Lögberg-Heimskringla - 27.07.1961, Blaðsíða 2
2
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 27. JÚLÍ 1961
MINNINGARORÐ:
Jensína Guðrún Magnusson
1877— 1961
Nú fækkar þeim ört lönd-
um okkar, sem fyrstu hand-
tökin áttu að ræktun og menn-
ingu þessarar byggðar.
Flestir þeir hafa skilað af
sér vel unnu dagsverki og ver-
ið byggð sinni og landi til
þarfa og sóma.
Ein af þeim konum, sem
drjúgan og farsælan þátt átti
í uppbyggingu og framförum
þessarar byggðar, var nýskeð
borin til grafar. Jensína Guð-
rún Magnússon lézt 6. júní s. 1.
í sjúkrahúsi að Wynyard, eft-
ir stutta legu.
Jensína var fædd f>. janúar
1877 að Helgafellhí Snæfells-
nessýslu. Foreldrar hennar
voru Sveinn Jónsson og Sig-
ríður Sveinsdóttir. Sveinn
faðir Jensíu drukknaði, er
komu, að hún var starfi sínu
vaxin við uppeldi þeirra, og
þar byggir móðirin sér feg-
ursta minnisvarðann.
Vinir og vandamenn þakka
henni góða samfylgd og kæra
viðkynningu, og vita að þó
leiðir skilji, að hún á enn
vörður við veginn, sem leið-
beina vinum hennar í fram-
tíð.
Við kunningjarnir vottum
syrgjendum hennar samúð og
hluttekningu; en þó sérstak-
lega eiginmanninum, sem
mest hefir misst og nú á um
sárt að binda. En ég veit að
sálarkraftur hans gefur hon-
um þrek að gleðjast við þær
endurminningar, sem bjartast
skína. Að hafa átt; „Þá rós
sem allir hynna að, — og kjósa
í garðinn sinn.“
Jensína var jarðsett 8. júní
s. 1. í fögrum grafreit Wyn-
yard bæjár. Fjöldi fólks heiðr-
aði minningu þessarar vel
kynntu konu með nærveru
sinni og kvöddu hana hrærðir
í huga.
Séra Philip M. Pétursson
fluttti kveðju orð og jarðsöng.
Vertu blessuð Jensína, þökk
fyrir allt.
Rósm.
Jonat’han Johnson
Jonathan Johnson lézt á og konur væru drengir góðir,
Jensína GuSrún Magnússon
hún var aðeins ársgömul. Var
hún þá tekin til fósturs og alin
upp hjá Jóni Einarssyni og
konu hans, Önnu Guðmunds
dóttur. Jón var ættaður úr
Eyrarsveit, en Anna úr Stað-
arsveit í Snæfellsnessýslu.
Þau Jón og Anna voru vel
þekkt sæmdarhjón, og naut
Jensína þar góðs uppeldis í
æsku, sem reyndist henni
gifturíkt fararnesti.
Jensína fluttist með fóstur-
foreldrum sínum frá íslandi
1888. Þau settust að í grennd
við Hallson, N. Dak. Hjá þeim
var Jensína þar til hún giftist,
17. júní 1899, eftirlifandi
manni sínum, Ólafi Ó. Magn-
ússyni.
ólafur og Jensína eignuðust
fimm börn. Tvö dóu í æsku,
en þrjú lifa móður sína ásamt
níu barnabörnum og fjórtán
barna-barnabörnum.
Börn þeirra Jensínu og Ól-
afs á lífi eru: Margrét Odd-
rún, gift Sigurði Johnson, bú-
sett í Wynyard; Anna Jónína,
gift Ernest Eiríksson, búa í
grennd við Elfros; Valtýr,
kvæntur Margrétu Guð-
brandsdóttur Sveinbjörnsson-
ar, búa í Wynyard.
Jensína var hæglát geðprýð-
iskona, alúð og móðurleg um-
hyggja mættu gestum hennar
og einkenndu heimilið.
Börn hennar bera henni
líka vitni, með sinni fram-
sjúkrahúsi í Grafton, N. Dak
4. nóv. 1960. Fæddur var
Jonathan 26. júlí 1903. Hann
varð ekki gamall maður. Þó
var hann búinn að reyna ým-
islegt það, sem fáir reyna, þó
að á langri ævi sé.
Hann var ekki gamall, er
hann kenndi sjúkdóms þess,
sem dró hann til dauða. Svo
að segja alla sína ævi varð
Jonathan að berjast við sjúk-
dóm, sem hann að lokum varð
að lúta í lægra haldi fyrir. En
hann bugaðist aldrei. Öll þessi
ár liðu án þess, að hann
aumkvaði sjálfan sig. Hann
var hið mesta karlmennni og
tók örlögum sínum með ró.
Hann gekk að vinnu sinni eins
og ekkert hefði í skorizt, þótt
hann væri sárþjáður. Hann
var einn af þeim mönnum,
sem elska vinnuna. Hendurn-
ar hans voru sterkar og hrjúf
ar af vinnu. En í þeim hönd-
um lék allt. Með þeim hönd-
um hlynnti hann með mýkt að
mönnum og málleysingjum.
Hendurnar þær höfðu mörg-
um barnskollinum strokið,
því að hann var sérlega barn-
góðuir, og á hverjum degi
hlynntu þær að húsdýrunum,
sem ætíð væntu sér góðs af
honum, því að hann var sér-
lega natinn við skepnur.
En fyrst og fremst var Jon-
athan góður sonur. Það er nú
stórt skarð eftir í barnahópin-
um fríða og stóra, og hans er
sárt saknað. Hann var góður
sonur og annaðist aldraða
móður sína af stakri alúð. Allt
vildi hann gera fyrir hana.
Þannig var Jonathan. Allt
vildi hann gera fyrir aðra,
hjálpa öðrum og styrkja. Um
sjálfan sig hugði hann lítt.
Hann vildi ekki láta bera á
sér né láta aðra hafa fyrir sér.
í mínum augum verður
hann alltaf hið sanna ljúf-
menni, góður við ailt og alla.
Þegar ég hugsa um Jonath-
an, verður fyrir mér sérstakt
íslenzkt orð, sem ég hygg að
eigi sér fáar hliðstæður með
öðrum þjóðum. .
Þetta orð er drengskapar-
maður. í íslendingasögunum
er oft talað um, að bæði menn
ef þar voru miklir mannkosta-
menn. 1 mínum augum var
Jonathan drengur góður.
Jonathan lifa móðir hans,
Mrs. Kristjana Johnson, Edin-
burg, N. Dak.; þrjár systur,
Ágústa Johnson, sem býr með
móður sinni, Mrs. Leo Hill-
man (Esther), Mountain, og
Mrs. Earl Lund (Þorgerður),
Larimore, N. Dak., og fimm
bræður, Walter Johnson, Ed-
inburg, John Johnson, Milton,
Chris Johnson, Milton, Guð-
mundur Johnson, Lompoc,
Calif. og Sveinn Johnson,
Fargo, N. Dak.
Jonathan Johnson var jarð-
aður frá Víkurkirkju á Moun-
tain, N. Dak. 4. nóv. 1960. Séra
Earl Lund, Larimore, mágur
Jonathans og séra Hjalti Guð-
mundsson, sóknarprestur Jon-
athans jarðsungu.
H. G.
íslandspistill
Frá bls. 1.
talið sig sjá Nóblesverðlauna-
höfundinn, Halldór Kiljan
Laxness, við síldarsöltun
norður á Siglufirði. Átti Lax-
ness að hafa verið vígalegur,
þar sem hann stóð á síldar-
planinu, klæddur duggara-
bandspeysu með sax í hendi.
Þetta hlýtur þó að hafa verið
missýning. Aftur á móti hef-
ir sú fregn hlotið staðfestingu
frá ýmsum aðiljum, að hinn
frægi óperusöngvari ítala,
Demetz, sé nú kokkur á ís-
lenzku síldveiðiskipi. Eftir-
farandi vísa staðfestir þetta:
Óperur hjá aflakló
ætli nokkur trúi því?
Einhvers staðar úti á sjó
eldar Demetz spaghetti.
Rússneski geimfarinn Gaga-
rín kemur til íslands á sunnu-
daginn, og ætlar hann víst að
fræða landann eitthvað um
geimferðir. Líklega verður
talsverð bið á því, að íslend-
ingar leggi í slík ferðalög,
enda þótt margir kunni að
vera fúsir fararinnar. Engu að
síður verður það íslendingum
girnilegt til fróðleiks að
spyrja Gagarín tíðinda af
þeim slóðum, sem hingað
til hafa verið fremur fáfarn-
ar af lifendum. Ekki mun
Gagarín yfirgefa Keflavíkur-
flugvöll, meðan hann stend-
ur hér við. Myndi hann þó
vafalítið hafa gaman af því
að heimsækja sögustaði, en Is-
lendingar eiga ekki yfir að
ráða farartækjum, sem eru
það hraðskreið, að þau séu
samboðin herra Gagarín. Vel
færi á því að lesa þessum
manni kafla úr fornritum vor-
um, þar sem skýrt er frá ferð-
um Ása-Þórs, og þær frásagn-
ir eldri rita og yngri, sem
fjalla um gandreið. Má til
sanns vegar færa, að geim-
ferðir vorra tíma líkist í
mörgu gandreiðum til forna,
nema hvað þeir hinir ógæfu-
sömu, sem flæktust í gand-
reiðar gegn vilja sínum, fengu
oft ónógan undirbúning og
lítinn sem engan fyrirvara,
áður en farið var úr hlaði.
Þess eru heldur engin dæmi,
að gandreiðum væri slegið á
frest vegna óhagstæðs veðurs.
Útlendir ferðamenn ganga
nú í stórhópum um götur
Reykjavíkur. Fólk þetta talar
aðskiljanlegar tungur, en ís-
lendingar eru svo góðir tungu-
mála menn, að þeir skilja út-
lendinga allsæmilega. Þó get-
ur brugðið út af þessu, eink-
um ef fólk þarf að spyrjast
til vegar. Fyrir skömmu hitti
saklaus Skagfirðingur hóp
miðaldra kvenna á Landa-
kotstúninu í Reykjavík. Kon-
ur þessar höfðu meðferðis
handtöskur og myndavélar.
Álengdar heyrðist Skagfh^'
ingnum, að hér myndi á fer
hópur slavneskra kvenna eða
jafnvel sænskra og myndu Þa
konurnar trúlega komnar f1
íslands í vináttuheimsókn-
Kona sú, sem fór fyrir, naiu
staðar, ávarpaði Skagfirðing'
inn og benti í norðurátt. Ema
orðið, sem Skagfirðingurin11
greindi í ávarpi konunnar var
nafnorðið Vesturgata. Tald1
hann því víst, að hér vaer>
verið að spyrjast til vegar 1
sneri sér því hvatlega að kon*
unum svo mælandi: “Do y°u
speak English?” Konunum
varð bilt við, og ekki var
annað ráðið af svip þeirra eU
að engilsaxneska væri lítt 1
hávegum höfð í heimaland1
þeirra. Um síðir gaf sig Þ°
fram kona ein, hleypti brun*
um og sagði með þykkju vi
Skagfirðinginn “Yes.” Hóf Þf
Skagfirðingurinn ræðu sína 3
ensku og reyndi að staðsetj9
Vesturgötu svona nokkurn
veginn. Að ræðunni lokinn1
mælti ein konan rétt sisona- ,
,Einmitt það já.“ Kom Þ® 1
ljós, að Skagfirðingurinn
hafði hér átt í höggi við kven
félag eitt úr Norðlending3
fjórðungi. Þessi saga sýnir’
svo að ekki verður um viH* ’
að íslendingar eru mikkr
tungumálamenn. Tungumái3'
kunnáttan getur jafnvel gené'
ið það langt, að Skagfirðing'
ar segi Þingeyingum til vegar
á ensku.
Reykjavík, 21. júlí 1961.
Fréttir fró íslandi
Eftir Morgunblaðinu
14. til 21. júlí
Heyskaparhorfur slæmar
í S.-Þingeyjarsýslu
Eftir kalt vor og langa ó-
þurrka er varla byrjað að slá
fyrr en um miðjan júlí. Er
þetta nær mánuði síðar en í
fyrra. Túnaspretta er nú orðin
sæmileg, en léleg á engjum.
☆
Enn meiri síld
Hrotan fyrir austan varir
enn og landburður er svo mik-
ill að skip hafa orðið að bíða
upp í þrjá sólarhringa á Rauf-
arhöfn og öllum austfjarða-
höfnum til að landa. Sumt af
austfjarðasíldinni hefir jafn-
vel verið flutt alla leið til
Siglufjarðar til bræðslu. Mest
hefir veiðin verið á svæðinu
milli Digranes- og Glettinga-
nesgrunna, en þó talsverð
einnig sunnar. Samkvæmt
síðustu fréttum er meginhluti
flotans kominn á mið út af
Seyðisfirði, um 7 sjómílur
undan Brimnesi. Haldið er
áfram að kasta þó talsverður
tunnuskortur sé og hvorki
fólk hafi undan að salta né
verksmiðjur að bræða.
Heildarafli á landinu er nú
orðinn yfir 600 þús. mál og
tunnur, en söltun nær 270
þús. tunnur, rúmlega 40 þús.
tunnur meir en selt hefir ver-
ið. Félag síldarsaltenda hefir
farið fram á að rikið ábyi'SlS
lán til söltunar 60 þús. tunna
umfram samninga. Engin a
kvörðun enn um þá beiðm-
☆
Flugsamgöngur
við Vestfirði
Talsverðir erfiðleikar hafa
verið á flugsamgöngum v*
Vestfirði síðan sjóflugið laf>*'
ist niður. Nú hefir verið a'
kveðið að lengja flugbrauf'
ina á ísafjarðarflugvelli ufP
í 1400 metra til að auka or
yggi og fjölga flugdögulU
þangað. Flugmálaráðherra
flugmálastjóri hafa nýle£a
flogið um Vestfirði til að at
huga möguleika á að bæta
lendingarskilyrði á ýmsuh1
öðrum stöðum, Reykhólum 1
Barðastrandarsýslu, Reykja
nesi við Djúp, Laugardal, Ho '
ungarvík, Holti í önunda1
firði og Brekkudal við Þinf
eyri. Einnig er gert ráð fyrir
annarri ferð síðar til Patreks
fjarðar.
☆
Verkföllin
Verkfall vörubílstjórafé^
lagsins Þróttar er enn óleys,
og nýtt verkfall byrjaði hja
vegagerð ríkisins á miðnæ
þann 17. júlí. Virðist þar aðal'
lega deilt um frítt fæði.