Lögberg-Heimskringla


Lögberg-Heimskringla - 10.01.1963, Qupperneq 7

Lögberg-Heimskringla - 10.01.1963, Qupperneq 7
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 10. JANÚAR 1963 7 Langlífasta fólk í heimi Við fót tindsins Rakaposhi, 25,500 fet að hæð og sá þriðji hæsti í heiminum, í Himalaya fjöllunum í vestur-Pakistan, liggur afskekktur dalur að nafni Hunza þar sem býr flokkur fólks sem næst 25,000 að tölu sem er það heilsubezta og langlífasta í öllum heim- inum. Það hefur lengi verið hlerað um þetta, en með ó- vissu þar sem lítið var um ut- anað samgöngur. En nú ný- lega hafa læknar og vísinda- menn rannsakað þetta og fært sönnur fyrir að þetta sé hár- rétt. Þarna nær fólk að jafnaði mjög háum aldri, 90 og allt upp að 140 ára, og sjúkdómar sem þjá fólk annarsstaðar svo að segja óþekktir. Jafnvel kvefið nær ekki niður þarna, og kvillar svo sem mislingar og drepsóttir þekkjast ekki. Þarna er ekkert um lækna eða sjúkraaðhlynningu, þar sem enginn, ungur eða gamall, veikist, frá blautu barnsbeini þar til hann deyr, en þá bara legst hann fyrir og gefur upp andann, saddur lífdaga. Einkennilega, á þetta einnig við skepnur þessa fólks, naut- gripi, kindur og geitfjár, sem er bæði heilsubetra og lang- lífara en slíkt fé annars- staðar. Þetta fólk ræktar enga alifugla, og fuglar loftsins sjást sjaldan, því að þarna eru ekki flugur, pöddur, né skor- kvikindi af nokkru tagi, og því lítið fyrir fuglinn að hafa. Fólkið matast að mestu á millet, hveiti (malað í mjög grófu formi), og allskonar Eftir kvöldverðinn gekk ég með hinum hávaxna dýra- læknir dr. Baumgart frá bú- garði hans niður að veiðiánni. „Ef sá hlutur gerist í kvöld, sem ég held að muni ske, þá muntu sjá nokkuð, sem ekki er unnt fyrir þig að upplifa á hverjum degi,“ sagði Baum- gart. „Við verðum að minnsta kosti að hafa mjög hljótt um okkur og fara mjög varlega." Við gengum yfir kjarrgróð- urbelti. Það glitti draugalega í þurra runnaqa í skini tungls- ins, sem reis hægt upp á stjörnubjartan himininn. Hin stórkostlega kyrrð hinnar suðurafríkönsku nætur var einstaka sinnum rofin af eymdarlegu sjakala-góli. Við komum niður að árbakkanum, en vegna þurrkatímans var áin uppþornuð og við horfð- um á sandbotninn. Út á miðj- um árbotninum stóð lítil eyja og ber trjábolur teygði grein- arnar eins og krumlur út 1 loftið. „Sérðu kringlóttu hlutina þarna á greininni yfir eyj- unni?“ spurði Baumgart í lág- um hljóðum, og benti gegnum skógarrjóðrið, sem huldi okk- ur. „Já — nú sé ég þær,“ svar- garðávöxtum. Það neytir kjöts bara að litlum mun, jafnan einu sinni á viku. Þetta fólk er að nafninu til Moslemar, en gefur trúnni lít- inn gaum. Konginn, hámennt- aðan mann, má oft sjá við al- genga akurvinnu, en í hönd- um hans er öll löggjöf. Sund- urlyndi og óspektir svo að segja engar, og því lítið fyrir konginn að gera annað en það, að vera miðpúntur, eða fyrir- liði sem allir líta til. Hvað veldur þessu æskilega ástandi þarna í Hunza daln- um? Bandarískur læknir sem nýlega var gestur kongsins, og fólksins, í fleiri vikur og var veitt öll hlunnindi og hjálp að kanna allar hliðar máls- ins og ritar svo bók um það, heldur að mataræði fólksins ráði mestu um þetta. Akrar og kálgarðar þess, en yfir þá flæðir jökulvatn, eru svo ríkir af öllum þeim efnum sem lík- aminn þarfnast, að hann helst við óhultur gegn gerlum, jafn- vel þeim svæsnustu. Það á sjálfsagt sinn þátt í langlífi að fyrir löngu náði aðallega hraustustu fjölskyldurnar að sá til sín, og því erfa börnin þessi hnoss, heilsustyrk og langlífi. Þessi læknir segir í bókinni, að í þessum afskekta dal sé að finna það sem gangi næst fullkomnun í líferni og líðan fólks, sem ekki sé að finna annarsstaðar á jarðarkringl- unni. aði ég eftir að hafa rýnt vand- lega á staðinn. „Slæðu - uglur,“ hvíslaði læknirinn. „Ef mér missýnist ekki svo um munar, þá sitja þær fyrir erfðafjanda sínum, eiturslöngunni. Ég sá för eftir slönguna í sandinum. Þær eru búnar að vera hér á varðbergi í svo sólarhringa. Vertu alveg grafkyrr!“ Á meðan við biðum og tunglið steig hærra, blönduð- ust hýenu-hljóð góli sjaka- lans. Það glitti nú á hinar hreyfingarlausu uglu í tungls- skininu. Við vorum þegar bún- ir að bíða í rúma klukkustund, þegar hin sterklega hendi dýralækriisins greip um hand- legginn á mér. „Hún kemur,“ h v í s 1 a ð i hann. „Hún kemur út úr- fylgsni sínu. Já — það er eit- urslanga . ^ .“ Önnur uglan rak upp sigur- öskur og rauf þannig nætur- kyrrðina, um leið og hún steypti sér niður á slönguna, sem var algjörlega óviðbúin þessari skyndilegu árás. Uglan rak hvasst nefið í haus éitur- slöngunnar, sem hvæsti af sár- sauka. 1 sömu andrá læsti hin uglan klónum í skrokkinn á slöngunni og lyfti henni upp nokkrar sekúndur. Því næst læsti uglan klónum fast utan um háls slöngunnar rétt fyrir aftan hausinn. Uglurnar ráku hin sterku, bognu nef misk- unnarlaust í slönguna. Enn einu sinni þandist slönguskrokkurinn út, áður en hann var tættur í sundur. Ég sá hinar bognu eiturtennur greinilega um leið og slangan hvæsti í síðasta sinn. Þá réð- ust uglumar með ofsalegri græðgi á erfðafjandann, sem engdist sundur og saman þarna í sandinum, og rifu hana í sig. Ég var enn titrandi af æs- ing yfir þessu stórkostlega sjónarspili þegar ég ætlaði að leggja eina spurningu fyrir dýralæknirinn, en þá brá fyr- ir skugga á árbotninum — þetta var sjakali. Að lokum hljóp hann með stuttu, hásu gelti að ormstuvellinum. Uglurnar flugu upp dauð- skelkaðar. Þegar þær höfðu áttað sig á hver hafði ónáðað þær, steyptu þær sér óhikað niður á hann. Sjakalinn hypjaði sig í burtu urrandi af gremju, á meðan uglumar snertu hausinn á honum með sterkum vængjunum og görg- uðu hátt. „Komdu, þær eiga að fá að njóta sigurs síns,“ sagði lækn- irinn. „Þær eiga það skilið. Bit eiturslöngunnar veldur næstum alltaf dauða manns eða dýrs. Það er ekki nema hálfur mánuður síðan ég missti ágætan hund á þann hátt. Vafalaust af völdum þessarar slöngu. Uglumar eru bandamenn okkar. Þú mátt aldrei skjóta þær.“ „Þetta var stórfengleg upp- lifun,“ sagði ég. „Það er mikið rétt. Við vor- um heppnir," svaraði Baum- gart. Heimilisblaðið Vá býr í vetrarmyrkri Frá bls. 2. Þeir fundu fljótlegt slóð mína inni í dalnum og fylgdu henni út í Dyr. Leizt þeim strax illa á. Sögðu þeir, að það hefði verið því líkara að ein- hver drusla hefði verið dregin fram gljúfrið, en þarna væm spor eftir mann. Sáu leitar- menn, að stefnan var á hylinn, og bjuggust við, að þar myndi ég liggja dauður. Þegar að þeim stað kom, þar sem kraftar mínir þmtu og ég féll í ómegin, sáu þeir traðk og bæli í snjónum, en engan manninn. Fóru þeir nú að at- huga þetta betur, og sáu við luktarlj.ósið, að slóð lá upp skriðu og klettaklungur, upp á brún gljúfursins. Nú virtust förin vera þannig, að vel hefði mátt trúa, að þau væru eftir mikinn göngugarp. Leitar- mennirnir fylgdu þeim upp á brún og röktu þeir síðan slóð- ina í rétta stefnu heim, á að gika fjögur hundruð metra. Þar fundu þeir mig liggjandi í snjónum meðvitundarlausan. Nú var farið að bjástra við mig. Fyrst losuðu þeim mig við stöngina, sem ég hafði trú- lega gætt. Síðan drógu leitar- menn af. mér stígvélin og færðu mig úr sokkunum, en Þórarinn fór úr sínum og smeygði þeim á ískalda fætur mínar. Garðar^etti stóra húfu, sem hann var með, á höfuð mér — og þá var að koma mér heim. Hér var ekki um sjúkra- börur að ræða. Varð því að finna önnur ráð. Regnkápu höfðu þeir félagar. Hana lögðu þeir mig á, fóru svo hver á sitt hom og þrömmuðu af stað. Ferðin heim gekk sæmilega — hafði hlýnað í veðri og var komin stórrigning. Heim var komið klukkan tíu um kvöld- ið, og var strax tekið til við að losa mig við fötin. Það gekk ekki sem bezt. Ég hafði haft handleggina kreppta á brjóst- inu, og voru þeir orðnir svo stirðir, að þeir urðu ekki hreyfðir. Var þá það ráð tekið að rista af mér fötin með hníf. Var ég síðan kasaður í sæng- um, og jafnframt var hringt til læknisins á Djúpavogi. Hann gaf það ráð að hita vel herbergið og rúmið, og var það gert svikalaust. Vöktu síðan tveir menn yfir mér, þeir Þór- arinn og Snorri. Klukkan þrjú um nóttina Frh. bls. 8 Staurar Um eitt eð’ alt sé ekkert val: Alt „má satt kyrt liggja.“ Þá mun aldrei þrætu-hjal þjóðar-andann styggja. * * * Oft er manni ágæt hlíf, Allan hug sinn fela Og með frétt um annað líf Eigið skynbragð véla. * * * Uppfundning ef eignar sér, Er ’ann, held ég kjáni: Slysin jafnt og höppin hér, Hefur hver að láni. * * * Sagt er ráð, að leggjast lágt„ Langt frá þjóðar vegi, Til að sjá hve himinn hátt Hugur fljúga megi. ♦ * * Virðing þannig vinna mátt: Vængja stýfðu fjaðrir, Láttu mikið, „lifðu hátt“, Ljúgðu meir en aðrir. * * * Hversu lánast líf í okkar ranni, Lögbinda ei stjórnarskrá og trú; Ræður því, hve maður reynist manni, Meðal hverra eru ég og þú. * * * Meira lof mér léðist af að þegja, En láta hugboð fjúka eftir vild; Kýs þó heldur eitthvað óvænt segja En ekkert fágað vanans glæsi snilld. J.P.P. The D0 IT N0W Season is here again • The season for improvement jobs around your home, plant or business. • The season when skilled workers are more readily available and, being more productive, give you better value for your dollar. • The season when many firms offer discounts. • The season when many other things can be done to advantage—such things as maintenance of lawn and garden equipment, electrical appliances, outboard motors and automobiles, as well as dry eleaning of drapes and rugs and replacement of upholstery, to mention but a few. • The season when you can help your community to create employment during the traditional winter lull. When everybody works, everybody benefits. Do it this Winter For advice and assistance get in touch with your National Employment Office Issued by authority of Hon. Michael Starr, Minister of Labour L.F. Fullur fjandskapur

x

Lögberg-Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.