Lögberg-Heimskringla - 03.10.1963, Blaðsíða 7

Lögberg-Heimskringla - 03.10.1963, Blaðsíða 7
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 3. OKTÓBER 1963 7 VÍGSLA Framhald írá bls. 4. mikilli nákvæmni. Hvert at- riði hafði verið skipulagt, og ráðstafanir gerðar til að mæta óvæntum erviðleikum sem kynnu að stafa af veðurfari, eða öðrum ástæðum. Auk biskupsins, höfðu þeir pró- fessorar guðfræðideildar Há- skólans, Magnús Már Lárus- son, formaður byggingar- nefndar, og Þórir Kr. Þórðar- son, dr. phil., lagt mikið á sig í sambandi við allan undir- búning. Fjölmennur söngkór hafði verið æfður, nýju pípu- orgeli komið fyrir, lúður- þeytarar voru þar, og menn sem höfðu verið æfðir til að hringja hinum mörgu og stóru klukkum í turni kirkjunnar. Útvarpstækjum og hljómber- um hafði verið komið fyrir, sömuleiðis var þar sjónvarps- vél, og telex. vél til frétta- þjónustu. Fjöldi útlendra gesta voru viðstaddir, á meðal þeirra biskupar frá Dan- mörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi. Sá sem hér segir frá naut einnig þeirrar ánægju að vera viðstaddur, sem fulltrúi lúterskra Vestur Islendinga. Þrátt fyrir frem- ur óhagstætt veður fyrri hluta dagsins, taldist lögreglunni svo til að á milli fimm og sex þúsund manns hafi verið á staðnum þennan dag. I kirkj- unni gátu þó aðeins rúmlega fjögur hundruð mans fengið sæti. En mannfjöldinn sem úti var hlustaði á athöfnina með aðstoð hátalara. Skömmu áður en athöfnin hófst braust sólin í gegn um regnskýin, og sló gullnum bjarma á kirkjuna. Mörgum þótti þetta góðs viti, og töldu að þannig væri blessun frá hæðum lýst yfir daginn, og verkið sem hér hafði verið unnið. Laust eftir klukkan tíu gekk forseti íslenzka lýðveldisins, herra ' Ásgeir Ásgeirsson til kirkju, ásamt fylgdarliði sínu. Um leið samhringdu kirkju- klukkurnar, lúðraþytur hvað við af svölum kirkjunnar, nýja kirkjuorgelið hljómaði stórfenglega í höndum dr. Páls ísólfssonar. Meðlimir stjórnarráðs, og fulltrúar er- lendra ríkja komu næst, og allir tóku sér fyrirfram ákveð- in sæti í hliðarstúku kirkj- unnar. Skrúðganga presta var skipulögð í íbúðarhúsi staðar- ins. Gengu þeir tveir og tveir saman, um áttatíu alls, klædd- ir hempum og krögum. Síð- astir komu biskupar í skraut- klæðum, fulltrúi Vestur ís- lendinga, sóknarnefnd Skál- holtsstaðar, sóknarpresturinn, séra Guðmundur Óli Ólafsson, og séra Jón Auðuns, dóm- prófastur, og gekk hann fremstur. Biskup Islands gekk fyrstur í kór, en hinir biskup- arnir tóku sæti sitt hvoru megin við altarið. Sigurbjörn biskup söng messu frá háalt- ari, og flutti þar einnig vígslu- ræðu sína, en vígsluvottar lásu ritningarorð hver á sinni tungu. Biskup ákvað að vígsluvottur Vestur ísledinga skyldi lesa tilvalin ritningaorð á íslenzku, og var honum ljúft að verða við þeim tilmælum. Að lokinni vígsluathöfn, fór fram altarisganga. Þá var ræðustóll dreginn fram og forseti Islands steig á kórpall og flutti ræðu. Minntist hann sögu staðarins, og þess hlut- verks sem hqr hafði verið unnið íslenzkri menningu. Einnig lét hann í ljós ánægju sína og allrar þjóðarinnar í tilefni af hinum nýju fram- kvæmdum. Þá kom kirkju- málaráðherra, Bjarni Bene- diktsson, dr. jur. fram og flutti ræðu, um leið og hann af- henti biskupi landsins Skál- holtsstað, eins og fyrr var um getið. Sigurbjörn biskup flutti þá ræðu þar sem hann þakk- aði ríkinu í nafni kirkjunnar fyrir afhending staðarins. Einnig þakkaði hann útlend- um gestum fyrir komuna og aðstoð þeirra við vígsluna. Flutti hann ræðu sína, á fjór- um tungumálum, án þess að fipast í nokkru. Beindi hann nokkrum orðum á móðurmáli til Vestur Islendinga, og sagði meðal annars: „Þeir eiga allt með okkur.“ Samt flutti fulltrúi þeirra engar gjafir, aðeins orð! Athöfnin stóð yfir í hálfan þriðja klukkutíma. Hún var að allra dómi, sem á minntust, mjög fögur og áhrifamikil. Söngflokkurinn, undir stjórn dr. Róberts Ottósonar, söng- málastjóra, leysti sín hlutverk af hendi við mikla hrifningu áheyrenda. Séra Hjalti Guð- mundsson fyrrum prestur að Mountain, N.D., sem var með- limur söngflokksins, söng ein- söngva í nokkrum atriðum. Hin hreina og sterka tenór rödd hans naut sín mjög vel í hinum - stóra sal, og var unaðsleg á að hlýða. Klukkkan þrjú síðdegis var önnur guðsþjónusta haldin í kirkjunni við mikla aðsókn. Hinn mikilsvirti dr. Bjarni Jónsson, fyrri dómprófast- ur og dómkirkjuprestur í Reykjavík þjónaði fyrir altari, en sóknarpresturinn, séra Guðmundur Ólafsson flutti prédikun. Nokkur börn voru skírð við þessa guðsþjónustu, þeirra á meðal stúlka sem hlaut nafnið Ragnheiður, eftir samnefndri dóttur Brynjólfs biskups. Að lokinni vígsluguðsþjón- ustunni var dagverður fram borinn að Aratungu, alllanga leið frá Skálholti. Sátu þar mörg hundruð manns að borð- um í einu, og var veitt af mikilli rausn. Er síðdegis- guðáþjónustan var afstaðin, safnaðist fólk saman á ásnum fyrir vestan Skálholt, og fór þar fram athöfn sem boðar það sem verða skal. Stakk biskup þar fyrstu skóflu- stunguna að grunni skóla- byggingar sem þar á að reisa innan skamms. Séra Haralc Hope, norskur Islandsvinur afhenti þá biskupi ávísun, að upphæð 200 þúsund norskar krónur, sem hann hafði safnað meðal vina og velunnara Skálholts í heimalandi sínu, „til þess að þið hafið eitthvað til að byrja með,“ eins og hann komst að orði. Bæði félög og einstaklingar meðal frænd- Djóðanna á norðurlöndum hafa gefið Skálholtskirkju margar dýrmætar gjafir. Dan- ir gáfu pípuorgelið, gler- myndaglugga, Ijósatæki, stóla og peninga til skreytingar kirkjunnar innanhúss. Norð- menn gáfu allmikið af bygg- ingarefni, þakskífur og hurð- ir. Svíar gáfu tvær voldugar kirkjuklukkur. Ennfremur gáfu Norðmenn, Danir og Svíar sína kirkjuklukkuna hver. Færeyingar gáfu fork- unnar fagran skírnarfont, 'iöggvinn úr steini. Á mánu- dagskvöldið eftir kirkjuvígsl- una hélt kirkjumálaráðherra mikla veizlu í Sjálfstæðis- húsinu. Þar voru tilkynningar gefnar um ýmsar fleiri gjafir, svo sem bókasafn fyrir hinn fyrirhugaða skóla, og fleira. öldruð hjón í Winnipeg, Guðrún Grímsdóttir og Ágúst Eyjólfsson sendu fimm hundr- uð dollara, sem persónulega gjöf til staðarins. Þótti ýmsum sem á það minntust þeim hjónum farast stórmannlega. Er lokið var helgiathöfnum á Skálholti, var ekið til Þing- valla, þar sem Geir Hall- grímsson borgarstjóri Reykja- víkur bauð fólki til kvöld- verðar að Valhöll. Er þangað kom, flutti sóknarpresturinn séra Eiríkur J. Eiríksson fyrirlestur um Þingvöll og Lögberg. Var þar lengi setið, og skemmtu menn sér við matföng og samræður. Á mánudaginn hafði forseti íslands og frú síðdegisboð fyrir stóran hóp innlendra og útlendra gesta að Bessa- stöðum. Var fyrst gengið í kirkju staðarins, þar sem forseti flutti stutt erindi, og dr. Páll ísólfsson spilaði nokkur lög á orgelið. I ræðu sinni rakti forseti sögu stað- arins í stuttu máli, og skýrði einnig táknmál og myndir í gluggum kirkjunnar. Var síð- an gengið í viðhafnarstofu forsetahjónanna þar sem veit- ingar voru bornar fram eins og hver vildi. * * * Nýr kapituli er að hefjast í sögu Skálholtsstaðar. Hvað í hann verður skráð mun sagan sýna, en miklar vonir eru við staðinn tengdar. Á fundi kirkjuráðs, sem haldinn var nýlega, undir forystu biskups, var ákveðið að vinna að því „að Skálholt verði alhliða menningarmiðstöð og aflvaki í kristnilífi þjóðarinnar." Fyrsta skrefið sem taka ska í því augnamiði er að koma þar upp Lýðháskóla, sem að því er námsgreinar snertir standi utanvið hið fyrirskip- aða skólakerfi landsins, en verði sniðinn eftir norrænum fyrirmyndum. Er einnig gert ráð fyrir að um síðir rísi þar upp almennur menntaskóli á kristilegum grundvelli, frammhaldskóli fyrir presta og miðstöð fyrir æskulýðs- starfsemi. Vér, Vestur íslendingar höf- um þegið dýra arfleifð frá Skálholti, og hefir hún fylgt oss fram á þennan dag allt 1 þriðja og fjórða lið. Vér hljót- um að samgleðjast bræðrum vorum á Islandi í tilefni af endurreisn staðarins, og óska þess að sameiginleg arfleifð vor, sem þaðan er runn- in megi verða íslenzku þjóð- inni til blessunar í nútíð og framtíð. Vér ættum enn- fremur að votta þakkir á til- hlýðilegan og ákveðinn hátt fyrir þann erfðahlut sem til vor er runninn. Sannarlega væri það maklegt, og oss til sóma, ef vér nú tökum hönd- um saman sem Vestur ís- lendingar, og berum fram ríf- legt offur og leggjum það á altari hins nýja menningar- musteris sem nú gnæfir við himin, í veruleika, og vonum, allra góðra íslendinga, á Skálholtsstað. Islenzkar kindur UMBOÐSMAÐUR LÖGBERGS-HEIMSKRINGLU á ÍSLANDI SINDRI SIGURJÓNSSON póstafgreiðslum. P.O. Box 757, Reykjavík Verð Lögbergs-Heimskringlu er kr. 240 á ári. Subscription Blank NORTH AMERICAN PUBLISHING CO. LTD. 303 Kennedy St., Winnipeg 2. I enclose $6.00 for 1 year □ $12 for 2 years □ subscrip- tion to the Icelandic Weekly, Lögberg-Heimskringla NAME ...........:...’..................... ADDRESS .................................. Service — Satisfaction Your Federal Grain Agent welcomes the opportunity to discuss the follow- ing with you: GRAIN CEREAL GRAIN SEED MALTING BARLEY COAL SELECTED OATS AGRICULTURAL CHEMICALS OIL SEEDS—Rapeseed, Mustard Seed 13 C R A I N L I M I T E D ...1 «1«- <V .<= .0,)»

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.