Lögberg-Heimskringla - 09.03.1961, Page 5
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 9. MARZ 1961
5
DR. VALDIMAR J. EYLANDS:
Ævintýri í átján
löndum
XIX.
a anon er lítið land, aðeins
inil milur a lengd og 30-35
er Ul? a. kreKld. Landamærin
u- Sýrland að norðan og
e S an’ Palestína að sunnan,
H- ^ðjarðarhafið að vestan.
1943 Ue*Ír verið lýðveldi síðan
er ’ ,°S íbúarnir, sem taldir
m ,run}1- hálf önnur milljón,
Bei ^ a arabisku, en hafa
Mið^:Aíaugra hafnarborg við
slnni °arila^ð, að höfuðborg
j , íhlega eru ekki mörg lönd
Sem §eta boðið börn-
gar«SÍnUm Þeim> sem
1 bera, jafn milt loftslag
fe iain fjölbreytta náttúru-
er 5 . eins og Líbanon. Þar
í ag rilcaleg snævi þakin fjöll,
Sf_ eins stundar fjarlægð frá
öala^111101 iunðum fagurra
strö ’ fða fra glóðvolgum bað-
Um Miðjarðarhafsins.
í ^eta þægilega baðað sig
Cr ^ W “
skíð 10 miðaftanskaffið í
Lík aslcaium á fjöllum uppi.
íþróttam er líka Par3díS
tómstamanna °S auðugra
heH Unóamanna allra landa.
hierk Utla land a ser lan^a °8
listir k Se®u’ Skáldskapur og
°g i nafa löngum þróast hér,
A^niS mun það enn vera.
leiðis oman til Beirut, loft-
glev ’ ■ 6r nolckuð sem seint
einsmist- Borgin stendur á
geil ,nar þríhyrnu, sem
ag l~Ur Ui 1 Miðjarðarhafið, en
fjö a r eru tignarleg blágræn
um snævi þöktum brún-
stað er er einn aðalviðkomu-
i;VrUr a flugleiðum á milli
Ag ^U’ Asíu og Ameríku.
ii' l • ,lr steyptir eða malbikað-
ir: a° Vegir liggja í allar átt-
Ur tU,Stur td Damaskus, norð-
sUðUr .^yblos °g Tripoli og
Hér 11 ^ídonar og Týrusar.
Líbaeru Þrir frægir háskólar:
og Sm háskólinn og franski
einiimerishi háskólinn. Hér er
^ trægur hljómlistar-
v6ga^ ^emur ungt fólk víðs
stof* að 111 náms í þessum
munum.
D ,
Clrut er ólík flestum öðr-
landa °r®Um Miðjarðarhafs-
er ^ Una> að því leyti að hún
stiiði °g með nýtízku-
>Hest' amli bærinn hvarf að
^áj, a fyrri heimsstyrjald-
stiór'UUm’ er tyrkneski land-
Han llln Azmi Bey lét jafna
Ijölejj Vib jörðu. Samt er þar
Hra„ minnismerkja, sem
Ur j u§a ferðamannsins aft-
'tlUaj.9 dlr’ ^ söfnum borgar-
'aijfir ma finna hluti, sem
Nú K eru a® mg1 sér sögu
^riStsUsund ár fyrir fæðingu
'4 , ' Var okkur sýnd múm-
°nungs nokkurs, sem
Ahíram hét, og talið er að
hafi ráðið ríkjum í Byblos um
3000 árum f. Kr. Ekki hefði
okkur grunað að þetta væri
konunglegur líkami, ef við
hefðum ekki verið frædd um
það!
Ameríski háskólinn í Beirut
var stofnaður árið 1866. Eru
þar kenndar almennar fræði-
greinar til B.A. og B.S. prófs,
þ. e. a. s. bókleg fræði og vís-
indi. Þar er einnig læknaskóli
og deildir í vélfræði, við-
skiptafræði og svo búnaðar-
skóli. Áfast við háskólann og
tengdur honum er spítali, og
er hann talinn sá fullkomnasti
að öllum aðbúnaði á öllu Mið-
jarðarhafssvæðinu austan-
verðu. Bókhlaðan, sem er
gjöf frá fyrrverandi náms-
mönnum, nú búsettum í
Brasilíu, telur um 70,000 bindi
og auk þess mikið safn hand-
rita. Franskir Jesúítar stofn-
uðu háskóla í Beirut árið 1843,
er hann rekinn einkum til
framdráttar franskri menn-
ingu og kaþólskri trú í land-
inu.
Rúmlega 50 mílur norð-
austur frá Beirut er sérkenni-
legur og merkilegur kastali
frá stjórnartíð Rómverja, er
nefnist Baalbek. Er sagt, að'
hér séu leifar af einhverri
elztu borg veraldar, en að hún
hafi verið byggð umhverfis
hof sólguðsins. Löngu síðar
reistu Fönikíumenn hér hof
til vegs og dýrðar Baal, drottni
sínum, og nefndu bæinn Baal
Bouqas. Baal og Jahve áttu í
stöðugum erjum og miskunn-
arlausri samkeppni um sálir
manna. Var hámarki þeirrar
deilu náð á Karmel fjalli, er
spámaðurinn Elía skoraði Baal
á hólm í nafni Jahve. Flutti
hann þá þrumandi ræðu:
„Hversu lengi ætlið þér að
haltra til beggja hliða? Sé
Jahve hinn sanni Guð, þá fylg-
ið honum, en ef Baal er það,
þá fylgið honum.“ Svo kom
brennifórnin og ákall. Baal
svaraði engu hrópi fjögur
hundruð og fimmtíu presta.
Elía dró þá sundur í háði; gat
þess til að guð þeirra væri
þungt hugsi, eða á ferðalagi,
eða kannske að hann hefði
lagt sig fyrir, og bað þá kalla
hærra. Er Baalsprestar voru
búnir að hrópa sig hása, tók
Elisa að hrópa á Jahve og bað
hann að sýna að hann væri
hinn rétti og saiíni Guð, með
því að kveikja í brennifórn-
inni. Það stóð ekki á því. En
Elía fór með Baalsprestana of-
an í Kísok læk og banaði þeim
þar. (Sjá I. Kon. 18). En Baals-
dýrkunin skaut upp höfði aft-
ur og aftur meðal Gyðinga.
Jeremías spámaður flytur
valdamönnum þjóðar sinnar
reiðilestur í tilefni af því, að
þeir höfðu „byggt Baals-hæð-
ir, til þess að brenna sonu sína
í eldi sem brennifórn Baal til
handa.“ Sýrlendingar, Fön-
ikíumenn og Gyðingar voru
næstu nágrannar, mægðir í
milli konungsætta voru tíðar
og önnur viðskipti. Áttu spá-
menn Gyðinga mjög í vök að
verjast með eingyðistrú sína,
heiðnin og hin fáránlegasta
hjátrú og hindurvitni sóttu
fast á frá öllum hliðum. Rúst-
irnar í Baalbek segja að vísu
ekkert upphátt, en þær eru
samt afar mælskar.
Þegar Rómverjar tóku Baal-
bek af Fönikíumönnum, stofn-
uðu þeir hér nýlendu og
nefndu staðinn Heliopolis, en
það nafn festist ekki. Þeir
reistu hér einnig musteri mik-
ið í heiðnum sið. Þegar Kon-
stantín keisari snerist til krist-
innar trúar, lét hann reisa hér
kirkju mikla mitt á meðal
hinna heiðnu hofa, en bróður-
sonur hans, Júlían fráhveff-
ingur, lét rífa hana til grunna,
og íbúar Baalbek hurfu á
stjórnartíð hans aftur að hin-
um forna átrúnaði sínum.
Árið 634 tóku Múhameðs-
trúarmenn borgina, og eins og
venjulega reistu þeir hér
mosku og skóla og gjörðu vígi
um þessar byggingar. Þarna
eru steinsúlur 62 fet á hæð og
14 fet að þvermáli. Hver súla
er mynduð af þremur stöpl-
um.
Bakkus musterið, sem þarna
stendur enn að nokkru, er tal-
in einhver fegursta bygging í
rómverskum stíl, sem til er.
Aðalhlið þessa musteris er tal-
ið hið mesta listaverk forn-
aldar, en það er 40 fet á hæð
og 20 fet á breidd. Allt er
þetta út steini, en er útskorið
eins og það væri úr tré. Vekur
þessi steinhögglist hina mestu
undrun manna enn í dag.
Þarna má sjá laufblöð, perlur,
vínviðargreinar, kornöx og
blómaskrúð margs konar i
eðlilegri stærð og lögun. Sjálft
er musteri þetta 105 fet á
lengd, og 60 fet á breidd.
Þriðjungur byggingarinnar
innan veggja, myndar eins
konar kór, eða sjálfan helgi-
dóminn, hitt er ætlað fólkinu.
Venus musterið er, hring-
myndað, og er um 70 fet á
hvern veg, umkringt korinþu-
súlum. Þar voru ýmsar goða-
líkneskjur, en margar þeirra
eru hrundar. Á krossferða-
tímunum byggðu kristnir
menn kirkju hér og helguðu
Barböru nokkurri, einni af
helgikonum kaþólsku kirkj-
unnar. En sú kirkjudeild hef-
ir yfir að ráða allstórum hóp
heilagra kvenna, sem er heit-
ið á í vandræðum og stórræð-
um ýmiss konar Hafði ég
aldrei heyrt talað um Barböru
þessa fyrr en í Baalbek, en
varð þess síðar vísari að hlut-
verk hennar er að sjá um að
menn meiðist ekki í sjóorust-
4 f
um eða í stórskotaliðsárásum
á sjó eða landi.
Á fyrstu árum fyrra heims-
stríðsins heyrði dalakona ein
á Islandi talað um, að menn
berðust grimmilega úti í lönd-
um Þá varð henni að orði:
„Já, þeir verða að þessu þang-
að til þeir drepa einhvern.“
Líklega hafði hún aldrei
heyrt talað um heilaga Barb-
öru, eða hafði enga trú á
henni.
Annar merkur sögustaður í
nágrenni Beirut er Byblos,
sem leiðsögumaður okkar
staðhæfði tvímælalaust að
væri elzti bær í heimi. Forn-
leifagröftur hefir leitt í ljós,
að hér hafa menn dvalizt alla
leið aftur á steinöld. Stein-
byggingar á þessum stað eru
taldar þær elztu, sem sögur
fara af, allt frá árinu 3200 f.
Kr. Hér tala steinarnir bók-
staflega og segja frá menn-
ingarþroska margra þjóð-
flokka, sem koma hér við sög-
ur, svo sem Amoríta, Hyksosa,
E g y p t a , Fönikíumanna,
Grikkja og Rómverja, og svo
sögu krossferðanna og mið-
aldanna. Hið mikla vígi stað-
arins er talið frá tímum kross-
ferðanna á 12. og 13. öld.
Þarna var konunglegur graf-
reitur frá 11. öld fyrir Krist.
Á einni gröfinni er einhver
elzta stafrófsáletrun, sem til
er. Er múmían og letrið
geymt á fomgripasafni í
Beirut. Byblos kemur mjög
við fornaldarsögu Egypta-
lands, ekki síður en Sýrlands
eða Fönikíu. Skip frá Egypta-
landi sigldu hingað norður frá
upphafi alda, sóttu meðal ann-
ars hingað stórviðu þá, sem
notaðir voru í grafhýsi hinna
egypzku konunga og önnur
stórhýsi. Vörur, sem héðan
voru fluttar, gáfu bænum
nafnið byblos, bókrolla, en
þaðan eraftur komið nafnið
biblía. Skammt frá Byblos er
trjálundur upp í fjallsrótum.
Þar eru 400 sedrustré, hinir
miklu risar skógarins, sem
gnæfa 80 fet í loft. Er sagt,
að þetta sé það síðasta og eina,
sem eftir er af þessum undur-
samlegu trjám, sem frá alda
öðli hafa gert Líbanon, eða
hvaða nafn sem þetta lands-
svæði bar í svipinn, frægt um
heim allan.
Á heimleiðinni frá Byblos
til Beirut námum við staðar
þar sem á ein, allmikil, fellur
til sjávar. Þar er klettasnös
við ósana og snýr hún til hafs.
En framan á hana eru letruð
nöfn allra herkonunga og
hershöfðingja, sem hafa farið
herskildi yfir Líbanon eða
ráðið þar ríkjum, allt frá
Ramses II. Egyptalandskon-
ungi, á 13. öld f. Kr. fram til
Gourand hins franska hers-
höfðingja, sem hér var valds-
maður árið 1920. Þarna eru 19
mismunandi áletranir frá
jafnmörgum tímabilum. Síð-
asta áletrunin er á arabisku.
Er Allah þar þakkað, að landið
losnaði að fullu og öllu við
„umboðsher" Frakka, 31. des.
1946.
Allar þjóðir unna frelsinu.
Einn kemur öðrum meiri.
ROSE THEATRE
SARGENT et ARLINGTON
CHANGE OF PROGRAM
EVERY FOUR DAYS
Foto-Nite Every
Tuesday and Wednesday
SPECIAL
CHILDREN'S MATINEE
Every Saturday
—AIR CONDITIONED—
ALLT ÁRIÐ MEÐ LOFTLEIÐUM
LÆGSTU
FARGJÖLD TIL
ÍSLANDS
Frá New York
til
REYKJAVÍKUR
oq STÓRA-
BRETLANDS,
HOLLANDS,
ÞYZKALANDS.
NOREGS,
SVÍÞJÓÐAR,
DANMERKUR,
FINNLANDS
Tvímiðinn gildir í eitt ár — og gleymið
ekki hagkvæmustu fjölskyldufargjöldum
allra flugfélaga — í 10% mánuð á ári.
AÐEINS 246 dalir fram og aftur
milli ÍSLANDS og Ameríku
UPPLYSINGAR f ÖLLUM FERÐASKRIFSTOFUM
ICELANDICAIRLINES
IOjVJJJ-DJjJ
15 Wesi 47th St., New York. 36. PL 7-8585
New York • Chicago • San Francisco
FOR RESERVATIONS
CALL OR TELEPHONE
Tel. WH 2-8424
P. LAWSON TRAVEL LTD.
(D. W. Collett)
Authorised Agents
247 NOTRE DAME AVE., WINNIPEG 2. MAN.