Lögberg-Heimskringla - 14.03.1963, Síða 8
8
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 14. MARZ 1963
Ur borg og byggð
íslenzk messa í Únítara-
kirkjunni á Banning Street,
Winnipeg á sunnudaginn 17.
marz, kl. 7 e.h. Séra Philip M.
Pétursson predikar. — Allir
boðnir velkomnir.
☆
Víða liggja spor íslendinga
Mr. og Mrs. Arni G. Eggert-
son Q.C. sem nýlega eru kom-
in heim úr mánaðardvöl í
Hawaii höfðu gaman af að
lesa efttirfylgjandi klausu í
einu blaði eyjarinnar:
Last Sunday on my TV
program I interviewed world-
traveled former non-sked pilot
Bob Oliver (boy, has he been
around!) and he opined that
the world’s best - looking
women are from Iceland.
Since, I’ve learned of a verit-
able “colony” of Icelandic gals
in our islands, and strangely,
they all live at the Trade-
winds Apts. but until last
week didn’t know of each
other’s presence there. One’s
married, and other two
engaged . . . Which leads to
this item: Larry Coit, Imua
executive veep, abandons his
long and (he sez) happy
bachelorhood Feb. 22, when
he weds his secretary, Inga
Berta Kristjansdottir, who’s
33 per cent of Hawaii’s Ice-
landic population.
☆
Eric Slefansson þingmaður
Selkirk kjördæmis hefir ný-
lega tilkynnt að Búnaðardeild
Sambandsstjórnarinnar muni
láta stækka og girða beitar-
lönd til sameiginlegra afnota
fyrir gripabændur nálægt
Mulvihill, Man. og einnig ná-
lægt Narcisse milli Manitoba
og Winnipegvatna.
☆
Frú Marja Björnson, er sat
þjóðræknisþingið sem fulltrúi
deildanna „Ströndin“ og
„Aldan“ varð fyrir því óhappi
annan þingdaginn, að skrika
fótur og mjaðmarbrotna. Hún
var á Winnipeg General,
Hospital í tíu daga en síðan
hefir hún verið hjá systir
sinni og mági, Mr. og Mrs. A.
G. Eggertson Q.C., að 109
Lamont Blvd., Tuxedo, Winni-
peg, Man. Hún biður L.-H. að
flytja vinum sínum innilegar
þakkir fyrir blómin, kveðjum-
ar og heimsóknirnar. Það er
fagnaðarefni að hún er nú á
góðum batavegi en bréf til
hennar sendist samt fyrst um
sinn til ofangreinds heimilis.
☆
Betel Home
Foundation
Mr. R. Bergson, 245 Arling-
ton St., Winnipeg, $10.00. —
í kærri minningu um Hallur
Johnson, Arborg, Manitoba.
Meðtekið með þakklæti
K. W. Johannson,
910 Palmerston Ave.,
Winnipeg 10, Man.
féhirðir byggingarsjóðsins.
Icelandic Canadian Club
Nú verður nokkuð um gleði
og glaum þegar Icelandic
Canadian Club kemur saman
í Unitara kirkjunni kl. 8.30
mánudagskvöldið 18. marz.
Þar stýra dansi okkar
Sænsku frændur, Mr. og Mrs.
Thord Spetz og square dance
flokkurinn þeirra. Er í ráði að
blanda ballið með vinsælum
gömlum polka, vals og öðrum
eftirlætis dönsum frá fyrri
tíð, og auðvitað verður mikið
um square dance og quadrille.
Blessaðir landar, fjölmennið
nú með vinum ykkar, því allir
eru velkomnir. Eftir dansinn
verður rabbað yfir kaffi og
öðru góðgæti. — C.G.
☆
Ritgerð Jónasar Jónssonar
fyrrv. alþingismanns og dóms-
málaráðherra birtist á fyrstu
og annari síðu þessa blaðs og
ber hún með sér hve annt
hann lætur sér um að auka
veg okkar Vestur íslendinga
og sæmd. Við eigum honum
margt og mikið að þakka bæði
fyrr og síðar. Ritgerðin barzt
Lögbergi-Heimskringlu um
það leyti að þjóðræknisþingið
var háð og var hún lesin á
þingi og bendingar þær, sem
hún hefir að geyma, íhugaðar
og ræddar, og væntanlegum
framkvæmdum vísað til
stjórnarnefndar félagsins. —
í einu atriði ritgeðarinnar
gætir misminnis hjá höfund-
inum. Þótt það sé ekki sak-
næmt í sjálfu sér, vil ég þó
leiðrétta þetta, en það er um
útgáfu Sögu Vestur íslend-
inga: Fyrsta bindið var gefið
út af Þjóðræknisfélagi V. ís-
lendinga 1939, en prentað í
Reykjavík.
Næstu tvö bindin voru gefin
út í nafni Þjóðræknisfélags-
ins, en fjórtán manna nefnd
Vestur Islendinga bar ábyrgð-
ina á útgáfunpi. Þessi tvö
bindi II og III voru prentuð
hjá Columbia Press Ltd. í
Winnipeg, 1943 og 1945. Síð-
ustu tvö bindin voru gefin út
af Menningarsjóði og prentuð
í Reykjavík 1951 og 1953. —
Vissulega erum við í mikilli
þakkarskuld við Menningar-
sjóð og Jónas Jónsson fyrir
þann þátt er hann átti í að sú
stofnun tók að sér útgáfu síð-
ustu tveggja bindanna, annars
hefðu þau aldrei séð dagsins
ljós. — I.J.
☆
Gjörðabækur ársþinga Hins
evangeliska lúterska kirkju-
félags íslendinga í Vestur-
heimi, hafa að geyma mikil-
vægar heimildir varðandi sögu
okkar hér í álfu. Mér hefir
tekist að safna saman öllum
gjörðabókunum utan fjögurra
en þær eru um kirkjuþingin,
sem haldin voru árin 1958,
1960, 1961 og 1962 — 74. árs-
þing, 76. ársþing, 77. ársþing
og 78. ársþing kirkjufélagsins.
Ég hefi í hyggju að koma
þessu safni fyrir þegar það er
„complete“ á óhultum stað,
þar sem greiður aðgangur er
MESSUBOÐ
Fyrsta lúlerska kirkja
Sr. V. J. Eylands, Dr. Theol.
Heimili 686 Banning Street.
Sími SUnset 3-0744.
Guðsþjónustur á hverjum
sunnudegi:
Á ensku: kl. 9.45 f. h.
11.00 f. hi
Á íslenzku kl. 7 e. h.
Sunnudagaskóli kl. 9.45 f. h.
að því fyrir þá, sem leita vilja
upplýsinga í því, en sá staður
er vitaskuld íslenzka bóka-
safnið við Manitobaháskólann,
þar sem öll gögn um sögu
Vestur íslendinga ættu að
geymast.
Ég fer vinsamlega fram á að
þeir sem kunna að eiga ofan-
greindar Gjörðabækur —
(Proceedings of the Icelandic
Lutheran Synod) láti mér þær
í té og aðstoði mig þannig við
að ganga frá safninu. —
Ingibjörg Jónsson.
☆
Frá Rvík 7. marz.
Sama blíðan og þíðan er hér
alltaf. En svipaður kuldi og
áður í nágranna löndunum,
oftast þar all mikið frost, alla
leið suður í París og oft lengra
suður. — Mokveiði er hér
öðruhvoru í þorskanætur (ný
veiðitæki). Allt óvenjulega
stór þorskur — tekinn allur
sprell lifandi úr nótunum.
Vigfús.
☆
Civil Defence says: —
Do you know what food
(and how much) to stock for
an emergency. This valuable
information can be found in
“Eleven Steps to Survival.”
Mefro Civil Defence,
1767 Portage Avenue,
Winnipeg 12 — TUmer 8-2351
Dánarfregnir
Allan Johannesson lézt 27.
febrúar 1963 á General
Hospital í Winnipeg, 73 ára.
Hann var fæddur í Glenboro,
en átti heima í Winnipeg
mestan hluta ævinnar eða 67
ár, síðustu árin var hann smið-
ur og umsjónarmaður fyrir
Daykin Apts., 725 Langside
Street. Hann lifa kona hans,
Ólafía, einn sonur, Konrad
Alvin í Minneapolis; fjórar
dætur, Mrs. Harry Hutton
(Barbara), Toronto, Mrs. A.
Fabiano (Dorothy), Chicago,
Mrs. D. McLennan (Doris),
Quebec og Miss Joan Jo-
hannesson, Toronto; fimm
barnabörn; tveir bræður,
Konrad og Walter í Winnipeg;
þrjár systur, Mrs. H. Horn-
ford, Elfros, Sask., Mrs. J.
Thordarson, Winnipeg og Mrs.
L. J. Simmons, Brandon, Man.
Útförin fór fram frá Bardal,
séra Philip M. Pétursson jarð-
söng.
☆
Helgi Thordarson, 87 ára,
lézt á Betel 2. marz. Hann
flutti til Kanada um aldamót-
in og yar bóndi að Arnes, Man.
þar til hann flutti til Gimli
1942. Hann lætur eftir sig
konu sína, Herdísi; fimm sonu,
Thorleif, Svein, Eric, Björg-
vin og Paul; þrjár dætur, Mrs.
W. T. Hjorleifson (Edna), Mrs.
B. Hjorleifson (Jóhanna) báð-
ar í Riverton og Mrs. S. Sig-
fússon (Anna) í Winnipeg;
einn bróður Jón Thordarson
að Hnausa, Man.; eina systir,
Mrs. Soffía Slim, Winnipeg og
28 barnabörn. Hann var lagð-
ur til hvíldar í Gimli grafreit;
séra Kolbeinn Simundson
jarðsöng.
☆
Mrs. Sigríður Hurdal, lézt
að Ashern spítalanum 6. marz
1963, 71 árs, eftir langvarandi
sjúkdómsstríð. Útfararathöfn-
in fór fram í Silver Bay kirkj-
unni og hún jarðsett þar. Hún
var ekkja Hjartar Hurdal en
hann dó 1950. Eftir lifandi eru
fjórar dætur, þrír synir, 14
barnabörn, þrjár systur og
fjórir bræður.
Mrs. Sigríður J. Gunnlauð’
son, 567 Simcoe St., WinnipeS’
andaðist 7. marz 1963, 68 ára'
Hana lifa eiginmaður henn3f
Gunnar; einn sonur, Gordon.
tvær dætur, Mrs. Ian Mac'
Intosh og Mrs. Donald Stevefl'
son. Útförin frá Fyrsh1
lútersku kirkju. Dr. Valdimar
J. Eylands flutti kveðjumál-
ÆTLARÐU
AÐ
FERÐAST?
Hvert sem Þn
ferð, spara e»
þ é r pening3
og létti af Þer
áhyggjum an
auka kostnaO-
ar. Ég er ura-
boðsmaður Icelandic AirlineS
og allra aðal flug- og skipa'
ferðafélaga; skipulegg ferðit
innanlands og erlendis. Eg
leiðbeini þér varðandi vega'
bréf, visa og hótel, ókeypis, og
með 30 ára reynslu get e®
ábyrgzt ágæta fyrirgreiðslu.
ARTHUR A. ANDERSON
ALL-WAYS TRAVEL BUREAU
315 Hargrave St., Winnipeg 2
Office Ph. WH 2-2535 - Rei. GL 2-S**6
^penhagen
Heimsins bezto
munntóbak
H. F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS
AÐALFUNDUR
Aðalfundur H.f. Eimskipafélags íslands,
verður haldinn í fundarsalnum í húsi félagsins
í Reykjavík, föstudaginn 3. maí 1963 og Kefst
kl. 1.30 eftir hádegi.
1. Stjórn félagsins skýrir frá hag þess og fram-
kvæmdum á liðnu starfsári og frá starfstil-
högun á yfirstandandi ári, og ástæðum fyrir
henni, og leggur fram til úrskurðar endur-
skoðaða rekstursreikninga til 31. des 1962 og
efnahagsreikning með athugasemdum endur-
skoðenda, svörum stjórnarinnar og tillögum
til úrskurðar frá endurskoðendum.
2. Tekin ákvörðun um tillögur stjórnarinnar um
skiptingu ársarðsins.
3. Kosning fjögurra manna í stjórn félagsins, í
stað þeirra sem úr ganga samkvæmt sam-
þykktum félagsins.
4. Kosning eins endurskoðanda í stað þess er frá
fer, og eins varaendurskoðanda.
5. Tillögur til breytinga á reglugerð Eftirlauna-
sjóðs H.f. Eimskipafélags Islands.
6. Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur mál,
sem upp kunna að vera borin.
Þeir einir geta sótt fundinn, sem hafa að-
göngumiða.
Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir
hluthöfum og umboðsmönnum hluthafa á skrif-
stofu félagsins í Reykjavík, dagana 29. apríl —
2. maí næstk. Menn geta fengið eyðublöð fyrir
umboð til þess að sækja fundinn á aðalskrif-
stofu félagsins í Reykjavík. Óskað er eftir að ný
umboð og afturkallanir eldri umboða séu kom-
in skrifstofu félagsins í hendur til skráningar,
ef unnt er, viku fyrir fundinn.
Reykjavík, 12. febrúar 1963
STJÓRNIN