Lögberg-Heimskringla - 10.01.1963, Blaðsíða 4

Lögberg-Heimskringla - 10.01.1963, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 10. JANÚAR 1963 Lögberg-Heimskringla Published every Thursday by NORTH AMERICAN PUBLISHING CO. LTD. Printed by WALLINGFORD PRESS LTD. 303 Kennedy Street, Winnipeg 2, Man. Editor: INGIBJÖRG JÓNSSON EDITORIAL BOARD Winnipeg: Dr. P. H. T. Thorlakson, chairman, Próf. Haraldur Bessason, vice-chairman, Mrs. Ingibjörg Jónsson, sec’y, Dr. Valdimar J. Eylands, Miss Caroline Gunnarsson. Prof. Thor- valdur Johnson, Prof. Tryggvi J. Oleson, Rev. Philip M. Péturs- son. Vancouver: Dr. S. E. Björnsson. Monlreal: Próf. Askell Löve. Minneapolis: Mr. Valdimar Bjömson. Grand Forks: Dr. Richard Beck. Reykjavík: Birgir Thorlacius ráðuneytisstjóri. Akureyri: Steindór Steindórsson yfirkennari. Subscription $6.00 per year—payable in advance. TELEPHONE WH. 3-9931 Authorized as second class mail by the Post Office Department. Ottawa, and for payment of postage in cash. Prófílar og Pamfílar Lýsingar með penna og pensli, eftir Örlyg Sigurðsson. Geðbót gaf út 1962. Prentsmiðjan Edda, Reykjavík. Verð kr. 380.00. Nýle'ga sat húnvetnsk skáld inni á skrifstofunni hjá mér og ræddi við mig um íslenzkar stökur. Hann hélt því fram að ein sú ágætasta staka, sem ort hefði verið á íslandi væri þessi: Nú er hlátur nývakinn, nú er grátur tregur nú er ég kátur nafni minn, nú er ég mátulegur! Mér dettur þessi staka í hug þegar ég lít í ofangreinda bók og það geri ég oft þessa daganna til að hlægja mér heilsubótar eða geðbótar. Ekki er víst að höfundurinn hafi ávalt verið „mátulegur“ í iþeim skilningi sem orðið er notað í vísunni, þegar hann var að mála myndir sínar og rita bók sína, þótt honum verði full oft á, að minnast á brennivín og honum láti sérlega vel að teikna og mála brennivíns- berserki. En hitt er áreiðanlegt að kátur er hann og mun hafa komið allri íslenzku þjóðinni til að hlægja dátt um jólin, þegar henni barst bók hans í hendur, og það er góð jólagjöf. Ég hef leyft nokkrum vinum mínum að kíkja í þessa gersemi og innan skamms reka þeir upp hlátur og þó getum við hér vestra ekki notið myndanna né frásagnanna eins vel og heimamenn, sem þekkja „módelin" persónulega. „Hott, hott og hana nú! þá bregð ég mér á bak Skjónu minni, hinni brokkgengu stóðhryssu andans. Pegasus, skáld- folinn frægi, er hvort sem er fullsetinn tignari riddurum á hlemmiskeiði snilldarinnar. Ég ætla að reyna að hleypa henni á flug gegnum hljóðmúra dapurleika og drunga, inn í villtan og trylltan dans gáska og gamans, jafnvel þó að sú glanna- reið kosti mig rófubrot og hálsbrot". Þannig byrjar höfundur þessa fyrstu bók sína — þessa forkostulega bók, sem á sennilega engan sinn líka í íslenzkri bókaútgáfu, að minnsta kosti hefi ég ekki orðið þess vör. Nokkuð finnst mér Skjóna hans lausbeizluð á stundum á þessari þeysireið um allt ísland, til Ameríku, Grænlands og Parísar, en það virðist þó ekki koma verulega að sök. Hann slampast í gegn um allt án þess að skaða sig eða aðra. Gásk- inn er mikill en gamanið er ekki grátt né gruggugt. — Hugmyndaflug hans er furðulegt og orðaforðinn virðist ó- þrjótandi, hann skapar sér orð þegar honum finnst þess þörf og er ekki feiminn við það. Höfundurinn spilar á fleiri strengi en gáskans og gleð- innar, því eins og hann segir, „bilið er mjótt milli hláturs og gráts, sorgar og gleði. Eftirmælin um föður hans, Sigurð Guðmundsson skólameistara eru einstaklega fögur og við- kvæm. Og hver annar gæti skrifað eftirmæli eins fullkom- lega í stuttu máli og hann gerir um öreigaskáldið Stein Steinar? Hann hefir málað mynd af honum, sem hlýtur að teljast meistaraverk og henni fylgja þessi orð: „Með þessum lágvaxna viðkvæma og þunglyndislega manni hvarf leiftrandi fyndni og hvöss úr Ijóðheimum landans. Aldrei þótti hann mikill fyrir mann að sjá. En það er eins og hann stækki allur og blási út í meðvitund þjóðar sinnar með hverju árinu, sem líður frá dauða hans. Hann tók með sér í gröfina fullar kistur af gáfum og húmor, aðeins fjörtíu og níu ára gamall. Andi hans var eins og lúmskt eðalvín í skörðum og hankabrotnum kaffibolla.“ XXVIII In this lesson we shall consider the past tense indicative of the verbs eiga and mega, the present tense of which was dealt with in lessons XVII and XVIII respectively, where their meanings were also given. Sing. ég átti þú áttir hann (hún, það) átti ég mátti þú máttir hann (hún, það) mátti Plur. við áttum þið áttuð þeir (þær, þau) áttu við máttum þið máttuð þeir (þær, þau) máttu Translate into English: Ég átti rauðan hest, en iþú áttir svartan hund. Afi minn átti fallegan staf þegar hann var á íslandi. Við áttum bæk- urnar, sem voru á borðinu, en þið áttuð blýantana. Þeir áttu pennana. Hún átti að koma heim klukkan tvö og þá átti hann að vera þar. Þau áttu að koma í gær. Ég mátti fara út að leika mér, og það máttir þú líka, en Nonni mátti það ekki. Við máttum ekki vera í burtu, og þið máttuð það ekki heldur, en þau máttu það. Þeir máttu vera úti í kvöld. Ný Ásgrímsbók Nýlega er út komin frá Helgafelli ný bók um Ásgrím Jónsson listmálara, en fyrri Ásgrímsbókin sem kom út hjá forlaginu 1949 er nú uppseld. Þessi nýja málverkabók er mjög rausnarlega gerð, og von er á fleiri slíkum frá forlaginu á næsta ári. Fyrir rúmum tíu árum hóf Helgafell útgáfu á íslenzkum málverkabókum, fyrsta bókin var um, Ásgrím, en skömmu síðar komu bækur um Kjarval og Jón Stefánsson. Bókin um Ásgrím er nú uppseld. Því kemur nú út hjá forlaginu ný Ásgrímsbók, sýnu glæsilegri en sú fyrri, og um margt ólík henni að allri gerð. í nýju bókinni eru 45 lit- myndasíður en voru um 20 í fyrri málverkabókum forlags- ins. Þar að auki eru þær all- miklu stærri „eins stórar og síðurnar þola“, segir Ragnar Jónsson, og tvær eru prentað- ar yfir heila opnu. Myndaval- ið er miklu fjölbreyttara en í fyrri Ásgrímsbókinni; þar voru einkum myndir frá síð- ustu árum listamannsins (að hans eigin ábendingu), en í þessari bók eru myndir frá ýmsum tímum, allt frá alda- mótum til síðustu myndarinn- ar sem hann gerði. Myndirnar eru ekki allar hafðar á sama stað heldur dreift innan um textann, en slíka niðurröðun telur Ragnar Jónsson miklu skemmtilegri og líklega verða flestir á sama máli. Textinn er alllangur, rúmlega hundrað síður, — það eru endurminningar Ás- gríms sem Tómas Guðmunds- son færði í letur fyrir AB á sínum tíma, en hafa verið endurritaðar fyrir þessa út- gáfu. Endurminningarnar eru einnig í enskri þýðingu sem Kenneth Chapman, prófessor við Kaliforníuháskóla hefur gert. Bókin er ennfremur ógætur vottur um framfarir í prent- list, en forlagið hefur ekkert til sparað svo að möguleikar hennar mættu nýtast. Prent- mót gerði myndamót, en allar myndirnar eru prentaðar í prentsmiðju Helgafells. Bókin er bundin í striga af Bókfelli og aukahlífðarkápa úr þykku plasti. Káputeikningu og titil- blað gerði ungur teiknari Tómas Tómasson (Guðmunds- sonar skálds). Bókin kostar 845 krónur. Hún kemur út í 5000 eintökum. Ekki fannst Ragnari Jóns- syni sérlega áhættusamt að gefa út svo stóra og dýra bók. Uss, þetta rennur út eins og heitar bollur, sagði hann og hafði engar áhyggjur. Ekki nóg með það. Forlagið ætlar að halda áfram á sömu braut. Þeir eru byrjaðir á nýrri Kjarvalsbók. Og á næsta ári eiga einnig að koma út bækur um Gunnlaug Scheving og Sigurjón Ólafsson. , Vocabulary: að leika mér, play, first pers. sing. pers. of að leika sér á borðinu, on the table blýantana, masc., the pencils, acc. plur. of blýantur bækurnar, fem., the books, acc. plur. of bók fara, go heldur, either í burtu, away í kvöld, this evening klukkan tvö, two o’clock líka, also Nonni, pet name for Jón Það er sem sagt haldið áfram að gefa út bækur fyrir allan heiminn. Forlagið tekur upp það ný- mæli í sambandi við Ásgríms- bók að innramma nokkuð af myndum úr bókinni: Þessar myndir eru ætlaðar til gjafa börnum og unglingum og eru nokkurskonar stríðsyfirlýsing- ar frá Ragnari Jónssyni á h e n d u r „sálarslj ófgandi myndarusli“ í barnaherbergj- um. (Og kannske gegn sjón- varpi líka). Eftir tvo mánuði geta börnin síðan komið til forlagsins og valið sér myndir úr þessu 10—20 mynda safni, og svo koll af kolli. „Þetta er hugsað sem leið til að fá ung- lingana til að festa myndirnar sér í minni, líkt og menn læra lög eða kvæði, hafa raunveru- lega tileinkað sér list þeirra og fengið ást á þeim“. Þjóðviljinn 16. nóv. 16 útgáfubækur Menningarsjóðs Bókaútgáfa Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins er heldur minni í ár en í fyrra, vegna stórra verka sem eru í und- irbúningi — einkanlega ís- lenzkar orðabókar, sem verið hefur í smíðum í 4 ár. Félagsbækurnar eru þrjár: pennana, masc., the pens, acc. plur. of penni rauðan, red, acc. sing. masc. of rauður staf, masc., cane, walking stick, acc. sing. of stafur svartan, black, acc. sing. of svariur út, out, adverb of motion, direction úti. outside, adverb of place þá, then þegar, when Þúsund ára sveitaþorp (þættir úr sögu Þykkvabæjar), eftir Árna Óla, Lundurinn helgi, sögur eftir Björn Blöndal, og Milli Grænlands köldu kletía, ferðaþættir eftir J ó h a n n Briem, með teikningum eftir höfundinn. Sú breyting er gerð með tilhögun á vali, að í stað þess að bjóða félagsmönn- um að velja 3 bækur úr 5—6 geta þeir nú valið um þessar þrjár eða einhverjar áður út komnar bækur forlagsins, en greiða verðmismun. Hinar bækurnar eru: Jáln- ingar Ágústínusar, ein fræg- asta sjálfsævisaga sem til er, þýdd úr latínu af herra bisk- upinum Sigurbirni Einarssyni, fyrra bindi ævisögu Stefáns frá Hvítadal, eftir Ivar Org- land, nú lektor í Lundi, en hún er frumsamin á norsku og þýdd af Baldri Jónssyni og Jóhönnu Jóhannsdóttur. Þá er safn indverskra helgiljóða, en þau eru þýdd úr sanskrit af Sören Sörenssyni, ný ljóðabók eftir Þórodd frá Sandi, og nefnist Sólmánuður. Þá eru tvær bækur „smábókasafns- ins“, Maður í hulstri, sögur eftir Anton Tsjekov, þýddar úr rússnesku af Geir Krist- jánssyni, og Nælurheimsókn, smásögur eftir Jökul Jakobs- Frh. á bls. 8.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.