Lögberg-Heimskringla - 29.06.1961, Blaðsíða 6

Lögberg-Heimskringla - 29.06.1961, Blaðsíða 6
6 LÖGÉERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 29. JÚNI 1961 GUÐRÚN FRA LUNDI: Römm er sú taug Framhald skáldsögunnar Þar sem brimaldan broinar Þetta var gott bréf frá henni, blessaðri stúlkunni hennar. Það gladdi hana ó- segjanlega mikið og kom huga hennar í skyndiheimsókn norður að Látravík. Oft hafði verið gaman á vorin, þegar verið var að hreinsa dúninn og túnið orðið klæðgrænt nið- ur á víkurbakka. En ólíklegt var, að allar stúlkurnar í skemmunni hefðu beðið að heilsa henni. Og hún sem ekki einu sinni hafði beðið að heilsa Sifu, þegar Dadda fór. Hún varð að skrifa henni og þakka henni fyrir eggjakass- ana. Hún hafði ekki brugðið vana sínum, en sent henni egg, þó að hún hefði mátt vita að hún fengi egg af hinu bú- inu. Nei, hún var ekki gleymd eða einmana, meðan hún átti dóttur, sem skrifaði henni svona barnalega gott bréf, og vinkonur, sem sendu henni kveðjur úr fjarlægðinni. FRÚIN ER AÐ KOMA Litlu systkinin í Látravík komu á harða spretti inn í dúnhreinsunarskemmuna og sögðu þau tíðindi, að nú væri i ?ð koma bíll sunnan melana. Og það væri áreiðanlega Kristján fændi. Þegar bíllinn stanzaði við túngarðinn, komu þau öll þjótandi út túnið. j Dúnstúlkurnar gægðust út úr skemmunni. Þær sáu Hall I hraða sér suður að hliðinu og það sást kvenmanni bregða fyrir, og svo var dívan tekinn oían af bílpallinum og eitt- hvöð fleira. „Það er bara svoleiðis að frúin er að koma,“ sagði Ella. „Þó það væri nú.“ t Svo hurfu þær aftur til verka sinna. Þær litu ekki j svoleiðis út, að þær gætu haft! sjálfa sig til sýnis, þegar svona! fínheita frú væri á ferðinni. Málfríður hafði verið inni í bæ. Nú sást hún þjóta í sömu átt og faðir hennar. Dadda flaug upp um háls- inn á föður sínum, eins og smákrakki. Hann bauð hana velkomna heim. Síðan var gengið til 'bæjar. Málfríður mætti systur sinni á miðri leið. „Ég hélt að þetta væri mamma," sagði hún, þegar þær höfðu heilsazt. „Heldurðu að hún komi ekki bráðum norður?“ spurði hún svo. „Það veif. ég ekki,“ var svarið. Lóa gat ekki stillt sig um að gægjast út. „Það er Dadda, sem er að koma,“ sagði hún. „Jæja, ekki hefir henni þóknast að koma með í þetta skiptið, blessaðri frúnni,“ sagði Ella. „Hún kemur aldr- ei. Það er alveg áreiðanlegt. Hún getur aldrei skilið við öll fínheitin í höfuðstaðnum.” Nokkru seinna kom Dadda að skemmudyrunum og heils- aði. Þær buðu hana velkomna og spurðu hvað hún ætlaði að stanza lengi „Það getur orðið þó nokkuð lengi,“ sagði Dadda. „Það er svo gróðrarlegt og fallegt hérna hjá ykkur, að ég á bágt með að ^firgefa staðinn strax aítur.“ Ingibjörg bjóst við að sinn valdatími væri á enda, þegar hún sá flutninginn, sem gest- urinn var með. Hún ætlaði víst ekki að fara strax aftur. Hún spurði Hall að því um morguninn, hvort dóttir þans tæki ekki við húsmóðurstörf- unum, fyrst hún væri komin. „Nei, það verður allt eins og um var talað. Hún hefir verið hálflasin og ætlar að reyna að hressa sig í sveitinni. Það verða vonandi engir á- rekstrar á milli ykkar, því að hún er ósköp geðspök,“ sagði hann. \ Það fór margt að breytast eftir að Reykjavíkurfrökenin kom. Ný og falleg gluggatjöld voru sett fyrir gluggana í hjónahúsinu, en svo var það kallað, þó að engin konan væri þar. Og svo var settur nýr og glansandi vaxdúkur á mat- borðið í eldhúsinu, og margt fieira breyttist til batnaðar og hægðarauka. Ingibjörg hafði enga ^ ástæðu til að kvarta. Dadda var henni fjarska hjálpleg. Það leit út fyrir að Hallur væri orðinn vel ánægð- ur með tilveruna. En gamla kona í Básum kom töltandi einn daginn með prjónana sína og settist úti í skemmunni hjá dúnhrelnsun- arstúlkunum. Sú gamla átti riú bara ekkert orð til í eigu sinni yfir þeirri breytingu, sem orðin væri á Halli Jó- hannssyni. „Hann hefði áreiðanlega talið það eftir, ef Maríanna hefði haft tvær stúlkur íil að snúast í .kringum hana í bæn- um. Og var þó heimilisfólk- ið heldur fleira þá og búið stærra en það er núna,“ sagði sú gamla skrafskjóða. „En það er þetta mikla lán yfir Ingi- björgu gömlu. Hann var svo sem nógu lipur við hana, hann Jóhann heitinn. En það var hann nú líka við konuna sína, karlinn sá.“ „Ég hef nú heldur aldrei heyrt þess getið, að Hallur væri öðruvísi en góður við sína konu,“ sagði Pálína á Hvanná. „Og alltaf var Helga með annan fótinn innanbæj- ar sagði fólkið, sem þekkti vel til á heimilinu hjá þeim.“ „Jú, jú, eins og hún var nú til lundarinnar, þegar eitthvað var um að vera úti, því að allt- af var það hennar líf og yndi að snúast í kringum Hall,“ sagði Björg. „Kannske það hafi verið það, sem batt hana hér öll þessi ár, vesalinginn. Mikið að hann fékk hana ekki fyrir ráðskonu.“ „Það vara sama hvort hún var utan bæjar eða innan. Hún vann alls staðar vel,“ sagði Sifa. „Þetta var dygðar- ,og dugnaðarhjú.“ „Já, já, auðvitað var hún það,“ sagði Björg gamla. HRINGURINN ÞRENGIST Kvöldið eftir að Dadda kvaddi móður sína komu þau Tómas og Stella í heimsókn til móður sinnar með Höddu litlu. „Ojæja, komið þið þá ekki til að heilsa upp á einsetu- konuna,“ sagði Maríanna. „Það er nú orðið þó nokkuð langt síðan við höfum sézt.“ „Við komum bara af ein- tómri forvitni,“ sagði Tómas. „Ég rakst á nágranna okkar hérna úr götunni og hann sagði mér, að þið mæðgurnar hefðuð verið að flytja norður í gærkvöldi,“ bætti hann við. „Þú sérð það nú að ég sit hérna enn þá. En systir þín er farin með allt sitt héðan,“ sagði Maríanna með beiskju- brosi. „Hvað á nú eiginlega svona lagað að þýða? Er hún nú al- veg að verða snarvitlaus, stelpan, að þjóta burt úr ágætri atvinnu. Dettur henni í hug að pabbi borgi henni annað eins kaup og hún fær hér. Þar sem hann hefir ráðs- konu, hefir hann líklega ekki mikið við hana að gera,“ sagði Tómas með spekingssvip. „En hún er orðin svo merkileg við mig, að það er þýðingarlaust fyrir mig að tala við hana, þetta flón.“ „Hvenær ætlar þú svo að fara?“ spurði Stella. Ekki get- urðu verið hérna ein.“ „Það verður varla þennan mánuðinn,“ Maríanna. „Þó að ég þykist sjá að það eigi að reyna að þrengja hringinn ut- an um mig með því að koma systrunum norður á undan mér. Ég get verið dálítið þrá stundum.“ „En almáttugur, hvernig heldurðu að þú getir verið al- ein í húsinu, þegar nóttin fer að dimma,“ sagði Stella. „Það er nógur tími til að hugsa um það. Nú er dagur- inn lengstur. Ég býst við að Málfríður mín komi suður með haustinu til að fara í skólann. Nema faðir hennar ætli henni að verða eins og Neskonurnar eru, ómenntaður kjáni. Það væri svo sem rétt eftir honum,“ sagði Maríanna. ROSE THEATRE SARGENT at ARLINGTON CHANGE OF PROGRAM EVERY FOUR DAYS Foto-Nite Every Tuesday and Wednesday SPECIAL CHILDREN'S MATINEE Every Saturday —AIR CONDITIONED— Lögberg-Heimskringla By GUS SIGURDSON I love to read this paper we are reading, To reunite myself witlT what is mine. My heritage, I find it most entreating, An inspiration of the good and fine. Through Manitoba fields in youth I faltered, Found many other racial groups and clans, Some like my own whose hearts and souls unaltered United made us all Canadians. Our ethnic qualities are everlasting And show themselves in all the things we do, Take shape, are moulded in our country’s casting, As Canada becomes a nation true. The link between our past is ever present Prevails in every task at which we toil. Most ethnic plants thrive well, and grow more pleasant When planted in our rich Canadian soil. Our heritage in every heart Icelandic Handed down, passed on from age to age Brought from the land across the broad Atlantic Bekons us, enrich our coUntry’s page. Guardian angel of our ancient glory All begotten by our pioneers: - Lögberg-Heimskringla with song and story Shine upon us through the coming years. Icelandic Graduates Manitoba Teachers' College 1961 Enid Maria Hvanndal, ir Mr. og Mrs. L. L. Hva0*1 Averil Gertrude Baldwin- son, 339 Dubuc St. Norwood. Dora Joan Collison, dóttir Mr. og Mrs. J. Collison, Sel- kirk. Dótturdóttir Mr. og Mrs. Kelly Sveinson. Carol Helga 'Erlendson, dóttir Mr. og Mrs. Fred Finn- son, Víðir, Man. Donald Árni Flatt, sonur Mrs. V. E. Flatt, Winnipeg. Dóttursonur Árna Anderson lögmanns. Anne Jean Hanna (Mrs.), eiginkona Mr. Hanna, Portage la Prairie. Dótturdóttir Jóns Jónatanssonar. Diane Eva Henrickson, dótt- ir Mr. og Mrs. W. R. Henrick- son, Winnipeg. John Allan Howardson, son- ur Mr. og Mrs. G. H. Howard- son, Lundar, Man. Viewlan Hurdal, foreldrar: Mr. og Mrs. M. D. Hurdal, Riverton. dal, Piney, Man. Jóhann Paul Johnson, soi^ Mr. og Mrs. Paul Johnso11’ Winnipeg. Agnes Christine Jónass°fl’ dóttir Mr. og Mrs. C. JóhaS son, Selkirk. Harold Gordon J ónass°n’ sonur Mr. og Mrs. Joe JónaS son, Amaranth, Man. . Jóhannes Goodman Laxd^’ sonur, Mr. og Mrs. Þórður Laxdal, Arcola, Sask. Alice Roberta McCartne3” dóttir Mrs. D. Egilson, Lah& ruth, Man. Sigrún Roberta ólafso11’ dóttir Mr. og Mrs. H. Ólafso11’ Winnipeg. . Sylvia Irene Ólafson, do Mr. og Mrs. S. S. ÓlafsS° ’ Lundar, Man. , Herbert Gunnar SólnaUh^ son, sonur Mr. og Mrs. E- Sólmundson, Hecla, Man. ICELANDIC ART Text by KRISTJAN ELDJARN $8.50 AVAILABE AT ’PHONE OR WRUE MARY SCORER BOOKS 214 KENNEDY STREET „ll7 Winninea 1. Ph. WH 3-2H7 Subscription Blank NORTH AMERICAN PUBLISHING CO. LTD. 303 Kennedy St., Winnipeg 2. I enclose $6.00 for 1 year □ $12 for 2 years □ subscrip' tion to the Icelandic Weekly, Lögberg-Heimskringi3 NAME .............. .......................... ADDRESS

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.