hafði ald- ur til, jafnframt því að byrja ungur að vinna algenga sveitavinnu eins og títt var um flesta unglinga á þeim árum. Um tvítugsaldur gekk hann á búnaðarskólann í Fargo, N. Dak. og brautskráð- ist þaðan með hárri einkunn. Árið 1925 kvæntist Joe fyrri konu sinni, Ellen Sigurðson, Winnipeg, Man. Settustu ungu hjónin að á eignarjörð afa hans, 8 mílur norðvestur frá voru æskuvinir. Söngflokkur nemenda Moose Jaw Colle- giate söng útfararsálmana og starfsbræður hins látna báru hann til grafar. Hinn mikli mannfjöldi, er fyllti kirkjuna, bar vott um vinsældir þær og virðingu, er hann naut í borg sinni. Með Valentínus Valgards- son er til grafar genginn sann- ur íslendingur, mikilhæfur Kanadamaður og drengur góður. Ingibjörg Jónsson Hensel pósthúsi og bjuggu þar til ársins 1934 að þau fluttust til Cavalier. Það var talað um og dáðst að, hvað þessi barnunga kona, sem fædd var og alin upp í fjöl- mennri borg, tók strax svo virkan þátt í sveitalífinu og búskapnum, og hvað hún var góð við skepnurnar. Munu þau vera ótalin 1 itlu veik- burða unglömbin, sem í vor- næðingum voru stundum nær dauða en lífi, en sem hún hlúði að og hjúkraði með móðurlegri ástúð. Joe og Ellen eignuðust eina dóttur, Vilma Hlíf, Mrs. Seth Nockuls, Ham- ilton, Ohio. Þau fluttust eins og áður er minnzt á til Cavalier 1934. — Fyrstu þrjú árin þar var sól í heiði og allt virtist leika í lyndi hjá þessum glæsilegu ungu hjónum, en svo dró upp bliku á lofti, sem fór fljótt yfir. Ellen veiktist hatram- lega og beztu læknar, sem völ var á ásamt meðulum, gátu ekki hjálpað. Það voru erfiðir 1 tímar, sem nú fóru í hönd. Joe sýndi þá hve mikill mann- kosta maður hann var, og sjaldan hafa verið bqtri líkn- andi hendur við sjúkrabeð, þar var stöðugt verið á verði til að hjúkra og lina þjáningar heitt elskuðu eiginkonunnar, j sem háði harða en vonlausa ] baráttu svo vikum skipti. Þar toguðust á um líf hennar ann- ars vegar veikindin stríðu, en hins vegar hennar sterki æskuþróttur og löngunin að lifa, en harðlyndur dauðinn sfgraði þar að lokum og tók hana með sér. Hann heyrir stundum ekki til „hjartna sem biðja“. Þrátt fyrir þennan dýra missir og þungu sorg 1938, var Joe gæfumaður. Fimm ár liðu, þá kvæntist hann í ann- að sinn og gekk að eiga Krist- ínu Thorwaldson, hina ágæt- ustu konu. Þau giftu sig á Mountain 7. maí 1943. Var Kristín manni sínum hin ást- ríkasta og honum mjög sam- hent í sambúðinni, enda er hún auðug af þeim kvenkost- um, sem góða konu prýða. Einhver hefir sagt, að fögur og góð kona gefi manni sínum og börnum gott og farsælt heim- ili. Þau eignuðust eina dóttur, Linda Ellen, nú í háskóla. Árið 1934 voru mynduð bændasamtök hér í sveitinni (Farmers Union), að vísu í smáum stíl fyrstu árin — en bændunum var orðið ljóst, að þeir þyrftu að hafa félagsskap, þar sem þeir gætu rætt sín áhugamál og þannig staðið betur að vígi við önnur félög, sem voru í uppsiglingu og öll miðuð við að hlynna að sín- um eigin málum. Joe Peterson tók mikinn og góðan þátt í þessari félagsstofnun frá byrj- un, — og eftir að hann flutt- ist til Cavalier, var hann kos- inn forstjóri deildarinnar hér, varð það því hans ævistarf til síðasta dags. 1 höndum hans hefir þessi félagsskapur vaxið og dafnað ár frá ári, svo undr- un vekur, þar sem mörg önn- ur fyrirtæki af sömu tegund eru rétt við hliðina og sam- keppnin því mikil. Sem ofur- lítið sýnishorn af þróun þess- ara samtaka og öra vexti má geta þess, að síðustu tvö árin hafa viðskiptin tvöfaldazt. Þegar saga bændasamvinn- unnar í Pembina County verð- ur skrifuð, verður Joe þar of- arlega á blaðsíðu; þar munu verkin tala um það meðal annars hvað hann rækti prýðilega ábyrgðarmikla stöðu í 25 ár. Joe var vel greindur og myndarlegur í sjón, kvikur á fæti og prúðmannlegur; geð- prýði hans var viðbrugðið, ekki svo að skilja, að hann gæti ekki skipt skapi, en þeg- ar svo var, réði ávallt skyn- semi og gætni orðum og at- höfnum. Hann var unnandi íslenzkar tungu, keypti og las Lögberg og Heimskringlu, og eins eftir að þau voru sam- einuð í eitt. Joe var söngmað- ur góður og var öll árin í söng- flokki lútersku kirkjunnar í Cavalier og sem hann til- heyrði. Það er erfitt að sjá á bak svoria manni, manni, sem var svo þarfur samtíð sinni, manni, sem var svo lífs- glaður, þrátt fyrir vissu um að æviárin væru fá framund- an, þá var aldrei sagt eitt æðruorð eða umkvörtun. Sæti hans verður vandskipað. Það var gott að eiga þess kost að kynnast þér um 40 ára skeið, ég minnist glaða, þýða viðmótsins, þegar við sáumst og það var oft — og þú sagðir stundum „hello", en miklu oftar: sæll og blessaður. Ég mun einnig minnast gestrisn- innar á heimilinu þínu, þar sem þið hjónin voru svo sam- taka um að láta gestum ykkar líða vel. Eiginkonan ástríka, dæturn- ar tvær, móðursystur og móð- urbróðir, og allur vinahópur- inn mun geyma minninguna um góðan mann í þakklátum huga. Útförin, sem var óvenjulega fjölmenn, fór fram frá lút- ersku kirkjunni í Cavalier á fögrum vetrardegi, 9. nóvem- ber. Séra Gerald Peterson flutti kveðjumál. A. M. A. ÆTLARÐU AÐ FERÐAST? Hvert sem þú ferð, spara eg þ é r peninga og létti af þér áhyggjum án auka kostnað- ar. Ég er um- boðsmaður Icelandic Airlines og allra aðal flug- og skipa- ferðafélaga; skipulegg ferðir innanlands og erlendis. Ég leiðbeini þér varðandi vega- bréf, visa og hótel, ókeypis, og með 30 ára reynslu get ég ábyrgzt ágæta fyrirgreiðslu. ARTHUR A. ANDERSON Continenlal Travel Bureau, 31S Horgravs St., Winnipeg 2 Ottice Ph. WH 3-5467 - Roi. GL 2-5446

x

Lögberg-Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.