Lögberg-Heimskringla - 27.07.1961, Page 5

Lögberg-Heimskringla - 27.07.1961, Page 5
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 27. JÚLÍ 1961 5 AHtGAMAL LVENNA RAGNHILDUR GUTTORMSSON: Hudsonsflóa engillinn I^etta er inni bók, nafn á nýútkom- P og á titilblaðinu siendur enn fremur: „Sönn saga um Maud Watt”. Höf- Unclur bókarinnar er vel unnur bandarískur rithöf- undur, W. A. Anderson. Maud Watt er enn á lífi. Un er faedd á Gaspe-skagan- Um í Quebec. Var faðir henn- ar írskur, Maloney að nafni, en móðir hennar frönsk; og Var ^ún ein af f jórtán systkin- Um- Er hún var enn barn að a dri, fluttu foreldrar hennar U1 Mingan, á norðaustur- ^irönd St. Lawrence fljótsins. i°gan var lítið þorp, er myndazt hafði kring um eina a verzlunarstöðum Hudsons- °afélagsins. Keypti Maloney f>ar land og stundaði búskap, Jafnframt því er hann vann Við sniíðar í þorpinu. Landið var fremur hrjóstr- Ugt og náttúran óblíð. Er því Slzt að furða þó börn er þar 0lust upp yrðu hraust og úr raeðagóð. Mikið af þorpsbúum 1 Mingan voru Indíánar, og Par hefir Maud óefað lært að lta á þá sem vini og jafningja. Er Maud hafði aldur til, var Un send á nunnuskóla, þar Sern hún fékk ágæta mennt Un- Hún talaði bæði ensku og r°nsku ágætlega og hafði §°ða undfrstöðu í latínu. Þar að,auki gat hún talað Indíána- mállýzku þá er notuð var Þorpinu. Árið 1906 kom James Watt U Mingan sem aðstoðarmað' Ur við Hudsonsflóaverzlunina. Var það sama árið sem hann °m frá Skotlandi með þeim asetningi að ganga í þjónustu eiagsins. Hann kynntist fljótt aloney fjölskyldunni og sex arum seinna kvæntist hann Maud. Sama árið var hann skipað Ur verzlunarstjóri við Fort uimo, við Ungavaflóann á aorador-tanganum og unnu Pau sér bæði þar mikinn orð- sfir fyrir þrek og hugrekki í aráttunni við örðugleika nattúrunnar og um leið vin- attu °g aðdáun allra, er þau omust í kynni við, jafnt Ind 'ana og hvítra manna. Eftir ýmsar svaðilfarir, er Pau bæði tóku þátt í, og sem ýst er mjög vel í bókinni, voru þau send til Rupert °use, á suðaustur-strönc ames Bay. Var það einn með iuum fyrstu verzlunarstöð- um félagsins, fyrst stofnaður arið 1670. »V*ð höfum hóp af Cree udíánum þar,“ sagði um- oosmaður félagsins við Jim att- „Þeir eru fremur erfiðir viðfangs. Þú virðist skilja Indíána. Máske þér takist bet- ur.“ Jim Watt hafði ætíð kom ið sér vel við Indíánana. Hann var samvizkusamur í öllum viðskiptum og hafði æ hvort fveggja fyrir augum, að vinna að hag félagsins og bæta kjör Indíánanna. Það var við Rupert House, sem Jim og Maud Watt unnu sér ódauðlegan sóma og björg- uðu heilum þjóðflokki frá hungursdauða. Rupert House hafði verið einn hinn arðsamasti verzlun- arstaður félagsins, frá því hann var stofnaður, sérstak- lega fyrir bifur-skinn. En nú var bifur-tekjan að renna til þurrðar. Árið 1920 er Watts- hjónin fyrst komu til Rupert House komu inn 2000 bifra- skinn, en árið 1928-29 komu inn aðeins fjögur. Bifurinn var að verða útdauður. Frá því fyrsta hafði Watt aldrei neina erfiðleika við Indíána. Var það óefað því að þakka, að Maud hafði þekkt þá frá barnæsku og vissi að þeir voru, þrátt fyrir fátækt og einkennilegar siðvenjur, vanalegt fólk, gætt sömu til- finningum og hvítir menn Þvi var það, er bifur-veiðin þraut, og þar með fjárframlög félagsins, svo Indíánar höfðu ekkert að reiða sig á, fannst Maud og Jim Watt sem það væru vinir þeirra, er stóðu og horfðust í augu við dauðann. Skipanir félagsins voru ó- tvíræðar. „Engin skinn. Ekk- ert lán.“ Indíánar höfðu frá byrjun verzlunarinnar lifað á lánstrausti félagsins frá einu veiðitímabili til hins næsta. Er það brast, var ekkert fram undan utan hungurdauði. Hér var úr vöndu að ráða. En Maud og Jim voru ekki af baki dottin, þótt engin rýmk- un fengist af hálfu félagsins. Þau settu á stofn verkstæði til að byggja barkarbáta, en það hjálpaði aðeins fáum. Þau kenndu Indíánum að rækta garða, en þar eð jarðyrkju verkfæri voru fánýt var upp- skeran lítil. Eitt haustið kom mikið fiskihlaup í vatn skammt frá Rupert House. Fór Jim þangað með hóp af Indíánum. Þeir fiskuðu kynst ur af hvítfiski, sem þeir fluttu til Rupert House. Um vorið var allt þorpið „ilmandi" a:' „úldnum og hálfreyktum fiski,“ eins og Stephan G. seg- ir í kvæði sínu um Indíána. En það bjargaði lífi fólks ins þann vetur. En ástandið fór stöðugt versnandi. Bifurinn hafði ver- ið Indíánans aðal-inntekta lind. Ekki einasta skinnin sem verzlunarvara, heldur og kjöt- ið til fæðu. En sú lind virtist þornuð. Þeir reyndu að veiða skógarhænur, héra og brodd- gelti, en sú veiði var stopul og gekk til þurrðar, er ekkert var annað fyrir hendi. Þeir grófu upp rætur og jafnvel lögðu sér til munns börk af trjám. Börn voru farin að deyja af ónógri og óhollri fæðu. Þá var það er tveir Indíán- ar komu til Jim Watt og sögðu lonum að þeir hefðu fundið bifur-bú þrjátíu mílur frá Rupert House, og komu þeir í þeim erindum að fá lánaða byssu eða gildru til að veiða þá. ,Það var örlagaþrungið augnablik fyrir Indíánana, því þá rann það upp fyrir Jim, hvernig hann gæti tryggt framtíð þeirra,“ sagði Maud Watt. Jim keypti búið af Indíán- unum. Hann borgaði þeim sextíu dollara úr sínum eigin vasa, því næsta ár vissi hann að það yrðu þar fjórir bifrar. Hann hélt þessu áfram í tvö ár, þá hafði hann keypt 25 bú og hafði um tvö hundruð bifra, en þá hafði hann ekki fé til að halda áfram þessari aðferð. Eftirtektarvert er, að þó Indíánarnir væru enn hungraðir, þá datt engum þeirra í hug að snerta bifra þá, er Jim hafði keypt af þeim. Hann hafði sannfært þá um að ef þeir biðu með þolin-* mæði, .... mundi bifur-veiðin koma til baka. En hann vissi, að það mundu verða um tíu ár þangað til hún gæti byrjað aftur. Hann vissi einnig, að hvítir menn gátu komið og drepið þessa bifra og hann hafði ekkert löglegt vald til að hindra þá. Nú voru góð ráð dýr, því veiðitíminn fór óðum í hönd. Varð það því úr að Maud lagði af stað með tvö börn þeirra hjóna, þá aðeins sex og þriggja ára að aldri, á leið til Quebec til, að leggja mál Indf ánana fyrir stjórnina þar. Þetta var um vetrartíma, og veður kalt. Hún ferðaðist með tveim lestum hunda. Börnin voru í ofurlítilli vel fóðraðri kompu á öðrum sleðanum, en farangur, þar á meðal tVö smá tjöld, á hinum. Maud sjálf hljóp með lestinni, og hvíld- ist öðru hverju á sleðanum. Fylgdarmenn voru tveir trúir Indíánar. Fyrsta daginn, er þau lögðu af stað, var frostið 60 stig fyr- ir neðan núll, svo hún sneri aftur til að bíða hlýrra veðurs. Þó voru 20 stig fyrir neðan, er þau hófu ferðalagið fáum dögum seinna. Fyrst lá leiðin yfir ís til Moose Factory. Þar hvíldist hún og börnin áður en hún lagði af stað til Moo- sonee; og þaðan í gegnum skóg til Cochrane. Þangað var þá búið að leggja járnbarut, svo það sem eftir var fór hún á járnbrautarlest. Er hún loks Til Ástu og Munda á 50 ára giflingarafmæli þeirra, 16. júlí 1961 Ljóð mitt engan leggur dóm, sem lyftir, eða rýrir: einkis megna orðin tóm, sem engin reynsla stýrir. En af reynslu eg það veit, sem orð mín gjarnast sanna: Þau eru virt í sinni sveit sökum verðleikanna. Þau áttu saman sólskins reit í sumarbjörtum lundi: virt af átórri vinasveit voru, Ásta og Mundi. Hvar sem birtist viðhorf vítt, viljinn brást þeim eigi, vinabros og handtak hlýtt heilsaði mörgum degi. Þó tímans rödd sé tregaklökk er traust á hennar vegi. Hafið allrar þjóðar þökk á þessum heiðursdegi. S. E. Björnsson komst til Quebec, hafði hún verið heilan mánuð á leiðinni. Hinn mest hrífandi kafli bókarinnar er sagan um það, hvernig þessi ótrauða og hug- rakka kona, veðurbarin og kalih eftir ferðalagið, bar fram mál sitt fyrir embættis- mönnum fylkisstjórnarinnar, og réttindum Indíánanna. En hún bar sigur úr býtum. Er hún fór heimleiðis, hafði hún með sér leiguskilmála fyrir 7200 ferhyrningsmílum, til að vernda bifurinn til handa Indíánum í kring um Rupert House. „Þessi kona,“ sagði einn af þessum embættismönnum, „hefir sannfæringarafl sjálfs höfuðengilsins, Gabriels.“ Þetta er aðeins stuttur út- dráttur úr mjög lærdómsríkri bók. Ég leyfi mér að bæta við í stuttu máli hvað höfundur- inn segir um árangurinn af tilraun Watts-hjónanna: „Þar sem fáum árum áður en Indíánarnir höfðu verið að ráfa um í skóginum, kvíðandi hverjum nýjum degi af neyð, var nú ekki fátítt að sjá þá glaðlega leigja flugvél, fylla hana með hóp sællegra hlæj- andi barna, konu, og annarri búslóð og fljúga til veiðistöðva sinna.“ Nú eru tíu aðrar slíkar verndarstöðvar í Norður On- tario. Þegar Jim Watt keypti hina fyrstu tvo bifra af Indíánum, var lán það, er hver fjöl- skylda fékk hjá félaginu. fimmtíu dollarar á ári. Nú fær hver fjölskylda tólf hundruð dollara á ári aðeins fyrir skinnin; kjötið er þar að auki. Jim Watt er dáinn og er jarðsettur við Rupert House. Maud Watt, með hjálp Indíán- anna, hefir reist veglegt sam- komuhús helgað minningu hans, þar sem Indíánar geta komið saman sér til gagns og skemmtunar. Hún býr enn meðal þeirra með tveimur börnum af Indíána ætt, er hún hefir tekið að sér. Henni hefir að verðleikum verið sýndur heiður á ýmsan hátt. Hún er nú Chief Warden of the Ru- pert House Forest Reserve. Gullbrúðkaupsvísur Til Munda og Astu Sigurðsson 16. júli 1961 Heilir sælir góðu grannar gleðileg er þessi stund. Ótvírætt hún okkur sannar ykkar þrek og hetjulund. Hálfa öld með heiðri og sóma hafið lífi saman eytt. Hlutuð fólksins hlýju dóma hversu vel þið hafið breytt. Ykkar dætur, ykkar synir efla og prýða mannfélag. Hér svo margir hollir vinir heiðra ykkur þennan dag. Þakka samferð, þakka gæði það eru okkar léttvæg gjöld. Alheims-faðir ykkur bæði annist fram á hinzta kvöld. V. J. Guttormsson ÆTLARÐU AÐ FERÐAST? Hvert sem þú ferð, spara ég þ é r peninga og létti af þér áhyggjum án auka kostnað- ar. Ég er um- boðsmaður Icelandic Airlines og allra aðal flug- og skipa- ferðafélaga; skipulegg ferðir innanlands og erlendis. Ég leiðbeini þér varðandi vega- bréf, visa og hótel, ókeypis, og með 30 ára reynslu get ég ábyrgzt ágSeta fyrirgreiðslu. ARTHUR A. ANDERSON Continental Travel Bureau. 315 Horgrov* St.# Winnipeg 2 Otfice Ph. WH 3-5467 - Res. GL 2-5446

x

Lögberg-Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.