Lögberg-Heimskringla - 03.10.1963, Blaðsíða 4

Lögberg-Heimskringla - 03.10.1963, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 3. OKTÓBER 1963 Lögberg-Heimskringla Published every Thursday by NORTH AMERICAN PUBLISHING CO. LTD. Printed by WALLINGFORD PRESS LTD. 303 Kennedy Street, Winnipeg 2, Man. Edilor: INGIBJÖRG JÓNSSON EDITORIAL BOARD Winnipeg: Dr. P. H. T. Thorlakson, chairman, Haraldur Bessa- son, Rev. Valdimar J. Eylands, Caroline Gunnarsson, Jóhann G. Jóhannson, Thorvaldur Johnson, Jakob F. Kristjánsson, Tryggvi J. Oleson, Rev. Philip M. Pétursson. Vancouver: Dr. S. E. Björnsson. Montreal: Áskell Löve. Minneapolis: Valdimar Bjömson. Grand Forks: Richard Beck. Reykjavík: Birgir Thorlacius. Akureyri: Steindór Steindórsson. London: Dr. Karl Strand. Subscription $6.00 per year—payable in advance. TELEPHONE WH. 3-9931 Authorized as second class mail by the Post Office Deportment, Ottawa, and for payment of Postage in cash. Séra Valdimar J. Eylands Dr. Theol.: Vígsla Skálhoítskirkju Sunnudaginn 21. júlí 1963 mun héðan í frá talinn merkis- dagur í sögu íslenzku þjóðarinnar, en þó einkum í kirkju- sögunni. Það var þá að herra Sigurbjörn Einarsson, dr. theol., biskup yfir íslandi, vígði hina nýju Skálholtsdómkirkju í áheyrn alþjóðar, að þúsundum manna viðstöddum, og með aðstoð ijnnlendra og erlendra leiðtoga úr liði kirkjunnar. 1 sama mund afhenti kirkjumálaráðherrann, dr. Bjarni Bene- diktsson Skálholtsstað, ásamt öllum mannvirkjum og lausafé í eign ríkisins á staðnum, þjóðkirkjunni til eignar og umráða. Hornsteinn að þessari kirkju var lagður árið 1956, á biskups- tíð dr. Ásmundar Guðmundssonar, og hefir verið unnið að byggingunni ávalt síðan. Islendingar hafa yfirleitt ekki orð á sér fyrir að vera meira en í meðallagi kirkjuræknir, eða áhugasamir um kirkjuleg málefni, en hér brá svo við að öll þjóðin virtist einhuga um að reisa þessa kirkju, og um að hafa hana sem allra veglegasta. Gat naumast heitið að hjá- róma rödd heyrðist um þetta mál í blöðum eða útvarpi, en þó hafði það verið rætt mjög ýtarlega af þessum aðilum. Það var talað um byggingu þessa guðshúss sem metnaðarmál allra Islendinga, uppfylling drauma sem menn hefðu lengi alið í brjóstum, sem vott um grósku í athafnalífi og jafnvel andlegu lífi þjóðarinnar, sem viðleitni til þess að afmá svartan blett af spjöldum sögunnar, o. s. frv. Ókunnugum aðkomumönnum kemur þessi almenni áhugi fyrir kirkju- byggingu langt uppi í sveit, næsta einkennilega fyrir. En það verður brátt ljóst að þessi staður á sérstöðu í meðvitund þjóðarinnar, og að þessi nýja kirkja er einskonar þjóðlegur helgidómur sem allir íslendingar sameinast um í anda og athöfn. Áhugi alþjóðar, og samtök landsmanna um við- reisn Skálholtsstaðar er fyrirbrigði sem ekki verður skýrt né skilið nema í ljósi sögunnar, og minninganna sem tengd- ar eru staðnum frá liðnum öldum. Talið er gð í Skálholti standi vagga íslenzkrar kristni. Gissur biskup Isleifsson gaf Skálholtsland, föðurleifð sína, með öllum gögnum og gæðum, heilagri Péturskirkju í Skálholti, sem hann hafði sjálfur gera látið. Lét hann þá svo um mælt, að þar skyldi „ávalt biskupsstóll vera meðan Is- land er byggt, og kristni má haldast.“ Samkvæmt heimildum hafa fjörtíu og fimm biskupar setið staðinn, í nær óslitinni röð, frá 1056 til 1802; voru þrjátíu og tveir þeirra katólskir, en þrettán fylgdu lúterskum sið. Ýmsir þessara manna fóru ekki aðeins með biskupsvald, þeir voru einnig helztu verald- legir höfðingjar og valdamenn í landinu. Margir þeirra voru einlægir ættjarðarvinir, lögðu þeir því mikla áherzlu á að skapa og efla sérstæða þjóðerniskend með íslendingum, og stuðluðu með ráðum og dáð að almennum menningarmálum. Allmargir þeirra voru lærdómsmenn og forystumenn á sviði fræðslumála. Þeir héldu skóla á staðnum, einkum fyrir verðandi prestastétt landsins, en á þeirri tíð voru klerkar nær einu skólagengnu mennirnir með þjóðinni. Allt fram á þennan dag er íslenzka þjóðin bezt þekkt út á við vegna fornbókmennta sinna frá 13. og 14. öld. Er þar einkum um að ræða Eddukvæðin og fornsögurnar sem geyma margvís- legan fróðleik um líf og menningu Skandinavisku þjóðanna í foröld. Stundum er því haldið fram að þessar bókmenntir Islendinga séu heiðnar að uppruna og í anda, og að kirkjan geti því ekki hafa átt neinn þátt í að vernda eða útbreiða þær. En sannleikurinn mun þó sá að það voru einkum klerkar, margir þeirra menntaðir í Skólholti sem færðu þessi fræði í letur. Stuðluðu þeir þannig að varðveizlu íslenzkrar tungu, samtíð sinni og komandi kynslóðum til ómetanlegrar blessunar. Hér verða nefnd aðeins örfá nöfn þeirra biskupa sem helzt gerðu Skólholtsstað frægan. Geta verður Isleifs og Gissurar, feðga og frumherja á biskupsstóli, en þeir lögðu undirstöðurnar að kristni- haldi þjóðarinnar á því tíma- bili sem þeir gengdu embætti. Þar var Þorlákur Þórhallsson, sem nefndur er hinn helgi. Var hann talinn góður maður og réttlátur í öllu dagfari, og svo mikill áhrifamaður við máttarvöld annars heims, að loknu lífsstarfi, eins og sýnt þótti vegna kraftaverka sem gerðust fyrir bænarstað hans, að hann var upphafinn í með- vitund þjóðarinnar í tölu dýr- linga. Lifir hann enn með ís- lendingum, einkum vegna tveggja messudaga sem hon- um eru helgaðir, 23. desem- ber, og 20. júlí. Var dagsetning vígsluhátíðarinnar einmitt hans af ástamálum Ragnheið- ar dóttur sinnar. Hefir sú saga orðið skáldum og skriffinnum óþrotlegt umræðuefni, og kennir margra grasa í sögu- legri og sálfræðilegri túlkun þeirra atburða. En þrátt fyrir allt sem honum gekk í móti, stendur mikill ljómi yfir nafni Brynjólfs í annálum Skálholtsbiskupa. Þar sat Jón Vídalín (1689—1720) hinn frægi „gullmunnur“ í ís- lenzkri prestastétt. Prédikanir hans voru upphaflega samdar til flutnings í dómkirkju Skálholtsstaðar; hafa þær verið prentaðar í fjórtán út- gáfum, síðast árið 1945. Um langan aldur voru þessar Skálholts kirkja miðuð við hina síðar nefndu Þorláksmessu. Þá ber að nefna Gissur Einarsson, hinn fyrsta biskup í lúterskum sið, mik- inn gáfumann og laginn brautryðjanda siðabótarinnar. Það var að tilstilli hans að Oddur Gottskáldsson þýddi Nýja testamentið á íslenzku; telja fræðimenn þá þýðing hið mesta meistaraverk, og liggur hún til grundvallar öllum þýðingum sem síðan hafa ver- ið gerðar á hinum helgu rit- um. Þar kemur Brynjólfur Sveinsson einnig fram á svið sögunnar, einhver stórbrotn- asti athafnamaður og mesti lærdómsmaður sem gengt hef- ir biskupsembætti á íslandi. Um margt var hann þó mæðu- maður. Hann afhenti eða ,gaf‘ Danakonungi mörg dýrmæt- ustu skinn handrit þjóðarinn- ar. Ef til vill var það hug- myndin að koma þeim í bók- hlöðu konungs til öruggrar geymslu. En þessi handrit hafa verið „geymd“ í Dan- mörku ávalt síðan. Hefir ís- lendingum gengið torveldlega að endurheimta þau. Um þetta hafa staðið miklar deilur, og er þeim enn ekki lokið. En mestur raunamaður var Bryn- jólfur biskup þó í einkalífi sínu, og ekki sízt vegna þess sem nútímamenn munu telja óheppileg og frekleg afskifti prédikanir notaðar til hús- lestra á flestum heimilum á Islandi, og standa þær í með- vitund þjóðarinnar, við hlið Passíusálma Hallgríms, sem klassiskar bókmenntir á sviði kirkjulífsins. Undir lok átjándu aldar sátu að Skál- holti sem biskupar, þeir feðg- ar, Finnur Jónsson og Hannes Finnsson, báðir frábærir lær- dómsmenn og rithöfundar. En í rás aldanna fer það oft fyrir stofnunum, eins og stofnendum þeirra, þótt þeir eigi sér styttri sögu. Þær eiga sér gull- aldartímabil, hnignunartíma- bil og upplausn. Skálholt- staður leið margar þreng- ingar, og var loks ákveðið að biskupsstóllinn skyldi fluttur þaðan. Ýmsar orsakir lágu til þessa, landfarsóttir, eldsvoðar, jarðskjálftar, og stjórnarfars- legt einræði. Fólkinu fækkaði mjög á þessum slóðum, og þeir sem eftir voru, bjuggu við kröpp kjör. Loks gaf Dana- konungur út tilskipun árið 1785 um að Skálholtsbiskup skyldi hafa aðsetur sitt í Reykjavík, og skólinn var einnig fluttur til hins nýja höfuðstaðar, innan skamms. Skálholt, sem hafði verið mið- stöð kristindóms og menn- ingarlífs í landinu í meira en átta aldir, var nú yfirgefið sem höfuðból, og lenti í niður- níðslu. Þannig leið hálf önnur öld. Skálholt týndist þjóðinni að mestu, en gleymdist þó ekki. Þjóðin lét sig ávalt dreyma um að hér yrði síðar skýjarof, og að Skálholtsstað- ur endurheimti sína fornu frægð. Á nýliðnum áratugum hefir íslenzka þjóðin notið meiri efnahagslegrar velmegunar en nokkru sinni fyrr. Þetta hefir haft örvandi áhrif á all- ar framfarir og menningar- lega viðleitni. Er hér um endurvakningar og endur- reisnar tímabil að ræða, sem hefir gripið um sig á öllum sviðum þjóðlífsins. Áherzla er lögð á það að vekja þjóðina á ný til meðvitundar um forna frægð, og það að tengja.for- tíðina við líðandi stund, og á æ 11 a n i r framtíðarinnar. Þannig er það til komið að sögustaðir hafa verið reistir úr rústum, og kirkjur byggð- ar með glæsibrag bæði í sveit- um og sjávarþorpum. Aug- ljóst var að Skálholt myndi fyrr eða síðar tekið til athug- unar. Nokkrir áhrifamenn tóku að hreyfa því í ræðu og riti að ekki mætti við svo búið standa um þennan fornfræga stað, að vanræksla og niður- níðsla staðarins væri óþolandi og þjóðinni til vansæmdar. Baráttan fyrir endurreisn staðarins fékk strax ríkan hljómgrunn í hugum lands- manna. Fé var safnað, upp- drættir gerðir, og loks var hafist handa um byggingar- framkvæmdir. Nú stendur kirkjan þarna á sama grunni og fyrri dómkirkjur staðarins, stílhrein og tignarleg, talin veglegasta kirkja landsins enn sem komið er. Hún er eins- konar þjóðarhelgidómur, vott- ur um mikla elju, áræði, fórn- ir, rífleg framlög og fyrirbæn- ir heillar þjóðar. Á myndinni sem fylgir þessari umsögn má sjá herra Sigurbjörn biskup, þar sem hann er að opna hliðið á veg- inum heim að Skálholti. Þetta ber ekki aðeins vott um hógværð biskups og ljúflyndi, sem einkennir mjög alla fram- komu hans, heldur er hann hér að framkvæma táknræna athöfn. Hann beitti sér fyrir viðreisnarstarfinu á Skál- holti löngu áður en hann varð biskup. 1948—49 gekkst hann fyrir að stofna Skálholtsfélag- ið, og var formaður þess í mörg ár. Hinn umrædda dag, 21. júlí s.l. naut hann þeirrar ánægju að opna hliðið heim að Skálholti, sem biskup landsins, til þess að öll þjóðin mætti halda þar innreið sína, sækja þar vatn í djúpa brunna sögunnar, og biðja Guð þess að blessun hans megi enn streyma frá þessum fornhelga stað yfir nútið og framtíð lands og þjóðar. Vígsluathöfnin, og hátíða- höldin sem henni voru sam- fara, höfðu verið undirbúin af Framhald á bla. 7.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.