Lögberg-Heimskringla - 11.07.1963, Síða 4

Lögberg-Heimskringla - 11.07.1963, Síða 4
4 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 11. JÚLÍ 1963 Lögberg-Heimskringla Published every Thursday by NORTH AMERICAN PUBLISHING CO. LTD. Printed by WALLINGFORD PRESS LTD. 303 Kennedy Street, Winnipeg 2, Man. Editor: INGIBJÖRG JÖNSSON EDITORIAL BOARD Winnipeg: Dr. P. H. T. Thorlakson, chairman, Haraldur Bessa- son, Rev. Valdimar J. Eylands, Caroline Gunnarsson, Jóhann G. Jóhannson, Thorvaldur Johnson, Jakob F. Kristjánsson, Tryggvi J. Oleson, Rev. Philip M. Pétursson. Vancouver: Dr. S. E. Björnsson. Montreal: Áskell Löve. Minneapolis: Valdimar Björnson. Grand Forks: Richard Beck. Reykjavík: Birgir Thorlacius. Akureyri: Steindór Steindórsson. London: Dr. Karl Strand. Subscriplion $6.00 per year—payable in advance. TELEPHONE WH. 3-9931 Authorized as second class mail by the Post Office Deportment, Ottawa, and for payment of Postage in cash. GfSLI JÓNSSON F. 8. október 1873 — D. 29. júní 1962 VELKOMIN HEIM! íslandsfararnir frá Winnipeg komu heim á mánudag' inn var, en stóri hópurinn frá Vancouver á laugardaginn Við höfum talað við nokkra þeirra í síma og eru allir sjöunda himni. Viðtökurnar á íslandi konunglegar! Einn kom inn á skrifstofuna áðan, Ole Olafsson fæddur hér og hafði aldrei komið til íslands áður; fann þar fjölda skyld menna á „öllum endum“ það er að segja, í öllum landshorn- um, sem fögnuðu honum sem bróður og ferðuðust með hon ■jn víða um landið, „og allar þær kræsingar sem fram voru bornar! Ég er hræddur um að ég hafi bætt á mig!“ sagði hann, hristi höfuðið og strauk sér um magann. — En við sáum ekki betur en maðurinn hefði yngst um tíu ár. Mikið fannst honum til um hin rambyggðu hús, sem allstaðar er verið að reisa á íslandi, öll úr járnsleginni steinsteypu og jafnvel girðingar úr sama efni. Við náðum í Jóhann Beck; hann er hér á næstu grösum við skrifstofuna — forstjóri Columbia Printers. Hann er fæddur á Islandi — Austfjörðum, og kom nú heim eftir 44 ára útivist ásamt Svanhvíti konu sinni.. Frásögn Jakobs F. Kristjánssonar um móttökurnar Reykjavík og umhverfi hefur þegar birst í Lögbergi-Heims- kringlu. „Þær voru stórkostlegar og ógleymanlegar, sagði Jóhann, fólkið var okkur svo elskulegt að mig brestur orð til að lýsa því. Hátíðardagurinn 17. júní var yndæll, bjartur og sólskinsríkur og mannfjöldinn óvenjulega mikill, að mér var sagt.“ „Við hjónin flugum til Egilsstaða og fórum þaðan á bíl til Austfjarða — Eskifjarðar, Reyðarfjarðar, Stóru Breiðu- víkur, Fáskrúðsfjarðar og Norðfjarðar. Við dvöldum þrjá daga þar eystra og voru það einu dagarnir á íslandi sem við lentum í þoku og suddaveðri, en við fundum ekki til þess því við vorum komin í faðm átthaganna og vina og vanda- manna, sem fögnuðu okkur og vildu allt gera okkur til ánægju og gleði. Miklar framfarir hafa orðið á Austfjörð um hin síðari ár vegna síldaraflans. Síldin virðist nú hafa færst austur fyrir land.“ „Við sigldum með Esjunni frá Eskifirði norður fyrir land og þegar við komum til Húsavíkur ákváðum við, ásamt tuttugu öðrum farþegum að leigja bíl. Þetta var ferðafólk frá ýmissum löndum. Við ókum upp Laxárdal, Reykjadal, um alla Mývatnssveit. Þetta var hlýr og bjartur sólskins- dagur svo við nutum fegurðarinnar sem bezt. Við komum í Dimmuborgir og í Námaskarð, þar er verið að bora eftir heitu vatni og byrjað að gjósa. Ég gat komið að liði sem túlkur, og sátum við þvi hjá bílstjóranum og höfðum skemmtun af því.“ „Við ókum svo eins og leið lá til Akureyrar og náðum 1 þar í skipið. Þar komu 20 Vestur-íslendingar um borð. Nú lá leiðin vestur fyrir land og suður með landi til Reykja víkur. Þegar til Siglufjarðar kom var ég boðaður í síma, en það var Ragnar H. Ragnar frá ísafirði, sem allir Vestur- Islendingar kannast við; hann bauð öllum Vestur-Islending- um, sem um borð voru á skipinu, að heimsækja sig og þegar til ísafjarðar kom beið hann þar með bíla til að flytja okkur heim til sín. Nutum við hjá honum og frú Sigríði, söngs og gleðistundar. Ragnar veitir forystu tónlistarskólanum á ísafirði. Þar hittum við hinn nýja söngstjóra Karlakórs Reykjavíkur, Jón S. Sigurðsson, sem er ættaður frá ísafirði. Þegar skipið sigldi urðu sjö eftir og flutti Ragnar okkur til Flateyrar og fórum þar um borð Esjunni." „I Reykjavík dvöldum við í gistivináttu þeirra hjóna, Gísla Guðmundssonar og Lóu Erlendsdóttur; þau eiga fallegt heimili í einu af nýju hverfunum, þau lögðu mikið á sig til að gera okkur dvölina sem ánægjulegasta; óku t.d. einn daginn með okkur til Hveragerðis, en þar á heima frændi minn Ríkarður Jónsson myndhöggvari. Alstaðar áttum við ógleymanlegri gestrisni að fagna. Um 30 ættingjar í Reykja- Gísli Jónsson, frumbúi Os- land byggðarinnar í British Columbia, andaðist í Prince Rupert spítalanum 29. júlí 1962, 88 ára. Hann var fæddur í Rangár- vallasýslu 8. október 1873. Foreldrar hans voru Jón Ólafsson og Gerdís ólafsdótt- ir. Um tvítugt flutti Gísli til Vestmanneyja og stundaði fiskveiðar. Þar kynntist hann Jónínu Veigalín Guðmunds- dóttur. Árið 1900 giftust þau og fluttu svo til Kanada 1902, með ungbarn og settust að í Selkirk. Þar stundaði Gísli heitinn smíðavinnu milli þess sem hann vann í fiskihúsun- um og við aðra vinnu er hon- um bauðst, hann var vinnu- garpur og vildi aldrei iðju- laus vera, enda var fjölskyld- an að stækka. Eignuðust þau eina stúlku og fjóra syni í Selkirk, misstu dreng og stúlku á unga aldri. Flutti svo með fjögur börn til Osland árið 1918. Nú hafði Gísli tækifæri á að gera það, sem hann unni mest að vera á sjónum og stunda fiskiveið- ar. Fiskaði hann næstu 39 ár- in eða þar til hann var nærri 83 ára gamall 1956. Árið 1947 misstu þau hjónin elzta son sinn. Þórarinn Gíslason Jóns- son drukknaði við bryggju að Gimli, 4. nóvember 1947 — 45 ára gamall. Hann hafði stundað fiskiveiðar á Winni- pegvatni í mörg ár. Eftir að Jónína dó 7. októ- ber 1952 var Gísli til heim- ilis hjá syni sínum og tengda dóttur, Valdimar og Ástu í Prince Rupert á veturnar en flutti út í húsið sitt að Osland strax og voraði. Ein dóttir og tveir symr syrgja föður sinn: Kristjana er — Mrs. Herman Leeland í Vancouver, B.C., Jón í Lang- ley, B.C. og Valdimar í Prince Rupert ennfremur fjögur barnabörn og tíu barna-barna- börn. Einn bróðir er enn á lífi, Kristinn í Reykjavík. Jarðarförin fór fram frá Fergusons Funeral Chapel að viðstöddum fjölda vina og vandamanna. Pastor A. E. Odland, St. Pauls Lutheran Church jarðsöng. Hann var lagður til hvíldar í Fairview grafgreit við hlið konu sinnar. Kaflar úr viðtali við Guttorm skóld Guttormsson Matthíasar, þegar hann segir: Morgunblaðið 16. júní Og nú er Guttormur kom- inn í fylgd með Bergljótu dóttur sinni til landsins í boði Loftleiða og Þjóðræknisfé- lagsins og mér hefur orðið að ósk minni að hitta hann og rabba við hann nokkra stund og full ástæða eftir svo lang- an og vafasaman formála að taka til hendi og spinna þráð þessara örstuttu, en hlýju kynna. „Ég er sveitamaður", sagði hann og rétti mér höndina, en þú ert borgarabarn, er það ekki? Mér líður vel í sveit- inni og þér í Reykjavík gæti ég trúað og ég skil það, því í engri borg hefði ég getað unað nema Reykjavík. Hún er einhver fegursta borg sem ég hef séð, hrein og göfug og góð eins og fólkið". Svo tók hann þéttingsfast hönd mína og ég fann, að þessi orð voru mælt af væmnislausri viðkvæmni og í þeim lá eitthvað af því sem ég hafði fundið í orðum séra Munið að skrifa meginstöfum manna vit og stórhug sannan. Handtakið eins og undir- skrift undir flekklausa yfir- lýsingu. Þetta voru ekki inn- antóm orð gamals manns, ekki skjall, heldur álög. byrjaðirðu vík héldu okkur hjónunum veizlu og gáfu okkur eintak af linni stóru og skrautlegu út- gáfu Passíusálmanna. Fjöldi einstaklinga, sem ekki gefst tími eða rúm til að nefna, sýndu okkur allskonar vin- semd og virðingu og munum við ávalt geyma minningarnar um þessar gleðistundir í þakklátum huga.“ Þannig er frásögn Jóhanns Becks og sennilega hafa allir íslandsfararnir samskonar ferðasögu að segja. „En af hverju að yrkja?“ „Af einskærri lotningu við íslenzka ljóðlist. Hún er bezta ljóðagerð sem til er, ef ég dæmi af þeim kynnum sem ég hef haft af heimsbók' menntunum, og þau eru nú orðin allnáin því ég hef jafn- vel lesið bókmenntir eftir eskimóaþjóðflokka. Ég held því fram að Frakkar séu fremri öðrum Kanadamönn- um í skáldskap, þó enginn þeirra hafi komizt fram úr Stephani G. En eitt merkileg- asta skáld Kanada var indí- ánastúlka, Pauline Johnson hét hún. Hún var dóttir enskr- ar konu og indíánahöfðingja í Ontario. Hún skrifaði á ensku. Hún er frumlegasta skáld Kanada. Hún orti mest um indíána og líf þeirra, og harðræðið sem þeir voru beittir af hvítum mönnum. Ég ætla ekki að snerta við því að vitna í ljóð hennar, því minnið er farið að bila. Ég er orðinn 85 ára gamall. En hitt man ég að segja ykkur frá, að henni var boðið að koma til hirðar Edwards kon- ungs og lesa upp ljóð eftir sig, og það gerði hún. Og Kanadastjórn hefur gefið út stamp eða frímerki, eins og þið kallið það, með mynd af henni. Aftur á móti er raun að horfa upp á það, að Ox- fordháskóli, sem nú hefur gefið út úrval úr enskri ljóða- gerð í Kanada, lætur undir höfuð leggjast að birta eitt einasta ljóð eftir hana. Menn- ingin er ekki alltaf mest þar sem titlarnir eru fínastir. En þeir létu sig hafa það að birta ljóð eftir alls konar leir- skáld í þessari bók.“ * * * „Ertu trúmaður, Guttorm- ur?“ „Ég er skírður og fermdur í lútersku kirkjunni, en svo ég auðvitað kirkjuleys- ingi.“ „Af hverju segirðu auðvit- að?“ „Ég trúi ekki á biblíuna sem guðsorð, að minnsta kosti er ég sannfærður um að Gamla testamentið er ekki annað en þjóðsögur og skáld- verk. En ég trúi á mannúðar- kenningar Krists. Ég vil sem allra minnst hætta mér út í trúarbrögð, því þau enda ávallt í einhverri flækju, sem enginn getur greitt úr. Svo er ég farinn að eldast og hef ekki þá kappræðugleði sem áður var. Við vitum ekki hvenær við byrjum að eldast, það getur orðið okkur að falli. Ég þekki skáld, sem hafa eyði- lagt mörg af ljóðum sínum vegna þess þau fóru að breyta þeim á gamals aldri. Það á að segja okkur hvenær við erum orðnir gamlir, við finnum það ekki alltaf sjálfir." * * * „Hefur þér líkað vel að vera bóndi, Guttormur.“ „Ágætlega, það er bezta staða sem til er fyrir skáld. Maður getur þá ort við verk sín. Ég hef ort öll mín ljóð við vinnuna úti við. Ég geymi þau í huganum, þangað til ég er orðinn ánægður með þau, eða eins ánægður og ég get orðið, en þá skrifa ég þau nið- ur á blað og hreyfi ekki við þeim nema kannski ég breyti orði og orði á stöku stað. En ég tel það ekki markvert, sem ég hef ort. Bóndinn getur ekki setið með púða undir fótunum og starblínt á naglahausa í veggnum og nagað margar pennastengur, meðan hann bíður eftir innblæstri. Hann verður að moka flór, sitja á rakstrarvél, gefa skepnunum, hugsa, yrkja. Mér er óhætt að fullyrða að Stephan G. hafi ort meira við vinnuna úti við en margir halda. Dóttir hans sagði mér einhvern tíma, að hann hafi stundum komið hlaupandi heim, hripað niður á blað fáein orð eða setningu sem hann vildi ekki gleyma, og svo út aftur. Hann var mik- ill starfsmaður og vann baki brotnu, það er rétt. En við skulum ekki gleyma því að hann átti góða konu, já skör- Framhald á bls. 7.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.