Lögberg-Heimskringla - 24.08.1961, Blaðsíða 4

Lögberg-Heimskringla - 24.08.1961, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 24. ÁGÚST 1961 Lögberg-Heimskringla Published every Thursday by NORTH AMERICAN PUBLISHING CO. LTD. Printed by WALLINGFORD PRESS LTD. 303 Kennedy Street, Winnipeg 2, Man. Ediíor: INGIBJÖRG JÓNSSON EDITORIAL BOARD 5 Winnipeg: Dr. P. H. T. Thorlakson, chairman, Próf. Haraldui Bessason, vice-chairman, Mrs. Ingibjörg Jónsson, sec’y. Dr. Valdimar J. Eylands, Miss Caroline Gunnarsson, Prof. Thor- valdur Johnson, Mr. Jón K. Laxdal, Prof. Tryggvi J. Oleson, Rev. Philip M. Pétursson. Montreal: Próf. Áskell Löve. Minne- apolis: Mr. Valdimar Björnson. Grand Forks: Dr. Richard Beck. Reykjavík: Birgir Thorlacius ráðuneytisstjóri. Akureyri: Stein- dór Steindórsson yfirkennari. Subscriplion $6.00 per year—payable in advance. TELEPHONE WH. 3-9931 A.utliorlggd as Second Class Mail, Post OfRce Department, Ottawa. DR. RICHARD BECK: Þroskamáttur minninganna Ávarp flutt á íslendingadeginum að Gimli, Man. 7. ágúst 1961. Herra forseti! Virðulega fjallkona og heiðursgestir! Hátt- virta samkoma! Yfir þessum stað hvelfist sögunnar heiði himinn. Raddir fortíðarinnar hljóma hér í eyrum ’hverjum þeim, sem eitt- hvað verulega þekkir til sögu íslendinga í Vesturheimi. Hvergi vestan hafs háðu íslenzkir brautryðjehdur harðari baráttu en einmitt á þessum slóðum. Fleyg orð Davíðs Stef- ánssonar frá Fagraskógi eiga því sérstaklega við um þennan stað og Nýja ísland í heild sinni: Hér hefir steinninn mannamál og moldin sál. Það sæmir þá einnig ágætlega, að hér á Gimli hefir land- nemunum íslenzku verið reistur viðeigandi og varanlegur minnisvarði, mikið bjarg, það, sem kallast oft öðru nafni Grettistak, og er mjög táknrænt (symbolic) fyrir sigursæla baráttu og afrek frumherjanna því að þeir byltu björgum í bókstaflegum skilningi. 1 Islendingadags-minni fyrir meir en 60 árum bar Stephan G. Stephansson fram þessa ósk: Hér í auðnum óbyggðs lands og á sögu leiðum geymist störf hvers göfugs manns — Grettistök á heiðum. Svo að allir segi, þó sveipist moldum beinin: Hér kom íslenzkt afl, sem hóf upp úr jörðu steininn. Þessi ósk skáldsins hefir orðið að veruleika í ríkum mæli. Minningarnar um afrek íslenzkra landnema vestan hafs, sem ruddu oss braut „til áfangans þar sem við stöndum“, lifir í þakklátum huga afkomenda þeirra og annarra, sem á eftir þeim hafa komið og njóta ávaxtanna af sigursælu stríði þeirra og frjósömu starfi. Davíð Stefánsson hitti ágætlega í mark, sem oftar, er hann sagði í Alþingishátíðarljóðum sínum 1930: Minning þeirra, er afrek unnu, yljar þeim, sem verkin skilja. Slíkar minningar eiga sér þroskagildi, séu þær túlkaðar í þeim skilningi, sem skáldið víkur hér að, ekki sem sjálfs- hrós, heldur sem uppspretta orku og hvatning til dáða, til stórra góðra og göfugra verka. í þeim anda flyt ég Islendingadagsnefndinni þakkir Þjóðræknisfélags íslendinga í Vesturheimi fyrir ágætt starf hennar, og ykkur öllum, sem hér eru saman komin, innilegar kveðjur og blessunaróskir félagsins. Megum vér enn um ókomin ár safnast saman á þessum söguríka stað til þess að slá hring um vorar dýrmætu og dýrkeyptu menningarerfðir og tryggja með þeim hætti varðveizlu og ávöxtun þeirra sem lengst. Ég lýk máli mínu með þessari íslendingadags-kveðju Stephans G. Stephanssonar, er var send símrituð 1905: Að útheims endum til Islendinga, um leiðir sendum við ljós-hreyfinga frá strönd að strönd um storð og lög: Vor handabönd, vor hjarta-slög. Ræða fyrir minni íslands ílult á íslendingadeginum að Gimli 7. ágúst 1961 af Sæmundi Kjartanssyni lækni. Kæru Vestur-Islendingar og aðrir samkomugestir hér í dag. Ég vil þakka íslendinga- dagsnefndinni þann heiður að bjóða mér að minnast íslands ó þessum hátíðisdegi og einn- ig er mér það mikið gleðiefni að hafa haft tækifæri til þess ásamt fjölskyldu minni að heimsækja Gimli. Þetta minn- ir mig líka á þá þjóðhátíð, sem ég ólst upp við þegar ég var lítill drengur heima á ís- landi í Vestmannaeyjum, en Vestmannaeyingar voru þeir einu heima, sem héldu tryggð við gömlu þjóðhátíðina frá 1874. Hún var einmitt haldin um þetta sama leyti og er nú líklega haldin hátíðleg þessa sömu helgi og íslendingadag- urinn hér. Að minnist Islands á þess- um hátíðisdegi eins og vert væri, er nokkur vandi og er ég ekki þeim vanda vaxinn, þar sem ég er hvorki skáld né þjálfaður ræðumaður, reynd- ar er þetta í fyrsta skipti á ævinni, sem ég held ræðu. ísland hefir merkilegt að- dráttarafl og hefir alltaf haft það. Flesta Islendinga fer að langa heim eftir aðeins stutta dvöl í útlöndum og fáir Is- lendingar setjast að erlendis ótilneyddir. Fjarlægðin gerir fjöllin blá og mennina mikla, og þið vitið að mikill sann- leikur felst í mörgum íslenzk- um málsháttum. Líklega finnst okkur ísland enn þá dá- samlegra og betra, þegar við erum þar ekki. Engu að síður held ég, að íslendingar séu bundnari landinu sínu en margar aðrar þjóðir, kannske er það nefnd þjóðrækni. Það er torvelt að skýra, hvað það er, sem bindur íslendinga landinu sínu svo föstum bönd- um, en varla var það þráin eftir sællífi, því að óvíða hef- ir lífsbaráttan verið harðari en þar, þótt það hafi breytzt eins og svo margt annað. Já, breyt- ingarnar hafa orðið geysi- miklar. Eyjan okkar, sem áður var svo einangruð, er nú kom- in í alfaraleið. Forfeður okkar börðust harðri baráttu við náttúru- öflin, allt var meira og minna veðrum háð og líf fólksins byggðist kannske algerlega á veðráttu næsta vors, sem svo sorglega oft brást. Nú hefir tæknin gert okkur óháðari veðráttunni en áður var, lífs- baráttan er orðin auðveldari. Víst hefir hlutskipti öreiga- æsku landsins á seinni áratug- um 19. aldar verið erfitt, því að það er erfitt að standa í stað eða jafnvel miða aftur á bak. Og ekki megum við gleyma því, að jafnvel erfið- ara hefir hlutskipti þeirra verið, sem gerðu uppreisn á móti baslinu og stigu hin þungu spor, sem fylgdu því að yfirgefa ættlandið og nema land að nýju. Við hyllum enn í dag kjark og áræði land- nemanna, sem brutust áfram gegn ógnarlegum erfiðleikum í framandi landi og unnu glæsilegan sigur. Island er miklu betra land börnum sínum í dag en það var á seinni áratugum 19. ald- ar og fyrstu áratugum hinnar tuttugustu. Framfarirnar hafa orðið miklar á öllum sviðum, það munu þau ykkar hafa séð, sem komið hafa til ís- lands á seinni árum, og ég vona að sem flestum ykkar gefist tækifæri til að sjá með eigin augum á komandi árum. Það eina, sem er óbreytt, er náttúra landsins. Tign henn- ar og stórhrikaleiki eins og áður var. Gnótt náttúruundra og andstæðna. Að auka degi í æviþátt fagra júnínótt á Norð- urlandi, þegar sólin er ofan við sjóndeildarhringinn um lágnættið, er ævintýr, sem menn gleyma ekki fljótt. Við, sem höfum verið á lygnu sum- arkvöldi í Ásbyrgi, við Detti- fosss eða Mývatn, óskum þess að fleiri gætu notið þeirrar fegurðar. Útsýn af Heklutindi eða Skjaldbreiði hefri ekkert breytzt, frá því að Jónas Hall- grínisson ferðaðist um ísland og orti sín fegurstu ættjarðar- ljóð. I augum okkar Islend- inga eru Þingvellir einn feg- ursti staður á jarðríki. Og fjallahringurinn frá Reykja- vík, höfuðborginni okkar, Esjan, Skarðsheiðin, Akra- fjall, Snæfellsjökull og Reykjanesfjallgarðurinn, við trúum því mætavel, þegar út- lendingar segja okkur, að þetta sé eitt fallegasta borgar- stæði í heimi. Það rifjast upP fyrir okkur, að Ingólfur Arn- arson, fyrsti landnámsmaður- inn, valdi sér ekki bústað sjálfur, heldur fól guðunum það á vald. Okkur finnst samt miklu vænna um alla þessa fallegu staði landsins, vegna þess að saga okkar litlu þjóðar er þeim samofin, margir eru staðirnir á íslandi, sem hafa verið vettvangur örlagaríkra atburða löngu liðinna tíma, at- burða, sem hafa varðveitzt a spjöldum sögunnar, atburða, sem við viljum ekki gleyma. Við vitum enn í dag með nokkurri vissu, hvar land- námsmennirnir fornu bjuggu, hvar höfðingjar Sturlunga- aldarinnar áttu heima og um orustuvelli þá, þar sem þser orustur voru háðar, er leiddu til þess, að við misstum dýr- mætt sjálfstæði okkar árið 1264. Margur Islendingurinn hef- ir leitað sér huggunar í forn- bókmenntum okkar á liðnum tímum, þegar á móti blés. Út- lendingum kann að virðast, að við séum upp með okkur, að við séum montnir af forfeðr- um okkar, hugsum of mikið um fornaldarhetjurnar °é fornbókmenntirnar. Þeir mega þó ekki lá okkur það, því að þetta eru einu fornmenjar okkar. Við eigum engin glaesi- leg mannvirki, hallir eða musteri frá gullöld okkar, eins og til dæmis Grikkir og Italir eiga frá sínum gullald- artímum. Einnig erú fornbók- menntirnar eiginlega hið eina, sem vakið hefir aðdáun og at- hygli erlendra manna á ís' Frh. bls. 7- TIL ÍHUGUNAR: /#Fomöfn,/ Undir þessari fyrirsögn hefir nútíðarskáld eitt hér 1 Bandaríkjunum ort rímlaust ljóð. Hefi ég snúið því á is' lenzku og sendi hér með þýðinguna til birtingar í Lögbergi' Heimskringlu, því ég álít það vel þess vert að vera tekið til alvarlegrar íhugunar. Hér er þá kvæðið: — A. E. K. Drottinn sagði, „Segðu ‘Við’ En ég hristi höfuðið, Huldi hendur mínar samanþrýstar fyrir aftan bakið og sagð1 þrjózkulega, „Ég.“ Drottinn sagði, „Segðu ‘Við’ “; En ég leit á þá, kámuga, skakka og skælda. Ég sjálfur í öllum þessum afskræmdu myndum? Nei, takk- Með viðbjóði sneri ég andliti frá þeim, og sagði, „Þeir.“ Drottinn sagði, „Segðu ‘Við’ “; Og ég, Að lokum, Auðugri af mikilli fúlgu Ára Og tára Leit í augu þeirra og fann hið torvelda orð Sem beygði svíra minn og hneigði höfuð mitt. Eins og skóladrengur sem skammast sín muldraði ég þá lág*> „Við, Drottinn.“ , —Karle Wilson Baker

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.