Lögberg-Heimskringla - 09.02.1961, Side 5

Lögberg-Heimskringla - 09.02.1961, Side 5
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGI.NN 9.. FERRÚAR.1961 5 ✓ DR. VALDIMAR J. EYLANDS: Ævintýri í átján löndum xv. E9Yptaland lögðum af stað frá Ist- anbúl í Tyrklandi kl. 2 um íorguninn, 16. júlí, áleiðis til airo á Egyptalandi, með við- °niustað í Damaskus á Sýr- andi. Flogið var sem leið ^ggur austur yfir Litlu Asíu °° dimmt var að nóttu, svo ' ekki var um útsýni að ®ða. Skömmu eftir að inn í -Ugvélina var komið, afhenti ugþerna okkur hverju um aig úlaevaeng. Engin skýring \ gdi þessu, og mátti hver a sem vildi. En það kom ratt í ljós, er úr flugvélinni ^ar gengið í Damaskus, að ^etta var mjög þarfur hlutur. Uinn var svekkjandi og °iia í lofti. Tóku menn nú Reiðtúr á úlfalda í Egyptalandi jj nota gripinn, og þóttust Va^ Staddir en eiia' Viðdvöl að , aiiiöng í Damaskus, svo la var^ með öllu svefn- nótt. Loks kom áætlunar- Ugvélin, ein af þotum Skan- vnavian Airlines félagsins. j ?nni eg ávallt vel við mig kci ÍIT1 Velum; fann til eins jei^ar þjóðernislegs skyld- Vor^ alla almfnina. Þarna ^ ru blöð og bækur á öllum lilkUrn hlorhuriancla> og allar fr ^nningar flugstjóra fóru ein^- ^ donslíu oða norsku, en . . nig £ ensku, þýzku < re°nsku. Var það yfirleitt g an, að öll þessi tungumál tu^u notuð, en ávallt fyrst fl guniál þeirrar þjóðar, sem þvígvéIintilheyrði’ og mátti af ar /aða Þjóðerni áhafnarinn- hv 6Ír’ Sem ehhi skildu eitt* gátT ^essara mála, voru utan a a> þeim var ekki viðbjarg- ið k ^ra -^nn^uskus var flog- tekl*Gmt 1 vestur, og var þá Við að hirta af öegi. Sáum a0 ^loggt landslagið, Leba- o„h.0® Hermon fjallgarðana, Se a ntlilli þeirra dalinn þár sj ^ordan áin hefir upptök • Síðan var beygt í suður, ifl^ar kom að Miðjarðarhaf- ’ fl°gið suður með strönd- um Libanon og Gyðingalands upp á móti Nílárósum. Er þar var komið, var albjart, og sá- um við þá hina miklu flat- neskju, sem myndazt hefir af framburði árinnar, eins og landabréf fyrir neðan okkur. Einhvers staðar á þessu svæði var Gósenland hinna fornu Gyðinga, og til vinstri lá Suezskurðurinn eins og blátt blýantsstrik í auðninni fyrir austan ána. Fyrir neðan okk- ur lá eitt af elztu menningar- lóndum veraldar; hér hafa menn dvalizt miklu lengur en en sögur greina, sennilega næstum því frá upphafi alda Innan stundar erum við komin alla leið, og við höfum Afríku undir fótum. í raun og veru sjást þess ekki merki, að við séum komin í aðra neimsálfu. Egyptaland hefir í aldir fram staðið í miklu nán- ara sambandi við Evrópu og v'estur Asíu en við önnur iönd í Afríku. Sahara eyði- mörkin að vestan, og fjöli og xirnindi að sunnan, hafa að miklu leyti einangrað landið frá öðrum löndum álfunnar. Er þetta augljóst af útliti fólksins, byggingum og ýms- um greinum menningar og þjóðlífs. Á flugvellinum er fjöldi starfsmanna. Allir eru á hlaupum, hver í kring um annan, og skipulagning á starfsháttum virðist vera í ó- reiðu. Þarna er meira vafstur én venjulega við toll- og vega- bréfaskoðun. Einkum er vörð- unum umhugað að vita hvort við ætlum til ísrael. Ef svo er, fáum við ekki landgöngu hér. En stjórnarvöld okkar heima fyrir hafa sett undir þennan leka. Við höfðum íengið sérstakt vegabréf til ísrael; það geymum við sem dýran dóm og framvísum því ekki. En á hinu venjulega vegabréfi er þess getið, að við ætlum til Jordan ríkis, eða nánar tiltekið, til Jerúsalem, Jordan njegin. Það var gott og blessað, því að Jordan er einn- ig Arabaríki. Mér varð star- sýnt á þessa flugvallarþjóna, því að ég hafði aldrei fyrr staðið augliti til auglits við hóp af Egyptum. Þeir voru yfirleitt meðal menn á hæð, en dökkir mjög yfirlitum, skarpleitir með tinnusvört augu. Talið er, að Egyptar séu ávöxtur af mikilli og langvarandi þjóðablöndun. Að þeim standa, að sagt er, ann- ars vegar Núbíu-, Eþópíu- og Lybíumenn, en hins vegar Semítar og Armeningar. Seinna bættust við Tyrkir, Sýrlendingar, G y ð i n g a r , Grikkir, Italir og Englend- ingar. Er því naumast hægt að tala um Egypta sem sér- stæða manntegund. Okkur er ráðinn fylgdarmaður og túlk- ur, Múhamed að nafni. Að útliti til gat hann verið Evr- ópumaður. í þessari ferð höfðum við marga vegsögu- menn. Flestir þeirra gleymd- ust jafnóðum. En Múhamed verður mér ávallt minnis- stæður. Hann var klæddur í hempu eina mikla og víða, sem einhvern tíma hafði ver- ið hvít á lit, en með háan rauð- an fes-hatt á höfði. Andlitið var allt flagnað og rautt, af- skræmt af gömlum brunasár- um. Hann hafði verið í stríði T r öppupýr amídinn í Egyptalandi og bar þess ömurlegar menj- ar. En hann var vel að sér í öllu, sem snerti sögu og menn- ingu þjóðar sinnar, og talaði ágæta ensku með Oxford- hreim. Við höldum áleiðis til Kairo í stórum fólksflutningsbíl. Múhamed tekur að þylja sin fræði. Svefnleysi, þreyta og þungur hiti gera okkur dauf í dálkinn. En við hlust- um. Kairo er ekki aðeins höfuð- borg Egyptalands, segir þul- urinn, heldur og allra Araba- landanna, en þau telja 220 milljónir manna af ýmsum þjóðernum og kynkvíslum. Kairo er miðstöð Múham- eðstrúarmanna, frá því er Konstantínópel sem höfuð- borg féll úr höndum Tyrkja árið 1922. Allt er til í Kairo, og þar ægir öllu saman, þjóð- flokkum, tungumálum og trúarbrögðum. Þar er hinn mesti munaður sem hugsazt getur og þar getur einnig að líta hina mestu eymd. Hann gefur okkur það heilræði að vera ekki ein á ferð í vissum hlutum borgarinnar. Það kem- ur oft fyrir, segir hann, að Evrópumenn og aðrir ferða- langar, sem kanna ókunna stigu, einir síns liðs, verða eins og uppnumdir, og engar sögur fara af þeim framar. Lögreglan hefir allt of mikið að gera til að sinna slíkum smámunum. Mannslífið er ekki svo mikils virði í borg, sem telur hálfa aðra milljón íbúa, og auk þess tugþúsund- ii ferðamanna úr öllum álf- um heims. Þetta er ekki mjög skemmtileg landkynning, en við glaðvöknum! — Innan skamms erum við komin að anddyrum hótelsins, þar sem okkur er valinn dvalarstaður. Þetta er mjög reisuleg bygg- ing og glæsileg, búin öllum þægindum, sem ferðamaður- inn kann að óska sér. Herberg- isfélagi minn og ég fáum íbúð á fimmtu hæð, með svölum, sem vísa út að Níl. Það er ætl- azt til að við hvílumst um stund, áður en við hefjum xynningarferð um borgina. En ökkur verður ekki svefnsamt. Við opnum svalirnar. Inn til okkar streymir hávaði, sem er eins og niður þúsund vatna. Það er umferðaniðurinn í höf- uðborg Egyptalands. En út- sýnið er dásamlegt. Risabygg- ingar borgarinnar blasa við báðum megin við Níl. En áin mjakast áfram, blá og lygn, eins og hún hefir gert frá því er hin fyrsta móðir fæddi sinn fyrsta son. Stór og klunnaleg skip, með afarháum þríhyrnd- um seglum sjást hér og þar á ánni. Þau bera þungan farm um þúsundir mílna veg alla leið frá Suður Egyptalandi til Nílarósa. Níl er lífæð lands- ins og lífgjafi. Við eigum eft- ir að kynnast henni betur og einnig hinum óskiljanlega hávaða í þessari austrænu borg. Margir ferðamenn stæra sig af Afríkuferðum. Segja þeir tíðum frá afrekum sínum inn í hinu myrka meginlandi miðju, þar sem þeir reyndu karlmennsku sína á ljóna- og filaveiðum, fengust og við aðra stórgripi eyðimerkurinn- ar og lögðu líf og limi í hættu. Ég og samferðamenn mínir höfum ekki af neinum slíkum stórræðum að segja. En eftir nokkra reynslu á strætum Kairo borgar þóttumst við þess fullviss, að óarga-villi- dýrin í eyðimörkinni eða frumskógunum gætu naumast verið mun lífshættulegri en bílarnir í þessari borg. Um- ferðarhraðinn hér virðist vera með slíkum ódæmum, að undrun sætir. Jafnvel inn í leigubílum halda menn dauða- haldi í allt, sem fast er fyrir hendi til þess að slengjast síð- ur út í hliðar bílsins eða glugga, þegar hann skutlast fram hjá vegartálmunum, öðrum bílum, eða stanzar á gatnamótum. En yfirleitt stanza bílstjórar ekki, nema að það sé með öllu ómögulegt að þröngva sér áfram. Um- ferðarreglur virðast ekki vera til, nema í meðvitund þess, sem bílnum ekur, en sú með- vitund virtist okkur oft ekki vera á háu stigi. Fótgangandi menn ferðast um þessa borg, að því er virðist upp á eigin ábyrgð, og hafa að því er séð verður engin réttindi. öku- menn þeyta horn sín óaflátan- lega um leið og þeir þjösnast áfram, og verður af þessu gríðarlegur samsöngur eða öskur, sem aldrei linnir, nótt eða dag. Þetta lætur illa í eyr- um fólks, sem kemur frá borg- um, þar sem slíkur hávaði er bannaður að lögum. í stað þess að leggjast til svefns, sezt ég og skrifa konu minni og nokkrum vinum bréf og spjöld. Síðan fer ég með þessi bréf á skrifstofu hótels- ins og kaupi frímerki. Þjónn- inn, sem þar gengur um beina, talar í háum, æstum róm, hann virðist vera stórreiður við alla tilveruna. En um leið og hann límir frímerkin á bréfin gerir hann nokkuð, sem ég hefði svarið fyrir að nokkur heilvita maður myndi láta sér detta í hug. Hann kyssir bréfin, hvert um sig, um leið og hann smeygir þeim í póstkassann. Vonandi farn- ast bréfunum betur á langri leið fyrir slíka kveðju. Skyldi nú kona mín gera sér það ljóst, að hún fær bréf, sem hefir verið kysst af fallegum Ar- aba? Á morgun er sunnudagur. Það er haldin guðsþjónusta fyrir nokkra ferðamannahópa, sem dvelja á þessu hóteli, og aðra enskumælandi menn þar í nágrenni. Það ræðst, að ég stýri þessari athöfn og flytji prédikun. Aldrei hafði mig dreymt fyrir því, að ég mundi prédika í Kairo. Guðshúsið er lítil kapella, skammt frá stórri mosku. Á meðan á at- höfninni stendur heyri ég skær og kvellandi köll úr míarettunni fyrir handar strætið. Það er „kallari“ must- erisins að minna hina rétt- trúuðu á, að tími sé kominn til bæna. I þessu landi hefir hálfmáninn fallið yfir kross- Ung egypzk kona með valns- krukkur á höfði og barn í faðmi merkið og hulið það að mestu. Manntal, sem tekið var nýlega í Egyptalandi leiddi í ljós, að 91% íbúanna eru nú Múham- meðstrúar, en aðeins 8% játa kristna trú. Seinna um daginn fór ég til messu í kristinni kirkju, sem er ávöxtur af trúboði meþód- ista í borginni. Messugjörðin var sniðin eftir helgisiðum „reformeruðu“ kirkjunnar. Fjöldi manna var við messu þessa, einkum var þar margt aí ungu fólki. Presturinn var Arabi, en menntaður að Frh. bls. 8-

x

Lögberg-Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.