Lögberg-Heimskringla - 09.02.1961, Page 2
2
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 9. FEBRÚAR 1961
Úr bréfi fró Seattle
Frá Vancouver, B.C.
Frá bls. 1.
landi fyrir níu árum, eru ný
flutt til Squamish, B.C. Þar
hefir Mr. Helgason byggt og
starfrækir nú „Motel“, sem
hann nefnir „Garibaldi Motor
Hotel”, og eru þau hjónin
eigendur þess. í því eru 23
„units“ með dúkum (carpet)
á gólfum veggja á milli, ný-
tízku húsgögn og öllum þæg-
indum, sem verða leigð með
mjög sanngjörnu verði. —
Squamish er 40 mílur frá
Vancouver og þangað er
ágætur vegur og fagurt út-
sýni. Þarna er nokkurs konar
veiðmanna paradís, og silung-
ur og lax í vötnum og ám, og
skíðafæri upp í fjöllum fyrir
þá, sem vilja. Það væri gam-
an fyrir fólk, sem er hér á
ferð, að skreppa um leið til
Squamish, og væri þá gott að
senda línu á undan sér til
þeirra Helgasonshjóna, Box
570 — Squamish, B.C. — og
veit ég það af eigin reynd, að
þau hjón taka vel á móti gest-
um sínum.
Ströndin, deild Þjóðræknis-
félagsins hélt ársfund sinn ný-
lega, og voru eftirtaldir menn
kosnir í stjórn félasins: For-
seti, Snorri Gunnarson; vara-
forseti, Nói Bergman; ritari,
Harold Eyford; féhirðir, Davíð
Eggertson; varaféhirðir, Ósk-
ar Howardson; fulltrúi elli-
heimilisnefndar, Ben Brynj-
ólfsson. Ráðgjört er að halda
Þorrablót seint í febrúar.
W. A., kvenfélag ísl. lút.
kirkjunnar heimsótti Höfn 29.
janúar. Mrs. Nygaard forseti
felagsins ávarpði heimilis-
fólkið, og var henni vel fagn-
að. En það var sérstakur
fögnuður í hjörtum hinna
öldruðu vistmanna, því að
presturinn okkar, séra E. S.
Brynjólfsson var þarna stadd-
ur eftir langa sjúkdómslegu.
Bað Mrs. Nygaard hann að
koma fram, og söng hann
sálm, og flutti svo fallega
ræðu og bæn. Mr. og Mrs. Le-
land sýndu myndir, „color
slides“, og svo sungu allir
gömlu ísl. söngvana okkar.
Var svo setzt að borðum, og
kvenfélagskonur báru fram
beztu veitingar.
Miss Katrín Brynjólfsson
frá Winnipeg hefir verið hér
í tvo mánuði í heimsókn til
bróður síns, séra E. S. Brynj-
ólfssonar og frú Guðrúnar.
Hún er nýfarin austur aftur.
Mr. og Mrs. B. S. Johnson
frá Glenboro, Man. komu í
desember og voru um jólin
hjá dóttur sinni og tengda-
syni, Dr. R. E. og Mrs. Helga-
son, Burnaby, B.C.
Mr. og Mrs. John Ingimund-
son frá Winnipeg, Man. komu
til að vera hjá syni sínum og
fjölskyldu hans í mánaðar-
tíma. Þau búa í Coquitlam,
E.C.
Ég skrapp til White Rock
um daginn, svona rétt til að
komast frá Vancouver-þok-
unni og inn í White Rock sól-
skinið, því það er víst satt og
sannað, að sólin skín þar meir
og oftar en víða annars staðar
í B.C. En svo er nú alltaf sól-
skin í huga mér og hjarta,
þegar ég er nálægt syni mín-
um, konu hans og tveimur
sonum þeirra. Þau búa í
White Rock, og skemmti ég
mér ágætlega sem fyrr. Ég
heimsótti um leið þau Dr. S.
E. og frú Marju Bjömsson í
nýja heimilið þeirra þar og
átti með þeim ánægjulega
kvöldstund. Skrapp líka til
Blaine og Birch Bay, þar sem
ég á frændfólk. En það er líka
alltaf gott að koma „heim“ —
að 1075 W. 12th Ave.
G. Jóhannesson
Héðan allt gott að frétta,
heilsufar fólks yfirleitt bæri-
leg. Veðurfar mjög milt, en
mikið hefir rignt undanfarn-
ar vikur. Snjólaust og frost-
laust hefir verið fram að
þessu nema upp til fjalla. Hér
er allt fagurgrænt á láglend-
inu og sums staðar eru blóm
farin að skjóta öngum og tré
að byrja að laufgast. Þrátt
fyrir þessa veðurblíðu feng-
um við slæma inflúenzu hér
á dögunum og leið okkur
bölvanlega í tvær vikur, en
erum nú búin að ná nokkurn
veginn fullum bata. — Eins
og ég minntist á áður í bréfi,
minntist Lestrarfélagið Vestri
60 ára afmælis síns 20. jan.
síðastl. Ég sendi þér mjög
bráðlega umsögn um þá sam-
komu, svo að ég minnist
hennar ekki frekar hér.
Hér er allmikið atvinnu-
leysi um þessar mundir, eins
og víðast hvar annars staðar
í Bandaríkjunum. En yfirleitt
bindur almenningur miklar
vonir við hið nýja ráðuneyti
og okkar unga og glæsilega
forseta, sem þegar hefir sýnt
og sannað, að hann ætlar ekki
að taka neinum vettlingatök-
um á þeim vandamálum, sem
við honum og hans ráðuneyti
blasa. Ég hef verið svo láns-
samur að hafa alltaf stöðuga
vinnu síðan ég kom, og er
það mikils virði. Vinn ég
alltaf á kvöldin og allar helg-
ar, en á frí á þriðjudögum og
miðvikudögum. Ég þurfti að
vinna á jólunum og sömuleið-
is gamlárskvöld og nýárs-
kvöld. Fékk ég tvöfalt kaup
fyrir og kom það sér vel. —
Vel má vera, að við skreppum
til Winnipeg í vor, þegar ég
fæ sumarleyfi mitt, ef alW
gengur vel.
Þú skilar kærri kveðju til
vina og kunningja. Sérstak-
lega biðjum við að heilsa
Valda Beck.
Thor Viking
'VmSS&Sf
CaxmauA
KVNNIB VBIIR RÍTTINDI VflAR
LÖGLEGIR INNFLYTJENDUR NJÓTA SÖMU RÉTTINDA OG ALLIR AÐRIR
KANADÍSKIR VERKAMENN
Allur fjöldinn atvinnuveitenda í Kanada er
ráðvandur .Þó hafa sumir, því miður, notað
sér í hag vankunnáttu þeirra innflytjenda, sem
ekki hafa kynnt sér réttindi sín.
Verið á verði gegn sviksamlegri vistráðningu.
Sjáið um að þér fáið frídaga með kaupi, sem
þér eigið rétt á. Verið viss um að frádráttur frá
kaupi yðar fyrir fæði og húsnæði sé ekki of
hár. Neitið því að vera notaður sem verkfalls-
brjótur. Athugið atvinnuleysistryggingar bók
yðar og sjáið hvort í henni séu allir þeir inn-
eignarmiðar, sem þér eigið með réttu.
Óttizt ekki að ganga í verkalýðssamtök. Þér
eigið rétt til þess. Hræðizt ekki hótanir frá at-
innurekanda að þér verðið rekinn úr landi.
Ef þér hafði einhver réttmæt umkvörtunar-
efni varðandi atvinnuskilyrði yðar, leitið ráða
til fylkisembættismanna í yðar umhverfi. Ef
þér þekkið ekki til þeirra, snúið yður til nálæg-
asta innflytjenda embættismanns eða til emb-
ættismanna í þjóðernisfélagi, sem þér tilheyrið.
Þeir munu gera allt, sem í þeirra valdi stendur
yður til aðstoðar.