Lögberg-Heimskringla - 09.05.1963, Blaðsíða 5

Lögberg-Heimskringla - 09.05.1963, Blaðsíða 5
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 9. MAl 1963 5 Inauguration of the second Republic of Ice- land. Sveinn Björnsson installed as first president of Iceland (June 17.) 1944 Iceland becomes a member of the United Nations ............................................ 1946 First Icelandic commercial Atlantic flight by Loftleiðir from New York — Winnipeg to Reykjavík 1947 Iceland a party to the Atlantic Pact (Nato) 1949 Ásgeir Ásgeirsson elected President of Iceland. Novelist Halldór Kiljan Laxnes is awarded the Nobel Prize in literature 1952 Iceland extends fishing limits from four to twelve miles 1958 The British Government officially recognizes the 12 mile fishery limits off Iceland 1961 Ásgeir Ásgeirsson, President of Iceland and Mrs. Ásgeirsson, pay a state visit to Canada (Sept.)............................. 1961 w Leskaflar í íslenzku handa byrjendum Prof. Haraldur Bessason Prof. Richard Beck, Ph.D. XLII The verb að þurfa (need, have to, be necessary) will now be considered in the present and the past tense in the indicative. Present Sing. ég þarf þú þarft hann (hún, það) þarf Plur. við þurfum þið þurfið þeir (þær, þau) þurfa ég þurfti þú þurftir hann (hún, það) þurfti Past við þurftum þið þurftuð þeir (þær, þau) þurftu Translate into English: Það þarf að kenna erlend tungumál í skólum þessa lands. Ég þarf að nema frönsku og þýzku, en þú þarft að læra dönsku og norsku eða sænsku. Sumir þurfa að leggja stund á rúss- nesku eða pólsku. Við þurfum að ferðast til Englands í næstu viku og þið þurfið að skreppa til Danmerkur og Þýzkalands einhvern tíma. Hann þurfti að dveljast í Svíþjóð og Noregi í mörg ár við nám. Einu sinni þurftu íslendingar að fara til annarra Norðurlanda til þess'að afla sér menntunar. Við þurftum að komast til Bandaríkjanna; en þið þurftuð að vera heima. Hvaða greinar eru kenndar í skólunum auk tungumála? í flestum skólum geta nemendur lært landafræði, jarðfræði, sögu, náttúrufræði, stærðfræði, eðlisfræði, efnafræði og marg- ar aðrar geinar, sem ég kann ekki að nefna. Vocabulary: afla, acquire auk, besides Bandaríkjanna, neuter, The United States, gen. of the plur. Bandaríkin dönsku, fem., Danish, acc. of danska eðlisfræði, fem., Physics náltúrufræði, fem., natural sciences nefna, name, mention Norðurlanda, neuter, the Scandinavian Countries, gen. of the plur. Norður- lönd norsku, fem., Norwegian, acc. of norska efnafræði, fem., Chemistry einu sinni, once erlend, adj., foreign, acc. plur. of erlendur ferðast, travel frönsku, fem., French, acc. of franska greinar, fem., subjects, nom. plur. of grein pólsku, fem., Polish, acc. of pólska rússnesku, fem., Russian, acc. of rússneska skreppa til, make a short visit to siærðfræði, fem., mathematies jarðfræði, fem., geology komast til, go to, get to landafræði, fem., geography leggja stund á, study menntunar, fem., education, gen. sing. of menntun sumir, some Svíþjóð, fem., Sweden sænsku, fem., Swedish, acc. of sænska sögu, fem., history, acc. of saga tungumál, neuter, languages, acc. plur. of iungumál nám, neuter, study, acc. of nám Þýzkalands, neuter, Germany, gen. of Þýzkaland þýzku, fem., German, acc. of þýzka Caroline Gunnarsson: Rabbað við nútíðar hænuunga Ég hefi lengi haft hug á að ná tali af einhverjum afkom- enda útungunar vélanna. Mér hefir fundist að hænsni, til dæmis, af slíkum uppruna gæti haft nokkuð sjálfstæðar skoðanir um mæðradaginn sem haldinn er helgur annan sunnudag í maí mánuði. Þó hefi ég aldrei haft lund til að yrða á hænuunga þar sem hann hefir legið, bljúgur og smjörsteiktur á forláta kjöt- fati og biðið hinnar hinstu þjónustu. Svo var það um páskaleitið í vor að ég fékk ósk mína uppfyllta alveg ósjálfrátt og fyrirhafnarlaust. Ég fór inn í blómabúð til að kaupa gul vorblóm. Snotur stúlka í gul- um slopp, og gulum skóm steig út í gluggann til að velja fyrir mig blómin. Þá heyrði ég undur þíð og fjörleg hljóð sem ég kannaðist vel við langt aftanúr tíma, og kom strax auga á littla gula hnoðra. Það var eins og þeir hefðu oltið undan gula ílátinu með gulu blómunum og væru í fáti að forða sér undan gulu fótun- um á gulu stúlkunni. „Enn hvað þið eruð öll lík,“ varð mér að orði. Stúlkan gaf mér illt auga, en einn guli hnoðrinn sagði: „Þú segir satt,“ og deplaði til mín báðum augunum. Þau voru eins og svartir títu- prjónshausar í skotthúfu, nema hvað þau báru betur af gula litnum en svartir títu- prjónshausar í svartri skott- húfu. „Þú segir satt,“ endurtók sá gúli. „Það er allt að verða jafnlitt of jafnlagað í þessari veröld, og það er, satt að segja, farin að vera lítil hefð í því að vera hænsni innanum ykkur skrælingjana. Þú fyrir- gefur hreinskilnina. Annars líst mér ekki sem verzt á þig. Þú ert þó grá á litin og það á nú bezt við ykkur þó þið reynið að stæla allt litskrúð náttúrunnar. „Enn sjáðu hana bara, gulu skessuna þarna, hvernig hún hristir vatnið af blessuðum blómunum. Skárri er það nú hrokinn. Heldurðu kannske að hún sé nokkuð mjúkhent- ari á krökkunum sínum?“ Allt í einu hvesti littli hnoðrinn á mig augun og bað mig að gjöra svo vel að hætta að kalla sig ,hann‘. „Þú geng- ur með kollinn fullan af alls- konar hégiljum,“ sagði ung- inn. „Ég finn til þeirra í hvert sinn sem þú lítur til mín. Þær ýfa á mér fjaðrirnar og eru síður en svo notalegar. Þú skalt vita að ég finn það vel á mér að hefði ég komist í þennan heim svona þrjú hundruð kynslóðum fyrr þá hefði ég getað orðið móðir. En nú skilst mér á gulu skess- unni þarna að það eigi fyrir mér að liggja að eiga ein- hvern þátt í verzlunarlífi þjóðarinnar.“ Littla hænan trúði mér fyr- ir fleiru en ég þori að hafa orð á, og bar blóðið í æðum sér fyrir því öllu. Hún kvað það hafa runnið viðstöðulaust gegnum ættina kynslóð fram af kynslóð. „Og blóðinu trúi ég betur,“ sagði hún, „en öllu því andstreymi við heil- brigðar eðlishvatir sem nú buga mína kynslóð.“ „Ég trúi ekki öðru en blessuð náttúran eigi eftir að sigrast á því átta- vilta mannviti sem svift hefir okkur hænsnamæður fram- tíðinni. „Það er annars furða,“ hélt hún áfram, „hvað blóðið er minnugt þegar sólin skín á grænu jurtirnar í þessum glugga. Grasið var svo fagur- grænt í fyrndinni, og það bærðust í því littlar grænar agnir sem voru góðar á bragð- ið. Svo voru mannverur eins í laginu og gula skessan þarna, bara miklu minni en nógu stórar samt. Þettað voru kallaðir krakkar og þeir voru sí masandi um mæðradaginn. Þó krakkarnir væru upp- vöðslusamir, háværir og oft lúmskir þá stafaði frá þeim hlýrra hugarfar og betri artir en gulu skessunni þarna. í þann dag áttu líka littlir ung- ar mæður sem gátu séð við þessum króum. Lúmskust allra krakkanna var lítil táta sem vappaði á eftir hinum og talaði tæpi- tungu. Þau ráku hana oft kjökrandi frá sér og sögðust ekkert hafa að gjöra með ó- vita á þriðja ári. Einu sinni ympraði óvitinn eitthvað á gjöf handa mömmu. Hinir krakkarnir sögðu að pabbi gæfi þeim gjöf handa mömmu og þutu burt frá þeirri littlu. Stundu síðar kemur hún rambandi með fat framan á maganum og hvolfir úr því mjoli fyrir framan hænuung- ana. „Þá grunar enga græsku en þyrpast að mjölinu og mata þar gogginn. Þá smellir telpan fatinu yfir þá og tekst að handsama einn þeirra. Vanginn á littlu mannskepn- unni var hlýr og mjúkur eins og móðurdúnn, og blíðir voru kossarnir og hjalið. Hún var bara svo harðhent að hún hefði á svipstundu kreist lífið úr littlum hænuunga. En nú var hænsnamamma ekki sein á sér. Hún flaug á telpuna með vængjaþit og háværum átölum, svo sú littla sleppti unganum í ofboði. Mamma telpunnar heyrði víst hávað- an því hún kom þjótandi og svipti fatinu ofanaf hinum ungunum, en hænsnamamma beit hana fast og þétt í öklana á meðan. Svo sló mamma telpunnar hart á hendina á sínu eigin barni og kallaði hana óþekktaranga. En aum- inginn littli bara togaði í pilsið hennar, grúfði sig í fellingarnar og snökti eitt- hvað um að gefa mömmu. Það er annars merkilegt hvað allt ungviði eltir móðurina hvernig sem hún fer með það. Hún er öllu svo nauðsynleg meðan það er lítið og van- máttugt." Littla hænan sagðist kvíða því að verða kannske notuð að gjöf handa „gulu skess- unni“ á mæðradaginn. „Það veit hamingjan að heldur vildi ég deyja nú þegar en eiga langa æfi í návist við hana. En það var ég sem varð fyrir tánni á henni þegar hún sagði: „Það verður nú einhver ykkar fögru fugla borin fyrir mig á mæðradaginn.“ „Bljúgur og smjörsteiktur," hugsaði ég og hafði þó mann- úð til að þegja. Frá Lundar 2. maí 1963 Þá er nú liðin vika af sumrinu, en ekki er hægt að segja að hlýindi séu enn komin — flesta daga grenj- andi hvast. Fyrsti sumar- dagurinn var samt bjartur. og hlýr og var okkur eldra fólk- inu gefin kostur á að koma saman og óska hvoru öðru gleðilegs sumars. Kvenfélagið Björk efndi til þessarar skemmtistundar eftir hádegi 25. apríl í samkomuhúsi sínu og vorum við gestirnir milli 30 til 40. Skrafað var og spilað á spil, ágætisveitingar fram- reiddar — kaffi og pönnti- ísrjómi og allskonar sæta- brauð. Stuttar ræður fluttu þeir Kári Byron og Vigfús Guttormsson og þökkuðu fyr- ir góðgerðirnar og sungið var Hvað er svo glatt og Fóstur- landsins Freyja. Og svo fór hver heim til sín, þakklátur konunum fyrir góða skemmt- un. í gær brann hús hjá bónda norður í byggðinni, Mr. og Mrs. L. Sweetland og var engu hægt að bjarga, en verst var að engin eldsábyrgð var á húsinu. Aumingja fólkið missti allt nema fötin sem það stóð í. Börnin voru í skóla. Ekki hef ég frétt hvernig kviknaði í, en það var ákaf- lega hvast þennan dag. Nú eru unglingarnir — 4 H members — að temja kálf- ana sína, sem á að sýna 17. maí og svo kemur búnaðar- sýningin, sem almenningur tekur þátt í 8. júní, og undir- búningur er hafinn fyrir þann mikla dag. — B.B. ROSE THEATRE SARGENT o» ARLINGTON CHANGE OF PROGRAM EVERY FOUR DAYS Foto-Nite Every Tuesday and Wednesday SPECIAL CHILDREN'S MATINEE Every Saturday

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.