Lögberg-Heimskringla - 27.07.1961, Page 1

Lögberg-Heimskringla - 27.07.1961, Page 1
llögberg-ftetmskrtngla Stofnað 14. jan., 1888 Slofnuð 9. sept., 1886 ÍJrgangur' WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 27. JÚLÍ 1961 NÚMER 29 Frá íslendingadagsnefndinni Próf. HARALDUR BESSASON: íslandspistiM götu þeirra þar um slóðir. Þeir báðu okkur að bera þakk- ir og kveðjur vestur, og kem ég þeim skilaboðum á fram- færi í þessu bréfi. Sigurður Þórðarson tónskáld hefir, sem kunnugt er, stjórnað Karla- kór Reykjavíkur frá upphafi vega, eða talsvert á fjórða tug ára. Kvaðst Sigurður nú hafa ^yggJu að draga sig í hlé við söngstjórnina, en slíkt mega kórfélagar ekki heyra nefnt. Svo ástsæll er söng- stjórinn. Frú Ingibjörg og dr. Stefán Einarsson f r á Baltimore dveljast hér um þessar mund- ir. Dr. Stefán hefir nú gengið frá íslenzkri þýðingu á bók- menntasögu sinni, og mun sú bók væntanlega koma út í laust. Dr. Stefán er nú á för- um til Austfjarða, þar sem hann mun dveljast tvo mán- uði við söfnun örnefna. Fyrir fáeinum dögum komu lingað til landsins þau frú Guðrún og Valdimar Björns son fjármálaráðherra frá Min- nesota. Reykjavíkurblöðin hafa þegar birt viðtöl við Valdimar um Vestur-Islend inga. Hann minnist þar á ferð sína til Nýja íslands á lýð- veldishátíðina 17. júní s. 1. Farast honum svo orð, að þar lifi vel í glæðunum og ræðir því sambandi um Gunnar Sæmundsson og fleÍKÍ garpa norður þar, sem ekki láti sér verða skotaskuld úr því að vitna í kvæði íslenzkra stór- skálda fyrr og síðar. Nú er landburður af síld, og enginn vafi leikur á því, að síldveiðin í sumar verður með afbrigðum góð. Góð síldveiði eykur bæði andlega og líkam- lega vellíðan. Það má sjá glögg dæmi þessa á andlitum fólks hér í Réykjavík, sem er ein- hvern veginn með betra bragði nú en tíðkaðist á síld- arleysisárunum. Kvenþjóðin kvað vera afkastamikil við síldarsöltunina. Blöðin sögðu nýlega fréttir af stúlku einni, sem lét sig hafa það að salta síld í 90 tunnur í einni lotu. Þá er það athyglisvert, hversu mjög síldin eykur skáldskap- arþrótt manna. Morgunblaðið birtir nú daglega vísur, sem hrjóta af vörum fólks þar sem það stendur við síldartunn- urnar. Sagt er að liðið á síld- arplönum á Siglufirði sé æði fjölskrúðugt og má sjá þar menn af ólíkustu^ stigum. Morgunblaðið birti þá fregn, að einhver ónefndur hefði Frh. bls. 2. Kannar eyjar í íshafinu Dr. Raymond Thorsteinsson landkönnuður og viðurkennd- ur sérfraeðingur í jarðfræði Norðursins. (Sjá ritstjórnar- síðu.) Frá Vancouver . , J^Hkona íslendingadagsins SQar Verður frú Ellen Magnús- úss 6^a Franklins B. Magn- onar, fyrrverandi lestar- hjá C.P.R. félaginu á fruSU keit- Björnsdóttur, Hú^bfgg''a 1 Argylebyggð- þa ,° st UPP í Baldur og gekk s. a barnaskóla og miðskóla. ar stundaði hún kennslu- ar^ °g útskrifaðist frá kenn- askólanum í Manitou. Að eir!h* loknu ^ekk bún kennara- qj eetti við barnaskólann á hú^h’- Sem bun hélt þar til n giftist. Síðan hún missti ge nn sirm hefir hún aftur q. nt kennaraembætti á úótt' Sl®ast iiðin tíu ár. Elzta har ^ kennar or kennari við naskóla í Winnipeg, en sú stunúar skrifstofu- e0n Þrjú yngstu börnin eru j,.n heima hjá móður sinni. ^bttirin, Joy-Ellen verður eh K* birðméy móður sinnar, An ln.birðmeyin verður Jo- Qin;' Hóttir Clifford Stevens á m 1 °g konu hans. r‘ý^mundur Kjartansson, Uj a. siaeknir á Raufarhöfn, jj lr fyrir minrii íslands. 11 er einn af hinum glæsi- lann Un^u naenntamönnum ís- úrh S’ Sem kala ieit^ð til Vest- siheÍtnS framhaldsnáms í vísindagrein. að p ^®munclur er fæddur hre ^Stri-Garðsauka í Hvol- So í Rangárvallasýslu, afSsUr hjónanna Kjartans Ól- Ye Uriar útgerðarmanns í ar mannaeyjum og Ingunn- ha ^toundsdóttur. Föðurafi útgS Var iólafur Auðunnsson, eyi er^arrnaður í Vestmanna- en UrU’ ættaður úr Fljótshlíð, m móðurafi hans var Sæ- f\ núur Oddsson, bóndi að yslri'Garðsauka. H eyi atln ólst upp í Vestmanna- MeUrn> en stundaði nám við °g nntashólann í Reykjavík I940 °k stúdentspróf þaðan Isja ' ^iðan fór hann í Háskóla l^in.s °g lauk þaðan prófi í Un TSfræði i®5®- Frá úrsbyrj- hér var hann skipaður héra*Slæknir 1 Raufarhafnar- fy 3 i' har starfaði hann til í tyfinaSUmar’ hann fór til ná neap°lis til framhalds- S' Ningað til hefir hann LöGBERG-HEIMSKRINGLA p, na íslenzka vikublaðið í Norður Ameríku **»>« það. Kaupig það Lesið það stundað lyflæknisfræði við Northwestern Hospital, en er nú byrjaður í húðsjúkdóma- fræði við Háskóla Minnesota og mun það verða um þriggja ára nám í viðbót. Kona hans er Málfríður Anna, dóttir Guðmundar Ei- ríkssonar skólastjóra á Rauf- arhöfn og konu hans, Sigur- bjargar Björnsdóttur, sem bjuggu í Sveinungsvík í Þist- ilfirði, áður en þau fluttu til Raufarhafnar. Þau eiga tvö börn, sem eru með foreldrum sínum í Minneapolis, Helgu, 8 ára, og Guðmund, 4 ára. Fyrir minni Kanada talar Dr. Krisiján Kristjánson, son- ur merkishjónanna Hannesar heitins og Elínar Kristjánson á Gimli. Dr. Kristján fæddist og ólst upp hjá foreldrum sín- um á Gimli. Undirbúnings- menntun fékk hann þar og innritaðist síðan við Mani- tobaháskóla. Þar stundaði hann nám í búvísindum í jrjú ár, en fór síðan til Ed- monton og tók B.S.A. próf við háskólann þar vorið 1943. Því næst stundaði hann framhaldsnám við Ontario- háskólann í Toronto, sem veitti honum M.Sc. gráðu vor- ið 1945. Að því loknu fékk hann kennarastöðu í Ontario Agri- cultural College í Guelph, en var þar aðeins eitt ár, því hann fýsti til frekara fram- haldsnáms. Þá byrjaði hann að lesa búnaðarhagfræði við Wiscon- sinháskólann í Madison, en starfaði jafnframt að rann- sóknum í þeirri grein, ýmist við háskólann eða í Chicago, unz háskólinn veitti honum Ph.D. doktorsnafnbót. Að því loknu tók hann til starfa við hagfræðislegar rannsóknir fyrir búnaðar- málaráðuneyti Bandaríkjanna í Brookings, S. Dak. og um styttri tíma í Tennessee, aðal- lega í sambandi við áveitur. Eftir tveggja ára starf þar, tók hann að sér frekari rann- sóknarstörf og kennslu við Nebraskaháskólann í Lincoln, sem hann stundaði í þrjú ár. Árið 1957 fluttist hann aft- ur til Kanada til að taka við stöðu í Department of North- ern Affairs sambandsstjórnar- innar í Ottawa. Þar starfar hann enn sem framkvæmda- stjóri fyrir nefnd, sem hefir umsjón með öllum vötnum og ám, sem liggja að landamær- um Bandaríkjanna og Kanada. Kona hans er frá Bandaríkj- unum. J. F. K. Síðasta pistli mínum lauk, Dar sem getið var samfelldrar dagskrár Sveins Skorra Hösk- uldssonar „Um dans og dans- leika“, sem flutt skyldi í Rík- isútvarpið. Við hlýddum á sessa dagskrá á sunnudaginn, og var hún hvort tveggja í senn, fróðleg og skemmtileg. Snemma fluttist danskúnstin til íslands. Elztu rímur, s'em varðveitzt hafa, voru kveðnar fyrir dansi, og dansleika má rekja talsvert lengra aftur, jegar skyggnzt er til bók- menntanna. Snemma tóku þó leiðtogar í andlegum efnum að ýfast við dansíþróttinni, sem þeim þótti horfa til siðspillingar, og vafa- laust eru þeir margir vor á meðal, sem telja dansinn fremur tilgangslausa mennt. Allt um það dansa íslending- ar líklega meira í dag en nokkru sinni fyrr, bæði vest- an hafs og austan. Dansinn dunar á Hótel Borg og fleiri dansstöðum í Reykjavík, og á laugardagskvöldum d a n s a r unga fólkið í öllum lands- fjórðungum eftir því sem orka og brjóstþol leyfa. Snemma í ágúst munu og þúsundir Vestur - íslendingar væntan- lega stíga dans að Gimli. Und- irritaður finnur sárt til þess að geta ekki þessu sinni verið meðnefrtdarmönnum sínum í Islendingadagsnefnd til trausts og halds umræddan dag við sölu aðgöngumiða að dansinum og við að gæta þess með þeim, að ómerkingar smjúgi ekki inn á dansgólfið um glugga og gættir og hafi þannig fé af íslendingadags- nefnd. En látum nú þessar hugleiðingar um dánsinn nægja, því að mikið efni og sumt merkilegt hefir beðið þess að þessi pistill yrði skrif- aður. 1 síðast liðinni viku sátum við hjónin og frú Laufey frá Norður Dakóta kvöldverðar- boð stjórnar Karlakórs Reykjavíkur. Hér var um að ræða eins konar þakkargjörð- arhátíð vegna góðrar fyrir- greiðslu og gestrisni, sem söngmennirnir urðu aðnjót- andi í byggðum Islendinga vestan hafs á síðast liðnu hausti. Undirritaður átti að- eins örlitla aðild að móttök- unum í Winnipeg, en var í umgetnu kvöldverðarboði einn af þremur fulltrúum vestanmanna. Kórmenn róm- uðu mjög allar viðtökur í Is- lendingabyggðum vestra og hefðu viljað láta gestrisni sína ná til allra, sem greiddu Eins og víðar þá komu ís- lendingar hér í borg saman 17. júní til að minnast fæð- ingardags Jóns Sigurðssonar forseta, lýðveldisdagsins og yfirleitt til að eiga glaða stund í sínum hóp. Mót þetta var haldið í Legion Hall á Commercial St. og aðsókn var sæmileg. Snorri Gunnarsson forseti „Strandar" bauð sam- komugesti velkomna. Jón Sig- urdson konsúll ísl. hélt stutta ræðu. Hann minntist meðal annars á hina fyrirhuguðu heimsókn herra Ásgeirs Ás- geirssonar, forseta íslands, til Vancouver næstk. september. Áreiðanlega er mikil gleði og tilhlökkun í hugum Islend- inga hér yfir því að fá að hitta forsetann og konu hans og njóta þeirra litla stund. Verið hjartanlega velkomin, herra forseti og frú, og þeir, sem með ykkur koma! Þá bað for- seti Miss Bertu Hjaltason að koma fram — hún var klædd þjóðbúning ísl. kvenna og var fagnað með lófaklappi. Litlar stúlkur, einnig í svona bún- ing, gengu um salinn með blómakörfur og nældu blóm í barminn á kvenfólkinu. Leik- inn var einleikur á píanó. Fjórir karlakórsmenn, þeir Torfi Leóson, Óli Stefánson, Herman og Chris Eyford, sungu ísl. ljóð og tókst vel. Margeir Sigurdson las upp tvö kvæði eftir Davíð Stef- ánsson, en hann les svo vel, að unun er á að hlýða. Hann sýndi líka hreyfimynd, sem tekin var á Islandi. Sú, sem þetta skrifar, flutti stutt á- varp. Eftir kvöldverðinn var Frh. bls. 7.

x

Lögberg-Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.