Lögberg-Heimskringla - 04.04.1963, Síða 6

Lögberg-Heimskringla - 04.04.1963, Síða 6
6 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 4. APRÍL 1963 „Náttúrlega hefur stelpu- skinnið setið úti í fjósi í allan dag, án þess að nokkur þörf væri á því, einungis til þess að verða ekki á vegi Hrólfs“, sagði Friðrika húsfreyja. „Skárri eru það nú lætin. Svona lagað hefur víst ekki neitt gott í för með sér“, bætti hún við. Fólkið í Stóru-Grundarbað- stofunni var þögult þetta kvöld. Engum datt í hug að snerta spilin, sem lágu á borð- inu. Gunnvör og Sigga vöktu úti í fjósi yfir kvígunni. En kálfurinn fæddist ekki fyrr en komið var undir morgun. Sigga svaf fram undir hádegi. Hún vaknaði við það, að Bensi sagði rétt við eyrað á henni: „Mál er að vakna, Sigga mín. Nú dregur sennilega til stórtíðinda í dag, því að hús- móðurin á Litlu-Grund er á ferðinni hér utan flóann eða mýrarnar, hvort sem þið kall- ið það“. Sigga glaðvaknaði sam- stundis. „Guð hjálpi mér! Hvað á ég að gera? Góði Bensi, nú verð- ur þú að hjálpa mér“, sagði hún. „Þú ætlast þó ekki til að ég fari að glíma við kerlingar- flagðið. Ég þóttist nú gera vel í gær, að verja fjósdyrnar fyr- ir strákfjandanum“.. „Betur að þú hefðir látið hann vera“, sagði hún. Ég ætlaði að fara inn í hlöðuna. Þar hefði hann aldrei fundið mig“. „Það var hann, sem rauk á mig“, sagði Bensi. „Ég verð að fela mig, svo að hún sjái mig ekki. Ég þori ekki að tala við hana“, sagði Sigga. „Nei, þú mátt ekki fela þig. Það verður að reyna að koma þeim af sér þessum óþverra- hjúum. Reyndu nú einu sinni að standa þig. Varla gleypir kerlingarfjandinn þig“, sagði hann. „En hvernig í ósköpunum? Ég legg strax af stað út í Höfðavík, þegan ég er komin á fætur. Ég get farið á meðan hún er að komast inn göngin, því að sjálfsagt þiggur hún að stanza. Ekki stendur hún úti á hlaði í kuldanum“, sagði Sigga og byrjaði að klæða sig. „Ef þú ferð út í Höfðavík, eltir Hrólfur þig þangað. Það máttu vera viss um“, sagði Bensi. „Segðu henni bara, að þú sért trúlofuð mér. Þá láta þaug þig í friði. Þú getur sagt, að ég sé kærastinn þinn. Það hef ég alltaf verið, og verð það í alvöru bráðlega, ef þú verður þá ekki eins vond við mig og þú varst við Hrólf, garminn“. „Er þér þetta alvara? Má ég segja kerlingunni það, ef hún annars talar eitthvað við mig“, sagði Sigga. „Kannske ætlar hún bara að finna Friðriku?“ „Já, þú skalt bara segja henni það óhikað“, sagði hann og flýtti sér fram. Siggá breiddi sængina upp fyrir höfuð, því að hún heyrði krakkana segja, að konan á Litlu-Grund væri komin heim á hlað. Friðrika húsfreyja stóð úti og tók vingjarnlega á móti ná- grannakonu sinni, þó að hún væri henni allt annað en kær- komin í þetta sinn. „Það ber nýrra við, að þú ert á ferðinni, Herdís mín“, sagði hún með uppgerðar- hlýju, þegar kveðjur voru af- staðnar. „Já, það hefur ekki verið svoleiðis nágrennið, að ég hafi þurft að ónotast við ykkur“, sagði Herdís, og málrómur hennar var þurr og kaldur. „En nú er öðru máli að gegna. Ég þoli það ekki umtalslaust, að sonur minn komi hálfdrep- inn heim eftir þennan vinnu- mannsskelmir, sem þið hafið hér á heimilinu“. „Já, hvers konar ósköp eru nú að heyra til þín“, sagði Friðrika. „Ég gæti hugsað mér, (að það þyrfti meiri mann en rúmlega tvítugan strák, til þess að hafa hendur í hári ,sonar þíns. Og það get ég sagt þér, að ekki gátum við neitt gert að því, þó að þeim lenti ,saman. Við vissum ekkert um áflogin í þeim, fyrr en Toni ■litli kom inn og sagði, að þeir væru komnir í hár saman. Við héldum að það væri í góðu. Nú skaltu koma inn, Herdís mín, og drekka hjá mér kaffi. Ég vona, að þetta valdi ekki óvild á milli okkar. Þessi vetrarmaður fer af heimili okkar strax og Bjarni treystir gér til að hugsa um skepnurn- ar. Þá vona ég að allt verði eins og áður á milli bæjanna“. Það léttist ofurlítið svipur- inn á aðkomukonunni. Hún blés þunglega og færði sig inn í bæjardyrnar. „Ég hef að mjnnsta kosti hugsað mér að tala við hana, þessa Sigríði eða hvað hún pú heitir. Henni finnst hún víst vera eitthvað meira en slétt og rétt vinnukona. Þvílík merkilegheit“, þrumaði hún. „Hún er sofandi núna. Það var vökunótt hjá þeim vinnu- konunum í nótt“, sagði Frið- rika. „Það er nýborið hjá mér“. „Einmitt það. Heldur Sigríð- ur sig kannske í fjósinu nótt og dag?“ sagði Herdís. „Nei, ónei. Það gerir hún ekki. Þetta gekk svona seint. Það var kvíguskinn, sem var að bera“, sagði húsfreyja. Þær gengu til baðstofu. Her- dís leit allt annað en hlýlega til rúmsins, sem óbreytt var yfir. „Skárri er það nú manneskj- an, að sofa fram undir hádegi, þó að hún vaki eitthvað fram á nóttina. Mig undrar ekki, þó að svona landeyður þyki álitlegt konuefni“, tautaði hún, um leið og hún gekk inn baðstofugólfið. Steinunn bóndadóttir var kominn heim fyrir nokkrum dögum. Hún hafði fengið vont kvef og því ekki treyst sér til þess að vinna lengur hjá kaup- imannsfrúnni. Nú sat hún við gluggann og saumaði rósir á hvítan dúk. „Hún situr nú bara við isauma, þessi snót“, sagði móð- ir hennar hreykin, og tók fram útsaumsdót, sem flestar konur þekktu, er komið höfðu á þetta heimili. Hún breiddi það á borðið fyrir framan grann- konu sína. Hún virti það fyrir sér stundarkorn og sagði svo: Margur hyggur auð í annars garði. Vince Leah recalls Sports Columnist, The Winnipeg Tribune IN MANITOBA SPORT MAR.21ST 1931 f langan tíma höfðu Elmwood Millionairs verið að reyna að ná haldi á Memorial Cup og National Junior Hockey Championship. Þessvegna var mikill áhugi þegar þetta ’Peg lið stilti sér upp gegn hinum voldugu Regina Pats í loka keppni- vestur fylkjanna. Leik- irnir áttu að vera tveir og fara fram í gamla Amphithéatre. Ralph Redding skoraði eina markið í fyrri leiknum svo Regina vann 1-0. Tveimur kveldum síðar léku þeir aftur. Snemma í þriðja þætti skoraði Len Dowie og höfðu nú Regina Pats tvö mörk gegn engu. En Millionairs héldu áfram að berjast fræki- lega þar til Bill MacKenzie gat komið skoti sínu framhjá verðinum, Campbell, og inn í netið. George Brown skoraði næst svo nú var jafnt með báðum 2-2. í fyrsta aukatíma gat Redding skorað og Regina komst á undan. Aðeins 15 sekúndur voru eftir þegar Elm- wood leikarinn Kitson Massey í hálfgerðu fáti skaut upp í loft frá miðju svelli. Puckið sveigði niður, bak við Goalie Campbell og hann sá það ekki fyrr en hann heyrði fagn- aðarlæti áhorfenda. Spunk Duncanson skor- aði í næsta aukatíma og gat þanning sent iMillionaires austur til að sigra Ottawa Prim- rose og vinna Canadian Championship. O’KEEFE BREWING COMPANY /MANITOBA/LIMITED No. 3 in a series of Outstanding Victories in Manitoba Sport

x

Lögberg-Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.