Lögberg-Heimskringla - 13.06.1963, Blaðsíða 7

Lögberg-Heimskringla - 13.06.1963, Blaðsíða 7
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 13. JÚNÍ 1963 7 Til athlægis og íhugunar Fyrir nokkru síðan kom út annað „business“ og virðast í L.-H. smágrein um íslenzkar ferskeytlur. Fylgdi því sýnis- horn af nokkrum góðum stök- um. . í þessu sambandi er minnst á hinn nýja svonefnd- an atomskáldskap. Kom mér þá til hugar að snúa einnri góðri ferhendu yfir á atómsku til gleggri samanburðar á kveðskapnum. Set ég þá hér, valda af handahófi, þessa al- kunnu veður vísu Hjálmars Jónssonar: Felur hlýrnir föla kinn, fjársins rýrnar kviður. Lítið hýrnar himininn, hanga brýrnar niður. Á atomsku yrði þessi vísa svona: hafnarmismunur hafi gert Grámyggluveður. Svangar kindur. Ólund á himni. Loðnar brýr. Til að skemmta skrattanum, skráð er atomljóð á blað. Þó mun — einkum attanum — eflaust mega nota það. Af sömu rót runnið eru ýmsir aðrir nýgerfingar í heimi listanna, má þar fyrst tilnefna hin svonefndu „ab- stract“ málverk, sem enginn veit hvað er upp eða niður á. Þá má nefna í þessu sam bandi jazzið, þar sem „close harmony", h j á r æ n i r af- skæmdir tónar hljóðfæra- og mannsradda, taktleysi og vilt- ur trumbusláttur verka æs- andi á taugakerfið, og er það ekki heiglum hent, að hlusta á slíkt til lengdar og halda fullu viti. Skal þá að síðustu minnst á þessar mjaðmasveiflur, magadill og kálfsóttar tvíg- stig, sem kallað er dans. En dansinn er réttilega talin með- al fagurra lista, þegar vel er með farið. Öll er þessi nýbreytni af sömu rót runnin. Þetta eru nokkurskonar útbrot, sem stafar frá sálsýki, svipað og hænsnabóla eða heimakoma. Þessi sálsýki átti, illuheilli, upptök sín hér í Bandaríkj- unum og er hér orðin fyrir löngu landlæg. En þar sem hún er nokkuð smitandi hef- ur hún stungið sér niður í öðrum löndum, einkum þeim næstu og þá helzt í Kanada. Geðbilun, eins og líkamleg- veikindi eiga rót sína að rekja til einhvers brots eða brota á því lögmáli sem lífinu er sett. Slík brot færa sinn dóm með sér, og þeim dómi verður ekki áfríað. Hér í Bandaríkjunum er ástandið í þessu efni mjög alvarlegt eins og sjá má á aukningu glæpa af ýmsu taga einkum meðal unglinga, jafnvel meðal þeirra sem enn eru varla komnir af barns- aldrinum. Hér þróast glæpa- mannafélög eins og hvort lagaverðirnir e n g i n ráð kunna gegn þessum samtök- um nema þegar þau svíkjast um að borga skatt af tekjum sínum. Það þýðir ekki að telja upp dæmi í þessu sambandi, og læt ég því nægja að vísa til J. Edgar Hoover um glæpa- málin. Um hina öru útbreiðslu geðbilunar verður ekki hjá því komist að benda á sem aðalorsök á þessu tímabili á- hrif kaldastríðsins og þeirra aðal vopna sem notuð eru í því stríði. En þau eru: lýgi, rógburður, hatur, tortryggni, ótti o. s. frv. Verkar allt þetta sem eitur á sálarlíf mannsins. Ef einhverjum kann að finnast að hér sé farið með öfgar, vil ég vitna í félag eitt er nefnist Mental Health As' sociation og starfar að rann^ sóknum á geðsjúkdómum og umbótum á meðferð þeirra. Notar það mjög útvarpið til að afla sér fjár meðal al- mennings. Fræðir það fólk meðal annars á því, að í Bandaríkjunum séu 18,000,000 geðveikra, og áð á geðveikra spítulum séu fleiri sjúklingar en á öllum öðrum spítulum samanlögðum. Get ég þess þó til að hér komi ekki öll kurl til grafar. En vitanlega er ekki auð- dregin línan milli sjúkra og heilþrigða þegar um geðbilun er að ræða. Út frá því sem nú hefur verið sagt, liggja leiðir í allar áttir til alvarlegrar íhugunar og rannsókna. En færi maður að rekja þær leið- ir yrði það langt of langt mál fyrir hæfilega langa grein í lítið vikublað. Gætu nú þessi fáu orð orðið til þess að vekja einhverja til eigin umhugsunar um þessi efni væri þó betur farið en heimasetið. A. E. K. hjálparaðgerðum til handa Bréf frá London Framhald frá bls. 4. ar hans Palmerstone, Lloyd George og Churchill. Honum svipar til Churchill í því að nægja stutta hvíld eftir lang- an dag til þess að spretta upp á ný í fullu fjöri. Á hinn bóg- inn getur hann tekið hörðum ádeilum með ró og spekt, jafnvel þótt málstaður hans sé erfiður til varnar eins og stundum vill verða í spurn- ingatíma þingsins. Hann get ur jafnvel átt það til að svara út í hött og verjast þess al- gerlega að vera dreginn út í frekara orðaskak hvað sem tautar og raular. Svipaðri ró, jafnvel enn kaldari, beitti Attlee á forsætisráðherraár- um sínum oft með góðum ár- angri. Ramsey McDonald og Anthony Eden áttu hinsvegar erfitt með jafnvægi sitt er móti blés, og svipuðu máli gilti um Bonar Law. Ekki er fjarri að ætla að þessi skap gæfumunin í ferli þessarra þriggja síðastnefndu ráðherra. Þrátt fyrir ötula forstöðu Macmillans — og ráðherra- fórnir hans síðastliðið sumar, sem einstakar voru í sinni röð — hefir Ihaldsflokkurinn tapað fylgi síðustu 1—2 árin. Misheppnuð tilraun stjórnar- innar að ná samkomulagi við Efnahagsbandalag Evrópu mun eiga nokkurn þátt í þessu, skoðanir almennings voru mjög skiptar í málinu en stjórninni tókst hvorki að gera fylgendum né andstæð- ingum málsins til geðs. Verð- lag hefir hækkað á nauðsynja- vörum og atvinnuleysis hefir verulega gætt í norðurhéruð- um landsins. Hvorugt þess- arra vandamála hefir verið tekið föstum tökum af stjóm- inni. Nokkur njósnarmál hafa komizt upp, sem benda til slæglegrar öryggisgæzlu í á- kveðnum stjórnardeildum. í aukakosningum hefir íhalds- flökkurinn tapað sætum hvað eftir annað og þó einkum, í nýafstöðnum bæjar- og hér- aðsstjórnakosningum. Verka- mannaflokkurinn hefir unnið á og sömuleiðis Frjálslyndi flokkurinn, sem hingað til hefir verið smár. Fylgi hans virðist ekki sízt vera að auk- ast meðal fastlaunaðra starfs- manna ríkis og bæja, sem tíðast verða útundan í hags- munagæslu hinna flokkanna tveggja. Kjörtímabil núverandi stjórnar rennur út í nóvember næsta árs, en heimilt er for- sætisráðherra að efna til kosninga þegar honum sýnist, og lítill vafi er á því að Mac- millan bíður hentugs tæki- færis ef einhverjir atburðir kynnu að gerast er slægju í baksegl stjórnarandstöðunn ar. Nærri lá að slíkt tækifæri gæfist nú í þessum mánuði. Brezkar járnbrautir hafa ver- ið reknar með sívaxandi tapi undanfarin ár, og nýskeð hef- ir ráðunautur stjórnarinnar, Dr. Beeching lagt fram áætl- un þar sem skipulagður nið- urskurður á brautum og stöðvum sem ekki bera sig er fyrirhugaður á næstu þremur árum. Yfir tvö þúsund stöðv- ar og 5000 mílur af línum skulu lagðar niður og starfs- mönnum fækkað um 70 þús- und. Samtök járnbrautar- manna ákváðu að gera alls- herjarverkfall í mótmæla- skyni. Þingflokki Verka- mannaflokksins leizt hinsveg- ar ekki á blikuna. Auðsætt var að slíkt verkfall mundi skapa andúð meðal almenn- ings, þar sem vitað er að járn- brautarvandamálið verður aldrei leyst nema með rót- tækum aðgerðum. Slíkt hlaut að gefa Macmillan óviðjafn- anlegt tækifæri til nýrra k o s n i n g a . Forráðamenn Verkamannaflokksins tóku ]dví að miðla málum, tókst að fá Dr. Beeching til þess að lofa verulegum ívilnunum og þeim járnbrautarmönnum, er atvinnu hljóta að missa, og fengu þannig afstýrt verkfalli. En síðan þetta mál var leyst hafa báðir aðalflokkarnir hafið ákafan kosningaundir- búning til þess að vera við öllu búnir ef Macmillan gæf- ist álíka tækifæri í náinni framtíð. Og nú þegar sumarið hefur gengið að fullu í garð og þessu bréfi er lokið á annan í hvíta- sunnu hafa milljónir Lund- únaborgar leysts úr læðingi og streymt út úr borginni yfir hátíðina, einkum til suð- urstrandarinnar til að gleyma vetrinum við sól og sjávar- seltu. En ánægjan er ekki ó blandin. Bifreiðafjölgunin í þessu landi á síðustu árum, hefir valdið því að vegakerfið er orðið algerlega ófullnægj ,andi. Lauslega áætlað ma gera ráð fyrir því að um átta milljónir bifreiða séu á ferð- inni um þessa helgi og á þeim vegum, sem liggja til suður- strandarinnar eða annarra eftirsóttra staða hlaðast bif reiðarnar upp í langar bið- raðir hvar sem fara þarf gegnum umferðaljós eða þrönga þorpsgötu. Bifreiða eigendafélagið, The Auto- mobil Association, sem fylg- ist með allri umferð hvar sem er í landinu, og notar jafnve flugvélar til þessa, reynir á margvíslegan hátt að greiða úr umferðahnútunum og leið beina bifreiðastjórum um greiðari samgönguæðar. Eigi að síður mynduðust víða bið raðir allt að 19 mílna langar við sumar hindranir á hvíta- sunnudagsmorgun. Enda var útstreymið úr borginni yfir 41,000 bifreiðar á klukkustunc þegar það stóð sem hæst. Og hitinn stígur jafnt og þétt. í gær komst hann upp 24 stig C. (75 F.) þar sem hlýjast^ var í landinu. Þrátt fyrir vísindi U.S. veðurstof unnar í Washington, sem fyr ir hálfum mánuði spáði 30 daga kuldum í Englandi Gamli íslenzki málshátturinn að náttúran er náminu ríkari gæti stundum — að vísu nokkuð breyttum skilningi — átt við veðurvísindin beggja megin hafsins. London, 3. júní 1963. K. S. íslandsfarar Framhald frá bls. 1. Magnússon, Violet, White Rock, B.C. Magnússon, Jón, Seattle, Wash. Magnússon, Mrs. J., Seattle, Wash. Martin, Miss Edith A., Las Vegas, Nevada. Maxson, Walter, Innisfail, Alberta Mclntosh, Marie (Mrs.) Seattle, Wash. Olason, Ray, Seattle, Wash. Olason, Mrs. R., Seattle, Wash. Olason, Sina, Seattle, Wash. Pálson, Mrs. Emily H., Vancouver, B.C. Pederson, Mrs. Ragna, Port Coquitlam, B.C. Pederson, Miss Ingrid, Port Coquitlam, B.C. Roswick, Mrs. Halldóra, Seattle, Wash. Scheving, Mrs. Emma, Seattle, Wash. Scheving, Steve, Seattle, Wash. Scheving, Mrs. Anna, Seattle, Wash. Sigurdson, Harold, Vancouver, B.C. Sigurdson, Mrs. H., Vancouver, B.C. Sigurdson, John, Vancouver, B.C. Sigurdson, Mrs. J., Vancouver, B.C. Sigurdson, Mundi, Vancouver, B.C. Sigurdson, Mrs. M., Vancouver, B.C. Sigurdson, Sigurbjörn, Vancouver, B.C. Sigurdson, Mrs. S., Vancouver, B.C. Skafel, Miss Jónína, Victoria, B.C. Skúlason, Mrs. Lóa, Vancouver, B.C. Sophusson, Mrs. Jennie, Bellingham, Wash. Stefánsson, Óli, Vancouver, B.C. Stefánsson, Mrs. Ó., Vancouver, B.C. Sturlaugsson, Mrs. Kristbjörg, Seattle, Wash. Sumarlidason,. H. M., Edmonton, Alberta Sumarlidason, Mrs. H. M., Edmonton, Alberta Summers, Mrs. L. E. Vancouver, B.C. Sveinbjörnsson, Guðrún, Vancouver, B.C. Sveinsson, George L., Seattle, Wash. Sveinsson, Mrs. G. L., Seattle, Wash. Thorlákson, B., Markerville, Alberta Thorlákson, Mrs. B„ Markerville, Alberta Thorlákson, Hálfdán, Vancouver, B.C. Thorlákson, Mrs. H., Vancouver, B.C. Thorson, Mrs. Emily, Vancouver, B.C. Thorsteinsson, Laugi, Point Roberts, Wash. Thorsteinsson, Mrs. L., Point Roberts, Wash. Wallace, Dr. Thos., Seattle, Wash. Wallace, Mrs. T., Seattle, Wash. Wallace, Michel, Seattle, Wash. Wallace, Garth, Seattle, Wash. Wathne, Albert, Vancouver, B.C. Wathne, Mrs. A., Vancouver, B.C. Burns, Mrs. Jennie, Point Roberts, Wash. McDonald, Mrs. Freda, Seattle. Wash.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.