Lögberg-Heimskringla - 09.02.1961, Page 6
6
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 9. FEBRÚAR 1961
GUÐRÚN FRA LUNDI:
Römm er
sú taug
Framhald skáldsögunnar
Þar sem brimaldan
broinar
„Jæja, það er bezt að vera
ekki að tala um það, fyrst hún
vildi endilega fara norður. Ef
henni hefir þótt erfitt þar,
langar hana ekki eins mikið
þangað næsta ^vor," sagði
Maríanna. Svo opnaði hún
stofuna og kveikti, svo að
Hallur gæti séð húsbúnaðinn.
„Sjáðu nú bara, vinur, hvað
hér er orðið laglegt hjá mér.
Heldurðu að það sé nokkur
munur eða á húsakynnunum,
sem ég hef kúldrast í öll þau
ár, sem ég hef fylgzt með þér.
Nú er ég komin á mína réttu
hillu í lífinu. Mig vantar að-
eins stóran og fallegan skáp
hérna, en hann fæ ég seinna.
Er ég nú ekki dugleg að vera
búin að veita mér þetta allt
saman, án þinnar hjálpar?"
sagði hún og vænti þess að
hann segði þó svolítið hlýlega,
að víst hefði hún verið það.
„Ekki get ég nú dáðst að
því, þó að þú hefðir einhver
ráð með að koma þessu inn
í stofuna, þegar búið var að
fiytja það heim að dyrunum
til þín, og þaðan af síður dáist
ég að því, þó að þú gætir talið
út peningana fyrir það, sem
ég var búinn að fá þér. Hefð-
irðu unnið fyrir þeim sjálf,
var sjálfsagt að veita þér hrós
fyrir dugnaðinn," sagði hann
háðslega.
Það leit út fyrir, að hann
væri vel kunnugur því, sem
hér hafði gerzt, þó að hann
hefði verið fjarverandi.
„Svo er nú svefnherbergið
hérna,“ sagði hún hálfþreytu-
lega og opnaði dyrnar og
kveikti. Þau eru nú heldur
fátækleg svefnherbergishús-
gögnin. Aðeins litlu borðin,
sem við áttum fyrir norðan.
Systurnar sváfu á tvíbreiða
dívaninum þarna, meðan Mál-
fríður var heima, en nú verð-
um við að hafa hann. Þá vant-
ar aðra þeirra eitthvað til að
sofa á. Þær flytja svo í her-
bergi, sem er uppi á lofti.“
„Á þessi bálkur að heita
hjónarúm?" hnusaði í Halli.
„Ég get hugsað að ég reyndi
fljótlega að fá mér almenni-
legt rúm, sem hægt er að snúa
sér við í. Þér hefði ekki þótt
mikið til þes koma út á Nesi
að sofa á svona dívangarmi.“
„Þetta kemst í vana, góði
minn. Mér hefir náttúrlega
aldrei fallið eins vel við það
eins og að sofa í rúmi, en
samt er ég farin að venjast
því.“
Svo ætlaði hún að fara að
segja honum frá því, hvaðan
hún hefði fengið stólana og
borðið og með hvað góðu
verði, en hann greip fram í
fyrir henni.
„Þú þarft ekki að segja mér
það. Ég veit það allt. Málfríð-
ur sagði mér, hvernig það
hefði gengið, meðan hún var
hjá þér.“
„Ójá, hún hefir sagt frá
frumbýlingsraunum mínum
og erfiðleikum, aumingja
stelpan mín. Ég var nú að
hugsa um að skrifa þér eitt-
hvað um það, þó að þú værir
ekki að hafa fyrir því að senda
mér línu. Það er nú meiri
staurinn, sem hann er, þessi
eiginmaður minn!“ sagði hún
með hálf glettnislegu brosi.
Helzt gæti það mildað hann.
Það þekkti hún af gamalli
reynslu. En svipur hans var
jafn úfinn og tvíræður og
áður.
„Ég hafði víst ekkert að
skrifa,“ sagði hann gremju-
lega. „Fyrst þú gazt ekki enzt
til þess að standa við hlið mína
til síðasta dags, hefði ég ekk-
ert átt að hirða um þig meir,
en samt er ég nú hingað kom-
inn, sárnauðugur, eins og þér
er sjálfsagt fyllilega ljóst, og
býst ekki við mikilli ánægju
í framtíðinni."
„Vertu bara rólegur, góði
minn, og svolítið glaðlegur á
svipinn núna, þegar öllum
áhyggjum er aflétt," sagði
hún.
„Það er ólíklegt að þeim sé
öllum aflétt. Ég gæti betur
trúað að þær yrðu heldur
meiri, þegar hingað er kom-
ið,“ sagði hann. Hefirðu getað
i>orgað húsaleiguna?11
„Já, það hef ég getað,“ sagði
hún, „en það er líka farið að
ganga nokkuð á vasapening-
ana.“
„Það er líklega nokkuð erf-
itt að greiða skilvíslega húsa-
leigu hér í Reykjavík," sagði
hann.
„Það lagast nú, þegar þú
getur keypt hús,“ sagði hún
broshýr.
„Já, þegar það. En ég er nú
ekkert að hugsa um að kaupa
mér hús hérna,“ sagði hann.
Dadda kom inn í eldhúsið
og kallaði inn fyrir til mömmu
sinnar: „Nú er Fríða komin
heim og hana langar til að ég
sofi hjá sér í nótt. Heldurðu
að þér leiðist, mamma?“
„Nei, áreiðanlega ekki,“
kallaði Maríanna. „Það er
kominn næturgestur til mín.
Komdu inn fyrir og heilsaðu
honum, góða.“
„Nei, er það pabbi,“ sagði
Dadda og heilsaði föður sín-
um brosandi.
„Það eru farnar að styttast
á þér flétturnar, Dadda mín,“
sagði Hallur. „Það var svo sem
auðvitað, að þú þyrftir að
hanga aftan í öðrum stelpum
og taka það eftir þeim að láta
klippa þig.“
„Það þótti öllum svo ómögu-
legt, að hún væri með þetta
mikla hár, en ég sá mikið
eftir því,“ sagði Maríanna.
Þá komu þau inn, Tómas og
Stella.
„Komdu blessaður, pabbi,
og velkominn til okkar,“ var
heilsan hjá Tómasi.
Hallur þ a k k a ð i honum
fyrir.
„Hvernig heldurðu að þér
líki hérna í höfuðstaðnum?“
sagði Tómas.
„Líklega heldur leiðinlega,
býst ég við. Það er ólíkt um-
hverfið hérna eða þar sem ég
hef alið aldur minn,“ svaraði
Hallur dræmt.
„Þú hefir gert það gott á
síldinni, eða er það ekki?“
spurði Tómas. „Stórþénað,
býst ég við.“
„Já, það var gott sumar-
kaup, sem ég hafði.“
„Ég þakka þér líka um-
stangið við kindurnar mínar,“
sagði Tómas. „Ætlar Gunnar
að fóðra þær fyrir mig í vet-
ur?“ spurði hann svo.
„Já, hann tekur af mér
fimmtán ær á fóður. Ærnar
þínar eru taldar þar með,“
sagði Hallur. „Og svo fær Sóti
að 'ganga þar í vetur. Ólíklegt
að hann þurfi að koma í hús,
sumarstaðinn hesturinn."
„Ég gæti nú bezt trúað að
það hafi notað hann í sumar
í Látravík,“ sagði Tómas
kuldalega. „Að minnsta kosti
ætlaði Málfríður að þeytast á
honum í smalamennskuna.
Það sagði hún mömmu, þegar
hún talaði við hana í símann.“
„Hestinn hefði hún sjálf-
sagt lítið munað um það, þó
að hún hefði setið á honum.
En það gerði hún ekki vegna
þess að hún réði ekkert við
hann,“ sagði Hallur.
„Mér finnst þú hafa látið
aumingja mömmu helzt til af-
skiptalausa í sumar. Ekki
skrifað henni eina línu,“ sagði
Tómas með talsverðum mynd-
ugleik. „Og svo þegar þú kem-
ur loksins, heyrist mér þú
alltaf vera að jagast við hana.
Það finnst mér hreint ekki
sanngjarnt. Þú verður að taka
það með í reikninginn, hvað
hún var búin að vera lengi á
alrangri hillu þarna fyrir
norðan. Nú er hún fyrst í
þeirri stöðu, sem við hana á,
svo fíngerða konu sem hún er.
En í slorinu og draslinu í
Látravík átti hún aldrei
heima.“
„Það var víst ekki hægt að
sjá að hún væri mjög óánægð.
Annars hefði hún varla verið
þar öll þessi ár,“ sagði Hallur.
Hann var orðinn ískyggilega
dökkur í andliti. Maríanna
reyndi að gefa Tómasi aðvar-
andi augnaráð, en hann gaf
því engan gaum.
„Aleinar léztu þær koma
hingað suður í vor og vera
hér heimilislausar í næstum
þrjár vikur,“ hélt hinn lærði
sonur áfram. Maríanna dáðist
af mælsku hans.
Hallur ræskti sig erfiðlega.
Maríanna vissi hvað það
þýddi. Hann var að reiðast
fyrir alvöru.
HÚN VAR NÆGILEG FYRIR
GANGSTÉTT
Fuglarnir máttu vel hrista
hausana yfir fyrstu tilraun-
um mannsins að hefja sig til
flugs.
En framfarir mannsins í
fluglist hafa verið undraverð-
ar og nú eru fuglarnir orðnir
langt á eftir.
Hér í Kanada, þar sem fjar-
lægðirnar eru miklar, reiðum
við okkur mjög á flugvellina.
Og öruggur flugflutningur er
undir því kominn, að hinn
rétti orkugjafi sé til reiðu,
hvar og hvenær sem hans er
þörf. Imperial Oil hefir til
taks flugvélabenzín og þotu-
eldsneyti alls staðar í Kan-
ada—á afskekktum geymslu-
stöðvum lengst norður á ís-
hafinu eða á hinum fjölsóttu
alþjóðaflugvöllum.
ÍSSO) IMPERIAL OIL LIMITED
...for80yearsCanada's!eadingsupplierofenergy
Electricity, probably more than any other source
of energy has been responsible for the high
standard of living enjoyed by millions of Cana-
dians today. The nation is more productive
healthier, wealthier, and more secure—thanks
in large part to the number of tasks performed
by electricity.
Electricity stands ready to do even more in the
way of improving the world in which we live.
Its capabilities are boundless—they need only to
be called upon to serve. So take advantage of
this tireless servant and make electricity work
for you.
Úh W*
NATIONAL ELECTRICITY WEEK, FEB. 5-11