Lögberg-Heimskringla - 18.05.1961, Blaðsíða 6

Lögberg-Heimskringla - 18.05.1961, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 18. MAÍ 1961 GUÐRÚN FRA LUNDI: Römm er sú taug Framhald skáldsögunnar Þar sem brimaldan brotnar „Hann um það, en norður fer ég ekki með honum. En hins vegar hefði ég gaman af að fara þangað með ykkur í sumarleyfi,“ sagði Maríanna. „Ég held ég kynni ekki við það í þínum sporum,“ sagði Tómas. „En honum getur ekki verið alvara manninum. Hvaða vit væri það að fara að búa og hafa enga áhöfn á jörðina.“ „Hann fær helminginn af ánum hans afa. Þær voru um fjörutíu," sagði Málfríður. „Svo á hann tólf sjálfur og svo kvígildið. Svo getur hann sett öll lömbin á í haust, ef hann kærir sig um.“ „Hann er svei mér búinn að segja henni þetta út í yztu æsar,“ sagði Maríanna. „En hver verður þá bústýra hjá ykkur. Einhver verður að sjá um heimilið?“ „Bústýra? Hvað er nú það?“ spurði Málfríður. „Hver á að elda handa ykk- ur matinn, eða heldurðu að þú þurfir ekkert að borða, þegar þú ert kominn þang- að?“ spurði Maríanna. „Það veit ég ekki. Ætli Sifa geri það ekki,“ sagði Mál- fríður. „Þarna kom það,“ sögðu mæðginin einum rómi. „Hann ætlar að láta þau hafa sig til að búa í einhverju félagi við hann. Ég skil ekkert í mann- inum.“ „Hann verður þó líklega að fá einhverja hjálp, ef konan vill ekki fara með honum,“ sagði Stella. „Hann hefir auð- vitað talið það sjálfsagt." Þar við sat. Málfríður gat engar upplýsingar gefið aðr- ar en þessar. Maríanna kvald- ist af forvitni. Einn daginn, þegar hún bar fyrir mann sinn mjög góðan mat, sló hún upp á spaugi og sagði: „Varla færðu svona góðan mat hjá bústýrunni, sem þú ætlar að hafa í dýrðarríkinu þínu þarna fyrir norðan." Hann brosti. „Þá borða ég bara harðfisk og rikling, æðaregg og sel. Og það þykir mér ágætt,“ sagði hann og hló. „Fékkstu rikling fyrir norð- an um daginn?“ spurði Marí- anna. „Auðvitað fékk ég rikling." „En þú, að koma ekki með svolítið af honum með þér, eins og mér þykir hann góð- ur,“ sagði hún. „Þú ferð nú líklega að lít- ilsvirða hann eins og annað, sem tilheyrir sveitinni. Og tekur auðvitað höfuðstaðar- glundrið fram yfir,“ sagði hann kalt. Hann hafði verið í svo ágætu skapi þennan dag, og verið búinn að hugsa sér að rétta fram höndina, ef hægt væri að brúa þetta átakanlega breiða bil, sem var milli hans og konunnar, en það var allt- af eitthvað því til hindrunar að hendur þeirra næðu sam- an. „Þau hafa alltaf sent mér harðfisk á haustin eða látið Málfríði hafa hann í kaupið, því að auðvitað á hún kaup hjá þeim, en aldrei hafa þau sent rikling með í pokanum," sagði Maríanna. Hann þagði. Hún herti upp hugann, þegar hún sá hvað hann var glaðlegur. „Segðu mér nú eins og er. Er þér nokkur alvara með að fara norður í vor. Ég álít allt- af að þú sért bara að stríða mér á þessu. Það heldur Tóm- as 1 íka,“ sagði hún., „Heldurðu að ég sé að búa þetta til að gamni mínu,“ sagði hann. „Nei, mér er hreinasta alvara. Ég tek við hálfri jörðinni í fardögum.“ „Og ætlarðu að skilja mig eina eftir?“ spurði hún. „Þú ræður því hvað þú gerir, hvort þú verður ein eftir eða kemur með mér. Það myndu allar góðar eigin- konur gera, og það gerði þó systir þín, sem aldrei hefir víst verið álitin nein sérstök gæðakona. Hún hefir þó allt- af fylgzt með Sigtryggi í öllu hans braski og flakki. Nú í þrjú sumur alltaf farið norð- ur á Siglufjörð með honum. Það er áreiðanlega meira en þú nennir að gera.“ „Það er víst ekki hægt að segja annað en hún sé dug- leg,“ sagði Maríanna. „En ég anzi hrædd um að hún hafi verið honum ólík eiginkona og ég er þér. En samt fer ég aldrei með þér norður að Látravík, enda aftekur Tómas það algerlega." Hann tekur þig þá náttúr- lega á heimilið til sín og sér um þig það sem eftir er,“ 'sagði Hallur. „Þú talar um mig eins og ég sé að verða karlægt gamal- menni,“ sagði hún stór- móðguð. „Það er það, sem þið gefið í skyn. Sú manneskja, sem ekki getur eldað mat ofan í þrjár eða fjórar manneskjur, er orðin að ómaga,“ sagði hann. „En þú skalt ekki láta þér detta í hug að ég borgi leigu eftir þessa íbúð fyrir þig til þess að þú sitjir hér að- gerðarlaus allan daginn. Þú getur unnið fyrir lífinu alveg eins og ég. Það eru hér saumaverkstæði, sem þú ætt- ir að geta unnið á. Þar færðu að sitja í rólegheitum allan daginn." „Þú þarft ekki að láta þér detta í hug að Dadda fari með þér norður. Hún er víst hér um bil trúlofuð stúlkan. Kær- astinn hennar heitir Haf- steinn. Hann er á togaranum, sem Brói er með. Svo fer hún varla að yfirgefa vellaunaða stöðu til að vinna hjá þér kauplaust að mestu leyti. Þetta er ekkert kaup, sem goldið er í sveitinni.“ „Þér þótti það nógu hátt, þegar hú hafðir vinnuhjú," sagði hann. „Ég skal nú láta þig heyra hvað ég legg til þessara mála,“ sagði hún. „Það verður víst eitthvað gáfulegt,“ hnusaði Hallur. Alltaf var þetta viðkvæðið, að hún hefði ekki vit á neinu. Lítilsvirðing á lítilsvirðingu ofan, hugsaði hún. Samt bar hún fram uppástungu sína. „Láttu Gunnar búa á jörð- inni áfram. Hækkaðu eftir- gjaldið við hann, svo að við getum lifað áhyggjulausu lífi. Þú verður þó að hugsa um það, að Málfríður verður að fara á kvennaskóla eins og systir hennar. Annað tek ég ekki í mál,“ sagði hún. „Og hvaða gagn skyldi Þórey hafa af skólalærdómi sínum, ef hún á að flytja út á Húnanes?“ „Hún hefir líklega sama gagn af honum og aðrar sveitakonur, vill hafa fínna í kringum sig en áður, verður að sama skapi heimtufrekari við manninn, en ónýtari til vinnu,“ sagði Hallur. „Hamingjan góða, hvað þú getur verið mikill afturhalds- seggur,“ sagði hún gremju- lega. „Varstu ekki að segja að hún væri trúlofuð?“ spurði hann. „Hún getur áreiðanlega val- ið um fleiri en einn, sem ekki er undarlegt, svo lagleg stúlka. Og þá er alltaf mikill vandi að taka þann bezta,“ sagði Maríanna. „Það er víst ekki hægt að kalla það trúlofun fyrr en bú- ið er að velja sér ektaparið,“ sagði hann kuldalega, því að hann var alveg hættur við að reyna að brúa bilið á milli þeirra. Bezt að það sæti við það sama. „Hún hefir náttúrlega aldrei viljað segja mér neitt um það, en Tómas hefir frétt það hjá einhverjum kunningja sínum. Tómas álítur hann ekkert mannsefni handa henni. En ég hef ekkert á móti því að hún giftist sjómanni. Þær hafa svei mér flott heimili sjó- mannakonurnar, eins og hún Fríða frænka til dæmis.“ „Hann er nú líka stýrimað- ur karlinn hennar, Þeir hafa talsvert meira kaup en háset- arnir,“ sagði Hallur. „Það er líklega ekkert á móti því að tala við hana,“ sagði hann, meira við sjálfan sig en konu sína. „Það er það lakasta, að þó að hún vinni fyrir nokkuð góðu kaupi, fer það að mestu í föt og skemmt- anir hjá henni. Hún borgar lítið upp í fæðið sitt. Hún hefði auðvitað frítt uppihald hjá mér í Látravík og eitthvað léti ég hana haf meira, þó að hún yrði sjálfsagt ekki mjög skörp við útivinnuna, stelpu- anginn.“ „Þú vilt láta alla þræla eins og ykkur Látravíkurfeðga,“ sagði kona hans stuttlega. „Svo langaði mig til að vita hver hún er þessi ráðskona þín tilvonandi. „Það kemur þér ekkert við, fyrst þú vilt ekki flytja með mér norður,“ sagði hann með gremjutón. „Heldurðu að mér sé sama hver sýður matinn ofan í þig og Málfríði,“ sagði hún í sama tón. „Það er kona, sem hefir soð- ið mat allan sinn aldur og kann það víst eins vel og hver önnur,“ sagði hann. „Kannske þú ætlir að búa í einhverju félagssamkrulli eins og faðir þinn með Gunn- ari og Sifu?“ „Það væri ekkert að því,“ sagði hann. „Sifa er ágætis manneskja,“ sagði hann. Svona endaði samtalið, án þess að Maríanna fengi að vita hver tilvonandi ráðskon- an væri. Hún þóttist vita, að það væri Pálína Pétursdóttir, og brann í skinninu af gremju. Loks bað hún Málfríði að spyrja hann að því. En Hallur þóttist vita að hún væri að vinna fyrir móður sína og svaraði því brosandi: „Ég veit það ekki vel enn þá. Þú getur .vel soðið eggin handa okkur, Málfríður mín.“ „Ætlarðu ekki að biðja mömmu að koma með okk- ur?“ spurði hún. Hann vissi að þetta var líka frá móður hennar og svaraði: „Nei, það ætla ég ekki að gera.“ Um kvöldið sagði Maríanna við dætur sínar í eldhúsinu, þegar hún vissi að Hallur heyrði til sín inn í stofuna: „Ég væri nú ekki frá því að fara norður, ef ég væri beðin um það almennilega. Alltaf er þó fallegt í Látravík.“ En Hallur minntist aldrei á það framar, hvort hún kænú norður eða yrði kyrr fyrir sunnan. MARÍANNA KVIÐIR FYRIR EINSTÆÐINGS- SKAPNUM Einn daginn sagði Tómas móður sinni þær fréttir, að nu hefði karlinn tengdafaðir hans ekki þörf fyrir vinnu hans lengur. Elzti sonur hans gæú nú tekið við starfinu. Marí- anna hafði alltaf verið óánægð með kaupið, sem hann fékk þar, og varð því fegin að hann þyrfti ekki að vera þar leng' ur. Nú gæti hann fengið betur launaða stöðu. Stella var hálf dauf í dálkinn yfir þessum tíðindum. „Það væri óskandi að hann yrði ekki lengi vinnulaus, sagði hún. „Annars yrði lítið til að lifa af. Það er sjaldan mikill afgangur um mánaða- mótin,“ sagði hún. „Ég er nu búin að vera í sömu kápunni síðan við giftum okkur og var búin að hugsa mér að kaupa nýja einmitt núna, þegar hann er orðinn atvinnulaus.“ ROSE THEATRE SARGENT ot ARLINGTON CHANGE OF PROGRAM EVERY FOUR DAYS Foto-Nite Every Tuesday ond Wednesday SPECIAL CHILDREN'S MATINEE Every Soturday —AIR CONDITIONED— VINNU SOKKAR MEÐ MARGSTYRKTUM TÁM OG HÆLUM NYLON Bezlu kjörkaup vegna endingar- og auka- þæginda og auka- sparnaðar. Endingar- góðir PENM ANS vinnusokkar, af slærð og þykkt, sem tilheyra hvaða vinnu sem er. EINNIG NÆREÖT OG YTRI SKJÓLFÖT Frxgt firma síðan 1868 No. WS-11'4

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.