Lögberg-Heimskringla - 18.05.1961, Blaðsíða 4
4
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 18. MAÍ 1961
\
Lögberg-Heimskringla
Published every Thursday by
NORTH AMERICAN PUBLISHING CO. LTD.
Printed by
WALLINGFORD PRESS LTD.
303 Kennedy Street, Winnipeg 2, Man.
Editor: INGIBJÖRG JÓNSSON
EDITORIAL BOARD
Winnipeg: Dr. P. H. T. Thorlakson, chairman, Próf. Haraldui
Bessason, vice-chairman, Mrs. Ingibjörg Jónsson, sec’y, Dr.
Valdimar J. Eylands, Miss Caroline Gunnarsson, Prof. Thor-
valdur Johnson, Mr. Jón K. Laxdal, Prof. Tryggvi J. Oleson,
Rev. Philip M. Pétursson. Montreal: Próf. Áskelí Löve. Minne-
apolis: Mr. Valdimar Björnson. Grand Forks: Dr. Richard Beck.
Reykjavík: Birgir Thorlacius ráðuneytisstjóri. Akureyri: Stein-
dór Steindórsson yfirkennari.
Subscription $6.00 per year—payable in advance.
TELEPHONE WH. 3-9931
Authorized as Second Class Mail, Post Office Denartment, Ottawa.
Fast haldið í fornar
erfðarvenjur á íslandi.
Hinn ágæta ritdóm um „Northern Lights“ Jakobínu
Johnson eftir Joseph G. Harrison, er birtist í Christian Sci-
ence Monitor 27. janúar s. 1., endurprentuðum við í Lögb,-
Heimskr. strax og blaðið kom á skrifstofuna. Nú hefir Öfeigur
læknir Ófeigsson sýnt blaðinu þá góðvild að senda því rit-
dóminn þýddan á íslenzku og leyfum við 'okkur að birta
þýðinguna. — I. J.
Á fáum stöðum veraldar ríkir í dag merkilegri menning
en á Eyjunni elds og ísa — íslandi. Því á sárafáum stöðum
annars staðar hefir fámennur hópur manna haldið jafn ákveð-
ið og þrautseigt í fornan menningararf. Þess vegna hefir
Island nútímans menningu, sem er í beinu og óslitnu sam-
bandi við þúsund ára gamla arfleifð frá víkingunum, og er
því einkaeign flestra íslendinga nútíðarinnar í svo ríkum
mæli, að vart á sér hliðstæðu nokkurs staðar ánnars en á
Islandi.
Bæði af nefndri ástæðu og vegna innra gildis ljóðanna,
sem frú Jakobína hefir þýtt, eru þau svo þakksamlega þegin.
Eftir nútíðarmati á skáldskap eru þessi ljóð hvorki marg-
brotin né nýtízkuleg (avant-garde). Alveg eins og ísland er
fyrst og fremst land einfaldra mótsetninga — frera jöklanna,
funa Heklu, gufu hveranna, bláma hafsins — þannig birtist
íslenzkur skáldskapur hinum erlenda manni, sem róleg, um-
búðalaus afstaða til lífsins, sem gerir þennan skáldskap svo
velkominn okkur.
Áberandi, jafnvel í þýðingunni, er hinn sterki ilmur
hinna gömlu, íslenzku sagna, sem voru ritaðar fyrir 8-900
árum. Sem dæmi mætti nefna þessar ljóðlínur úr kvæði
Jóhanns Sigurjónssonar „Greetings to Norway“:
Into Norway’s
Open coastline
Sink the fjords’
Fantastic carvings —■
Scars that seam
The ancient visage
Of a warrior
Never. vanquished.
Þetta er náskylt hrynjandi þeirri,. sem við þekkjum úr
pennum hinna gömlu engilsaxnesku farandskálda, þegar þau
sungu um hinar herlegu dáðir konunga og bardagamanna.
Enda þótt enski heimurinn hafi snúið frá sinni fornu kvæða-
gerð (gleemanship) til latneskrar Ijóðagerðar, þá hefir fsland
neitað að fórna hinu gamla.
Enda þótt frú Jakobína Johnson flytti af ættjörð sinni,
íslandi, fyrir meira en 70 árum og búi nú í Seaftle, hefir
hún aldrei hætt að elska íslenzkan skáldskap. Hana mætti
kalla „Skálddrottninguna íslenzku“, sem hefir varið ævi sinni
í að auka á auðlegð íslenzkrar ljóðagerðar á ættlandi sínu,
en jafnframt glætt áhuga Islendinga í Kanada og Bandaríkj-
unum á íslenzkum skáldskap.
Þeim, sem óska að lesa hlýleg ljóð og kynnast fornri,
auðugri menningu, mun „Northern Lights“ reynast litauðugt
upphaf.
DR. RICHARD BECK:
Merkur öldungur látinn
. Þriðjudaginn þ. 25. apríl
lézt að heimili sínu að Garð-
ar, N. Dakota, öldungurinn
Gamalíel Thorleifsson, 96 ára
að aldri. Með honum er að
velli fallinn mikill merkis-
maður, sem átti virðingu og
vinsældum að fagna í heima-
byggð sinni, og var löngu að
góðu kunnur meðal íslendinga
utan hennar; sérstæður per-
sónuleiki, er sett hafði sterk-
an svip á sveit sína, og mun
þar lengi minnzt, einkum af
eldri og miðaldra kynslóðinni.
Þessi gáfaði og svipmikli
landnámsmaður var fæddur á
sumardaginn fyrsta, og á þeim
degi í ár, fimmtudaginn 20.
apríl, er hann varð 96 ará,
efndíi börn hans, eins og þau
höfðu gert árum saman, til
afmælisfagnaðar honum til
heiðurs á heimili hans; heim-
sótti hann stór hópur ætt-
ingja og vina þann dag. Þrátt
fyrir hnignandi líkamsþrótt
(og fór að vonum, jafn hár og
aidurinn var orðinn) var hann
svo hress, að hann gat notið
dagsins sér til ánægju. Daginn
eftir, þegar sá, ex/ þetta ritar,
dvaldi hjá honum stundar-
korn, var hann hinn hressasti
í anda, þótt auðséð væri, að
líkamskraftarnir fóru dvín-
andi. Má óhætt segja, að hann
hafi haldið lífsgleði sinni og
andans fjöri óvenjulega vel,
og í rauninni fram til síðustu
stundar.
Gamalíel Thorleifsson var,
eins og þegar er gefið í skyn,
maður skarpgáfaður, bókelsk-
ur og fróðleikshneigður svo
að af bar, eins og ég hefi áður
•sagt um hann í afmælisgrein:
Ágætur fulltrúi sjálfmennt-
aðra fróðleiks- og fræðimanna
í alþýðustétt, sem verið hafa
prýði þjóðar vorrar.
Hann var Hörgdælingur að
ætt og uppruna, en fluttist
vestur um haf í Garðar-byggð
sumarið 1891, eða fyrir réttum
70 árum, ásamt Katrínu Tóm-
asdóttur konu sinni, ágætis-
konu, sem látin er fyrir hálf-
um fjórða áratug (1926). Þau
eignuðust stóran hóp vel gef-
inna og mannvænlegra barna,
og eru eftirtalin á lífi: Theo-
dore, Garðar; Mrs. Svafa
Flanagan, einnig að Garðar;
Mrs. Walter Halldórsson (Ól-
öí), Mountain, N. Dak.; Frið-
jón skólastjóri, Park River, N.
Dak., og Mrs. B. T. Strand-
ness (Lára), East Lansing,
Michigan. En látin eru þessi
börn þeirra Gamalíels og
Katrínar: Elín (dáin 1946),
Thomas, prófessor í verzlun-
arfræði við University of
North Dakota (d. 1947), Guð-
rún (Mrs. Sigurður Arnason,
a. 1948), og Thorleifur (dáinn
1949). Um fjölmörg liðin ár
hafði Gamalíel búið með þeim
Svöfu dóttur sinni og Theo-
dore syni sínum að Garðar, og
naut mikils og ástríkis hjá
þeim, eins og af hálfu ann-
arra barna sinna, er öll sýndu
föður sínum frábæra og fagra
ræktarsemi.
Gamalíel var maður óvenju-
lega heilsteyptur í lund og ís-
lenzkur inn í hjartarætur,
unni hugástum tungu vorri,
sögu og bókmenntum, og lét
sér annt um hag og heill ætt-
lands síns og ættjarðar. Það
var því meir en að verðugu,
að þjóðræknisdeildin „Báran“
hafði kosið hann heiðursfé-
laga sinn. Hann heimsótti ætt-
jörðina, í eina skiptið eftir að
Gamalíel Thorleifsson
hann fluttist vestur um haf,
Alþingishátíðarsumarið sögu-
ríka (1930), og varð honum sú
heimsókn á fornar slóðir ó-
gieymanleg.
Gamalíel Thorleifsson sam-
einaði það fagurlega í hugsun
og' starfi, að vera trúr og
tryggur sonur heimalands
síns, og bera í brjósti ríkan
trúnað við það bezta í ís-
lenzkum menningararfi, og
jafnframt ágætur þegn síns
fósturlands, sem hann unni
einnig og skilaði löngu og
miklu dagsverki; lifir hann
þar í landi mikill ættstofn ög
marfnvænlegur.
Hann var maður prýðilega
máli farinn, og lék íslenzk
tunga á vörum, fastmæltur og
kjarnorður. Hann var gæddur
prýðilegri frásagnargáfu,
sagði skemmtilega frá, á
mergjuðu og markvísu máli.
Söngmaður var hann ágætur,
enda var hann óvenjulega
söngelskur, og mun fátt hafa
verið honum uppspretta
meira yndis heldur en söngur
og sönglist. íþróttir voru hon-
um einnig mjög að skapi, og
hafði hann mikla ánægju af
hvers konar knattleikjum, og
lét sig ekki vanta í áhorfenda-
hópinn fram á allra síðustu
ár. Hjá honum fóru því sam-
an ást á andlegum og líkam-
leg afrekum, og er vel þegar
það helzt í hendur.
Á 70 ára dvalartíma sínum
í Garðar-byggð kom Gamalíel
eðlilega við félagsmálasögu
byggðar sinnar með mörgum
hætti, en hann var alltaf
sjálfstæður og fastur fyrir í
skoðunum, fór mjög sinna
ferða í þeim efnum, enda, eins
og þegar hefir sagt verið, um
margt maður sérstæður að
persónugerð. Er hann lézt, var
hann elzti maður byggðarinn-
ar, og einn þeirra, sem þar
hafði borið hæst í menning-
armálum. Með honum gekk
til moldar maður, sem haldið
hafði í heilan mannsaldur hátt
á lofti merki íslenzks mann-
dóms og menningarerfða vest-
an hafs.
Jarðarför hans fór fram að
Garðar síðdegis laugardaginn
29. apríl, að viðstöddu fjöl'
menni, og var um allt hin
virðulegasta. Sóknarprestuv-
inn, séra Hjalti Guðmunds-
son, flutti fögur og makleg
kveðjumál um hinn látna
merkismann og söng einnig
á mjög áhrifamikinn hátt
,,Kvöldbæn“ Björgvins Guð-
mundssonar. Kirkjukórinn
söng einnig, en í honum hafði
Gamalíel sungið um hálfrav
aldar skeið. Eins og sæmdi
ágætlega, fór útfararathöfnin
að miklu leyti fram á íslenzku-
Gamalíel Thorleifsson var
fæddur á sumardaginn fyrsta»
og var maður vortrúaður; þa^
fór þá einnig vel á því, a^
hann dó inn í vaknandi vor-
Ég þakka þessum tryggðar'
vini mínum samfylgd og langa
og ágæta vináttu, og fæ ekki
kvatt hann betur en með þess-
um fögru og fleygu ljóðlínuh1
Jónasar Hallgrímssonar:
Flýt þér, vinur, í fegra heim»
krjúptu’ að fótum friðar-
bogans
og fljúgðu’ á vængjum morg'
unroðans
meira’ að starfa guðs uffi
geim.
VIÐ KVIÐSLITI
Þjáir kviðslit yður? Fullkomin
lækning og vellíðan. Nýjustu aa
ferðir. Engin teygjubönd eða vioj'
ar af neinu tagi.
Skrifið SMITH MFG. Company
Dept. 234, Preston, Ont._^
Good Reading
for the
Whole Family
•News
• Facts
• Family Features ,
Th« ChrUtlan Science Monitor
One Norway St., Boston 15, Moss.
Send'your newspoper for the tih16
checked. Enclosed find my check or
money order. 1 year ?20 □ n
• months $10 □ 3 months $5 U
Nome
Address
City Zone Stat* PB-^