Lögberg-Heimskringla - 18.05.1961, Blaðsíða 1

Lögberg-Heimskringla - 18.05.1961, Blaðsíða 1
fetmstóngla Siofnað 14. jan., 1888 Stofnuð 9. sept., 1886 !LáRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 18. MAI 1961 NÚMER 20 Hlýtur námsstyrk skar Thor Sigvaldason j,6 ir nýlega verið tilkynnt, að ]ö°I'Urn hafi verið veitt Ath- ^ ne Fellowship til tveggja pfa framhaldsnáms. í Civil ngineering á Engandi, og SeUn hann fara til Englands í Ptember. Þessi námsstyrkur sk'l^Ur aiian kostnað við ^oiagjald, fæði og ferðalög í Oskar lauk prófi í Civil ^ngineering á Manitoba Uni- u^sity vorið 1959 og var hon- Þá veitt Doupe Memorial Jullmerkið, en árið áður hafði ann hlotið $500 námsstyrk VUniversity Bursary). Barnaskólamenntun fékk Oskar í Vestri-skóla, en mið- skólanám tók hann í Árborg á Ardal High School. Hann hef- ir tekið mikinn þátt í íþrótt- um bæði i Árborg og þau f jög- ur ár, er hann var á Manitoba háskólanum, var það aðallega baseball, hockey, basketball og curling, einnig hefir hann verið meðlimur í YMCA. Síð- an hann útskrifaðist, hefir hann starfað hjá Brown and Root Ltd. í Calgary, Alberta. Oskar hopes to take one years of Concrete Technology at Imperial College in London England, and one year of technical training with con- sulting engineers and con- struction firms particularly in the fieM of prestressed con- crete and thin shell structure. On his return to Canada he hopes to teach in a Univer- sity or work in design and construction of prestressed concrete and thin shell struc- ture. Foreldrar Oskars eru hin mætu hjón, Guðni og Aðal- björg Sigvaldason, er búa í grennd við. Árborg, Man. estur-íslenzkar mæðgur e‘msækja ísland ■. . . A * hé- Uncianförnu hafa dvalizt verður hér esfur-íslenzkar mæðgur, he ^nna Samson og dóttir Emily-Anne Samson. fjrg. arnson er ættuð frá ísa- $ag, ’ en borin og barnfædd í S(mwtCheWan r Kanada, þar a^ir hennar var bóndi. hef a er 1 fyrsta sinn, sem hún Saekir Island, en hún tal- siður^he®a lsienzicu engu að ^ar°iJel^rar fru ^nnu, Þau Jetl Usina Kristjánsdóttir og ferj orsteinsson, fluttust bú- katpV11 frá ísafirði til Sas- Antlhewan arið 1893. Frú ver 9 Gr nu búsett í Vancou- Uncj’.en þar búa um fimm þús- manna af íslenzkum þgg”*11’, svo að tækifæri til oft taia íslenzku gefast í’rig- .a^ur frú önnu, Samson en J°n Samson, er nú látinn, f annvar einnig íslenzkur, ist Ur a Seyðisfirði, en flutt- ungur vestur um haf. Ann°ttÍr Þeirra hjóna, Emily- fylki ’ er fædd í Washington- starf 1 Eandaríkjunum og leiðin * ■ h,ia Airlines á York ,^an Francisco—New f°stud U° hélt heimleiðis s.l. »haiCa agshvöld á leið til Ja- eyða ’ -f591, sem hún hyggst >ku fríi, en frú Anna enn um hríð. Hyggst hún m. a. fljúga til ísafjarðar og halda síðan með strandferðaskipi aftur til Reykjavíkur. Þær mæðgur hafa þegar hitt þáættingja, sem þeim var kunnugt um hér, þá Gunn- laug Pálsson, arkitekt og Hjört Kristjánsson yfirmann trésmíðaverkstæðisins að Reykjalundi. Þá hafa þær m. a. farið að Bessastöðum, til Hveragerðis og víðar. Aðspurðar kváðust mæðg- urnar mest hafa orðið undr- andi á því, hversu íslending- ar byggju vel og hversu allt væri hér nýtízkulegt. Tíminn 9. apríl Á sunnudaginn efndi Stú- dentafélag Reykjavíkur til aimenns fundar í Sjálfstæðis- húsinu um spíritisma og sál- arrannsóknir. Fundurinn hófst kl. 2 og voru þá báðir fundarsalirnir þéttsetnir, enda var þetta einn fjöl- mennasti fundur, sem félagið hefir haldið. Foi'maður félags- ins setti fundinn og kynnti frummælendur, þá séra Jón Auðuns dómprófast og Pál Kolka fyrrum héraðslækni. Voru ræður þeirra langar og ítarlegar . . . (Mbl. 25. apríl) Frá stjórnarnefrtd „Hafnar" Vancouver^ B.C. Kærkomnir gestir John F. Kennedy John F. Kennedy, forseti Eandaríkjanna, kom í heim- sókn til Kanada ásamt frú sinni á þriðjudaginn og átti tveggja stúnda tal við John Diefenbaker forsætisráðherra og flutti ræðu á þinginu í Ot- tawa. Kanada er fyrsta þjóð- in, sem forsetinn heimsækir síðan hann tók við embætti, enda eru þessar tvær þjóðir nágrannar og bundnar styrk- um vináttuböndum. Við höfum öll heyrt talað um góðu, gömlu tímana og bað hvað allt hafi þá verið betra en nú er. En ef við vilj- um vera sanngjörn, þá vitum við. að það er mikil framför á kjörum almennings í heim- inum. Vissulega á það við um líðan hinna öldruðu, sem nú fá ellistyrk, sjúkrahjálp o. s. frv. Þá vil ég einnig nefna elliheimilin', sem íslendingar starfrækja, þar sem menn og konur geta fengið að vera eft- ir þörf. Elliheimilið „Höfn“ hér í Vancouver var stofnað árið 1947 fyrir framtakssemi og dugnað íslendinga í borg- inni, sem réðust í að kaupa húsið á Osler St., Shaugh- nessv Heights, og hefir það verið starfrækt á fjórtánda ár. Þar er pláss fyrir 25 manns auk starfsfólks og hefir alltaf verið fullsetið. Hafa því marg- ar konur og menn átt þar ró- legt og gott heimili og frið- sælt ævikvöld. Sem kunnugt er, þá er í ráði að byggja nýtt heimili, enda full þörf á því, þar sem betta hús er fyrir löngu orðið of plásslítið og óhentugt, og alltaf langur bið- listi. En það þarf meira en að mæla! — Stiórnarnefnd „Hafnar“ hefir leitað fjártil- laga frá almenningi og marg- ir hafa vinsamlega sent til- lög sín, og erum við þeim innilega þakklát. Kvenfélagið „Sólskin“, sem er nokkurs konar aðstoðarfélag heimilis- ins, vinnur af krafti við að safna peningum; þær góðu konur telja ekki eftir vinnu sína eða efni í þágu heimilis- ins. Byggingarnefndin er bú- in að kaupa lóðina og fá upp- drátt af hinu fyrirhugaða húsi, þar sem verður pláss fyrir 50 manns eða máske fleiri. Nú þurfum við bara ögn meiri peninga, svo að hægt verði að byrja á verk- inu. Þá rætist þessi draumur og um leið bænir og vonir gamla fólksins, sem hlakkar til að komast í rúmbetra hús. Við treystum því, að gótt fólk finni hjá sér hvöt til þess að styrkja þetta góða fyrirtæki eftir föngum. Víst er gott að eyða ævi- kvöldinu hér á Kyrrahafs- ströndinni, umkringd fjöllum og náttúrufegurð — og yndis- legt að „horfa út á hafið“, þeg- ar sólin í hinzta sinn hverfur á bak við sjóndeildarhringinn að kvöldi dags. Æskilegt væri, að allir þeir góðu vinir, sem vilja styrkja þetta málefni, sendi tillög sín til féhirðis okkar: Mrs. Emily Thorson, Ste. 103 — 1065 W. llth, Vancouver 9, B.C. Ávísanir skrifist til: Icelandic Old Folks’ Home Building Fund. Fréttir frá íslandi Á þriðjudagskvöldið var haldinn umræðufundur um handritamálið í Studenterfor- eningen í Kaupmannahöfn. Fundurinn var fjölsóttur og tóku margir til máls og var um tíma nokkur háreysti á fundinum. (Morgunbl. 4. maí) ☆ I einkaskeyti til Morgun- blaðsins í gær frá fréttaritara blaðsins í Kaupmannahöfn ... segir, að Stúdentaráð Hafnar- háskóla hafa látið í ljós ein- dregna andstöðu gegn afhend- ingu handritanna til íslands og muni gangast fyrir mót- mælagöngu til Kristjánsborg- ar á fimmtudaginn, 4. maí. (Mbl. 3. maí) ☆ Á mánudagsmorgun seldi Fylkir 219,5 tonn í Grimsby fyrir 21,017 sterlingsund. Þar er að sjálfsögðu um algjöra metsölu íslenzks togara að ræða, og eftir því sem Þórar- inn Olgeirsson tjáði blaðinu í gærmorgun, er salan heims- met. (Mbl. 3. maO Heiðnabjarg Þeir vígja björgin og bægja tröllum á brott frá sér, en hentar þetta nú yður öllum og einnig mér? Einhvers staðar skal vondur vera mér virðist rétt, og hver vill öruggur úr því skera hvar iUu og góðu eru takmörk sett? Ég held það gæfu að Heiðnabjargið * er óvígt enn, svo þar er rúm fyrir oss sem eigum enga samleið við góða menn. Þetta skildi hann Gvendur góði og gáði að því að láta ekki sína menn síga þau sigbjörg í. Ég á mitt hæli í Heiðnabjargi, mér hentar það. Ef þú vilt sækja mig heim í helli þá vígðu vað. Ámi G. Eylands

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.