Lögberg-Heimskringla - 27.07.1961, Side 4
4
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 27. JÚLÍ 1961
LÖgberg-Heimskringla
Published every Thursday by
NORTH AMERICAN PUBLISHING CO. LTD.
Printed by
WALLINGFORD PRESS LTD.
303 Kennedy Street, Winnipeg 2, Man.
Edilor: INGIBJÖRG JÓNSSON
EDITORIAL BOARD
Winnipeg: Dr. P.. H. T. Thorlakson, chairman, Próí. Haraldui
Bessason, vice-chairman, Mrs. Ingibjörg Jónsson, sec’y, Dr.
Valdimar J. Eylands, Miss Caroline Gunnarsson, Prof. Thor-
valdur Johnson, Mr. Jón K. Laxdal, Prof. Tryggvi J. Oleson,
Rev. Philip M. Pétursson. Monlreal: Próf. Áskell Löve. Minne-
apolis: Mr. Valdimar Bjömson. Grand Forks: Dr. Richard Beck.
Reykjavík: Birgir Thorlacius ráðuneytisstjóri. Akureyri: Stein-
dór Steindórsson yfirkennari.
Subscription $6.00 per year—payable in advance.
TELEPHONE WH. 3-9931
Authorlzed as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa.
Kunnur íslenzkur jarðfræðingur
Þegar Dr. Vilhjálmur Stefánsson landkönnuður var á
ferð í Winnipeg í nóvember 1958, flutti hann skemmtilega
og fróðlega ræðu í samsæti, sem honum var haldið og vék
meðal annars að ferðum sínum til Norðurheimsskautsins á
árunum 1913-1918. Þá fann hann eyjaklasa — fimm stórar
og margar smáeyjar í Norður-íshafinu. Hann gaf þeim nöfn,
hlóð á þeim vörður og skildi eftir í þeim ýmis skilríki varð-
andi fund þeirra. Síðan steig enginn maður þar á land í mörg
ár, þar til þýzkur maður að nafni Kreuger, ásamt tveim
fylgdarmönnum fór að leita þessara eyja, en þeir þrír fé-
lagar týndust.
Dr. Stefánsson sagði, að sér væri það sérstakt ánægju-
efni að skýra frá því, að hann væri í bféfasambandi við ís-
lenzkan mann, sem þá um sumarið hefði lagt þessar eyjar
undir fót og fundið skilríki Kreugers í vörðunni á einni
eyjunni, en í vörðum á hinum eyjunum hefði hann fundið
sín skilríki, og héti sá maður Raymond Thorsteinsson eða
Hrómundur á íslenzku. Væri því auðsætt, að enginn annar
hefði komið á þessar eyjar síðan hann fann þær, nema
Kreuger, sem ekki lifði til að segja frá ferð sinni.
Hver er Hrómundur?
Dr. Raymond Thorsteinsson er sonur Péturs heitins Thor-
steinssonar gripakaupmanns og stórbónda nálægt Wynyard,
Sask. og konu hans Elizabethar, sem er af írskum og enskum
ættum. Pétur var fæddur að Daðastöðum í Reykjadal; for-
eldrar hans voru hjónin Steingrímur Thorsteinsson og Petrína
Guðmundsdóttir.
I fagurri minningargrein, sem Hallgrímur S. Axdal reit
um vin sinn Pétur látinn, segir hann meðal annars: „Nátt-
úran var honum sú bók, er honum var alltaf opin, og landið
sitt þekkti hann og elskaði.“
Raymond sonur Péturs erfði þá gáfu að hafa glöggt auga
og næma heyrn fyrir öllu I ríki náttúrunnar. Frá unga aldri
var hann framúrskarandi athugull; þekkti alla fugla í um-
hverfi sínu; athugaði nákvæmlega jarðveginn á landareign
föður síns og í nágrenninu; hafði sérstaklega ánægju af því
að leita að og finna ýmsar menjar frá fornri tíð. í þá tíð,
er Raymond var að alast upp,(var Dr. Kristján J. Austman
læknir í Wynyard og hafði hann einnig áhuga fyrir forn-
minjasöfnun og færði Raymond honum örvaodda og stein-
axarhaus, er hann hafði fundið, en læknirinn lánaði drengn-
um bækur um jarðfræði og um forngripi Indíána, og fóru
þeir félagar margar gönguferðir til að kanna nágrennið og
auka við í náttúrugripasöfn sín.
Að sjálfsögðu lagði Raymond stund á jarðfræði við há-
skólann í Saskatchewan og lauk þar B.A. prófi; síðan meist-
araprófi við Toronto háskólann og Ph.D. prófi við háskólann
í Kansas. Á frídögum sínum frá skóla á sumrin var hann í
þjónustu Ottawastjórnar við jarðfræðilegar rannsóknir norð-
ur við íshafið. \
Nú er Dr. Raymond Thorsteinsson talinn með fremstu
vísinclamönnum, sem starfa við Geological Survey of Canada.
1 fyrra sótti hann alþjóðaþing jarðfræðinga í Kaupmanna-
höfn og flutti þar fyrirlestur. American Association of Petro-
l.eum Geologists fékk hann til að flytja fyrirlestra við marga
háskóla í Bandaríkjunum.
Dr. Thorsteinsson las á unga aldri bækur Dr. Vilhjálms
Stefánssonar, sem vöktu áhuga hans fyrir Norðrinu og eins
og áður getur komst hann í bréfasamband við Vilhjálm vegna
bréfanna, er hann fann í vörðunum þar nyrðra. Nú hefir
fundum þeirra borið saman, því Raymond hefir nú flutt
fyrirlestra við Dartmouth College.
Ottawastjórnin sendi Dr. Thorsteinsson og aðra vísinda-
menn norður í óbyggðirnar til að rannsaka hvort þar væri
námur og olíulindir að finna. í fyrstu ferðuðust þeir á hunda-
sleðum, en síðan 1958 hafa ferðatækin verið þyrilvængjur
Thorsteinsson og félagar hans við jarðfræðilegar rannsóknir á norð-
urströnd Axel Heiberg eyjarinnar, Þarna fara þeir framhjá þver-
hníptri hamraborg, sem nefnd er The Black Wall.
Á ferð yfir Sverdrup sundið til Meighen eyjarinnar á hundasleðum,
en nú á dögum nota jarðfræðingar og mælingamenn einnig þyril-
vængjur og léttar flugvélar til þess að komast ferða sinna á norður-
slóðum.
Dr. RICHARD BECK:
„Blindur ér bókarlaus maður''
(Ræða flutt á sumarmála- og 50 ára afmælissamkomu
Lestarfélagsins að Gimli, Man., 21. apríl 1961)
Herra forseti! Kæru landar
og vinir!
Mér er það alveg sérstakt
ánægjuefni að hafa getað þeg-
ið vinsamlegt og virðulegt
boð ykkar um að taka þátt í
þessari sögulegu samkomu, en
það er í rauninni tvíheilagt
hjá okkur hér í kvöld, því að
þetta er bæði sumarmálasam-
koma og jafnframt 50 ára af-
mælishátíð Lestrarfélagsins
ykkar. Vissulega er það ágæt
þjóðrækni að halda við þeim
gamla og fagra íslenzka sið að
fagna sumri, og ég efast um,
að nokkur þjóð í víðri veröld
hafi verið eða sé eins sumar-
elsk og Islendingar; lega
og léttar flugvélar, og þannig
hafa þeir getað kortlagt og
rannsakað stór svæði á styttri
tíma. Dr. Thorsteinsson telur,
að þessi norðlægu svæði í
Kanada séu rík af náttúru-
auðæfum.
Dr. Raymond Thorsteinsson
er maður á bezta aldri, um
fjörutíu og sex ára. í fyrra
hlaut hann þá viðurkenningu
að vera kjörinn meðlimur í
Roýal Society of Canada^
Hann er kvæntur íslenzkri
konu, dóttur Kristjáns Krist-
jánssonar að Elfros; þau eiga
son og hann heitir Pétur.
landsins með löngum vetrum
og staðháttum þar, sem sól sér
víða eigi vikum saman, hefir
eðlilega skapað þessa sólarást
í sálum íslendinga. Og menn
þurfa ekki að blaða lengi í
kvæðabókum íslenzkra skálda
að fornu og nýju til þess að
sannfærast um það, hve sól-
arljóðin, beint og óbeint, eru
þar snar og sterkur þáttur. Ég
nefni sem dæmi hið merki-
lega ljóð „Kvæði um samlík-
ing sólarinnar“ eftir Bjarna
Gizurarson, sem ort var á 17.
öld, og hefst á þessu erindi:
Þegar að fögur heims um
hlíðir
heilög sólin loftið prýðir,
lifnar hauður, vötn og víðir,
voldugleg er hennar sýn.
Hún vermir, hún skín.
Með hæstu virðing herrans
lýðir
horfi á lampa þann.
Hún vermir, hún skín
og hýrt gleður mann.
Það er þessi djúpstæða sól-
ar- og sumarást í hjörtum ís-
lehdinga, sem finnur sér eftir-
minnilega framrás í þeirri
fögru venju að halda hátíð-
legan sumardaginn, og megi
sá siður sem lengst haldast
hjá oss íslendingum vestan
hafs, því að hann á sér ræt-
ur djúpt í íslenzkri þjóðarsál;
þar lýsir sér fagurlega vortrú
þjóðarinnar, framtíðartrú
hennar og framsóknarandi,
sem aldrei slokknaði í brjósti
hennar, hve þungt sem vetur-
inn lagðist henni í fang, og
hversu þröngt, sem varð fyrir
dyrum hennar. Hún gleymdi
aldrei, að „sól er að baki
Skýja“, hversu dimmt sem
kann að vera í lofti, að vor og
sumar fylgja vetri, hversu
harður sem hann kann að
reynast; og það var þessi trú,
sem bar hana fram til sigurs
í þjóðmálum og á öðrum svið-
um. Vorið oe sumarið eru allt-
af endurfæoing vonarinnar í
hjörtum okkar mannanna
barna. Guðmundur skáld
Guðmundsson hafði rétt að
mæla, er hann segir í sumar-
ljóðum ortum fyrir réttum 50
árum síðan:
Hvert nýfætt sumar nýjar
vonir ber
með nýjum orku-vaka’ í
skauti sér,
sem benda okkur út á nýja
vegi.
En vér erum hér saman
komin í kvöld, eins og ég hefi
þegar gefið í skyn, eigi að-
eins til þess að sameinast ís-
lendingum heima á ættjörð-
inni og víðs vegar um þessa
álfu um að fagna komandi
sumri, sem eitt sér er ærið til-
efni fagnaðarhátíðar. Vér er-
um hér jafnframt saman kom-
in til þess að minnast sögu-
legra tímamóta í menningar-
sögu þessarar bæjar og byggð-
ar, og Nýja íslands í heild
sinni, 50 ára afmælis Lestrar-
félagsins hér á Gimli. Og ég
held, að það séu engar ýkjur,
þótt sagt sé, að lestrarfélögin
ísleznku hér vestan hafs hafi
í rauninni verið einhver allra
ágætustu og . áhrifamestu
þjóðræknisfélögin vor á með-
al, því að meðan íslendingar
hér í álfu halda áfram að lesa
íslenzkar bækur, tímarit og
blöð, eru þeir í nánum og föst-
um tengslum við menningar-
arf sinn og andlegt líf heima-
þjóðarinnar. Allir þeir, lífs og
liðnir, sem lagt hafa á sig
staijf og fjárhagslegar fórnir
til þess að halda við íslenzk-
um lestr;arfélögum, eiga því
ómældar þakkir skilið fyrir
þá miklu og þörfu menningar-
viðleitni sína. Og ég vil því,
áður en lengra er farið í þess-
ari ræðu minni, þakka hjart-
anlega í nafni Þjóðræknisfé-
lags íslendinga í Vesturheimi,
og persónulega ykkur öllum,
sem átt hafa og eigið hlut að
því að hafa haldið þessu prýði-
lega Lestrarfélagi ykkar vak-
andi og starfandi í hálfa öld.
Það er mikið menningarlegt
afrek. Sé ykkur heiður og
þökk fyrir það, og haldið
fram, sem horfir, enn um
ókomin ár!
Þið kannist öll við máls-
háttinn: „Blindur er bókar-
laus maður“. Hvort sem hann
Frh. 6 bls. 7.