Lögberg-Heimskringla - 24.10.1963, Blaðsíða 1

Lögberg-Heimskringla - 24.10.1963, Blaðsíða 1
llögberg-5)etmsk*mgla StoínaS 14. ]an„ 1888 Stofnuð 9. sept., 1886 77. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 24. OKTÓBER 1963 NÚMER 40 Áttræð Frú Jakobína Johnson (Sjá ummæli á bls. 4.) ÉG VISSI NAUMAST AF ÞVÍ Ég vissi naumast af því, að komið væri kvöld. — Keppni mín við dagsverkið mun að þessu völd. Ég tók naumast eftir því, að sólin væri að síga, — í sædjúp að síga. Ég vissi naumast af því — er hár mitt orðið hvítt? Ég hefi máski gleymt — var það eitt sinn dökkt og sítt? Ég tók naumast eftir því, er þyngra varð mér sporið, — svo þungt sérhvert sporið. Hve ljúft er, að hafgolan leikur mér um kinn. Nú líður bráðum að því, að vængina ég finn og hverfi úr augsýn þangað, er sólin sezt ei framar; — sezt aldrei framar. Jakobína Johnson, Seattle, Washington. Tuttugu og fimm starfsafmæli Með líðandi ári fyllir Dr. Valdimar J. Eylands aldar- fjórðung í þjónustu Fyrsta Lúterska safnaðar í Winnh peg. Eru þetta merkileg tímahvörf, því Fyrsti Lúterski söfnuður á jafnan langa sam- leið með sóknarprestum sín- um og er séra Valdimar aðeins hinn þriðji 1 85 ára starfskeiði safnaðarins. Var því dr. Ey- lands og frú Lilju vottað þakklæti sóknarbarnanna með hátíðlegri athöfn í kirkjunni fimmtudaskveldið 17. október. Dr. Otto A. Olson, jr., for- seti Central Canada Synod, L.C.A., stjómaði stuttri guðs- þjónustu, en s'amkomunni stýrði Karl L. Bardal. Kveðj- ur voru fluttar fyrir hönd Manitobafylkis og Winnipeg- borgar. Kom herra Keith Alexander fram fyrir hönd forsætisráðherrans, Hon. Duff Roblin, en herra D. A. Mulligan, bæjarráðsmaður hafði orð fyrir Stephen Juba, borgarstjóra. Margar heillaóskir bárust þeim hjónum úr fjarlægð, þar með frá biskupi Islands. Einnig frá dr. Franklin Fry, forseta L.C.A., séra Octavius Thorlakson og mörgum ferm- ingarbörnum séra Valdimars. Ekki má gleyma að telja skeyti frá dóttur heiðursgest- anna, frú W. R. Lawler (Dolores), manni hennar og börnum, er nú dvelja í Sar- dinia, við strendur ítalíu og var því ekki hægt um hönd að taka þátt í þessari hátíð. Það mun þó mjög hafa aukið gleði presthjónanna að þrjú börn þeirra gátu verið við. Sonur þeirra, dr. Jón Eylands, og svo systurnar, Mrs. Barry ara Day (Lilja) og Mrs. Oakley (Elaine) komu úr náinni fjær- lægð til að sitja kirkju föður síns þettað kveld. Var ein dóttur-dótturin, örsmá gló- kolla í rauðum kjól, valin til að bera ömmu sinni rauðar rósir. Herra Karl Bardal kvað fermingarbörn séra Valdimars nú dreyfð urh endilanga Norð- ur Ameríku, en þau sem dvelja í Winnipeg eða í grend við borgina munu flest hafa verið til taks við þettað tæki- færi, og fyrsta barnið sem hann skírði fyrir söfnuðinn gerði vart við sig. Er það herra Frank Sigurðson, nú orðinn stárfandi architect með M.A. gráðu í þeirri mennt. Einnig voru kölluð fram fyrstu hjónin er dr. Eylands gaf saman í sókninni, þau Mr. og Mrs. Gordon L. Wilson, og var frúin sæmd blómvendi. Herra Karl Bardal fór nokkrum orðum um mennta- feril dr. Eylands, hinna ýmsu heiðursmerkja er hann hefir verið sæmdur bæði hér í landi og á íslandi, og um framfarir safnaðarins undir leiðsögn hans. Kvað hann séra Valdi’- mar hafa lesið guðfræði við guðfræðisskólann í St. Paul, Minn., eftir að hafa útskrifast af Concordia College í Moor- head, Minn., með B.A. gráðu. Hann fékkst við heimatrúboð í íslenzkum byggðum um hríð og var síðan vígður til prests 24. júní 1925. Svo þjónaði hann íslenzkum söfnuðum víðsvegar um Bandaríkin þar til hann tók við Fyrsta Lúterska söfnuði í Winnipeg 18. september 1938, eftir lát dr. Björns B. Jónssonar. Dr. Eylands var um margra ára skeið forseti íslenzka kirkjufélagsins í vestur- heimi, og veitti einnig for- stjórn Þjóðræknisfélagi Vest- ur-íslendinga. Stjórn íslands sæmdi hann riddara krossi Fálka orðunnar, en doctors gráðuna hlaut hann frá United College í Winnipeg. Hann fór til íslands 1947 og þjónaði þar eitt ár í presta- skiftum. Sem boðsgestur föð- urlandsins, var hann við- staddur þá er hornsteinninn var lagður að hinni endur- reistu Skálholtskirkju 1956. Aftur þáði hann boð frá stjórn íslands að taka þátt í vígslu Skálholtskirkju þettað ár. Nýlega var hann gerður „Dean of the Manitoba District of the Central Canada Synod, Lutheran Church of America.“ Að athöfninni lokinni voru bornar fram veitingar í sam- komuhúsi kirkjunnar. — C. G. Fréttabréf fró Seattle Kæri ritstjóri Lögbergs- Heimskringlu. Beztu þakkir fyrir komuna s.l. sumar. Við vonum að þið systurnar hafið kunnað vel við ykkur hér um slóðir, og að þið komið aftur! Sept. mánuður var sólríkur og hlýr. Sömuleiðis er bjart yfir minningunum hjá okkur, ísl. fólkniu í Seattle, vegna gestkomu frá ættlandinu. Svo sem lesendum blaðs þíns er kunnugt, kom Rögnvaldur Sigurjónsson vestur á strönd og hélt tónleika í Vancouver, B.C. Þaðan lá leið hans til Seattle 23. sept. Hér tók strax til starfa framkvæmdarnefnd undir leiðsögn Tana Björn- sons — sjálfboðalið — bæði íslendingar og annað Norður- landafólk, svo tryggt væri að sæmileg aðsókn fengist. Tón- leikar R. S. fóru fram ? Seattle Center Playhouse, sem er nýtt og rúmgott — og 25. sept. komu þar saman 400 til 500 manns. Listamaðurinn virtist njóta sín ágætlega um kvöldið. Hann fókk óskifta athygli — og aðdáun fólksins var óspart látin í ljós. — Að síðustu var það tregt til að sleppa honum, þó hann kæmi fram hvað eftir annað. 1 hléinu á tónleikaskránni sungu þeir dr. Edward Palma- son og Tani Björnson tvö lög, en ísl. Karlakórinn þrjú. — Þessu var vel tekið. Almenn ánægja lýsti sér hVarvetna yfir allri framkomu hins ljúf- mannlega gests. Á meðan hann kynntist Seattle borg og umhverfinu, dvaldi hann á heimili þeirra hjónanna Mr. og Mrs. Ray Ólason “ í sóma og eftirlæti“. ísl. félagið „Vestri“ bauð fólkinu hér að koma saman til að kveðja hinn íslenzka píanó- leikara, þann 24. sept., og var það vel metið. Forseti félags- ins, Karl F. Frederick, kon- súll, setti samkomuna og nefndi tilganginn — bað síð- an undirritaða að flytja heið- ursgestinum „þakklæti fyrir komuna“. — Hún þakkaði honum ekki ’sízt fyrir að fara víða um lönd sem merkisberi æiilands síns, og okkar, á sviði iónlisiarinnar. Nokkrir fleiri tóku einnig til máls og lýstu ánægju yfir tónleikun- um. Þá var snúið sér að hljóð- færaslætti og söng um stund — en samkomunni var auð- vitað slitið með kaffi veizlu og samræðum. En söngskráin var sem fylgir: Mrs. Kristín Smedvig lék á fiðlu, með undirspili heiðursgestsins. Eins og nærri má geta, „gerði þetta mikla lukku“. Fyrsta lagið var sam- ið af eiginmanni Kristínar próf. Egil Smedvig. Með solo söng skemmtu þær Mrs. Sylvia Munson og Mrs. Nor- man Nelson, og var vel tekið. Einkum var eins og bros léki um salinn, þegar Mrs. Nelson söng með glaðværð og léttum tökum „Stóð ég út í tungls- ljósi“ — í ensku þýðingunni, svo allir skildu og fylgdust með. Við hljóðfærið var Miss Kathryn Arason. Að síðustu stóð heiðurs- gesturinn upp, þakkaði við- tökurnar og lék síðan Viki- vaka, Sv. Sveinbjörnssonar. Samkoma þessi var haldin í kirkju Calvary Lutherska safnaðarins, og veizlan á eftir í fundarsalnum.. — Þó ís- lenzki félagsskapurinn sé að vísu fámennur, er ánægju- legt að minnast þess hve margir nafnkenndir menn og konur frá ættlandinu hafa verið gestir okkar hér, á und- anförnum árum. Við vonum að svo verði enn í- framtíð, svo sambandið vari sem lengst. Með vinsamlegum kveðjum, Jakobína Johnson. f5. okt. 1963. Frú Lilja og séra Valdimar J. Eylands Dr. Theol. Fréttir fró íslandi Síld fyrir 700 millj. kr. Frá því að Gunnar frá Reyðarfirði fékk fyrsta síld- arfarm sumarsins þann 10. júní á Digranesflaki og fram til 27. september, er nokkur skip fengu síðustu síldar- farmana 45—50 mílur út af Norðfjarðarhorni, veiddi ís- Framhald á bls. 2.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.