Lögberg-Heimskringla - 17.05.1962, Side 7
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 17. MAÍ 1962
7
Farið að ókunnu fyrirmæli
Það var veturinn 1902-3, að
minnir í janúarmánuði.
, ® ,atti þá heima í Borgarnesi
1 úsi Teits Jónssonar, það er
Vllyft hús, og leigði ég efri
Hús þetta stendur
«» en í Borgarnesi er afar-
úasamt og í sunnanveðrum
55u svipirnir, sem koma af
afnarfjalli, oft svo harðir, að
ai>t er stætt í þeim; var þá
,e dur óvistlegt á efri hæð-
11111 í húsi Teits og hristist það
skalf eins og skip í ólgu-
i°> brotnuðu þá oft rúður úr
u&§um, svo ekki varð svefn-
san?t á nóttum; lét ég því
^ða hlera, sem ég á hverju
iV0ldi lét fyrir gluggana að
Q auverðu í svefnherbergi
* ar bjóna, og er mér óhætt
1 ^llyrða, að það gleymdist
rei á kvöldin að láta hler-
ana fyrir.
j,. zta barn okkar var þá
ársgamalt og svaf í
0 ^*11’ var það lasið um tíma
hót veSna legaði ljós á
g. Uln í svefnherberginu.
SvUa nótt vakna ég úr fasta
e ni kl. rúmlega eitt, fer
gl Ur ruminu, geng að
Ijj ®?anum og fer að taka
ko6rariri Við Þetta vaknar
Uan mín, yrðir á mig og
s/r- hvað ég sé að gera, og
araði ég henni mjög stutt-
tek að vissi ég ekki,
la Sv° hlerann frá, tek hand-
Við Sem steð a náttborði
ýj. ,v°ggu barnsins, set hann
ið ! ^luSgann þannig, að ljós-
bce ' • -
$kv Tl birtu ut’ en shýlan
kon^i inn í herbergið. Spyr
býð;
að u-?1111 Þa> hvað þetta eigi
látw hvort óhætt sé að
sva lanapann standa þarna;
þaraði ég því ekki öðru, en að
Ur ,mundi óhætt, fór svo aft-
str 1 rÚmið °S steinsofnaði
Vak^ ^un tlml sa’ er eg var
^ ekki hafa numið
Pjí , en i hæsta lagi tveimur
aftuutuin, svo fljótt sofnaði ég
p
^Ukk hafði sofið í tæpa
ag Ustund, vakna ég við það
kojp rePið er a dyr; eru þá
4k nir sjófarendur utan af
(ril,anesi að sækja vörur
höfa r) tH mín’ sem þeir
á telíið að Sér að flytja út
hieð ranes °g attu að komast
iföfð 1>ústslciPinu til útlanda.
ipn ,U ^eir lagt af stað dag-
Og , Ur> en fengið andróður,
fjöÞ.egar þeir komu inn á
í, lnn var orðið dimmt og
að fi ^1!1*1®’ voru þeir lengi
þar t^k)ast innan um ísinn,
ir, e 1 t>eir voru orðnir villt-
itivru hvergi sast til laiids í
þeir jrinu- En allt í einu sjá
rétt 'IOs og gatu Þess til, sem
neSj !,?r’ að ^að væri í Borgar-
Vej v *Usi Teits, því það blasti
héj^j^1 leiðum inn fjörðinn;
og ^ f*ir þá ferðinni áfram
eftir ° nclu á ljósið og lentu
B0r„ taePan klukkutíma í
hu, arnesi- Ekki hafði ég
nesin ^nCt Um Það> að Akur-
inni ®ai yrðu þar þá á ferð-
skal getið, að ekki gat
ég munað, að mig hefði nokk-
urn hlut dreymt, þegar ég
vaknaði, og ekki gerði ég mér
ljóst, að það væri í neinu sér-
stöku skyni, að ég tók hler-
ann frá glugganum og lét ljós-
ið út í hann. Eftir þetta bjó
ég á sama stað í full tvö ár og
kom það aldrei fyrir, að ég,
að nóttu tiil, ætti neitt við hler-
ana fyrir gluggunum. Ekki
gerði ég þetta heldur sofandi,
því ég man vel hvert viðvik
frá því ég vaknaði og þar til
ég var aftur kominn upp í
rúmið.
Þórður Bjamason
(Sögur Þórhalls biskups)
Gifts To Betel
April donations to Betel:
Flin Flon Icelandic Ladies
Association, Flin Flon, Man.:
2 quilts, 2 pr. pillow cases,
1 sheet, 17 towels, 4 dish
cloths, 2 writing pads, 2 pkgs.
envelopes, 2 hair nets, 1 large
card bobby pins, 1 toilet soap,
1 talcum powder, 1 hot water
bottle.
Kristín Kristjánsson, Ice'
land: 1 jewellry box (decor-
ated with sea shells), 1 wool
cape (hand made from Ice-
land), 1 pr. woolen mitts (hand
made from Iceland, souvenir),
1 ornament (seal on rock)
from Iceland.
Minerva Ladies Aid, Gimli,
Ma’n., $1.00 to each resident in
the Home.
Eaton’s employees, Winni-
peg, 30 lbs. candy.
Mr. and Mrs. S. Thorstein
son, Wpg., Man., 5.00 — in
memory of the late F. E. Sni-
dal, Steep, Rock.
Mrs. Gudrun Vidal and
family, Arborg, Man., $5.00—
in loving memory of the late
Benedikt Olafsson, St. Vital.
Mr. S. Sigurdson, Winnipeg,
$5.00.
Mr. Nels Johnson, Arborg,
$30.00.
S. M. Bachmann
Treasurer
Tvö húnvetnsk skáld . . .
Frá bls. 2.
sem ekki varð metið til gulls,
þá finnst henni’ að líkindum
legkaupið greitt
og landskuldin borguð til
fulls.
Gott smákvæði er „Hrafl“,
um gömlu kynslóðina og þá
ungu; hefir Grímur Thomsen
kveðið um sama efni. En nú
skal að síðustu aðeins minnt
á hið ágæta kvæði Ragnars ti’
Karlakórs Reykjavíkur í Win
nipeg 1946. Sú heimsókn vakti
þjóðarstolt hans (sem raunar
var alltaf vakandi), þessa
söngelska manns, og án efa
ýfði hún líka söknuðinn, heim-
þrána, sem ekki leynir sér á
bak við niðurlagserindið:
í leiðangrum listamanna
er lítið um dvalarfrest.
Þið haldið til landsins helga,
dví heima er jafnan bezt.
Þar rís upp úr sollnum sævi
lin sólskyggða hillingaströnd,
Dar sem æskan á enn sína
drauma,
og ellin sín minningalönd.
Af igæðum þessa heims fékk
Ragnar Stefánsson ekki næsta
mikið í sinn hlut þegar þau
eru reiknuð eftir verðlags-
skránni; en annað eignaðist
hann, sem ekki hlotnast öllum:
hlýjan kima í hjörtum allra
þeirra er kynntust honum og
kunnu að meta mannkosti
tengda góðum sálargáfum.
* * *
Engum hefi ég kynnzt sem
mér vitanlega hafði slíkan
hæfileika sem Ragnar Stefáns-
son til þess að lýsa útliti
manna eftir minni. Hann dró
upp með orðum svo skýra
mynd þess er hann lýsti að
þeim er á hann hlýddi, þótti
sem hann hefði manninn ljós-
lifandi fyrir sér; þar var eng-
ar eyður upp að fylla og alltaf
var rétta lýsingarorðið honum
tiltækt. Yfirleitt mátti, segja
að hann sæi allt með augum
listamannsins.
Það geri ég hikandi að
minnast hér að lokum á svo
lítilmótlegan hlut sem kver
mitt Tvær rímur. sem ég er
langt frá að vera stoltur af og
hugsaði mér sjálfur ekki að
láta koma á prent. En þessir
tveir bræður voru á meðal
þeirra æskuvina er ég hafði í
huga við tileinkunina, og þeir
eru meira að segja á meðal
þeirra sem í henni eru nafn-
greindir (auk þess sem þeir
vitanlega eru það í Skálda-
flolanum), nafngreindir með
þessum tveim erindum, sem
ég leyfi mér að endurtaka hér:
Gígjan sú er Gunnbjörn
hreyfði
gullin átti’ og dýran streng,
hló með glöðum, harma
deyfði,
hæfði allvel góðum dreng.
Ragnars milda’ og mjúka
harpa
mærum strengjum hljómar
enn;
meginbrúvum megna’ að
varpa
milli landa slíkir menn.
Nei, hún hljómar nú ekki
lengur; hún er horfin inn í
veröld þagnarinnar. Ekki þó
svo að skilja að kvæði hans
kunni ekki enn að eiga eftir
að heyrast. Einhver sagði mér
(ég held einhver Vestur-ís-
lendingur) að Árni Bjarnar-
son á Akureyri hefði fengið
hjá Ragnar kvæðasyrpur hans
lofað að gefa kvæðin út að
meira eða minna leyti og
koma síðan handritunum
Landsbókasafnið til varð-
veizlu. Ég er að vona að þetta
kunni að verða, og þá líka að
útgáfan verði vönduð og Snot-
ur — ekki með því fáránlega
sniði sem of oft hefir sézt hér
á Ijóðabókum í seinni tíð, því
ekki mundi höíundinum hafa
geðjast slíkur afkáraháttur;
hann var smekkvís maður og
hafði óbeit á öllu tildri.
Máli mínu lýk ég svo með
niðurlagi tileinkunnar þeirrar,
er ég rétt núna vitnaði til:
Seinast þegar sökkva löndin,
særinn mig til nýrra ber,
enn er sama hlýja höndin
hérna, sem ég rétti þér.
Ræða . . .
Frá bls. 4.
íslenzk menning hefir dug-
að þeim, sem henni reyndust
trúir. Hún er grundvöllurinn
fyrir sjálfstæði Islands. Hún
er grundvöllur íslenzks land-
náms hér vestra. Kjarni henn-
ar er eilífur og hún er viðbót
og styrkur þeirri einu sönnu
heimsmenriingu, sem allar
þjóðir eiga eitthvað af og ekki
þekkir flokkaskiptingu eða
víggirðingar, er skilji þjóðir.
Ég hefi engar áhyggjur
sambandi við íslenzk þjóð-
ræknismál, af því að ég trúi á
íslenzka menningu eða kjarna
hennar. Ég trúi því að hún
eigi sér framtíð á íslandi
sjálfu og ég veit, að hún festi
rætur hér vestra með fyrstu
landnemunum að heiman. Ég
kann ekki að skilgreina þessa
menningu, en við finnum
hennar ekki aðeins merki
ytri framförum eða góðum
bókum, heldur fyrst og fremst
hjá Skynsömu fólki með gott
hjartalag.
Bókaþáttur
Frá bls. 5.
hurðin í milli hennar og líks'
ins. Bóndi hennar, Baldur brá
sér á næsta bæ. Dagur er að
kvöldi kominn; myrkrið úti-
fyrir er svart eins og blek og
þar hriktir í rúðum og röftum
af afspyrnuroki. Konan unga
leitast við að Iesa, en kertis-
Ijósið flöktir í dragsúgnum, og
lesmálið fyrir augum hennar
dansar í draugslegri skímunni.
Allt í einu heyrir hún þrusk
á ganginum útifyrir. Það er
einhver að rjála við snerilinn
Konan skelfur af hræðslu
Hryllilegar sögur um aftur-
göngur og forynjur, sem hún
hefir heyrt talað um að dansi
við þennan tröllslega undir-
leik náttúrunnar í þessu ömur'
lega landi, rifjast upp fyrir
henni á svipstundu. Allt í einu
opnast rifa á milli stafs og
hurðar. Kolsvart og kafloðið
andlit kíkir á hana með
hugnanlegu glotti. Hann
muldrar einhver óskiljanleg
orð, lokar gættinni og hverfur
frá. Konunni léttir. Hún þekk-
ir hann. Þetta er hann Pétur
gamli, fylgifiskur fjölskyld-
unnar, háaldraður, tólf ára
gamall aumingi, og meinlaus.
Ef til vill var hann að hugsa
um að þakka húsmóðurinni
fyrir sig svo lítið bæri á. Hann
átti henni margt gott að
gjalda. Ef til vill var hann að-
eins að forvitnast um það
hver svæfi á legubekknum.
Hver getur lesið huga tólf ára
gamalmennis? Þessi kafli er
mjög dramatískur og prýði-
lega í letur færður, eins og
raunar bókin öll.
Bókinni er skipt í tuttugu
kapitula. Kennir þar ýmissra
grasa. Þar eru skemmtilegir
kaflar um lífið í Reykjavík,
eins og það horfir við frá sjón-
armiði hins menntaða amer-
íska heimsborgara. Efnið fjall-
ar um næstum alla þætti
mannlegs lífs, frá fyrsta and-
ardrætti til aldurtilastundar,
og margt sem þar er á milli.
Þar eru ljóslifandi kaflar um
uppeldis og skólamál, kirkju-
mál og kvenfrelsi, mikil-
mennskubrjálæði og undir-
lægjuhátt. Undir það síðasta
virðist útkoman vera orðin sú,
að ameríska konan er orðin ís-
1 lenzk í hugsun og hegðun, og
,að hún kann nú hvergi betur
við sig en í Kópavoginum.,
Það er margt í þessari bók,
sem særir þjóðarmetnað ís-
lendingsins, en yfirleitt er
bókin skemmtileg og fræð-
andi. Það leiðist engum, sem
les.
VIÐ KVIÐSLITI
Þjáir kviðslit yður? Fullkomin
lækning og vellíðan. Nýjustu að-
ferðir. Engin teygjubönd eða viðj-
ar af neinu tagi.
Skrifið SMITH MFG. Company
Dept. 234, Preslon, Ont.
wm
f ÆTLARÐU
IVÐ
FERÐAST?
Hvert sem þú
ferð, epara ég
þ é r peninga
og létti af þér
áhyggjum án
auka kostnað-
ar. Ég er um-
boðsmaður Icelandic Airlines
og allra aðal flug- og skipa-
ferðafélaga; skipulegg ferðir
innanlands og erlendis. Ég
leiðbeini þér varðandi vega-
bréf, visa og hótel, ókeypis, og
með 30 ára reynslu get ég
ábyrgzt ágæta fyrirgreiðslu.
ARTHUR A. ANDERSON
315 Horgrove St., Winnipeg 2
Office Ph. WH 2-2535 • Res. GL 2-5446
NÆRFÖT - SOKKAR - T-SKYRTUR