Lögberg-Heimskringla - 29.08.1963, Blaðsíða 1

Lögberg-Heimskringla - 29.08.1963, Blaðsíða 1
Högberg - ^eimsfcrtngla Stofnað 14. jan., 1888 Stofnuð 9. sept., 1886 77. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 29. ÁGÚST 1963 NÚMER 32 Rögnvaldur Sigurjónsson heldur opinbera hljómleika í Winnipeg á vcgum Þjóðræknisfélags íslendinga í Vesturheimi Bréf fró Rev. Robert Jack Það má telja til eigi alllítilla tíðinda að í seinni hluta sept- ernber næst komandi heldur Rögnvaldur Sigurjónsson opin- bera píanótónleika í “The PLAYHOUSE THEATRE” í Winnipeg á vegum Þjóðræknis- félags íslendinga í Vesturheimi. Naumast verður í efa dregið, að Rögnvaldur Sigurjónsson Rögnvaldur Sigurjónsson hafi hlotið meiri viðurkenningu sem píanóleikari en nokkur annar landi llans, þeirra sem al- izt hafa upp á íslandi. Hann er ekki einungis þekktur maður meðal hljómlistárunnenda á Is- landi, heldur í skandinavísku löndunum öllum, Þýzkalandi, Austurríki, Rússlandi og Banda- ríkjunum. 1 blaðadómi, sem eg hefi hér fyrir framan mig, og ritaður var af rússneskum tónlistargagrýn- anda veturinn 1958 um tónleika Rögnvalds í Rússlandi, er hann talinn hafa sýnt mikla snilli i því að draga fram höfuðlínur viðfangsefna sinna. "Hljómlist- arskyn hans er með ólíkindum”, segir blaðið. Það er athygli vert, hversu góða dóma þessi íslenzki lista- maður hlaut í Rússlandsför sinni fyrr greint ár, því að Rúss- ar hafa löngum átt innan sinna vébanda mestu slaghörpuleikara heims og hafa því verið kröfu- harðir í þessum efnum. Haustið 1959 fór Rögnvaldur tónleikaför um Þýzkaland og hlaut hvarvettna beztu viðtök- ur. Blöðin í Bensberg, Vestur- Þýzkalandi vitnuðu til tónleika hans sem sérstaks afreks. Þremur árum áður hafði hann haldið hljómleika víðsvegar í Noregi og Danmörku og hlotið ágæta dóma. Eins og við er að búast hefir Rögnvaldur Sigurjónsson haldið fjölda opinberra hljómleika í Reykjavík, ýmist einn síns liðs eða með hljómsveit. Hann er fyrir löngu kominn í hóp fær- ustu hljómlistarmanna síns föð- urlands. Hér við höndina hefi eg um tuttugu umsagnir og dóma um frammistöðu hans úr öllum dagblöðum Reykjavíkur. Þessi dagblöð, sem annars eru oft sundurleit í dómum sínum Dagarnir 27. og 28 júlí síðast- liðnir voru gleði dagar á heim- ili Mr. og Mrs. H. J. Helgason, D’arcy, Sask., er þau hjónin héldu hátíðlegt 50 árá giftingar- afmæli sitt. öll börn þeirra, ein dóttir og átta synir, ásamt fjöl- skyldum sínum, komu “heim”, til að halda gull brúðkaup með foreldrum sínum, ogeru þau sem hér fylgir: Gladys, Mrs. Murrav Oleson, North Bay, Ont.; Fred. D’arcy, Sask.; Flt. Lt. J. Harold Helgason, R.C.A.F., Comox, B. C.; Dr Robert, Burnaby, B. C.; William, Elrose, Sask.; Bernard, Ottawa, Ont.; Dr. Norman, Cav- alier, N. Dak.; Dr. Erick (dent- ist), Winnipeg, Man.; Brian, Fargo, N. Dak.. Bræðurnir eru allir giftir og barnabörnin eru 21. Á Iaugardagin 27. byrjaði há- tiðahaldið með veizlu í sam- komusal Unitecl Church, Brock. Borð voru blómum skreytt, og ljós loguðu á giltum kertum, og á miðju háborðinu stóð brúð- arkaka. Flt. Lt. Harald Hclga- son var veizlustjóri. Bróðir hans Dr. Robert, ávarpaði foreldra sína fyrir hönd systkinana, þakk- aði þeim allan kærleik og ástúð sem þau heiðu notið í ríkum mæli. Erick Helgason, Win- nipeg, var þarna staddur við hlið bróðir síns, eins og hann hafði verið fyrir 50 árum, og flutti hann fallegt ávarp til gull- brúðurinnar, en bóndi hennar þakkaði ræðuna. Sú sem þetta ritar mælti fyrir eigin hönd og bræður sinna, með þakklæti og blessunar óskum til elzta bróð- ursins og konu hans. Mrs. Ber- nice Goldie flutti kveðju fyrir hönd ættfólks Mrs. Helgason. Mrs. Jakóbína Johnson, Seattle, sendi yndislega fallegt kvteði, sem G. J. las upp—en Jakóbína og Helgi voru skóla systkin og vinir sem unglinar í Argyle- bygð. Barnabörnin sungu “Put on your old Gray Bonnet”, og fleiri fluttu kveðjur og lásu skeyti. Þá voru heiðursgestun- um afhentar gjafir, þar á meðal 1963 "ilodge” bíll, frá börnum þeirra. Seinna um kvöldið var svo öllum viðstöddum boðið á dans- skemtun, sem haldin var í Brock Community Hall, en hljómsveit spilaði fyrir dansinum, og um stjórnmál og annað það, sem varðar almenningsheill, eru á einu máli um hæfni Rögnvalds Sigurjónssonar sem píanóleikara og ‘lofa hann mjög. Rögnvaldur Sigurjónsson er fæddur á Eskifirði á Islandi ár- ið 1918, sonur hjónanna Sigur- Framhald á bls. 4. skemti fólk sér ágætlega fram að mið nætti. Næsta dag, 28. júlí, var opið hús á heimili Helgason's hjón- anna, og mun um 200 manns hafa heimsótt þau þann dag til að óska þeim til hamingju—en tengdadæturnar báru fram kaffi veitingar af mikilli rausn. Helgi J. Helgason er sonur Jónasar og Sigríðar Helgason (nú bæði látinn) sem voru frum- býlingar í Argyle-ibygð. Helgi tók heimilisréttarland 8 mílur n.v. af D’arcy, Sask, árið 1910, of hefur búið þar síðan. Þau hjónin Helgi og Annie, hafa ver- ið framúrskarandi gestrisinn og dugleg og ber hin myndarlega fjölskylda þeirra bezt vitni um það. Þau hafa tekið drjúgan þ tt í öllu félagslífi bygðarinn- ar, þá sérstaklega í kirkjunni og skólamálum. Þau hafa öllum viljað hjálpa sem þess þörfnuð- ust, og allstaðar komið fram til góðs. Þó að þau séu nú hætt að búa, jtá verða þau kyr hér á gamla heimilinu sínu, fyrst um sinn. Megi þau njóta æfi kvölds- ins í ró og friði, umkringd ást- ríkum börnum, barnaþörnum og góðum vinum—og taka sér svo af og til skemtilega keyrzlu- túr í nýja bílnum sínum. Guðlaug Johannesson, stödd að D’arcy, Sask. ☆ To Mr. & Mrs. H. J. Helgason, D’arcy, Sask. 1913-1963 What joy to gather at )our hearth, So warm with love expressedl Your dreams and hopes through youthful years, Inspire each welcome guest. What though the years have left their mark. And touched your locks with snow? The tributes of this “Golden Day”, Are life’s deep after-glow. ) God bless thé heritage you leave Of faith in stars that guide. God bless the memory of your home, God bless your even-tide. Jacobína Johnson Frá Tjörn, Vatnsnesi, V. Hún., 18. ág. 1963 Hér á Vatnesinu hefur verið óþurrkasumar og þessvegna gengið mjög erfiðlega með hey- skap, t.d. í þrjátíu og þrjá daga kom ekki þurr dagur og var það annað hvort rigningu eða þoku af hafinu að kenna. Annars er allt gott að frétta héðan og sem betur fer hefur það gengið betur annarsstaðar á landi að fá sól og sumar. Vegna óveðurs á þessum slóðum var lítið um bílaumferð í sumar og þ.a.l. lítið um gesti. Móðir mín sem er 80 ára kom frá Skotlandi um miðjan júlí og hefur hún verið hérna síðan en henni lýst ekki á veðrið, sem von er. Á ár- unum var hún í Vancouver f heimsókn hjá systir sinni og hef- ir hún sagt mér söguna um það Til starfa hjó Alþjóða kjarnorkustofnuninni Drl Björn Sigurbjörnsson, sem undanfarin ár hefur starfað sem sérfræðingur Atvinnudeild- ar Háskólans í jurtakynbótum, mun takast á hendur nýtt starf til tveggja ára hjá Alþjóða kjarnorkumáálstofnuninni í Vín í október n.k. 1 stuttu samtali við Mbl. í gær sagði dr. Björn, að á vegum AlJjjóða kjarnorkumálastofnun- Björn Sigurbjönsson arinnar störfuðu ýmsar undir- deildir og myndi hann vinna fyr- ir eina slíka, er hefur með höndum leiðbeiningarstarf um notkun geisla virkra efna í land búnaði þróunar landanna. Hefur dr. Björn kynnt sér hag nýtingu kjarnorkunnar á þessu sviði í Bandaríkjunum og m.a. gert tilraunir hér heima með geislað korn. 1 Vín mun Björn vinna ásamt öðrum að undirbúningi þeirra verkefna, sem fengizt verður við í þróunarlöndunum og sækja ráðstefnur fyrir sérfræðinga, koma til með að vinna að þeim. Dr. Björn mun eftir sem áður hafa umsjón með kornræktartil- stöður þeirra. —Mbl, þegar hún fór til messu í ís- lenzka kirkju þar í borg. Hún auðvitað þekkti engann en ein- hvern veginn fyrir messu rakst hún á séra Eirík og kynnti sig með því að sýna honum mynd af mér sem hún geymdi í tösku sinni. Þetta er hennar fimmta heimsókn til Islands. Síldveiðar á Norðurlandi hafa gengið allsæmilega og húma- veiðar á Suðurlandi með af- brigðum vel. Ferðafólkið hefur verið margt í sumar en aðallega í kringum höfuðstaðinn. Eg var að fá um daginn ágætt bréf frá vini mínum, Skúla Bjarnasyni í Los Angeles. Alltaf er hann jafn tryggur að svara mínum bréfum. Að undanförnu hafa blaðamenn verið í verk- falli óg þessvegna hafa blöðin ekki borist til kaupenda. Blöðin á þessu landi eru nú mikið lesin og sjálfsagt hafa þau nokkur áhrif á skoðanir manna eins og tímarit. Islendingar lesa enn töluvert mikið af bókum, þrátt fyrir breytingar tímans og hraðann í daglegu lífi. Nú sé eg það að sólin er að brjótast í gegnum Jmkubeltið fyrir ofan Steingrímsfjörð hinu megin við Húnaflóa. Það er falleg sjón og er flóinn spegil- sléttur fyrir neðan þokubakkan. Eg sé út um gluggan minn nokkra svani á flugi, sennilega í matarleit meðfram fjörunni. Mikið af alskonar fugla ungum sem nú eru komnir út í lífið upp á sínar eigin spýtur sofa i gamla bænum úr torfi skamt frá. Þessi bær er um 100 ára gamall og var einu sinni prests- setrið hér á Tjörn. Það var reisi- legt hús á síntim tíma en nú er það illa farið og notað aðeins sem geymsla. Sjaldan sé eg eingöngu Kan- adískan póst. I dag kom þrennt til mín frá Kanada. The Iceland- ic Canadian, ágætt bréf frá Magnússi Elíassyni í Winnipeg og blaðið Commonwealth. Eg var sannarlega hryggur að frétta um andlát Scottie Bryce, fyrv. M.P. í Sclkirk, sem eg þekkti vel og hitti heima hjá honum í maí. Eg kynntist Scottie Bryce fyrst árið 1953 í Arborg og eftir það lágu leiðir okkar oft saman. Eg kom heim til hans í Selkirk oftar en einu sinni og man eg það að bæði eg og fjöldskyldan mín horfðum á mjög fallegar skuggamyndir sem hann og kona hans höfðu tekið í heim- sókn til Haiwai. Scottie Bryce var drengur góður. Á hverju ári þegar eg heimsæki móður mína í Skotlandi fer eg um fæðingar- Framhald á bla. 5. Gullbrúðkaup í Darcy, Sask.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.