Lögberg-Heimskringla - 17.05.1962, Side 4
4
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 17. MAÍ 1962
■raa~
Lögberg-Heimskringla
Published every Thursday by
NORTH AMERICAN PUBLISHING CO. LTD.
Printed by
WALLINGFORD PRESS LTD.
303 Kennedy Street, Winnipeg 2, Man.
Edilor: INGIBJÖRG JÓNSSON
EDITORIAL BOARD
Winnipeg: Dr. P. H. T. Thorlakson, chairman, Próf. Haraldur
Bessason, vice-chairman, Mrs. Ingibjörg Jónsson, sec’y, Dr.
Valdimar J. Eylands, Miss Caroline Gunnarsson, Prof. Thor-
valdur Johnson, Prof. Tryggvi J. Oleson, Rev. Philip M. Péturs-
son. Vancouver: Dr. S. E. Bjömsson. Monireal: Próf. Áskell
Löve. Minneapolis: Mr. Valdimar Björnson. Grand Forks: Dr.
Richard Beck. Reykjavík: Birgir Thorlacius ráðuneytisstjóri.
Akureyri: Steindór Steindórsson yfirkennari.
Subscription $6.00 per year—payable in advance.
TELEPHONE WH. 3-9931
Authorized as second class mail by the Post OflBce Department, Ottawa,
and for payment of postage in cash.
Próf. HARALDUR BESSASON:
Ræða
flutt vestan fjalls í öndverðum maímánuði 1962
Mér er sagt, að Árni heitinn Pálsson prófessor hafi kom-
izt svo að orði um héruð hér vestan fjalls, að þau væru
„Island með viðbót“. Líklega hefir gamli maðurinn ekki
talið það nauðsynlegt að skýra orð sín nánar, því að slíkt
var ekki vani hans. Mun hann hafa látið áheyrendur um það
að geta sér til um, í hverju viðbótin væri fólgin. Líkast ti'l
hefir þó prófessor Árni átt við Klettafjöllin, sem vafalítið
eru hærri en Íslandsfjöll og skógana, sem þekja þau og eru
skóga mestir. Þá er og ekki að gleyma Kyrrahafinu, sem
er mun heitara og sváslegra en suðurhluti Ishafs eða norður-
hluti Atlantshafs. Einnig má nefna blómgróður, ávexti, skipa-
stól, fólksfjölda og margt fleira. Það tæki langan tíma að
skilgreina þetta, enda er það ekki ætlun mín. Mér þykir
þó tilhlýðilegt að minnast þess með fáeinum orðum, að
Ameríka hefir orðið íslandi að ýmsu leyti merkilegur við-
auki.
Næstum hvert skólabarn í Norður-Ameríku mun hafa
heyrt nafn Leifs heppna nefnt eða rekizt á það í bókum.
Fræðimenn telja hann og fyrsta evrópíska landkönnuðinn,
er steig fæti á land hér í Norður-Ameríku. Fram til þessa
hafa nokkrar sögur íslenzkar verið taldar merkustu og áreið-
anlegustu heimildirnar um landafundi Leifs, iþótt margur
Ameríkumaðurinn kunni að hafa skoðað þær sem skemmti-
legar þjóðsögur. Nú á síðustu tímum hafa fornleifafundir
á Nýfundnalandi mjög stutt hinar rituðu heimildir. Er því
ekki annað sýnna en að vantrúaðir hljóti brátt fullkomna
lækningu efasemda sinna.
Samband milli Islands og Norður-Ameríku hófst með
landafundum Leifs, eða ef menn vilja vera enn nákvæmari
með Grænlandsfundi Eiríks föður hans, en Grænland fylgir
Ameríku, eins og allir vita, að minnsta kosti í landfræðileg-
um skilningi. Þetta samband (ef Grænlandsnýlendan er und-
anskilin) rofnaði þó skömmu eftir að til þess hafði verið
stofnað, þar sem landafundirnir leiddu ekki til varanlegs
landnáms. Engu að síður höfðu landafundir íslendinga mikla
þýðingu og mun meiri en margur kann að gera sér grein
fyrir. Þeir juku ekki svo litlu við sjóndeildarhring sagn-
fræðinga, sem snemma rita um þessi efni. í öðru lagi verður
naumast dregið í efa, að siglingar Islendinga vestur hafi
varðað veginn fyrir Kristófer Kólumbus. Að minnsta kosti
draga þeir, sem gerst þekkja til, slíkt ei í efa. Læt ég nægja
að vitna um þetta til verka dr. Vilhjálms Stefánssonar, sem
hefir flestum meiri lærdóm óg þekkingu til að bera um
allt það er lýtur að landafundum.
Hinir fyrstu Ameríkufarar frá íslandi hafa sjáfsagt orðið
að játa, að Ameríka væri meira en „eitt plógsland, þat er
fjórtán öxn drægi upp dag og nótt“ og flyttu til íslands, svo
að vitanað sé að nokkru til Snorra Eddu. „Viðbótin“ var
einkum fólgin í víðtækari þekkingu, stærri sjóndeildarhring,
að minnsta kosti fyrst í stað. ,
Það er alkunna, að Ameríkumenn eru kirkjuræknir
mjög og fórna miklu fyrir kirkjur sínar. Þeir hafa og reynt
töluvert að efla kristniboð víða um heim. Mér þætti því eðli-
legt, að Norður-Ameríkumenn minntust þess jafnan, að Is-
lendingar efndu fyrstir manna til kirkjugerðar í Ameríku.
Á ég hér við Þjóðhildarkirkju á Grænlandi, sem fornleifa-
fræðingar munu nú loksins hafa fundið. Þetta er athyglis-
verð staðreynd, en þótt trúlegt sé, að Islendingum á Græn-
lndi hafi seint miðað í því að flytja frumbyggjum landsins
fagnaðarboðskapinn, enda mun íslenzk frumkristni á Græn-
landi hafa dáið út með þjóðarbrotinu þar.
Flest bendir nú til þess, að Islendingar hafi fyrst staldrað
við í Kanada, er þeir komu vestur um haf. Kanadísk-íslenzk
saga á því skamman veg ófarin að þúsund ára afmæli. Saga
þessi er einkar slitrótt, eins og geta má nærri og eyðurnar
miklar. Engu að síður má segja
það með nokkrum sanni, að
það hafi tekið Islendinga næst-
um tíu aldir að komast frá Ný-
fundnalandi vestur á Kyrra-
hafsströnd. Þannig var það
með öndvegissúlur landnáms-
manna, að þær fundust ekki
alltaf um leið og þær rak að
landi.
Meginhluti þeirra Islend-
inga, sem vestur komu fyrir
síðustu aldamót, tók sér ból-
festu inni í miðju Kanada, í
Winnipeg og nágrenni. Inn-
flytjendurnir voru að sjálf-
sögðu rammíslenzkir og hlutu
að lifa í höfuðatriðum eftir
sínum rammíslenzku lögum,
þangað til yfir lauk. Þeir héldu
Próf. Haraldur Bessason
áfram að tala sitt eigið móður-
mál, eftir að vestur kom, þeir
ortu og skrifuðu á íslenzku og
hugsuðu all'ar sínar hugsanir
á því máli. Stundum gætti dá-
lítils kala, að því er tók til
frænda og skyldmenna austan
hafs, sá kali var gagnkvæm-
ur. Þeir, sem heima sátu, og
vesturfararnir töldu, hvorir
um sig, að sitt hlutskipti væri
betra en hins. Gefa gömul
blaðaskrif allglögga mynd af
iþessu. Nú er þetta gleymt og
grafið og aðeins varðVeitt á
blöðum. Metingurinn átti sér
skiljanlegar rætur, og má vel
vera, að hann hafi verið nauð-
synlegur. Það er gott, að menn
uni því hlutskipti, sem þeir
hafa sjálfir kosið sér. Og ekki
sakar það mjög, þó að hver
og einn telji sólskinið um-
hverfis t sjálfan sig dálítið
bjartara en á öðrum stöðum.
Leiðin frá Islandi til Amer-
íku var löng og leiðin frá Ný-
fundnalandi vestur á Kyrra-
hafsströnd enn þá lengri.
Margur í ykkar hópi hefir
svipaða sögu að segja og þeir
Norðmenn, sem í öndverðu
komu til Islands frá víkinga-
nylendum á Bretlandseyjum.
Margir ykkar á' meðal eiga
rætur að rekja til íslenzku ný-
lendanna í Manitoba og Norð-
ur-Dakota. Þykist ég og oft
hafa greint dálítinn meting,
sem auðvitað er ofur skiljan-
legur, milli gömlu nýlendanna
og þeirra nýju, sem stofnað
var til í veðurblíðunni hér
vestur við Kyrrahafið, þar sem
hlýjan andvara leggur inn yf-
ir landið jafnt sumar sem vet-
ur og þar sem blómin springa
I I
út jafnvel í byrjun jólaföstu.
Með landnámi Islendinga í
Vesturheimi voru hin fornu
landamæri Islands stórlega
færð út, og má líta á það mál
frá næstum óteljandi hliðum.
Blaða- og bókaútgáfa íslend-
inga hér vestra er næstum
jafngömul landnámi þeirra í
Kanada. Framfari, sem hóf
göngu sína fyrstur íslenzkra
blaða í Manitoba, er merki-
legt plagg í sögu þess fylkis.
Heimskringla og Lögberg
voru um ákeið stærstu blöð,
sem gefin voru út á íslenzkri
tungu. Ef kastað væri tölu á
allar þær bækur áslenzkar,
sem gefnar hafa verið út í
Kanada, yrði sú tala með
hreinum ólíkindum. Ekki er
það samt magnið, sem mestu
máli skiptir, heldur sá hlutinn,
sem gildi hefir. Treystist ég
ekki til að fara út í efnisgrein-
ingu eða gæðamat. Mig langar
aðeins til að benda á það, sem
raunar flestir vita, að vestur-
íslenzk skáld og rithöfundar
hafa á vissan hátt aukið Kan-
ada og Arperíku við ísland eða
íslenzkar bókmenntir. Ef ein-
hver í hópi hinna yngri skálda
á íslandi væri spurður um
það, hvern af hinum eldri
skáldjöfrum íslenzkum hann
mæti mest, gæti ég bezt trúað
því, að margir myndu nefna
Stephan G. Stephanson, enda
hafa og hin yngri skáld mjög
lofað hann í ljóðum sínum.
Það er og trúlegt, að hann
verði lífseigari en margir þeir,
sem ortu honum samtímis.
Stephan ej ekki einungis sér-
stæður heimspekingur, heldur
er hann síungur og í kvæðum
hans eru menn einatt að finna
eitthvað nýstárlegt. Orðfærið
er rammíslenzkt, en myndirn-
ar, sem hann dregur oft og
ei'natt upp í ljóðum sinum, eiga
samt rætur utan íslands á
þeim stöðvum, sem eru víðs
fjarri hugarheimum heima-
alningsins. Hann flutti drjúga
spildu af Kanada heim til Is-
lands, þar á meðal Klettafjöll-
in, sléttur Norður-Ameríku,
vorleysingar í vestri og margt
annað, sem of langt yrði upp
að telja.
Guttormur J. Guttormsson
flutti Nýja ísland inn í ís-
lenzkar bókmenntir, þegar
hann orti kvæðabálk sinn „Jón
Austfirðing“. „Sandy Bar“,
sem er eyðistaður á bökkum
Winnipegvatns, er eins konar
„Gimli“ í íslenzkri Ijóðlist
seinni tíma. Káinn gaf Islend-
ingum Norður-Dakota og vest-
ur-íslenzku, það hefir Gutt-
ormur líka gert. Þegar ég var
strákhnokki norður í Skaga-
firði á íslandi, dvaldist ég oft
á slóðum Jóhanns M. Bjarna-
sonar og kynntist þannig Nýja
íslandi, Rauðárdalnum, Elgs-
heiðum og fleiri stöðum vest-
ur í Kanada.
Hér var ekki um þýðingar
að ræða, heldur verk, sem oft
áttu rætur í erlendum jarð-
vegi, en voru engu að síður
fædd á íslenzku og gerð handa
að
því fólki, sem á fþá tungu
móðurmáli.
Þjóðfélagsfræðingar kunna
að vera ósamdóma um þa ’
hvort æskilegt sé, að men*1
skrifi erlendis á útlendu 1° 1-
Slíkir dómar hafa þó litla þý
ingu. Þetta hefir tekizt me
ágætum. Útlend mold og er
lend tunga fallast víða í faðma
í vestur-íslenzkum bókmenn
um. Ég trúi ekki öðru en a
Klettafjöllunum þyki v£en
um Stephan G. Stephanson, o
viss er ég um það, að esP1
trjáaraðirnar í Nýja lslaI^
gleyma ekki Guttormi J. Gut
ormssyni. Vart get ég og hugs
að mér byggðirnar umhve lS
Mountain í Norður-Dakota an
Káins eða Káinn án þeirra.
Héruðin hér vestan lía^
eru vissulega „ísland með V1
bót“. Rétt mun og, að Kanad
og Norður-Ameríka hafi °r
ið íslandi merkileg viðb°g
Einnig má víkja orðum til 0
segja, að ísland sé g® 11
Ameríkuauki. Þyrfti þá he z
að rekja öll afrek íslending^
vestan hafs. Ég treysti me^
ekki við svo yfirgripsmi 1
efni nú að sinni, enda ha
margir freistað að rekja P
sögu.
íslendingar hafa frá fyrS^
tíð verið svo fámennir, að to ^
fræði heiimsins á naumaS^
nokkur tákn til, sem gefið Se
til kynna slíka fæð. I tölfrse 1
legum eða stærðfræðileíph\
skilningi eru íslendingar P
naumast til og hafa aldrei ve
ið það. Engu að síður er Is'
land merkilegt land að tþvl e
tekur til sögu Norður-Evrópd
Fræðimenn hafa og stun u
nefnt það Grikkland norður ,
ins, þó að stærðarmunur
sögulegum skilningi se
mikill. Án íslands eða, ^
lenzkra handarverka v
Norðurlönd sögulaus að ka ’
og fornbókmenntir ættu P
engar.
Auðvitað hafa þessir hluh^
þó mesta þýðingu fyrir lsien.
inga sjálfa, því að á þeim ha
þeir lifað eða í nánu sa
bandi við þá og þeir eru he z
fetenzku Þrck i
í”13 bir“ ,58
Gretti Ásmundarsyni <
Hallgrími Péturssyni. Og P
er trú Islendinga á það beZ^
í sinni eigin menningu>
hefir veitt þeim merkiie®
Mfsfyllingu á öllum stundu ^
og það sjálfstraust, sem naU^
synlegt er hverjum þeim> s
uppréttur vill standa í 1JÍ1
Ég veit til sanns, að ísie° '
ingum á íslandi er mjófí^
mun að efla þá hluti, sein ^
menningai~verðmæta je J
Ég skal ekki rekja fram a^_
sögu landsins síðustu ar^,kaf
ina. Hún er flestum yk*
kunn. En þó vil ég nefna s ^
bætt menntunarskilyrði)
inn áhuga á listum og ^
gróskuminni bókmenntn"
áður, þó að mörgum samt1 ^
manninum kunni að V1
þeim hlutum ábótavant.
Framh. á his>
all'
ÍS'
skýringin a
hvort heldur