Lögberg-Heimskringla - 09.05.1963, Blaðsíða 1

Lögberg-Heimskringla - 09.05.1963, Blaðsíða 1
Hö gberg - i|etmsfer ingla Stofnað 14. ]an., 1888 Stofnuð 9. sept., 1886 77. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 9. MAÍ 1963 NÚMER 19 Heimsækjir ísland Fáir hafa gert sér eins mikið far um að kynna ís- lenzkar bókmenntir í enska heiminum eins og Dr. Watson Kirkconnell, forseti Acadia háskólans í Nova Scotia. Hann er tungumálamaður mikill og afkastamikill rit- höfundur. Hann hefir skrifað mörg rit um íslenzkar bók- menntir, sögu og tungu. Hann hefir þýtt allmikið af íslenzk- um ljóðum á ensku og skrifað Dr. Watson Kirkconnell ritdóma um íslenzkar bækur, einkanlega þær, er komið hafa út vestan hafs. Dr. Kirk- connell hefir ritað ýtarlega um Stephan G. Stephansson og fer ekki í launkofa með það, að hann telur hann eitt það mesta skáld, sem uppi hefir verið í- Kanada. — Það er okkur mikið ánægjuefni að geta skýrt frá því, að þessi ágæti vinur íslendinga hefir í hyggju að heimsækja ís- land í sumar, ásamt konu sinni. Þau munu fljúga frá New York til Reykjavíkur 2. júlí og frá Reykjavík til London 9. júlí, en í London mun Dr. Kirkconnell sitja ráðstefnu háskóla brezka heimsveldisins 10. til 19. júlí og ráðstefnu háskóla forseta 19. til 22. júlí. Þessi þing há- skólanna innan brezka heims- veldisins eru haldin fimmta hvert ár. Við væntum að ættlandið skarti sínum fegursta sumar- skrúða þessum góðu gestum til yndis og dvöl þeirra verði þeim gleðirík. Við óskum þeim fararheilla. Member of Geophysical Society Recently T. D. Einarsson of Arborg, Manitoba was select- ed to membership in the So- ciety of Exploration Geophy- sicists. SEG is the profession- al society of more then 5,500 earth scientists who apply their knowledge of geophy- sics to locate many of the valuable minerals hidden in the earth’s crust. David Einarsson is Party Chief of Geophysical Service International S.A. in Tripoli, Libya. With 22 local chapters in the western hemisphere, SEG is affiliated with 6 other leading earth science societ- ies to promote the science of T. David Einarsson geophysics. Through active participation in this organiza- tion, Einarsson will exchange ideas and information with other earth scientists, attend technical meetings, and be kept abreast of the latest de- velopments in this f i e 1 d through publications, confer- ences and personal contacts. Lake Centre News. (David er fæddur og upp- alinn í Arborg, útskrifaðist úr Science deild Manitoba háskóla 1956, og var því næst tvö ár á Sumatra eyjunni, áður en hann fluttist til Tripoli. Móðir hans, Mrs. Elín Ein- arsson á heima í Arborg, en faðir hans var Guðmundur Ó. Einarsson, ágætur hagyrð- ingur sem margir eldri ís- lendingar kannast við, og er David yngstur af tíu börnum þeirra hjóna.) Per Jakobsson látinn Aðalbankastjóri Alþjóða- bankans (International Mone- tary Fund), Per Jakobsson lézt nýlega á sjúkrahúsi á Englandi. Jakobsson, sem var fæddur í Svíþjóð, var talinn einn af áhrifamestu hagfræð- ingum þessarar aldar. Þess má geta að hann var tengdafaðir Björns Björnson, konsúls íslands í Minneapolis. Útskrifaður í tannlæknisfræði Þessi ungi efnilegi tann- læknir stundaði nám við há- skólann í British Columbia í Dr. Peler Gordon Roy Thordarson Sunnudagurinn 28. apríl rann upp sólbjartur og fagur. Þegar ég kom inn í borðsalinn hér á Höfn til að borða morg- unmatinn, fannst mér að blessað sólskinið endur spegl- ast í andlitum fólksins sem þar var inni, því að allir voru brosandi og glaðir. En þetta var líka hátíðisdagur á Höfn, því að það átti að vígja nýja heimilið. Húsið var hreint og glansandi — lifandi blóm hér og 'þar í körfum, og vistmenn spari klæddir. Eftir miðjan daginn þyrftist fólk að úr öllum áttum, sjálf- sagt fjögur til fimm hundruð manns. Klukkan tvö, safnaðist hópurinn saman úti á pallin- um, og þar í kring, og við fram dyr hússins. „Karlakór ísl. í Vancouver" söng „O Canada“ og „Ó Guð vors lands“. Mr. Sigurður Sig- mundson setti mótið með við- eigandi ávarpi. Stuttar ræður fluttu þeir Mr. J. S. Johnson forseti elliheimilis nefndar, Mr. Frank Frederickson sem kom fram í fjarveru borgar- stjóra, Mr. Ratbie, Mr. John Sigurdson consull Isl., séra Ingþór Indriðason flutti bæn. Því næst kom Mrs. Emily Thorson fram og klippti í sundur silkiband er var fyrir dyrum hússins, sem tákn þess að nú væri þetta heimili form- lega opið. Var svo gengið í bæinn að- skoða heimilið, og þiggja ágætar kaffiveitingar sem Sólskins konur báru fram fyrir alla. Ég vildi að ég gæti lýst heimilinu fyrir ykkur. Þið hafið séð myndina af því sem þrjú ár 1955—1958, innritað- ist síðan í tannlásknisdeild Manitoba háskólans og lauk prófi í þeirri grein 1962 með hæztu einkunn háskólans í Pedodontics og Orthodontics, en áður hafði hann hlotið Dental Service Scholarship. Hann er nú í þjónustu Heil- brigðisdeildar British Colum- bia fylkis og starfar við barnatannlækningar, en hygg- ur til hærra náms í sinni grein innan skamms. Roy er sonur Sigríðar og Theodors Thordarson í Van- couver. Hann kvæntist Miss Nancy Clarke í ágúst 1960, en það ár lauk hún B.A. prófi við British Columbia háskól- ann. kom í Lögberg-Heimskringlu fyrir nokkru. Húsið stendur á stórri lóð, hærri að norðan en hallast móti suðri. Það er búið að slétta blettin allt í kring, og sá grasfræi, og planta smá trjám, sem fer vel. Það er komið að húsinu að norðan, en aðaldyr snúa í austur. Þegar gengið er inn, kemur maður í stóran forsal, og þar inn af er gangur með herbergjum til beggja hliða. Skrifstofa og herbergi for- stöðukonunnar er til hliðar við forstofuna. Af þessari hæð eru 2 stigar niður á aðal gólfið, þar er stór salur, sem er bæði setustofa og borðsal- ur. í stofunni eru þægilegir húsmunir, teppi á gólfinu, T.V.-tæki, píanó o. s. frv. Þar stendur líka stór og vönduð Grandfather’s clock, gjöf sem heimilinu barst við þetta tækifæri frá Mrs. Lil Sum- mers, í kærri minningu um eiginmann hennar Mr. Leif Summers. Mr. Summers dó 13. apríl 1954, hafði þá verið forseti heimilis nefndar í tvö ár, og unnið af trúmennsku heimilinu í hag. Á þessari hæð er líka eldhúsið, mjög full- komið og hentugt. Til vinstri handar á móti borðsalnum er aftur gangur, með herbergj- um til beggja hliða. Á neðstu hæðinni eru einnig herbergi sem búið er í, og þar eru einnig 18 herbergi og stór salur sem er enn ekki full- smíðuð, en vonandi verður það gert svo fljótt sem efni leyfa, og þá munu verða 46 herbergi alls. Sem stendur eru hér 41 vistmenn, og starfs- fólk 9 manns. Þessi dagur var að öllu leiti dásamlegur. Margir góðir vin- ir heilsuðu upp á okkur með einlægum blessunar óskum. Um kvöldið þegar allir voru farnir heim til sín, sat ég ein og hugsaði til þeirra sem áttu upptökin að hugsjón þessa íslenzka elliheimilis. Ég nefni engin nöfn, það eru svo marg- ir, bæði konur og menn sem hafa unnið vel og lengi þessu heimilismáli til eflingar. Margir þeirra eru okkur horfnir — komnir heim. Enn við sem njótum þess að búa í þessu fallega heimili, viljum af hjarta og einlægni þakka þeim öllum sem með ósér- plægni og kærleik hafa lagt fram tíma sinn, krafta og efni. Og þökk sé þeim öllum sem hafa styrkt heimilið með peningagjöfum, fyrr og síðar. Fyrir eiginhönd — og fyrir hönd okkar allra hér á Höfn, „hjartans þökk“! Guðlaug Jóhannesson. Hlýtur National Research Council námstyrk Vorið 1961 var skýrt frá því hér í blaðinu að þessi frábæri námsmaður hefði hlotið A t h 1 o n e Fellowship til tveggja ára framhaldsnáms í Civil Engineering við Im- perial College í London. Nú hefir National Research Coun- cil of Canada veitt honum $2,400 til frekari rannsókna í eitt ár í Concrete Technology við sömu menntastofnun, og ber það vott um hve mikils álits hann nýtur, sem hæfi- leikamaður í sérgrein sinni. Foreldrar Oscars eru Guðni og Aðalbjörg Sigvaldason, bú- sett í Framnesbyggð í grend við Arborg, Man. Oscar Thor Sigvaldason Fréttabréf frá Vancouver, B.C.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.