Lögberg-Heimskringla - 13.06.1963, Blaðsíða 1

Lögberg-Heimskringla - 13.06.1963, Blaðsíða 1
Högberg - ^etmsfermgla Stofnað 14. jan., 1888 Stofnuð 9. sept., 1886 77. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 13. JÚNÍ 1963 NÚMER 24 „Strandarfélagar" fljúga til íslands Það þótti saga til næsta bæjar þegar það fréttist hing- að til Winnipeg árla vetrar að eitt hundrað og tíu félags- menn þjóðræknisdeildarinnar „Ströndin“ hefðu í hyggju að fljúga yfir norðurhvel jarðar beint til föðurlandsins, vera þar á Lýðveldishátíðinni og verja þar frídögum sínum. Nú hefir draumurinn rætzt. Þeir fljúga til íslands í dag (fimmtudag). Úr bréfi frá Snorra Gunnarssyni formanni „Strandar“: „Flugvél sú er við höfum leigt er Jet-prop flug- vél af Britannia gerð og tekur 110 farþega og mun flugið frá Vancouver til Keflavíkur taka 10 tíma, og komið til Kefla- víkur kl. 7.30 að morgni föstudagsins 14. júní. Burt- farartími frá Keflavík kl. 12 á miðnætti 5. júlí.“ (Sjá bréf frá Mrs. G. Jóhannesson á bls. 2). Við óskum þessum glaða hóp ánægjulegrar ferðar ög heillrar heimkomu. Fararstjórar Snorri R. Gunnarsson Sigurbjörn Sigurdson Nöfn Islandsfara Amdal, Helga, Edmonds. Wash. Amdal, James, Edmonds. Wash. Anderson, S. A., Vancouver, B. C. Anderson, Mrs. S. A., Vancouver, B. C. Arneson, Mrs. Clara, Spokane, Wash. Bergvinsson, Björn, Seattle, Wash. Bergvinsson, Mrs. B., Seattle, Wash. Björnson, Tani, Seattle, Wash. Björnson, Mrs. T., Seattle, Wash. Cray, Mrs. Maria, Lynwood, Wash. Christianson, Margrét, White Rock, B.C. Dall, Miss Nan G„ Vancouver, B. C. Eastvold, Harold M„ Seattle, Wash. Eastvold, Mrs. H. M„ Seattle, Wash. Eggertson, David, North Surrey, B.C. Eggertson, Mrs. D„ North Surrey, B.C. Eggertson, Miss Gubjörg, Vancouver, B. C. Einarsson, Mrs. Rebecca, Coquitlam, B.C. Eyford, Chris, Burnaby, B.C. Eyford, Mrs. C„ Burnaby, B.C. Einarsdóttir, Mrs. Thórunn, Seattle, Wash. Feldsted, Eggert, Vancouver, B. C. Feldsted, Mrs. E. Vancouver, B. C. Grimson, Sigmundur, Vancouver, B. C. Grimson, Mrs. S„ Vancouver, B. C. Grubbe, Edwin, Seattle, Wash. Grubbe, Mrs. E„ Seattle, Wash. Grubbe, Miss Kristi, Seattle, Wash. Grubbe, Miss Valerie, Seattle, Wash. Guðmundsson, Ágúst, Vancouver, B. C. Guðjónsson, Ágúst, Seattle, Wash. Guðjónsson, Mrs. Á„ Seattle, Wash. Guðmundsdóttir, Miss Helga, Seattle, Wash. Gunnarsson, Snorri, Vancouver, B. C. Gunnarsson, Mrs. S„ Vancouver, B. C. Henrickson, Gunthor, Vancouver, B. C. Henrickson, Mrs. G„ Vancouver, B. C. Hólm, Gunnlaugur, Vancouver, B. C. Lýðveldishát'íðin Hólm, Mrs. G., Vancouver, B.C. Jacobsen, Miss Agla, Seattle, Wash. Johnson, Björn S„ Burnaby, B.C. Johnson, Mrs. B. S„ Burnaby, B.C. Johnson, John S„ Seattle, Wash. Johnson, Miss Kristin, Seattle, Wash. Parris, Mrs. Geira B„ Seattle, Wash. Valdimarsson, Birgir, Vancouver, B.C. Walter, Mrs. Tove, Seattle, Wash. Sumarliðason, J. E„ Burnaby, B.C. Johnson, Runólf, Seattle, Wash. Johnson, Mrs. Pauline M„ Seattle, Wash. Johnson, S„ Vancouver, B.C. Johnson, Thorvaldur Kjerúlf, Biggar, Sask. Jónsson, Bjarni, Seattle, Wash. Jónson, Sólveig, Secttle, Wash. Jónsson, Oliver, Seattle, Wash. Kerr, Mrs. Mary, Kelowna, B.C. Kolbeins, Bjarni, Vancouver, B.C. Kolbeins, Mrs. B. Vancouver, B.C. Magnússon, Gunnlaugur, White Rock, B.C. Framhald á bls. 7. Eftirfarandi stúdentar af ís- lenzkum ættum brautskráð- ust af Univ. of North Dakota, 2. júní 1963: Bachelor of Science in Medical Technology: Mary Beth Dínusson. For- eldrar: Mr. og Mrs. K. D. Dínusson, Akra, N.Dakota. Bachelor of Science in Education and Bachelor’s Diploma in Teaching: Arthur Eldon Hillman. For- eldrar: Mr. og Mrs. Eldon Hillman, Akra, N.Dakota. Phyllis Kaye Magnússon. Foreldrar: Mr. og Mrs. M. W. Magnússon, Hensel, N.Dak. Bachelor of Science in General Induslrial Engineering: Burke Magnús Halldórson. Foreldrar: Mr. og Mrs. Burke Halldórson, Grand Forks, N.Dakota. Á mánudaginn fer fram í Reykjavík mesta hátíð ársins á íslandi. Þá er haldið upp á afmæli þjóðhetjunnar miklu, Jóns Sigurðssonar, og endur- reisn íslenzka lýðveldisins, lokaáfanga í frelsisbaráttu þjóðarinnar og hans. Jón Sigurðsson Flestum Vestur-íslending- um verður hugsað til íslands á þessum degi og í mörgum byggðum þeirra hér vestra er haldið upp á þennan dag með hátíðahöldum. Það er okkur sérstakt ánægjuefni hve m a r g i r Vestur-íslendingar eiga þess kost að fagna þessum degi með frændum sínum á Islandi næstkomandi mánu- dag; þar verða staddir rúm- lega tvö hundruð manns héð- an að vestan og hefir þar aldrei verið eins stór hópur Bachelor of Science in Business Administration: Alfred Jerome Hall. For- eldrar: Mr. og Mrs. Joe W. Hall, Edinburg, N.Dakota. John Gudmund Thorgrim- sen. Foreldrar: Dr. og Mrs. G. G. Thorgrimsen (íslenzkur í föðurætt), Grand Forks, N.- Dakota. Bachelor of Science in Nursing: Sandra G. Halldórson. For- eldrar: Mr. og Mrs. Burke Halldórson, Grand Forks, N,- Dakota. Bachelor of Laws: Romaine Doyle Thorfinn- son. Foreldrar: Mr. og Mrs. H. B. Thorfinnson, Wahpeton, N.Dakota. Hafi undirrituðum sést yfir einhver íslenzk nöfn í skránni yfir brautskráða stúdenta, eru leiðréttingar þegnar með þökkum. R. Beck. Vestur-lslendinga síðan á þjóðhátíðinni 1930. Megi dag- urinn verða þeim og íslenzku þjóðinni gleðiríkur. Bréf fró Toronto Kæri ritstjóri! Á síðasta fundi íslenzka kanadíska félagsins í Toronto, var ákveðið að senda $50.00 til styrktar starfsemi blaðsins Lögbergs-Heimskringla. Síðasti fundur íslendinga félagsins hér í Toronto var aðallega helgaður burtför Nönnu og Hjartar Torfasonar sem eru á heimleið eftir að hafa verið hér í Toronto um tveggja ára skeið. Hjörtur er lögfræðingur frá Reykjavík, sem kom til Toronto á „Canada Council scholar- ship“ til framhaldsnám við lagadeild háskólans hér í Toronto, aðalega til að stúdera félagslög. íslendingar í félagi okkar hér í Toronto hafa haft mikla ánægju af því, að hafa þessi góðu hjón sem félaga í félagi okkar í tvö síðastliðin ár. í kveðjuskyni gaf íslendinga félagið hér Nönnu og Hirti tvo svani úr kanadískum leir (Blue mountain ware) sem munu verða sendir til Islands. Þann 14. júní mun verða samkoma haldin að Old Mill Restaurant í vestur hluta af Toronto. Tilefni þessarar samkomu er fyrst fullveldis- dagur Islendinga sem er 17. júní og svo einnig að íslenzka félagið ættlar að heiðra Lauru og George Salverson á 50 ára giftingar afmæli þeirra sem er 15. júní, og vonandi getum við sent ykkur fréttir af þessári samkomu. Með beztu kveðjum frá öll- um félögum í íslendinga fé- laginu í Toronto. Ó. Gíslason, Treasurer. Úrslit kosninganna á íslandi Þegar Alþingi var rofið voru Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðuflokkurinn við völd. Kosningarnar á sunnudaginn virðast ekki hafa valdið breyt- ingu. Þingsæti — Atkvæðamagn Alþýðufl. 8 — 14.27% Framsóknarfl. 19 — 28.2% Sjálfstæðisfl. 24 — 41.4% Alþýðubandalagið9 — 16.1% Stúdentar íslenzkrar ættar brautskráðir af Uniy. N. Dakota

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.