Lögberg-Heimskringla


Lögberg-Heimskringla - 24.08.1961, Qupperneq 2

Lögberg-Heimskringla - 24.08.1961, Qupperneq 2
2 LÖ^LENG-lLÁMSKFuNGLA, FxMMFUDAGINN 24*. ÁGÚST 1961 Fimmtíu ára afmælishátíð Wynyardbæjar Þótt hinn íslenzki bragur á opinberum samkomum í Wyn- yard sé nú að mestu horfinn, taka Islendingar enn aðal- hlutverkin í félagslegum framkvæmdum, þeim er nokkru varða, og eins var nú þegar Wynyardbær hélt upp á 50 ára afmæli sitt dagana 30.-31. júlí og 1. ágúst. Fyrsta daginn, sunnudaginn 30. júlí, voru guðsþjónustur haldnar í öllum kirkjum bæj- arins kl. 11 f. h. Kl. 2 e. h. var tilkomumikil sýning flug- þota frá Gimli, Man. yfir Wynyard-flugvelli, sem er 3 mílur út frá bænum. Á flug- vellinum var margmenni að fagna þeim, sem þar komu í einkaflugvélum. Bæjarstjóri, Sundquist, bauð flugmenn velkomna, þá er sóttu mótið flugleiðis. Þar voru lentar 20 slíkar flugur, ein var frá Mountain, N. Dak., sem tveir Melsted-bræður komu í. Mánudag 31. júlí, kl. 12 á hádegi byrjaði með skrúðför af „floats“, sem verzlunar- og athafnamenn bæjarins höfðu skreytt, hver með sínu merki, einnig söguleg fyrirbrigði í framþróun bæjar og byggðar, með Wynyard „band“ í broddi fararinnar út á leikvöll bæj- arins. Þar var að vanda vel til efnt og nóg af alls slags skemmtunum hesta, veðhlaup, „baseball“ og íþróttir. Frum- byggjum þeim, er voru þar fyrir 1911, hvar sem þeir voru, var boðið á afmælishátíðina og í garðinum var sérstakur staður fyrir þá til að hittast, skrá nafn sitt og drekka kaffi- bolla. Allt þetta frumbýlings- fólk var svo hyllt með „turkey dinner“ kl. 5 e. h. Voru þar á þriðja hundrað manns við borð. Mr. Camnon stýrði hóf- inu. Þar töluðu Sundquist bæjarstjóri, Hon. James Gard- ner og margir fleiri. Deginum lauk með dansi í Memorial Arena. Seinasti dagurinn byrjaði 17. ágúst 1961. Séra Alberl E. Kristjánsson og frú Anna heimsóttu Betel 4. júlí. Var þeim fagnað með söng, píanóleik og veitingum. Séra Albert flutti „Spjall á víð og dreif“, fróðlegt og skemmtilegt, hittu þau hjón- in síðan vistfólk í herbergj- um þess. Sunnudaginn 9. júlí prédikaði séra Albert í Únitarakirkjunni á Gimli. Kvenfélagskonur framreiddu veitingar á eftir og vinum gafst tækifæri að kveðja prestshjónin, sem mörgum eru svo kær. Afmælisveizla á Betel 12. júlí fór fram á skemmtilegan hátt samkvæmt venju. Þessir áttu afmæli í júlí: Thordur Samúelson, John Júlíus John- son, Jónasína Helgason, Hall- með skrúðgöngu, er horna- flokkur lék fyrir, og 4-H Club úr nærliggjandi sveitum. Þessi dagur var sýningardagur 4-H Clubs á búpeningi og landsaf- urðum. Endað með „square dance“, sem stýrt var af sér- fræðingum í þeirri grein. Enn lifir í menningar- og minjaglóðum hjá íslendingum og nefnd er þar starfandi til að sjá um móttöku forseta Is- lands, sem verður þar 19. sept. Allir í þeirri nefnd voru í nefndinni, sem stóð fyrir Wynyard-hátíðinni. Ein sönn- un enn fyrir velvild til ís- lenzkunnar þar er kvæði það, sem fylgir eftir einn af frum- herjum héraðsins. H. S. A, Landndmsljóð Wynyardbæjar Hér heyir fólkið landnáms ljóð sem leikin eru frjálsri þjóð, því athvarf lýðsins er og varð hin auðnuríka Wynýarð. Hér áður fyrr var eyðiland með engjadrög og skóga band, og órækt slóð um auðn og mó, en auðug jörð og moldin frjó. En landnáms höndin traust . og trygg hér tók við ræktun hraust og dygg, svo út við skóg og eyði hól reis upp margt fagurt höfuð- ból. Og byggðin hefir blómgast öll með beitilönd og gróðrarvöll, svo enga vitum aðra sveit sem á sér betri fyrirheit. Nú fimmtíu ár af farsæld blíð er frá þér hófst sú landnáms- tíð og Wynýarð með vöxt og þrár svo verði næstu hundruð ár. T. T. Kalman grímur Austman, Friðfinnur Lyngdal, Peter N. Johnson, Sigríður Sigmundson, Hall- dóra Thompson, Sigríður Goodman, Aldís Peterson, og Gísli Einarson. Elzta 88 ára, yngsta 69 ára. Gimli Women's Instiiute íé- lagið fór hina árlegu skemmti- ferð með heimilisfólk frá Betel 6. júlí til Árborgar sem gestir nýstofnaðs Women’s Institute félags í Árborg, sem hafði haft ljúffengar veiting- ar og ágæta skemmtun. Mrs. Ellen Borgfjörð forseti Árborg Women’s Institute bauð gest- ina velkomna. Annaðist Mrs. Magnea Sigurdsson undirspil á orgelið. Einspil á fiðlu hafði Randy Sigurdsson. Píanó ein- spil Lenore Borgfjörð. Mrs. Valdís Oddleifsson las þrjú íslenzk kvæði. Mrs. Laura Tergesen frá Gimli flutti fal- legt ávarp og þakkaði fyrir hinar hlýju móttökur og þakk- aði einnig þeim, er fluttu heið- ursgestina fram og til baka í bílum sínum. Kvenfélagið „ísafold" frá Víðir, Man. heimsótti Betel 26. júlí. Komu þær með ágæt- ar veitingar og fróðlega skemmtiskrá. Mrs. Thruda Floyd, forseti félagsins, stjórn- aði skemmtiskrá. Sálmar og ættjarðarlög voru sungin, Mrs. Binna Jóhannesson við hljóð- færið; Mrs. Lilja Erickson flutti ávarp, en þessar lásu ljóð og endurminningar: Marylin Lindal, Louise Hall- dórson og Mrs. Ina Sigvalda- son. Mrs. Floyd afhenti $50 gjöf til Betels frá félaginu. Á bæjarráðsfundí 8. ágúst var gerður samningur við Nelson River Construction fé- lagið um að steinleggja þriðju götu (Third Ave.) fimmta stræti norður og fimmtu götu (Fifth Ave.) frá Center-stræti suður. Verður áætlun á öllum kostnaði við það fyrirtæki $67,990. ☆ Séra Harald S. Sigmar hélt íslenzka guðsþjónustu á Betel 23. júlí, einnig messaði hann Ársfundur Kvensambands Únitara, sem haldinn var á sumarheimilinu á Hnausum 9. júlí síðastl. var stuttur en skemmtilegur. Komu erinds- rekar og gestir frá Winnipeg, Árborg, Lundar, Gimli og Riverton. Skýrslur voru lesn- ar frá Wynyard og Oak Point, ásamt þeim, sem á hefir verið minnzt og má segja með sanni, að þessar konur starfa með miklum áhuga og sýna þær, hvað má gera, þegar viljann vantar ekki. Það eru um 80 meðlimir í þessum fé- lögum og hafa þær notað tekjurnar til að bæta og hjálpa í sínum byggðarlögum og eins styrkja þær Rauða Krossinn og spítalanefndir og svo margt fleira. Tvær konur voru útnefndar til að sitja fund kirkjuþings- ins, sem haldið er árlega í Qu- Appelle, 'Sask. fyrstu viku i sept. Þær eru Mrsf A. M. Dowell og Guðrún Eiríksson, báðar frá Winnipeg. Ein kona var gjörð að heiðursmeðlim sambandsins; hún var Val- gerður Nordal frá Arborg. Mrs.'Ólöf Oddleifsson ávarp- aði fundinn og skýrði frá hve Mrs. Nordal hefði starfað með mikilli einlægni og áhuga og hefði aldrei látið sig vanta, þegar vinna þurfti í öll þessi ár. Kvenfélag Árborgar átti 35. — þrítugasta og fimmta — af- mælisdag þetta ár, og komu Árborgarkonur með feikna stóra afmælisköku, sem borin var fram með kaffiveitingum eftir guðsþjónustu úti á grundinni í indælis veðri; á ensku í kirkjunni sinni á Gimli þann dag, flutti ó- gleymanlega ræðu. ☆ Séra Jón Bjarman hélt ís- lenzka guðsþjónustu á Betel 27. júlí og aftur 3. ágúst. Mikil eftirsjá verður fyrir Lundar- bæ að kveðja þau mætu prestshjón í haust. ☆ Þann 8. júní fór Mrs. Jónas- ína Benson til Cotati og Santa Rosa í Kaliforníu í heimsókn til dætra sinna, Mrs. A. C. Smith og Mrs. F. Rowlin. Dvaldi hún hjá þeim í tvo mánuði og kom heim til Gimli 8. ágúst. Miss S. Stefánsson háskóla- kennari á Gimli fór til Salt Lake borgar í Utah 10. júlí, svo til Los Angeles, Santa Rosa og Cotati í Kaliforníu, þar sem hún dvaldi í tvær vik- ur hjá dætrum Mrs. Benson, fóru þær víða um umhverfið með gesti sína, til dæmis til Reno, San Francisco og San Jose. Höfðu þær Mrs. Benson og Miss Stefánsson mikla ánægju af þessu ferðalagi. Mrs. Kristín Thorsteinsson, 74 First Ave., Gimli, Man. séra Philip Pétursson mess- aði með aðstoð söngflokks frá Árborg, einnig söng Mrs. Elma Gíslason. Afráðið var að halda áfram að bæta og laga sumarheim- ilið, nýtt gólf verður sett í eldhúsið þetta ár og smám saman verður gert meira við byggingarnar, svo ef ein- hverjir vinir og styrktarmenn þessa kirkjufélags vilja hjálpa með peningagjöfum, þá má senda þær til Mrs. Emmu Renesse, Gimli, Man. Félagið The Retarted Childrens Asso- ciation hefir beðið um að fá að vera þar einn mánuð næsta sumar. I ár eru fjölskyldur með börn þar og er hver vika upptekin. Afráðið var að halda fund sambandsins á sama stað næsta ár, en hafa þá að minnsta kosti tvo daga. öllum kom saman um að staðurinn væri svo skemmtilegur. Nefndarkonur, sem kosnar voru fyrir 1962, eru: Forseti, Mrs. A. McDowell; varafor- seti, Lilja Björnsson; Rec. Sec. Mrs. G. Eiríksson; Cor- resp. Sec. Mrs. P. M. Péturs- son; Financial Sec. Mrs. Emma Renesse, Gimli; Treas. Mrs. N. K. Stevens, Gimli; Council- lors Mrs. S. B. Stefánsson, Wpg.; Mrs. María Nordal, Ár- borg; Mrs. F. Verner, Wpg.; vara councillors, Mrs. Sam Sigurðson, Wpg.; Mrs. Þrúða Goodman, Wpg.; Miss Stefan- ía Sigurðson, Árborg. Yfir- skoðunarmenn: Miss S. Hjart- arson, Gimli, Mrs. Ingibjörg Sveinsson, Gimli. fslendingadagurinn í Blaine Sunnudaginn 30. júlí komU Islendingar frá Vancouver og Blaine saman við Friðarbog- ann skammt fyrir norðan Blaine, til að halda sína ár- legu útiskemmtun. Dagurinn var yndislegur, bjart og hlýtt, en svöl golan af sjónum, og þarna var margt fólk saman komið frá nærliggjandi borg- um, Bellingham, Seattle, Vic- toria og Nanaimo og máske víðar. Kl. 1 steig forseti dagS' ins, séra G. P. Johnson upp a pallinn og bauð alla velkomna- Hann stýrði samkomunni myndarlega, engar orðleng' ingar, en stjórn hans lipur og skemmtileg. Ræður fluttu þau frú Marja Björnsson, Stefán Eymundsson og T. B. Ás- mundson. Dr. Sveinn & Björnsson flutti frumort kvæði. Breiðfjörðs „quartett- inn“ frá Blaine söng ágætlega sem fyrr. En það sem hreif mig mest persónulega var söngurinn hans Tana Björns- son frá Seattle. Eg hef heyft hann syngja fyrr. Guð hefir gefið honum óvenju fagra rödd, sem hann kann að fara vel með. Hann söng meðal annars vísurnar hans K.N’S’ Júlíusar, „Ævintýri á göngu' för“, en lagið við það var eftir Tryggva Björnsson, bróður Tana. Það var reglulega gam' an, lagið féll vel við textann og rödd og túlkun söngvarans var í samræmi. Elías Breið' fjörð stjórnaði samsöng, allir höfðu gaman af að taka undir gömlu lögin. Skemmti' legast var þó að hitta og tala við góða vini og ættingja, sem maður hittir aðeins við þessi tækifæri, og álíf ég það vei-3 sterkasta aflið í þjóðrækni vorri að eiga þennan dag sam' eiginlega og staðfesta tryggja vinaböndin. G. J- Carl Gandrup (1880-1936) danskur rit- höfundur. Sumardag n o k k u r n f°r Gandrup á útikrá í Tívolí með félaga sínum, rithöfundinnú1 Jörgen Bast. Er þeir höfðu setzt við eitt af gömlu stra- borðunum, fór Gandrup a® róta ákaft í veski sínu. — Hvern fjárann ertu nú a® rannsaka? spurði Bast. — Ja, svaraði Gandrup, er nú bara að athuga, hvað eg er þyrstur. ROSE THEATRE SARGENT at ARLINGTON CHANGE OF PROGRAM EVERY FOUR DAYS Foto-Nite Every Tuesday and Wednesday SPECIAL CHILDREN'S MATINEE Every Saturday —AIR CONDITIONED—• Fréttir frá Gimli Ársfundur

x

Lögberg-Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.