Lögberg-Heimskringla - 03.10.1963, Blaðsíða 8

Lögberg-Heimskringla - 03.10.1963, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 3. OKTÓBER 1963 Úr borg og byggð Óskað eftir eldri konu til að aðstoða unga konu við að hlynna að móður sinni. Þarf ekki að sinna húsverkum. Símið Mrs. Nordal, VE 2-3037. ☆ Séra Valdimar J. Eylands lagði af stað í dag, flugleiðis til Denver, Col. Þar sem hann rekur erindi Central Canada Synodunnar á nefndarfundi. Gerir hann ráð fyrir að koma aftur heim á laugardagskvöld. ☆ Jon Sigurdson Chapler I.O.D.E. will hold a meeting Tuesday evening Oct. 8, at the home of Mrs. Leslie Gibson, 480 South Drive, Fort Garry. Co-hostess: Mrs. H. G. Hen- rickson. ☆ Ættingjar á íslandi óska upplýsinga um þessi hjón, eða afkomendur þeirra: Margrét Jónsdóttir, Gísla- sonar, frá Tjörn á Nesjum, og mann hennar Árna Helgason, trésmið, Eyfirðing að ætt. Þessi hjón eru talin flutt vestur skömmu eftir aldamót, ásamt tveimur börnum sínum ungum. Ef nokkur sá, er les þessar línur, þekkir til þessara hjóna er sá hinn sami beðin að gera séra V. J. Eylands, 686 Banning Street, Winnipeg, aðvart, og mun hann koma upplýsingum áleiðis til fyrir- spyrjanda á íslandi. ☆ Ladies Aid of Unitarian Church are holding a Bridge Party in the Lower Audi- torium of the church, Monday, October 7th at 8 p.m. Prizes. Everybody welcome. ☆ More Echoes by Paul Bjarnason A limited edition of numb- ered copies obtainable only from the author. Price $4.50 1016 West 13th Avenue, Vancouver 9, B.C. ☆ Northern Lights, Icelandic poems translated by Mrs. Ja- kobina Johnson. Price $2.50. Only a few copies left. Write to Mrs. Johnson, 3208 N.W. 59th St., Seattle 7, Washing- ton, U.S.A. ☆ Skautbuningur Mrs. S. Gudmunds has for sale an Icelandic Skaut Bun- ing (Festival Dress) — the dress which is worn at state functions and other formal affairs. ADDRESS — 3039 Hillegass Avenue, Berkeley 5, Califomia, U.S.A. Þakkarorð Útgáfufélag Lögbergs- Heimskringlú — N o r t h American Publishing Co. Ltd. — og ritstjóri blaðsins votta áskrifendum L.-H. innilegt þakklæti fyrir skilning þeirra og þolinmæði síðastliðnar sex vikur á meðan óhjákvæmilegt var að gefa út þetta eina ís- lenzka vikublað okkar að miklu leyti á ensku vegna fjarveru vélsetjara okkar. Þó bætti það nokkuð úr að hann hafði sett allmikið af lesmáli áður en hann fór, auk þess sem við erum í þakkarskuld við Viking Printers — John Samson og Edda Gudmund- son, er settu fyrir okkur eins mikið eins og þeim vanst tími til. Það þykir ávalt ráðlegt að hafa talsvert af stílsettu les- efni fyrirliggjandi; þannig höfum við nú nokkrar greinar stílsettar á ensku, og þess- vegna munu líða 2—3 vikur þangað til búið er að snúa blaðinu alveg á íslenzku, og treystum við enn á skilning og þolgæði lesenda í þessum efnum. ☆ Þórður H. Teilsson, forstjóri B.C. Mercantile Co. Ltd., sem er innflutnings heildverzlun, er eigendurnir hafa rekið í Vancouver undanfarin ár, hefir nú flutt ásamt fjölskyldu sinni til Toronto. Viðskipti félagsins fóru sífelt vaxandi í Ontario og Quebec og var því á allan hátt þægilegra að félagið hefði bækistöðvar sín- ar þar eystra. Auk söluferð- anna frá Vancouver til austur- fylkjanna hefir Þórður farið 2 til 3 ferðir á ári til Japan í viðskiptaerindum. „Enginn vafi er á því að skemmtilegra er að búa í Vancouver en hér í Toronto“, segir Þórður, „en hinsvegar erum við helmingi nær Islandi hér heldur en í Vancouver, og ætti því frekar að vera hægt að fara til ís- lands í heimsóknir héðan.“ ☆ Civil Defence says: — Do you know your dispersal routes and the siren warning signals? You will find them on page two of your tele- phone directory. Meiro Civil Defence, 1767 Portage Avenue, Winnipeg 12 — TUmer 8-2351 ☆ Dónarfregn Olavia Johnson lézt að Betel heimilinu á Gimli 25. sept. 1963, 87 ára að aldri. Hún var fædd á Seyðisfirði; foreldrar hennar voru Nikulás Jónsson og Þórunn Pétursdóttir. Þau hjónin fluttust vestur um haf ásamt börnum sínum 1883 og settust að Hallson, N.D. Þar ólzt Olavia upp. Hún flutti til Winnipeg og átti þar heima í sextíu ár og stundaði sauma- skap mestallann þann tíma. MESSUBOÐ Fyrsta lúterska kirkja Sr. V. J. Eylands, Dr. Theol. Heimili 686 Banning Street. Sími SUnset 3-0744. Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: A ensku: kl. 9.45 f. h 11.00 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. Sunnudagaskóli kl. 9.45 f. h. Eftir að Pétur heitinn bróðir hennar, er lengi átti heima í Vatnabyggðunum í Sask. varð ekkjumaður áttu þau systkin- in saman heimili í Winnipeg um skeið. Hann ásamt þremur al- systrum og tveim hálfsystrum létust á undan Olaviu. Hana lifir ein systir Mrs. Sigríður Sigurdson í Winnipeg. Útför Olavar fór fram frá Fyrstu lútersku kirkju; dr. Valdimar J. Eylands jarð- söng. Hún var lögð til hvíldar í Brookside grafreitnum. Lítið dregur vesalan. * * * Lengi býr að fyrstu gerð. ROSE THEATRE SARGENT at ARLINGTON AIRCONDITIONED CHANGE OF PROGRAM EVERY FOUR DAYS Foto-Nite Every Tuesday and Wednesday SPECIAL CHILDREN'S MATINEE Every Saturday Why not visit ICELAND now? 7LLL-WAYS Travel Bureau Ltd., 315 Hargrave Street, Winnipeg 2, Man., WHitehall 2-2535, is the recognized Agent of all steamship- and airlines, including Icelandic Airlines, and has assisted more Iceland- ers in Manitoba with their travel arrangements than any other travel agent. Mr. P. E. Salomonsen and Mr. A. A. Anderson, both Scandi- navians, will render you every assistance in connection with your travel, in an endeavour to have your trip as comfort- able and pleasant, yet in- expensive, as possible. Consult ALL-WAYS Travel Bureau Ltd. 315 Hargrave Street, Winnipeg 2, Man. WHilehall 2-2535 Innköllunarmenn Lögbergs- Heimskringlu MANITOBA Mrs. M. Einarsson............................. Arnes Mrs. Laura Thorkelson .................... Riverton Jóhann K. Johnson..............................Hecla Mrs. G. F. Goodman .................. Box 241, Lundar Ólafur Hallson ........................... Eriksdale Björn Th. Jónasson .................. Box 207, Ashem Sig. B. Helgason .......................... Hayland Mrs. J. Finnbogason ....................... Langruth T. E. Oleson...........Glenboro, Baldur, Cypress River SASKATCHEWAN Jón K. Jónsson ........................... Tantallon Rosm. Árnason ....... Elfros, Leslie, Mozart, Foam Lake, Wynyard, Fishing Lake G. F. Gíslason......................... Churchbridge BRITISH COLUMBIA Marino Johnson ........ 2719 W. 15th Ave., Vancouver 8 Gunnbj. Stefánsson 1562 W. llth Ave., Vancouver NORTH DAKOTA, U.S.A. Stefán Indriðason, ...... Chrystal, Edinburgh, Gardar, Grafton, Hensel, Mountain H. B. Grimson ............................. Mountain WASHINGTON S. Símonarson .......... Box RFD 1, Blaine, Bellingham Thor Viking ........... 8057 Jones Ave., N.W., Seattle 7 AUGLÝSI NG um innköllun hlutabréfa í H.f. Eimskipafélagi fslands og útgófu jöfnunarhlutabréfa Aðalfundur H.f. Eimskipafélags Islands 2. júní 1962 samþykkti að nota heimild þá, sem veitt er í D-lið laga nr. 70, 28. apríl 1962 um tekju- og eignarskatt, um útgáfu jöfnunarhlutabréfa, og á aukafundi félagsins 29. desember 1962 var þessi samþykkt endanlega staðfest, og samþykktum félagsins jafnfram breytt í samræmi við þessa ákvörðun. Með skírskotun til samþykktar þessarar, tilkynnist hluthöfum félagsins hérmeð, að innköllun hlutabréfanna er nú hafin, og vestanhafs verður henni hagað í aðalatriðum á þann hátt sem hér segir: Hlutabréfin ásamt stofnum af arðmiðaörkum skulu af- hent hr. Árna G. Eggertson, 209 Bank of Nova Scotia Bldg., Portage Avenue and Garry Street, Winnipeg 1, Man. (Ekki er nóg að afhenda eða senda stofninn af arðmiðaörkinni einan, heldur verður að afhenda sjálft hlutabréfið). Þeir hluthafar, sem ekki geta komið því við, að senda hr. Árna G. Eggertson hlutabréf sín, geta sent honum þau í ábyrgðarpósti, og sendir hann hlutabréfin síðan áfram til aðalskrifstofu Eimskipafélagsins í Reykjavík. Með því að hlutabréfin eru nafnskráð, er nauðsynlegt að skrifa á bakhlið þeirra greinilegt nafn og heimilisíang þess. sem hlutabréfin skulu nafnskráð á. Hafi orðið eigendaskipti á hlutabréfi. skal útfyllt sérstakt eyðublað með tilkynningu um eigendaskiptin. Eyðublöð þessi má fá hjá hr. Árna G. Eggertson. Hluthafar fá kvittun fyrir þeim hlutabréfum, sem þeir afhenda eða senda hr. Árna G. Eggertson. og verða hin nýju hlutabréf síðan gefin út og send hluthöfum í ábyrgðarpósti beint frá skrifslofu Eimskipafélagsins í Reykjavík. Sé um að ræða mörg hlutabréf í eigu sama hluthafa, verður aðalreglan sú, að þau verða sameinuð í stærri hluta- bréfum, nema sérstaklega sé óskað að það verði ekki gert. Ef um er að ræða skipti á stærri hlutabréfum t.d. milli erfingja, verða gefin út smærri hlutabréf sé þess óskað, en þó eigi minna en 250 kr., sem er nafnverð minnstu hluta- bréfanna. Ef hluthafar óska af einhverjum ástæðum að halda sínum gömlu hlutabréfum, skal það sérstaklega tekið fram þegar hlutabréfin eru afhent eða send, en nauðsynlegt er að afhenda félaginu þau, svo hægt sé að stimpla þau með ógildingarstimpli, áður en þau eru send hluthafa aftur. Nú hefur hlutabréf glatast eða eyðilagst á einhvern hátt, og skal það þá tilkynnt hr. Árna G. Eggertson. Eyðu- blöð fyrir slíkar tilkynningar má fá hjá honum. — Um út- gáfu nýrra hlutabréfa í stað glataðra og skemmdra fer eftir ákvæðum 5. gr. félagssamþykktanna. Reykjavík, 12. júlí 1963, H.F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.