Lögberg-Heimskringla - 29.06.1961, Blaðsíða 5

Lögberg-Heimskringla - 29.06.1961, Blaðsíða 5
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 29. JÚNÍ 1961 5 SKÚLI G. BJARNASON: 17. júní í Los Angeles Eins og á undanförnum ár- Uln komu Islendingar hér Saman á þessum söguríka degi slands í Kings matsöluhús- mu á Long Beach Blvd. í °uth Gate. Smátt og smátt °r fólk að koma frá kl. 6.30 Jlm kvöldið, en klukkan rúm- e§a átta settust rétt um 100 ,anns að fínum kvöldmat í goðum húsakynnum. ^eð síðustu réttunum og affinu fór fram stutt og lag- 0 skemmtiskrá undir rögg- amri stjórn Eugene Dodge, g11 f°rseti félagsins, Ólafur ^ackman bauð alla velkomna 8 flutti ræðu um daginn og ^°ginn. Frú ólafía Dodge, ®dd íslenzkum búningi, smti vorljóð Jóns Thorodd- ... > ,Ö, fögur er vor fóstur- ö Una fríða sumardaga, le S *rv' er hin sköru- , §asta kona og flutti ljóðin f.samræmi við það eða af til- ^oningu 0g skilningi. Sverrir ^Ur>ólfsson, ajveg nýkominn ^a Reykjavík, söng þrjú lög, -a blá, Sólskríkjuna og „L U un§a ástin mín, við ar undirtektir. Þá kom j Ag; _ _ _________ ain kolsvört kona frá Vestur bú-U.1 iitskrúðugum þjóð- sínum. Kona þessi er j a i0ri kvennablaðs í heima- 1 sínu og án efa vel ^tuð kona. Lét hún í ljósi al 1k^U sina vera ^er með* g r°ts af íslenzku þjóðinni, Um ^Un því miður vissi lítið he ,'f°bannes Newton bauð ejffni> en hún er að kynna sér °g annað hér, sem ef vill til ben 11 verða m*tti þjóð að tnfr að n°tum- Átti ég kost hv 9 a við hana síðar og finna laUd r°nnandi ást hún bar til sVört slns °S þjóðar, enda þótt hv U|i Ágústsson varaforseti v0rUtl a^a Þa’ sem Þarna iand' * ^rsta skipti, en frá ís- fr£ lVar Þorleifur Grönfeldt boði T?r^arnesi, sem hér er í er 1 andaríkjanna. Þorleifur s°num hins þjóðkunna ans Grc onfeldt, sem kom til a st^ Um alclamótin og kom smioíð. flestum rjóma- og r,;. ouum landsins, og var þeim Dönum, sem a]]a' ** íslandi alla sína krafta fsl, af T'eaSi le]fs ,mvi> kvæntist Þóru Þor- stöð °ttur Prests á Skinna- er „J1111 1 Axarfirði. Þorleifur Oo t msimonni, góður drengur 8 Islendingur. Jv* a Og ^naheim, Calif. Davíð Egil ln Phifer, er hún dóttir í>á VS ^gilssonar í Reykjavík. Walt°ru ^ar Ágústa Kristín og tana ^ ^1Vers> hann frá Mon- Jón ’ en bún er dóttir Páls í 4rn°nar frá Gamla-Hrauni Urevr-SSí.lu: ung hjón frá Ak- koua l “jörn B. Sveinsson og gengl]rans’ Sólrún Jónsdóttir, v°ru i öJórn hér á skóla; líka hórðu br®ðurnir Sveinn og Vogj r ^órðarsynir frá Kópa- k° með björtum og fögrum sínum. Hefir fólk þetta dvalið sér all-lengi við nám og vinnu. Ingimar Þor- geirsson vélaverkfræðingur frá Grundarfirði, kvæntur amerískri konu og á hér nú heima. Frá Eneino voru Wil- liam Hacche og kona hans, Þorbjörg Jónsdóttir frá Kópa- skeri. Með þeim voru Mr. og Mrs. Gordon MacLachlan frá Manchester, Englandi. Sagðist hún hafa tekið mikilli tryggð við íslendinga og hefði komið til Islands; Nói Bergmann, kona hans og dóttir, sem hingað eru nýkomin eftir nokkurra ára dvöl í Vancou- ver, B.C. með fimm börn sín, er gott að fá fjölskyldu sem þessa, ekki aðeins til þess að prýða hópinn engu síður en til þess að taka virkan þátt í störfum og þörfum félagsins; Sigríður Þorvaldsdóttir og móðir hennar, Ingibjörg Hall- dórsdóttir, voru þarna og sömuleiðis Sigríður Geirsdótt- ir. Anna Guðjónsdóttir, ekkjaU Hafnarfirði! Carls Ólafssonar myndasmiðs í Reykjavík og Hafnarfirði, býr nú í Hanford, Calif. hjá dóttur sinni og tengdasyni. Frú Anna er ættuð frá Seyð- isfirði í Isafjarðardjúpi og er hin glæsilegasta kona. Hópurinn var bæði stór og fallegur og hið bezta, að allir voru sem ein fjölskylda, sem eiga skap saman! Dansað var til kl. 2 um nóttina af miklu fjöri .og þó munu einhverjir hafa verið eftir, en í Reykja- vík er slíkur afgangur kallað- ur ',,setulið“. Á leið til Islands er Hall- steinn Ingvarsson, sem í tvö ár hefir dvalið í San Luis Obispo, Calif. við nám í prent- listarverkfræði. Eftir þrjá mánuði á íslandi kemur hann aftur til Kaliforníu til tveggja ára veru. Hallsteinn er hinn efnilegasti maður, eins og hann á ættir til. Afi hans, Arni Sigurðsson frá Hróars- holti í Árnessýslu, en kopa Árna er Sylvia ísaksdóttir frá Eyrarbakka. Merkir borgarar GUNNHILDUR SU. LORENSEN: Fréttabréf frá Norður-Kaliforníu íslendingafélagið í Norður- Kaliforníu hélt hátíðlegan þjóðhátíðardag Islendinga, 17. júní, með matarsamkvæmi í Bjornson Hall í Oakland. Um 150 manns sátu hófið. Formaður félagsins, Sveinn Ólafsson,. bauð gesti vel- kómna. Sagði hann, að við værum hér saman komin til þess að minnast 17 ára afmæl- is hins íslenzka lýðveldis, 150 ára afmælis Jóns Sigurðsson- ar og einnig til þess að heiðra þau frk. Margrétu Brandson og dr. Richard Beck, en þau verða gefin saman í hjóna- band þ. 24. þ. m. í Seattle, Washington. Að því búnu bað hann menn standa á fætur og syngja þjóðsöngva Banda- ríkjanna og íslands. Undirleik annaðist frú Louise Gud- munds. Gunnar Sigurðsson, sem hefir stundað nám við háskól- ann í Berkeley og nýlega lok- ið þar doktorsprófi í verk- fræði, talaði fyrir minni Is- lands/ Var síðan hrópað fer- falt húrra fyrir Islandi að ís íslenzki ræðismaðurinn i San Francisco, séra S. O. Thor- lakson, kynnti aðalræðumann kvöldsins, dr. Richard Beck. Séra Thorlakson flutti einnig kveðjur frá borgarstjóranum í Oakland í tilefni þjóðhátíð- ardags íslendinga. Enn frem- ur las hanh bréf frá hótel- stjóra St. Francis hótelsins í San Francisco, þar sem hann segir, að hann muni að vanda reisa fána íslands við hún þ. 17. júní. Dr. Beck þakkaði fyrst Is- lendingafélaginu fyrir að hafa boðið sér og frk. Brandson að vera heiðursgestir félagsins á þessari hátíð 17. júní. I nafni Þjóðræknisfélags íslendinga í Vesturheimi þakkaði hann fé- laginu fyrir gott og mikið starf og óskaði því blessunar í allri framtíð. I fjörmikilli ræðu eins og honum er lagið, minntist dr. Beck Jóns Sig- urðssonar, frelsishetju ís- lenzku þjóðarinnar, sem átti 150 ára afmæli þennan dag. Jón Sigurðsson, sagði dr. Beck, var ekki aðeins mikill lenzkum sið. Fyrir minni stjórnmálamaður, heldur líka Bandaríkjanna talaði dr. Ly- man E. Lorensen, efnafræð- ingur. Var góður rómur gerð- ur að báðum ræðum. Næst á dagskrá var einsöng- ur frú Leonu Oddstad Gordon. Söng frúin þessi lög: Svana- söngur á heiði, eftir Sigvalda S. Kaldalóns, The Spinner’s Song, eftir Louise Gudmunds, Draumalandið, eftir Sigfús Einarsson og, sem aukalag, En Dröm, eftir Edward Grieg. Var söngkonunni mjög vel fagnað, enda var hún glæsi- leg í íslenzkum skautbúningi og rödd hennar fögur og túlk- un hin bezta. Maður frúarinn- ar, herra Marcus Gordon, pí- anóleikari, aðstoðaði. stórvirkur rithöfundur og fræðimaður. Afburða þekking hans á sögu íslands var styrk- ur hans í frelsisbaráttunni. Jón Sigurðsson var hinn mikli hugsjónamaður, en hann var einnig raunsær. Eins og H. Emerson Fosdick segir, koma hæfileikar mannsins og mik- illeiki þá bezt í ljós, er mest á reynir. Þannig var Jón Sig- urðsson stærstur, þegar hann á Þjóðfundinum 1851 stóð upp og mótmælti „lögleysu þeirri, sem hér er höfð í framrni", og allir þjóðkjörnu fulltrúarnir stóðu upp og sögðu í einu hljóði: „Við mótmælum allir.“ I persónu Jóns Sigurðssonar var að finna bæði líkama og sál íslands. Hann var hin glæsilega frelsishetja á borð við þá Lincoln og Jefferson, og hann helgaði frelsisbaráttu Islands alla sína krafta. Dr. Beck minnti okkur á, eins og hann gerir oft í ræðum sínum, að með því að varðveita og hagnýta hið bezta föðurleifð okkar þjónum við hinu nýja þjóðfélagi bezt. — Að ræðu dr. Becks lokinni, stóðu menn upp og klöppuðu honum ákaft lof í lófa. Dr. K. S. Eymundson, fyrrv. formaður íslendingafélagsins hér, talaði fyrir minni frk. Margrétar Brandson. Þakkaði hann henni fyrir mikið og ósérhlífið starf í þágu félags- ins á fyrstu árum þess, bæði í stjórn og í nefndum. Hann sagði, að við mundum öll sakna hennar, en sem vinir gætum við samt ekki annað en samglaðzt henni vegna framtíðarinnar og að hvergi .skinu stjörnurnar skærar en í Norður-Dakota, nema e. t. v. á Islandi! Dr. Eymundson þakkaði frk. Brandson einnig fyrir mikið og gott starf í þágu “The Leif Erikson League”, en hún var formaður þess um skeið, og sagði dr. Eymundson að vegna starfs hennar þar, væri sam- starf okkar Islendinga nú miklu betra við frændur okk- ar Norðmenn en áður hefði verið. Að svo mæltu afhenti hann frk. Brandson stóran og fagran silfurbakka frá Islend- ingaféiaginu hér og enn frem- ur gsetabók, sem menn höfðu skrifað nafn sitt í þá um kvöldið, og óskaði hann þeim dr. Beck hamingju og blessun- j ar í framtíðinni. Frk. Brandson þakkaði | gjöfina og ummæli dr. Ey- Eymundsonar og bauð okkur innilega velkomin á heimili þeirra í Grand Forks, ef leið okkar lægi til til Norður-Dak- ota. Stóðu menn upp og klöpp- uðu fi'k. Brandson einnig ákaft lof í lófa. Var nú sungið: Hvað er svo glatt, og síðan staðið upp frá borðum. Síðan dönsuðu menn og skemmtu sér fram eftir nóttu. Islendingafélagið hér í borg- unum við hinn fagra San Francisco flóa hefir verið starfsamt í vetur eins og und- anfarin ár. I desember síðastl. var jólatréskemmtun barn- anna haldin, en hún er orðin fastur liður í starfsemi okkar og mjög vel látin af ungum jafnt sem gömlum. Þann 4. marz s. 1. var haldið hið ár- lega Þorrablót; um 250 manns sátu það hóf. Var framreiddur bæði íslenzkur og amerískur matur. Stóðu konur félagsins fyrir því öllu eins og tíðkazt hefir undanfarin ár. Tveir þekktir Islendingar hafa verið hér á ferð í vetur. Agnar Þórðarson rithöfundur var hér á ferð í apríl og hélt fyrirlestur í háskólanum í Berkeley: “Grettir the Strong, Rebel without a cause in the Icelandic. Sagas”. Hann sýndi enn fremur fagra litfilmu frá íslandi. Próf. Niels Dungal kom hingað í maí á férð sinni um landið. Komu margir Islend- ingar saman á Claremont hótelinu í Berkeley til þess að borða með honum og spjalla við hann. Á samkomunni 17. júní, sem fyrr er talað um, sagði ræðis- maðurinn okkar, séra Thor- lakson, okkur frá því, að for- seti Islands, herra Ásgeir Ás- geirsson og frú hans, yrðu í Vancouver, B.C. þ. 23. sept., en þau verða í opinberri heimsókn í Kanada. Var talað um að fara þangað í tilefni þessarar heimsóknar, svo að líkur benda til, að einhver úr hópi okkar hér verði þar til þess að bera forsetapum kveðju okkar. 17. júní í Chicago íslendingafélagið í Chicago hélt hátíðlegan þjóðhátíðar- dag Islands, 17. júní 1961, að viðstöddum rúml. 60 manns. Hátíðin hófst með því að sung- inn var þjóðsöngur íslands, formaður félagsins, Þráinn Sigurðsson, bauð félagsmenn og gesti velkomna og sezt var að borðhaldi. Ræður héldu dr. Árni Helgason konsúll og frú Helen Englund formaður Scandina- vian Foundation í Chicago. Ræða konsúlsins var mjög fróðleg og fjallaði um þróun íslenzku þjóðarinnar frá upp- hafi sjálfstæðisbaráttunnar. Frú Englund mun mörgum Islendingum kunn fyrir vel- vild og hjálpsemi við íslenzka stúdenta, sem hér hafa verið við nám. Einnig hefir frúin ferðazt um ísland og minntist einmitt á ferðir sínar þar, gestrisni íslendinga, fegurð og tign landsins. Ræða frúarinn- ar var fróðleg og skemmtileg, fjallaði um þátt íslands í sam- skiptum Norðurlandanna og var frú Englund sérstaklega vel heima í allri sögu lands og þjóðar bæði fornri og nýrri. U n g u r hljómlistarmaður, Jón S. Jónsson, nemandi í tónsmíði við Northwestern University lék einleik á píanó og spilaði undir söng. Var Jóni mjög vel tekið og óspart sung- in ættjarðarljóðin, sem hann lék. Að loknu borðhaldi var sunginn þjóðsöngur Banda- ríkjanna, síðan stiginn dans til kl. 1.00 um nóttina. Þess má geta, að það var félags- mönnum sönn ánægja, að landar mættu langt að til að f a g n a þjóðhátíðardeginum með okkur, t. d. fengum við gesti frá Louisville, Kentucky og St. Louis, Missouri. Fyrir hönd íslendingafélags- ins í Chicago, Ólöf Egilsson, Deerfield, Illinois

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.