Lögberg-Heimskringla - 24.10.1963, Blaðsíða 8

Lögberg-Heimskringla - 24.10.1963, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 24. OKTÓBER 1963 Úr borg og byggð „Church of íhe Air" Svo nefnist dagskrárliður í Cana- dian Broadcasting Corpora- tion, og fer fram á sunnudög- um kl. 3.30 til 4.00 síðdegis, í hverju tímabelti frá hafi til hafs. Fyrsta lúterska kirkja í Winnipeg annast þennan þátt sunnudaginn 27. október. Dr. Valdimar J. Eylands flytur stutta prédikun, söngflokkur safnaðarins syngur undir stjórn Mrs. E. Isfeld, sem einnig leikur á orgelið. ☆ Somkomo í Vancouver 2. nóvember ’63 næstkom- andi heldur „Ströndin“, deild þjóðræknisfélags íslendinga í Vancouver skemmtisamkomu (Banquet) í „Manhattan“ samkomusalnum 1727 West Broadway. Góðir gestir á þess- ari samkomu verður hópur íslendinga frá Seattle — frú Jakobína Johnson og Kári sonur hennar — íslenzki Karlakórinn og söngstjóri þeirra Tani Björnson, sólóisti, einnig Dr. Edward Pálmason, sólóisti. Við þetta tækifæri og í til- efni af áttræðis afmæli frú Jakobínu, þá verður hún heiðursgestur mótsins, og verður henni þá um leið af- hent skírteini þess efnis að Ströndin gjöri hana að „heiðursm*eðlim“ í félagi sínu, sem lítin vott um einlæga vináttu og þakklæti fyrir mikið og ágætt starf í íslenzk- um bókmenntum. Veizlan byrjar stundvíslega klukkan átta að kvöldinu og fólk er beðið að vera komið í sæti sín þá. Aðgöngumiðar fást hjá stjórnarnefnd Strand- ar. G. Jóhannesson. ☆ Mr. and Mrs. K. E. Olafson wish to express heartfelt ap- preciation and gratitude to the Couples Club, the Ladies Aid, Womens’ Association, The Dorcas Society, Rev. and Mrs. V. J. Eylands and the Deacons of the First Lutheran Church for the kindness and help extended to them at the time of the fire in their home. ☆ Miss Helen Josephson will show pictures from Sunny California including Disney- land taken on her trip this spring, in Parish Hall on Oct. 28th at 8.15 p.m. Freewill offering. Sponsored by the Women’s Association of the First Lutheran Church. Re- freshments will be served by Helen’s Group. ☆ WANTED: Full-time house- keeper, middle-aged preferr- ed, to help in home. Some nursing care may be needed for elderly lady. One other adult in family. Quiet, home atmosphere. Phone HU 9-8425. óska upplýsinga í sumar sendi ég orðsend- ingu í L-H og bað fólk, sem e. t.v. hefði haft kynni af Ingibjörgu Ólöfu Magnúsdótt- ur (frá Keflavík), sem lézt í Garðar North Dakota 1914, að skrifa mér eða próf. Richard Beck, University of N.D. Enginn hefur enn sem kom- ið er orðið við þessum tilmæl- um, sem ég hér með endur- nýja. Það er nú komið í ljós, að börn Ólafar voru fimm. ekki þrjú eins og segir í orð- sendingu minni í sumar og eitt nafnið ekki rétt. Börn Ólafar og manns henn- ar Jóns Bjarnasonar (d. 1880) voru: Valgerður, f. 1875, Ingi- björg, f. 1866, Bjarni Magnús, f. 1868, Magnús, f. 1872 og Björgvin, f. 1878. — Ólöf mun hafa starfað við veitingahúsa- rekstur í Garðar, N.D. (d. 1914. — Líklegt er, að Bjarni Magnús Jónsson, Garðar, N.D. d. 1910, hafi verið sonur nefndar ólafar. Kannast nokkur við hann eða systkini hans? Gjörið svo vel að skrifa sem fyrst. Haraldur Guðnason, Brekastíg 20, Vestmannaeyjum, Iceland. ☆ Fluttu skemmtiskrá um ísland Föstudaginn 11. okt. fluttu þau dr. Richard og Margrét Beck skemmtiskrá um Island á fjölmennri samkomu félags- skapar eldra fólksins í Sam- einuðu Lútersku Kirkjunni í Grand Forks, N. Dakota. Flutti dr. Beck erindi um land og þjóð, en frú Margrét sýndi og «kýrði litskuggamyndir frá Islandi — Seinni partinn á laugardaginn 12. okt. flutti dr. Beck erindi um landnám íslendinga á Grænlandi og Vínlandsfund Leifs Eiríksson- ar frá útvarpsstöð Ríkishá- skólans í N. Dakota (KFJM), og ræddi sérstaklega um upp- gröft rústa Þjóðhildarkirkju og annarra fornminja, sem nýlega hafa fundizt í Græn- landi. Var erindi þetta flutt í tilefni þess, að 12. október er lögfestur árlegur Landfunda- dagur (Discovery Day) í N. Dakota. Dánarfregnir Ottar Sveinson andaðist eftir langt sjúkdómsstríð að heimili sínu í Blaine, Wash. 25. sept., áttræður. Hann var fæddur að Gimli 7. des. 1882, kvæntist Magneu Josephson 1911 og lifir hún mann sinn, ennfremur þrír synir, Nor- man, Verne og Arthur; ein dóttir, Mrs. Charles Craig; fjórar systur, Mrs. Sólveig Sveinson í Blaine, Mrs. Lilla Bjornson og Mrs. Lóa Schultz báðar í Vancouver og Mrs. Fríða Josephson í Saskatche- wan; þrír bræður, Valdi í Vancouver, Kelly í Selkirk og Halli í Elgin, 111.; 9 barna- börn og þrjú barna-barna- börn. MESSUBOÐ Fyrsla lúlerska kirkja Sr. V. J. Eylands, Dr. Theol. Heimili 686 Banning Street. Sími SUnset 3-0744. Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: A ensku: kl. 9.45 f. h 11.00 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. Sunnudagaskóli kl. 9.45 f. h. Ottar Sveinson var smiður að iðn og átti' fjölskyldan heima í Norður Dakota og Illinois áður en hún flutti til Blaine 1944. Séra G. P. John- son jarðsöng. ☆ John Thorsteinson, sem lengi átti heima að Steep Rock, Manitoba, þar sem hann var í þjónustu Canada Cement Co., andaðist að Gimli 10. okt. 1963, en þar var heimili hans síðustu sex árin. Hann var 74 ára að aldri. Hann lætur eftir sig konu sína, Margrétu, fjóra sonu, Ingimund og Marino í British Columbia, Sigurstein í Kirkfield Park og Valdimar í Charleswood og tíu barnabörn. Ennfremur lifa hann tvær systur, Mrs. Sólveig Johnson á Gimli og Mrs. Valgerður Dalman í New York. Séra Philip M. Pétursson flutti kveðjumál. ☆ Vigfús S. Benediktson, 87 ára lézt 13. október 1963 að heimili sínu á Gimli, en þar hafði hann átt heima síðan hann flutti frá Islandi 1903. Hann stundaði fiskveiðar á Winnipegvatni. Konu sína, Guðríði missti hann árið 1948. Hann lifa fjórir synir, Helgi og Arthur á Gimli, Kristinn í Winnipeg og Carl í Toronto; þrjár dætur, Mrs. Elín Einars- son og Mrs. Rúna Einarsson á Gimli og Mrs. Anna Johnson í Alberta. Barnabörnin eru sextán og barna-barnabörnin tólf. Einn bróðir átti hann á lífi á Islandi, Jón að nafni. Útförin fór fram frá Unitara- kirkjunni á Gimli, séra Philip M. Péturason flutti kveðju- mál. ☆ Magnús W. Jónsson ti heimilis í St. Vital lézt á Winnipeg General spítalan- um 25. sept. 1963, 76 ára. Út- förin var frá Bardals og hann lagður til hvíldar í Brookside grafreit. Thorunn Florence Stuart, lézt á Betel heimilinu á Gimli 19. október 1963, 94 ára að aldri. Hún var fædd á íslandi og fluttist til Kanada 1882. Hún var ekkja Charles Stuart og áttu þau fyrrum heima í Melville, Saskatchewan, en síðustu þrettán árin var hún á Betel. Hana lifir ein systir, Mrs. Anna Stephenson í Winnipeg. Útförin var gerð frá Bardals. Dr. Valdimar J. Eylands flutti kveðjumál. Hún var lögð til hvíldar í Brookside grafreitnum. ☆ 26. september 1963 andaðist Sigurður Sigurðson í Prince George, B.C. Hann var stadd- ur þar á ferð, og mun hafa verið á heimleið er hann varð fyrir bíl á götunni, og meidd- ist svo mikið að hann lifði aðeins fáa daga. Hann var 78 ára er hann lézt. Sigurður var fæddur í Argyle byggðinni í Manitoba. Foreldrar hans voru Hjörtur og Marja Sigurðson, sem námu land í Argyle snemma á árum, og bjuggu þar góðu búi til 1912, fluttu þá til Blaine, Wash., U.S.A. og áttu þar heima til síns dauðadags. Sigurður innritaðist í Canada herinn í fyrra stríðinu 1914— 1918 og er hann kom aftur heim keypti hann sér bújörð nálægt Raymore, Sask. og bjó þar til 1957—’58. Þá seldi hann land sitt og flutti til BritiSh Columbia. Nokkru seinna flutti hann á ísl. elli- heimilið „Höfn“ í Vancouver, og hér hefur hann átt heima, þar til dauðan bar svo óvænt að. Sigurður var drengur góð- ur, viðkvæmur í lund, trygg- ur vinur vina sinna. Tvær systur hans sem lifa hann, eru Kristín, Mrs. L. B. Lindal, Bend, Oregon, og Hólmfríður, Mrs. J. W. Lindal í Los Angeles. Einnig lifa hann mörg systkinabörn hans. Jarðarförin fór fram frá út- fararstofu í Blaine, Wash. og þar var hann lagður til hinztu hvíldar við hlið foreldra sinna og systkina, í Blaine grafreit. Sér G. P. Johnson flutti síð- ustu kveðjuorðin, sem með sólósöng og mikið af fallegum blómum gjörðu stundina há- tíðlega. „Farðu í friði“, kæri frændi minn. — Friður Guðs þig blessi. G. J. Mrs. Sigurveig Dawe and- aðist í White Rock, B.C. sjúkrahúsinu 2. ágúst 1963. Hún var fædd að Grund í Argyle byggð, Man. 14. febrúar 1884, dóttir hinna mikilsmetnu landnámshjóna Caroline (Taylor) og Sigurðar Christoferson, nú bæði látin fyrir löngu. Heimili þeirra á Grund mun hafa verið fyrsta pósthús byggðarinnar. Veiga, eins og hún var venjulega kölluð, ólst upp á heimili foreldra sinna og naut al- mennar skólagöngu, en hélt svo áfram námi við hærri skóla í Baldur, Man. og tók kennarapróf í Winnipeg. Á unga aldri fór hún að kenna á skóla, og kenndi í mörg ár í Manitoba, New Westminster og Osland, B.C. (Smith Is- land). 28. sept. 1921 giftist hún Thomas Dawe sem var verk- stjóri og eftirlitsmaður með fiskifélögum fyrir B.C. stjórn- ina. Þau áttu heima í norður B.C. í nokkur ár en 1927 fluttu þau til Crescent, B.C. og sett- ust að á gamla Christoferson heimilinu og bjuggu þar til dauðadags. Mr. Dawe andað- ist 13. maí 1960. Tvö systkini Veigu sál. lifa hana — Susan (Mrs. Ingi Brynjólfsson), Chieago, 111. og Kjartan Christoferson, San Francisco, Calif., og auk þeirra stór hóp- ur systkina barna. Veiga var elskuð og virt af stórum vina hóp. Hún var vel greind og mjög listfengin. Hún elskaði allt það sem var fagurt, hvort það var úti í ríkt náttúrunnar, eða innst í hjörtum eða hugum vina hennar. Hún tók virkan þátt í félagsmálum byggðar sinn- ar, bæði í kirkjunni, skólan- um og í stjórnmálum, og vann í skólanefnd svo árum skipti. Ættingjar og vinir kveðja hana með viðkvæmri og ein- lægri þökk. G. J. ROSE THEATRE SARGENT o» ARLINGTON AIRCONDITIONED CHANGE OF PROGRAM EVERY FOUR DAYS Foto-Nite Every Tuesday and Wednesday SPECIAL CHILDREN'S MATINEE Every Saturday

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.