Lögberg-Heimskringla - 09.05.1963, Blaðsíða 8

Lögberg-Heimskringla - 09.05.1963, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 9. MAÍ 1963 Úr borg og byggð Mrs. Ruby Couch hjúkrun- arkona, sem lengi rak stóra hjúkrunarstofnun hér í Win- nipeg, en á nú heima í White Rock, B.C. er nýkomin í heimsókn til skyldfólks og vina hér um slóðir. Síðast- liðna mánuði dvaldi hún í Hawaii bæði sér til skemmt- unar og við hjúkrunarstörf. Hún dvelur hér hjá systir sinni og mági, Mr. og Mrs. A. W. Legrange, 633 Clifton Street. ☆ Takið eftir. — Kvenfélag Sambandssafnaðar h e 1 d u r hina árlegu vor te- og kaffi- samkomu sína og bazar, á laugardaginn 11. maí frá kl. 2.30 til kl. 5 e.h. í neðri sal Únitara kirkjunnar á Sargent og Banning Street, Winnipeg. Þar verða borð hlaðin heima- bökuðu brauði og öðrum rétt- um; handsaumuðum hlutum og hannyrðum. Allir eru boðnir hjartanlega velkomnir. Bjóðið vinum ykkar að koma og njóta ánægjustundar í vin- samlegum félagsskap við te- eða kaffidrykkju. ☆ Mr. og Mrs. Jakob F. Krist- jánsson að Montgomery St., Winnipeg, fóru til íslands í fyrri viku með Loftleiðum og munu dvelja þar um sex mánuði en þar eiga þau fjöl- mennt frændlið og fjölmarga vini. ☆ Jon Sigurdson Chapter I.O.D.E. will hold a meeting, Tuesday Evening, May 14, at the home of Mrs. Thorkelson, 943 Lipton Street. Co-hostess, Mrs. H. Skaptason. ☆ Pálmi Sigurdson og hálf- systir hans Miss Irene Mc- Allen frá Churchill, Manitoba komu til borgarinnar í fyrri viku. Þau eru ættuð frá Ar- borg en hafa dvalið þar nyðra í fjöldamörg ár. Hún starfar hjá pósthúsinu en Pálmi er í þjónustu National Harbour Board. Hann segir að fyrstu skipin munu koma þangað um miðjan júlí og er höfnin venjulega opin í rúma tvo mánuði, en hann er starfs- maður fyrir National Harbour Board allt árið í kring. ☆ Arni G. Eggertson Q.C.. fékk skeyti frá Hallgrími F. Hallgrímssyni, aðalræðis- manni Kanada á íslandi, þess efnis að hann hefði verið endurkjörinn í stjórnarnefnd Eimskipafélags íslands til tveggja ára á ársfundi félags- ins sem haldinn var í Reykja- vík 3. maí. Mr. Eggertson hefir verið aðalumboðsmaður félagsins hér vestra í fjölda- mörg ár. ☆ Mrs, Lloyd Frisk fór til California síðastliðna viku og mun dvelja með frænd- fólki sínu þar í sumar, aðal- lega Pearl — Mrs. James Powers, en móðir hennar, Sigrún heitin Lindal og Mrs. Frisk voru bræðradætur og uppeldissystur. ☆ Tilfinnanleg skekkja varð í vísu P.G. er birtist í „Túr- ista“ útgáfunni, en hún átti að vera svona: Þolað hef ég þurra páska Það er margt sem kvelur oss. Sárt er að lenda í sálarháska sitjandi við Herrans kross. P.G. ☆ Tryggingarsjóður Lögbergs- Heimskringlu. Dr. og Mrs. Richard Beck — $25.00. Þjóðræknisdeildin Báran Selkirk — $25.00. Meðtekið með þakklæti K. W. Johannson, féhirðir. ☆ Miss Carol Leslie Jefferson og Mr. John David Blacher voru gefin saman í hjónaband 19. apríl s.l. Brúðurinn er dóttir Mr. og Mrs. Ted Jeffer- son, Selkirk, Man. Mjög fjöl- menn brúðkaupsveizla fór fram í Banquet Room, Selkirk Curling Club. Margir gestir frá Winnipeg voru viðstaddir og amma brúðarinnar Mrs. Sigþóra Tomasson frá Mikley. ☆ Við þökkum af heilum hug öllum, sem skemmtu á þjóð- ræknismóti okkar 24. apríl. Sérstakar þakkir viljum við votta Hirti Pálssyni og þeim hjónum Guðmundi og Krist- ínu Johnson, sem komu til okkar frá Winnipeg og skemmtu þetta kvöld. — Þjóðræknisdeildin Brún Selkirk. ☆ Some Importaní Dates in Iceland's History þessi minn- isskrá átti að vera í „Túrista“ útgáfunni en komst ekki inn vegna rúmleysis, hún birtist nú á fjórðu síðu þessa blaðs. Þeir sem ekki geyma öll blöð- in, aðeins Túrista útgáfuna, vilja e. t. v. líma þessa skrá í það blað. ☆ The Voluntary Home Fire Inspection will be starting on May 15 this year, weather permitting. This will be under the direction of the Chief of Winnipeg Department, D. S. Dunnett. There will be ap- proximately one hundred firemen on inspection until the whole of the city of Win- nipeg is completed. Since we started home in- spection in 1961 fires have dropped 50%. The type of hazards discovered mostly in the home: No. 1 — Rubbish. No. 2 — Electrical. No. 3 — Defects in heating units. No. 4 — Im- proper use of painting mater- MESSUBOÐ Fyrsta lúierska kirkja Sr. V. J. Eylands, Dr. TheoL Heimili 686 Banning Street. Sími SUnset 3-0744. Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku: kl. 9.45 f. h. 11.00 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. Sunnudagaskóli kl. 9.45 f. h. ials and thinks like that. During home inspection last year natural gas leaks were discovered in 41 homes. This inspection is being done by firemen on duty keeping contact with the Alarm Office by radio. ☆ Civil Defence says: — Even if the nuclear bomb is banned the world might have a so-called conventional war. You will still need to be pre- pared for emergencies. Metro Civil Defence, 1767 Portage Avenue, Winnipeg 12 — TUrner 8-2351 Dánarfregn Ólöf Johnson, — vinir henn- ar nefndu hana oftast Ollu, andaðist að heimili sínu í Lundarbæ 13. febrúar 1963, eftir fimm mánaða þungbært sjúkdómsstríð. Hún var fyrst sex vikur á General spítalan- um í Winnipeg, en þráði svo mikið að komast heim að læknarnir leyfðu henni það, og annaðist Dr. Paulson um hana þar til yfir lauk með kærleik og nærgætni og er fjölskyldan honum innilega þakklát. Olla var ágætiskona, stillt og glaðlynd, og heyrðist aldrei tala öðruvísi en vel um alla, og þótti öllum sem kynntust henni, vænt um hana. Hennar er því sárt saknað úr hópi samferðarsveitarinnar. Mörg félög í byggðinni misstu þar traustar hendur, sem ávalt voru reiðubúnar að hjálpa. Hún vann mikið fyrir kirkju sína — starfaði við sunnu- dagskólann, lék á orgelið við messur eða söng í söngflokkn- um. I gamla daga, ef söngur var æfður til skemmtana á samkomum, var hún ætíð þar. Hún starfaði fyrir Red Cross; var í nefndinni, sem sá um kvennadeild búnaðarsýning- arinnar (Agricultural Fair); var í Ladies’ Auxiliary of the Legion, og í veitinganefnd Grettis íþróttafélagsins. Olla var fædd 12. janúar 1903, dóttir Helgu og Steins Dalmans, er bjuggu í grend við Lundar. Árið 1926, þann 19. júlí giftist hún eftirlifandi manni sínum, Larusi Þorarni Johnson og eignuðust þau sex mannvænleg börn sem öll komust vel á veg: Eiríkur á heima á Lundar, Helga — Mrs. Earl Nichol, í Warren, Man., Vilhjálmur (Bill) í Win- nipeg, Kristján í Letellier, Eileen — Mrs. Jim Crockatt í Warren og Dennis í Winni- peg. Einnig lifa hana einn bróðir, Jón og ein systir, Helga — Mrs. O. Olafson og tólf barnabörn. Miss G. Goodman, _Vancouver, B.C. 5.00 Mr. W. Stock, Vancouver, B.C. 10.00 Mr. Johann Kristjanson, Höfn, Vancouver, B.C. 10.00 Mr. Matthias Johnson, Vancouver, B.C. 5.00 Mrs. Hrefna Johnson, Vancouver, B.C. 10.00 Mrs. Anna Peterson, Vancouver, B.C. 5.00 Mrs. Skonseng, Seattle, Wash. U.S.A. 25.00 Mr. Don Christopherson, Vancouver, B.C. 5.00 Mrs. Th. Gunnarson, Vancouver, B.C. 10.00 Mrs. G. Gudmundson, Vancouver, B.C. 5.00 Mr. H. Howardson, Vancouver, B.C. 5.00 Mr. S. Scheving, Höfn, Vancouver, B.C. 20.00 Mrs. Arman Bjornson, Vancouver, B.C. 10.00 Mrs. Elizabeth Goodman, Vancouver, B.C. 50.00 Jarðarförin, sem var afar- fjölmenn, fór fram frá lú- tersku kirkjunni að Lundar. Sóknarpresturinn, Rev. R. Grout flutti kveðjumálin. Björg Björnsson. Gjafir lil Hafnar Street Railway Men $ 7.55 Percy and Gudrun Morri- son, Richmond, B.C. 50.00 Miss Sofia Goodman, Vancouver, B.C. 50.00 Estate of Mrs. Ingibjorg Johnston, Gimli, Man. 1266.21 Mr. G. J. Henrickson, Vancouver, B.C. 250.00 Mrs. Gudrun Anderson, Höfn, Vancouver, B.C. 10.00 Mr. and Mrs. A. C. Orr, Edmonton, Alberta 250.00 Mr. Victor Anderson, Vancouver, B.C. 10.00 Mr. and Mrs. S. Torfason, Vancouver, B.C. 25.00 Mr. Herman Isfeld, Höfn, Vancouver, B.C. 10.00 Mr. K. Frederickson, Vancouver, B.C. 10.00 Mr. and Mrs. Hakon Krist- janson, Vancouver, B.C. 20.00 Mr. John Sigurdson, Vancouver, B.C. 10.00 Miss Thora Vigfusson, Vancouver, B.C. 50.00 Miss Milly Anderson, Vancouver, B.C. 5.00 Miss Nina Anderson, Vancouver, B.C. 5.00 Mr. Paul Bjarnason, Vancouver, B.C. 20.00 Mr. Erling Bjarnason, Vancouver, B.C. 10.00 Mr. and Mrs. O. Gunn- laugson, Vancouver, B.C. 20.00 Mr. Th. Hallgrímson, Höfn, Vancouver, B.C. 40.00 Mr. S. Stefanson, Höfn, Vancouver, B.C. 20.00 Mr. and Mrs. S. E. John- son, Vancouver, B.C. 25.00 Miss B. Frederickson, Vancouver, B.C. 5.00 Mr. Malcolm Campbell, Vancouver, B.C. Mrs. Th. Thordarson, Vancouver, B.C. Mrs. Dora Kolbeins, Vancouver, B.C. Mr. S. Sturlaugson, Seattle, Wash., U.S.A. Mr. and Mrs. Eddie John- son, Blaine, Wash. U.S.A Kvenfélagið Sólskin Mr. T. Thorgeirson, New Westminster, B.C. Mr. Halli Johnson, Vancouver, B.C. Mr. W. F. Olafson, Vancouver, B.C. Mrs. Harry Thorsteinsson, Vancouver, B.C. Mrs. E. S. Brynjolfson, Vancouver, B.C. Winnipeg vinur Mr. G. Helgason, Squamish, B.C. Silver Tea — Höfn í minningu um ástkæra syslir — Dagbjört Bertha Poller Mrs. Fred Johnson, Vancouver, B.C. 10.00 Mrs. Gudrun Bairnson, Semans, Sask. — Frænka 5.00 Gifls to the new Home: All drapes for living and dining room from Sólskin. All drapes for bedrooms — Mrs. Emily Thorson. Electric Range — Mr. and Mrs. Oscar Howardson. Grandfather Clock — In memory of Leifur Summers, one of our past presidents, from his widow — Lil Summers. All room num- bers and card holders from Mr. Barney Kolbeins. Með þakklæti frá stjómar- nefndinni Mrs. Emily Thorson, féhirðir, Suite 103 — 1065 West llth Ave., Vancouver 9, B.C. 5.00 5.00 25.00 5.00 5.00 200.00 5.00 10.00 2.00 2.00 5.00 5.00 15.00 269.45 Árnaðaróskir Undirrilaðir hafa sent Lögberg-Heimskringlu kveðj- ur og afmælisgjafir í lilefni 75 ára afmælis Lögbergs. Heill sé beim! Ladies Aid „Eining“, Lundar, Manitoba. H. Olafson, Mountain, North Dakota, U.S.A. Subscription Blank NORTH AMERICAN PUBLISHING CO. LTD. 303 Kennedy St., Winnipeg 2. ; I enclose $6.00 for 1 year □ $12 for 2 years □ subscrip- ; ’ tion to the Icelandic Weekly, Lögberg-Heimskringla ; NAME ...................................... ; : ADDRESS .............. :

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.