Lögberg-Heimskringla - 24.08.1961, Side 8
8
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 24. ÁGÚST 1961
Úr borg og byggð
Ekki er unnt að birta í
þessu blaði allar greinar, sem
safnazt hafa fyrir á skrifstofu
blaðsins, en þær verða birtar
strax og rúm leyfir. Frétta-
bréfin létum við sitja fyrir
öðru lesefni, en vorum nauð-
beygð að stytta þau nokkuð
sökum þrengsla í blaðinu og
treystum því, að ritarar þeirra
virði það á betri veg.
☆
Dan Ólafsson og Lawrence
Johnson frá Chicago komu
hingað nýverið og voru í
þriggja vikna sumarfríi. Þeir
sóttu Islendingadaginn á
Gimli og dvöldu viku í Mikley,
en þaðan er Dan ættaður. Héð-
an fóru þeir til Minaki, en
þar eiga systir hans, Ella, og
maður hennar, Mr. og Mrs.
Sveinsson, sumarheimili.
☆
Mrs. Guðm. Erickson frá
Vancouver var hér nýverið í
heimsókn hjá Mr. og Mrs.
Sam Sigurdson á Lipton St.
og öðrum vinum.
☆
T ry ggingar s j óður
Lögbergs-Heimskringlu
Mr. J. Walter Johannson,
Pine Falls, $50.00.
Meðtekið með þakklæti.
K. W. Johannson,
féhirðir
☆
Munið eftir samsæti Þjóð-
ræknisfélagsins 16. sept. til
heiðurs forseta íslands og frú.
60 sæti enn þá óseld. Fáið
ykkur aðgöngumiða sem fyrst
og fyllið salinn. Til sölu hjá
Cuðmann Levy, 185 Lindsay,
Ph. HU 9-5360.
☆
Frú Guðlaug Jóhannesson,
fréttaritari blaðsins í Vancou-
ver, brá sér til Honolulu 5.
ágúst í heimsókn til vinkonu
sinnar, frú Guðrúnar Hallson,
er lengi átti heima að Vogar,
Man. Hún flaug þangað í
þotu, er sonur- hennar stjórn-
ar — 500 mílur á klst. Hún
segir í bréfi til ritstj.:
Hawaii er allt, sem mig
hafði dreymt um og miklu
meira. Pálmatré gnæfa við
himin, hægur vindur af sjón-
um skrjáfar í laufunum, alls
staðar eru blóm svo fögur, að
orð fá ei lýst, og smá tré með
óteljandi orchids rétt við
gluggann minn — og yfir alla
þessa fegurð varpar tunglið
glampa sínum. — Ég vildi
bara að ég væri skáld, þá
skyldi ég senda kvæði.
☆
Jakob G. Henrickson kom
nýlega til Winnipeg og var á
heimleið til Edmonton. Hafði
hann verið fulltrúi á þingi
U.A. verkalýðssamtaka í
Kansas City, sem stóð yfir í
viku. Rúmlega þúsund full-
trúar sóttu þingið víðs vegar
að úr Bandaríkjunum og Kan-
ada. Þessi þing eru háð fimmta
hvert ár og hefir Jakob sótt
þrjú sem fulltrúi deildarinnar
í Edmonton.
Gifting
Marleen Christie Anne,
dóttir Mr. og Mrs. S. J. Jóns-
son, Hecla, Man., og Clifford,
sonur Mr. og Mrs. H. K. Tóm-
asson, Winnipeg, voru gefin
saman í hjónaband 5. ágúst
í Fyrstu lútersku kirkjunni af
Dr. Valdimar J. Eylands. Mrs.
F. R. Decosse frá St. Paul,
Alta., frændkona brúðgumans,
söng, en Mrs. E. A. ísfeld lék
á hljóðfærið. Svaramaður
brúðgumans var Christian
bróðir hans, en brúðarmeyjar
voru systur hans, Darleen og
Deanna, og Miss Bernice Tho-
mas. Að athöfninni lokinni fór
fram fjölmenn veizla í St.
James Banquet Hall; séra
Skúli Sigurgeirson var veizlu-
stjóri; Dr. Eylands flutti borð-
bæn; Mrs. E. P. Jónsson mælti
fyrir minni brúðarinnar og Mr.
Gerald Doll söng. Meðal langt
aðkominna gesta voru Mr. og
Mrs. H. J. Pétursson, Toronto;
Mrs. V. Valgardson, Moose
Jaw; Rev. og Mrs. S. J. Sig-
urgeirsson, Waubun, Minn. og
margt skyldfólk og æskuvinir
brúðhjónanna frá Hecla og
Gimli.
☆
Þakklæti
Innilegt þakklæti til þeirra,
sem sýndu mér vinsemd og
hluttekningu við fráfall dótt-
ur minhar í s. 1. september og
eins við fráfall sonar hennar,
Kensley Wheaton, er drukkn-
aði í maí 1961; fyrir sönginn
í kirkjunni á Victor St.; sömu-
leiðis Mrs. A. Sigurdson í Ár-
borg og Mrs. Láru Sigvalda-
son í Árborg fyrir að bjóða
öllum í kaffidrykkju, sem
komu frá Winnipeg. Síðast en
ekki sízt Dr. Eylands fyrir
hans hjálp og vinsemd.
Guð blessi ykkur öll allar
stundir.
Sesselja Oddson
☆
f myndasafni merkra
Kanadamanna
Fréttaritari og dráttlistar-
maður frá stórblaðinu Globe
and Mail ferðast um Kanada
og skrifa um og teikna mynd-
ir aíf merkum Kanadamönn-
um fyrir blað sitt. I útgáfu
blaðsins 29. júlí s. 1. birtist
mynd og stutt æviágrip Wal-
ters J. Lindals dómara. Er þar
aðallega vikið að menntaferli
hans, herþjónustu, þeirra
bóka, sem hann hefir samið
og að hann sé forseti Canadi-
an Ethnic Press Federation.
Margt fleira merkilegt hefði
mátt segja um þennan sí-
starfandi Kanadamann.
☆
Magnús Elíasson, útbreiðslu-
maður CCF flokksins í Mani-
toba, er nýkominn til baka frá
Ottawa, þar sem hann sat
stofnþing nýja flokksins —
„New Democratic Party“. 1—
Magnús sótti þingið að hálfu
stjórnarnefndar CCF flokks-
ins í Manitoba. Aðrir íslend-
ingar, sem sóttu sama þing,
voru: Björn Andersson og
MESSUBOÐ
Fyrsta lúlerska kirkja
Sr. V. J. Eylands, Dr. Theol.
Heimili 686 Banning Street.
Sími SUnset 3-0744.
Guðsþjónustur á hverjum
sunnudegi:
Á ensku kl. 11 f. h.
Á íslenzku kl. 7 e. h.
Allir ævinlega velkomnir.
Eiríkur Jónsson frá Kandahar,
Carl Ólafson frá Dafoe, Fred
Guðmundson og Ted Joseph-
son frá Mozart, og bræðurnir
Mervin og Eldon Johnson frá
Kindersley, Eldon er fylkis-
þingmaður fyrir Kindersley-
kjördæmið, en Mervin er for-
seti CCF flokksins í Saskatch-
ewan. Petur Howe, þingmað-
ur fyrir Kelvington-kjördæm-
ið í Saskatchewan í 22 ár, var
einnig á þinginu í Ottawa.
Petur er af norskum ættum,
á íslenzka konu og talar
ágæta íslenzku, á heima í
Foam Lake. Mun það vera, að
hann og T. G. Anderson, fyrr-
verandi forsætisráðherra Sas-
katchewanfylkis, hafi verið
þeir einu menn af útlendum
ættum, sem setið hafa á þingi
í því fylki, sem hafa talað ís-
lenzku.
Þetta er talið að hafa verið
það stærsta pólitíska þing, er
farið hefir fram í sögu Kan-
ada, með 1801 skrásettum er-
indrekum. Á bakaleiðinni
stanzaði Magnús allra snöggv-
ast í Atikokan og heilsaði upp
á Einar Swanbergsson og
fjölskyldu hans. Höfðu þeir
ekki sézt síðan Einar innrit-
aðist í flugherinn árið 1941,
en þeir störfuðu þá báðir fyr-
ir sama félagið í Vancouver.
Sagði Magnús, að sér hefði
þótt skemmtun af að hitta
þennan gamla vin í annað
sinn.
☆
Óska eftir
að búa með annarri konu í
fjögurra herbergja íbúð og
greiða helming leigunnar.
Sími SP 4-5970.
☆
Píanó Reciial í Berkley
Hinn kunni píanókennari,
Mrs. Louise Gudmunds, tók
aftur að kenna píanóleik fyr-
ir tveimur árum og sér hún
eftir að hún gerði það ekki
fyrr vegna þess yndis, sem
hún hefir af því. Nemendur
hennar eru byrjendur og
komu þeir fram á recital ný-
verið og voru 32 píanólög á
skránni. Allt fór fram hið
bezta svo sem vænta mátti.
☆
Nýlega birtist í Alþýðublað-
inu viðtal við próf. Harald
Bessason. Lögð var fyrir hann
uppáhalds spurning blaða-
manna á Islandi, þegar þeir
hitta fólk héðan að vestan —
um örlög íslenzkunnar hér.
Hann lét ekki leiða sig út í
neinar hrakspár í þeim efn-
um, en gat þó ekki stillt sig
um eina litla skrítlu:
Spurning:,
— Hefir þú orðið var við
blöndun á íslenzkunni og
enskunni?
Svar:
— Já, dálítið. Það kom dá-
lítill misskilningur fyrir, þeg-
ar kona nokkur sýndi mér
mynd af syni sínum og sagði
svo: — Þau eru nú á gifting-
artrippinu sínu. Ég misskildi
þetta, hélt að þau hefðu feng-
ið reiðhest í brúðargjöf, en
þótti samt ólíklegt, að þau
hefðu tvímennt á tryppinu í
brúðkaupsferðalagið. Svo ég
sagði á ensku: „This is going
to be a rough trip.“ En þá fékk
ég ekkert samband!
☆
Leiðrétting
1 fregninni um 50 ára hjú-
skaparafmæli í Blaine, sem
birtist í blaðinu 20. júlí, er
nafn gullbrúðhjónanna rangt.
Það átti að vera Chris og
Bena Freeman, en ekki Good-
man. Við biðjum afsökunar.
☆
Þann 18. þessa mánaðar fór
George Hanson, sem heima á
í Chicago, til íslands. Hann
verður kennari við U.S. Naval
Station í Keflavík árlangt og
mun jafnframt skrifa próf-
grein sína fyri meistarastig
M.A. og mun hún fjalla um
sögu Landsbókasafnsins. —
George er íslenzkur í móður-
ætt og hefir lagt mikla rækt
við íslenzk fræði.
☆
Hraustlega gert
Séra Jóhann Friðrik synti
þvert yfir Clear Lake fimmtu-
daginn 5. ágúst, frá austur-
til vesturstrandar vatnsins, og
eru það 9 mílur. Hann lagði
af stað kl. 10 um morguninn
og lauk sundinu á 7 klst. Er
hann fyrsti maðurinn, sem
hefir þreytt þetta sund og
þótti hraustlega gert, því
þetta vatn er mjög kalt. Tveir
bátar fylgdu honum yfir vatn-
ið. Hann nærðist á hunangi
og súkkulaði á leiðinni og
kenndi sér ekki meins að
sundinu loknu. Séra Jóhann
þjónar lúterskum söfnuði 1
Erickson, Man.
Dánarfregnir
Guðríður Sigurdson lézt 16-
ágúst að heimili dóttur sinnar,
Mrs. J. Nicol í St. Boniface.
Hún var fædd 15. sept. 1862,
og hefði því orðið 99 ára í
næsta mánuði. Hún var dóttir
Jóns Sigurðssonar í Hamra-
koti í Hvanneyrarsókn og
Þórunnar konu hans ÓlafS'
dóttur. Hún fluttist vestur una
haf með manni sínum, Jon1
heitnum Sigurðssyni og börn-
um 1893 og settist fjölskyldan
að í Brandon. Hana lifa fjórir
synir, Mundi og Jón ræðis-
maður, báðir í Vancouver,
Theodore í Fort William, Ont.,
og Fowler í Bowsman, Man-,
þrjár dætur, Mrs. J. Nicol,
Mrs. H. Fullerton í Toronto og
Mrs. E. Wiley í Sudbury, Ont-
Barnabörnin eru 24, barna-
barnabörnin 30 og 2 börn 1
þriðja lið. Útförin fór fram
frá United kirkjunni í BoWS'
man.
☆
Mrs. Una Sveinbjörð
Bjarnason andaðist 19. águst
á Almenna spítalanum í Wi°'
nipeg. Hún var fædd á SeyðiS'
firði 29. ágúst 1891, dóttir
Bjarna Torfasonar og konlJ
hans, Katrínar Gissurardótt'
ur. Hún fluttist vestur um ha
með foreldrum sínum og syst'
kinum 1892 og settist fj°'
skyldan að í nágrenni V1
Lundar. Árið 1918 giftist hún
eftirlifandi manni sínum,
Bjarna Bjarnason og áttu ÞaU
fyrst heima. í Árborg og sv°
á Gimli, en síðustu 34 árin 1
Winnipeg. Hér tók Una mj^
inn þátt í íslenzku félagslíf1’
hún var meðlimur kvenfélag®
Fyrstu lútersku kirkju og 1
söngflokki kirkjunnar enU
fremur tilheyrði hún Icelandic
Canadian Club. Auk eigin
manns hennar lifa hana
dætur, Bernice (Mrs. J. BeC
il) í Winnipeg og May (MrS_
N. Schott í Detroit; tveu
bræður, Karl Torfason í Win
nipeg og Sam Torfason í Van
couver. Útförin fór fram fr3
Fyrstu lútersku kirkju.
Valdimar J. Eylands jarðsöró'
SAMSÆTI
til heiðurs
Forseta íslands. HANS HAGÖFGI ÁSGEIR ASGEIRS-
SYNI, og frú DÓRU ÞÓRHALLSDÓTTUR
undir umsjón
ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA f VESTURHElMI
Fort Garry Hotel, laugardaginn 16. september 1961>
kl. 6.30 e. h.
ÖLL BORÐ TÖLUSETT, 8 MANNS VIÐ BORÐ
AÐGANGUR $6.00 FYRIR HVERN
PANTIÐ AÐGÖNGUMIÐA FYRIR 31. ÁGÚST HJÁ
Mr. Guðmann Levy, 185 Lindsay St., HUdson 9-5360